Morgunblaðið - 22.11.1995, Síða 23

Morgunblaðið - 22.11.1995, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 23 EYÐILEGGINGIN er alger í Krajina. Farið hefur verið ránshendi EIGINMAÐUR þessarar serbnesku konu flúði til Serbíu af ótta um þetta hús í Kistanje i Krajina og engu þyrmt. við her Króata. Hún sat ein eftir og sagðist um tíma hafa ætlað að hengja sig, svo einmana og hrædd var hún. Nú saknar hún eiginmannsins og annarra þorpsbúa. KRÓATISKIR hermenn slaka á í bænum Gracac, sem er eins og aðrir bæir í Krajina, auður og tómur. Hermönnum og lögreglu er ætlað að halda uppi lögum og reglu í héraðinu en núorðið er lítið að hafa fyrir þjófa, fáir eru eftir og flest húsin eyðilögð. HÚS Bozo Brkic, 69 ára, var brennt til grunna eftir að öllu fémætu hafði verið stolið og Brkic barinn illa. Hann er reiður eiginkonu sinni og dóttur sem flúðu til Serbíu. MANDA, t.v., er 67 ára ekkja en Minica, 78 ára, hefur aldr- ei gifst. Hvorug þeirra á börn. Þær eru alveg einangraðar, vita lítið um það sem á sér stað í umheiminum og hafa aldrei heyrt á ísland minnst. Þær óska okkur hins vegar alls hins besta og blessa okkur í bak og fyrir. boðskap, sem hermennirnir kunna vel að meta. Fólkið hrætt og óöruggt Ástandið í þorpum og bæjum er þó sýnu verra. í fjölrnörgum þorpum er ekki sála á kreiki og í öðrum búa frá einu og upp í fimm gamal- menni. Rauði krossinn aðstoðar nú um 4.000 manns sem fólk á vegum samtakanna heimsækir vikulega eða oftar, færir þeim mat, teppi, lyf og skilaboð frá ættingjum. Lang- flestir eru aldraðir Serbar, sumir eru lasburða og vita varla hvað hefur gerst. Það sem fólkið óttast mest eru frekari árásir ofbeldis- manna og svo kaldur veturinn. Yfirmaður Alþjóðaráðs Rauða krossins í Knín, Carmen Burger, segir að í fyrstu hafi gengið erfið- lega að skrá fólkið, það hafi verið hrætt og óöruggt, margir hafi fært sig um set og ýmsir þeirra sem flúðu hafi snúið aftur. í hverri viku finnast enn nokkur gamalmenni, sum kusu að fara hvergi, önnur voru skilin eftir og eiga erfitt með að fyrirgefa það. „Það gengur hægt að koma á rafmagni og ég á ekki von á því að fólki fjölgi í dreifbýlinu á næstu mánuðunum. Til þess er eyðilegg- ingin of mikil og félagslegu afleið- ingarnar eru enn meiri,“ segir Burger. „Fólk á erfitt með að snúa aftur og sjá hvað hefur gerst. Ná- grannar, vinir og ættingjar horfnir og nýtt fólk komið þeirra í stað.“ Aðkoman eins og á eyðibýli Þegar Knín er yfirgefin, kemur enn betur í ljós hvað við er átt. Svæðið sem við förum til ásamt króatískum starfsmönnum Alþjóða- ráðs Rauða krossins heitir Velika Popina, og er fyrir norðan Knín. í fyrstunni er ekið eftir beinum og breiðum vegi en þegar beygt er út af honum er fyrr en varir komið út á illfæra malarvegi, sem liggja á milli ótal lítilla þorpa og býla. Hvergi er mann að sjá fyrr en flaut- að hefur verið hraustlega nokkrum sinnum. Þá birtast skyndilega gamal- menni úr hálfhrundum húsum og kjarrinu í nágrenninu og fagna gestunum. Þegar Rauði krossinn birtist fyrst í þorpunum voru hins vegar margir óttaslegnir, vissu ekki nema starfsmennirnir væru í jafn óskemmtilegum erindum og fyrri „gestir". I fyrsta þorpinu, Podljud, bjuggu áður um 200 manns. Nú eru þijár gamlar konur þar og einn karl. Manda og Minica Stojisavjevic eru 67 og 78 ára, sú eldri, Minica, mun hressari. Aðkoman er eins og á eyðibýli, dauðar skepnur liggja víða en lifandi búfénaður valsar um allt og ekki verður séð að mikill munur sé á hýbýlum og útihúsum. Kynding engin, þrifnaður af skornum skammti og lýsing bágborin. Minica býður okkur inn þar sem hún leiðir okkur að teppahrúgu í einu horninu. Sviptir einu teppinu ofan af og þá kemur í Ijós mannslík- ami, sem í fyrstu verður ekki séð að sé með lífsmarki. Skyndilega deplar maðurinn augunum og muldrar eitthvað, þetta er yngri bróðir Minicu sem er blindur og farlama. Manda og Minica þiggja smáveg- is sykur og hveiti, einnig fyrir ná- grannakonuna sem lætur ekki sjá sig. Fátæktin er geysileg og því eftir litlu að slægjast fyrir óþjóða- lýðinn sem farið hefur ránshendi um. Herinn lét þorpið að mestu óáreitt en hluti búfénaðarins lifði áhlaup Króata þó ekki af, enda var skotið á flest það sem fyrir varð. Ætlaði að hengja sig í næsta þorpi reynast vera tvær konur eftir. Mikil skelfing greip um sig þegar mönnum var ljós yfirvof- andi innrás Króata. Önnur kvenn- anna gætir kinda íklædd kápu sem hefur sjálfsagt einhvern tíma þótt glæsiflík. Hún segir fátt en þiggur með þökkum sígarettur, sem hún reykir á mettíma. Hin er öllu yngri og með húslykil- inn nældan í barminn eins og orðu. Eiginmaður hennar óttaðist svo mjög yfírvofandi áhlaup króatíska hersins, að hann flúði til Serbíu. Konan varð eftir, segist ekki hafa viljað fara og ekki hafa trúað því að svo margir myndu flýja. Hún er einmana og saknar eiginmannsins, sem hún hefur fengið fregnir af í Serbíu. Ljóst er að hann kemst ekki aftur í bráð. Hún segist hafa verið svo örvingluð fyrst eftir komu Kró- ata að hún hafi ætlað að hengja sig. Á afskekktu býli liggur níræð kona í rúmi sínu og skelfur úr kulda þrátt fyrir öll teppin sem hún hefur yfír sér. Engin kynding er í húsinu og hitinn við frostmark innandyra. Konan er með óráði og virðist ekki vita hvað gerst hefur. Bætt er við teppum og starfsmaður Rauða krossins segist munu leggja á það alla áherslu að henni verði komið á spítala eftir að hafa rætt við ná- granna sem líta daglega til hennar. Lokaðist inni Við nálgumst þjóðveginn frá Split til Zagreb og fólkið sem við hittum er mun hreinlegra til fara og nútímalegra. í fyrsta þorpinu, Mala Popina, birtist skyndilega kona á miðjum aldri. Hún heitir Rada Sujica og er 47 ára Serbi, búsett í Zagreb. Aldraðir foreldrar hennar búa í Krajina og hún var í heimsókn hjá þeim fyrir fjórum árum er Serbar tóku héraðið. Sujica lokaðist inni og komst hvergi en hún á stálpaðan son í Zagreb. Hún gæti sjálfsagt farið heim nú þegar Króatar ráða héraðinu en hún hefur áhyggjur af móður sinni sem er mikið veik og vill ekki fara. Þegar okkur ber að garði er kró- atíska lögreglan á staðnum. Þjófur á Skoda-bifreið hafði stolið mat um nóttina en íbúarnir þorðu ekkert að hafast að, þeir voru dauðskelkað- ir enda óvopnaðir. Lögregluþjónn- inn gengur lengi um og leitar vegs- ummerkja áður en hann heldur á braut, einskis vísari. Bozo Brkic, 69 ára, komst hins vegar í kynni við ofbeldismennina sem fóru um héraðið eftir áhlaup hersins. Hús hans var brennt til grunna eftir að öllu fémætu hafði verið stolið og Brkic svo barinn illa. Hann ber króatísku lögreglunni hins vegar vel söguna. Brkic afþakkar matarpakka Rauða krossins en honum eru færð skilaboð frá dóttur hans sem flúði ásamt móður sinni til Serbíu. Karl er eiginkonu og dóttur reiður fyrir að yfirgefa sig og svarið við skila- boðum dótturinnar er þurrlegt: „Fékk skilaboðin. Hef það ágætt. Vertu sæl.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.