Morgunblaðið - 22.11.1995, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEINIDAR GREINAR
Allir verða að taka
þátt í að útrýma
eitrinu á Islandi
ÞAÐ VAR ágæt
grein í Morgunblaðinu
nýlega eftir Vilhjálm
Þ. Vilhjálmsson varð-
andi fíkniefnaneyslu
unglinga í sveitafélög-
unum, sem væri sívax-
andi.
Þetta voru orð í tíma
töluð. Það hefði löngu
átt að vera búið að
þessu eins og ég hefi
margsinnis bent á, en
það þurfa allir lands-
menn að taka þátt í
slíku átaki til að út-
rýma eitrinu. Það hlýt-
ur að vera baráttumál
manna allrajá og dómsmálaráðu-
neytisins, að losna við eitrið. Herða
viðurlög við innflutningi og sölu
þess. Það hafa verið of litlir dómar
við slíku, sem ég leyfi mér að kalla
glæp. Það var nú ekki mikil refsing
sem unga fólkið fékk fyrir nokkru
fyrir að smygla inn alsælunni
hroðalegu til að selja börnum og
Herða verður viður-
lög, segir Sveinn
Björasson, við inn-
flutningi á eitri.
unglingum við skólana og sprautuf-
íklum amfetamínið. Þessi ferð pars-
ins var bara til að græða peninga,
án þess að hugsa um afleiðingarn-
ar. Eyðileggja marga unglinga og
fjölskyldur þeirra sem margar eru
í sárum vegna neyðslu á eitri barn-
anna. Ég leyfí mér að tala um glæp.
Að flytja inn' eitur hvaða nafni sem
nefnist, álít ég vera hinn versta
glæp.
Það hafa verið margir dómar
varðandi slík mál svo litlir að þetta
fólk hræðist þá ekki og heldur því
áfram iðju sinni. Það verður að
herða viðurlög við innflutningi á
eitri. Það er talað um í lögum að
við slíku sé allt að 10 ára fang-
elsi, en þetta „allt að“ virðist vera
mikið notað í dómum. Meiri og
stærri dómur ættu að vera til við-
vörunar fyrir fólk, sem stendur í
þessu. Þetta unga fólk, sem áður
er nefnt er auðvitað sjálft í eitri
og vantar peninga fyrir neyslu sinni
og lifibrauði. Það veit alveg hvern-
ig hægt er að græða peninga og
veit alveg hvað það er að gera og
þarf því ekki að fá minni dóm þess-
Sveinn Björnsson
alþingis-
*®SdMó|íe
UMBOÐS- OG HEILCVERSLUN
SMIBJUVEGI70, KÓP. • SiMI 564 4711 • FAX 564 4725
vegna. Þetta er glæpa-
fólk sem stendur í að
flytja til landsins eitur
ætti að fá hegningu
samkvæmt þeim glæp
sem það fremur.
Smygl á eitri er búið
að viðganganst lengi
með flugvélum, skip-
um og pósti. Toll-
gæslumenn og fíkni-
efnalögreglan ráða
ekki neitt við þetta
vegna mannfæðar og
peningaleysis hjá sín-
um yfirmönnum. Toll-
verðirnir á Keflavíkur-
flugvelli ná kannski einum smygl-
ara úr fullri flugvél, þar sem kannsi
eru m iklu fleiri með eitur. Komast
ekki yfir nákvæma leit vegna
mannfæðar. Þar þarf að fjölga
mannskap á nóttu sem degi svo
hægt sé að leita almennilega og
stundum á öllum. í gámum skip-
anna verður líka að herða tökin
hjá tollgæslunni. Það þarf fleiri
hunda til leitar.
Það er engin hræðsla hjá smygl-
urum á eitri vegna mannfæðar í
lögreglunni og tollvarða og loks
þegar næst í einhveija þá fá þeir
enga dóma eða skammarlega litla.
Það verður að láta miklu meiri
peninga til þessara mála. Þessi
fíkniefnamál eru að verða óviðráð-
anleg. Því verður strax að heijast
handa.
Ég veit að Bakkus er vondur,
en eitrið miklu verra. Sumir setja
þetta allt undir sama hatt og segja
bara óregla, óregla, en málið er
bara ekki svo einfalt. Það er hægt
að lækna Bakkusarmenn, en geng-
ur verr með eiturfíkla og tekur
lengri tíma og tekst kannski aldr-
ei. Alþingismenn og aðrir fyrir-
menn, farið nú í gang áður en allt
er komið í óefni og aldrei hægt að
bæta fyrir skaðann sem eitrinu
veldur.
Höfundur er fyrrverandi rann-
sóknarlögreglumaður.
Kemur málfræðin aftur?
EG HEF áður kom-
ið því á framfæri í
blöðum, að ég er ekki
sáttur við breyting-
arnar á framhalds-
skólanum síðari ára-
tugina. Ég gerði mér
fljótt ljóst að áhrif
Kennaraháskóla ís-
lands voru talsverð og
ekki heillavænleg, en
taldi mig annars ekki
færan um að greina
eðli og ástæður breyt-
inganna. Þá fannst
mér að þeir uppeldis-
og kennslufræðingar,
sem af og til voru
fengnir til að flytja
óbreyttum fagkennurum fagn-
aðarerindi sitt, segðu ýmist
bara sjálfsagða hluti, sem ekki
þyrfti að segja nokkrum kennara,
eða boðuðu mjög svo vafasöm vís-
indi, en væru sjaldnast færir um
að tjá sig skilmerkilega (e.t.v.
vegna dálætis á óljósum hugtökum
og „fræðilegu“ málfari). Oft efað-
ist ég um, að þeir vissu sjálfir,
hvað þeir vildu sagt hafa. Mér
varð þá stundum hugsað til „fíl-
unnar“ í Kaupmannahafnarhá-
skóla forðum, en þar var dregið í
efa að skýr hugsun fyrirfyndist
án skýrs málfars.
Málfræðin
Ég skal játa að ég var latur við
að lesa langar ritsmíðar og „fræði-
Iega“ umfjöllun um boðskap
kennslufræðinganna, þar sem mér
fannst hann of óljós til verðugrar
umræðu. En eitt af því sem varð
fyrir barðinu á þessum „umbóta-
sinnum“ var málfræðikennsla sú,
sem fólst í að knýja nemendur til
að greina mál og hugsun og skól-
arnir höfðu lengi lagt mikla
áherslu á. Ekki nægði að gera
latínuna brottræka úr máladeild-
um menntaskólanna, heldur var
einnig ráðist á hið greinandi hlut-
verk íslenskrar málfræði, sem sagt
var að skapaði málótta, en bætti
ekki málfar nemandans, gæti jafn-
vel leitt til þess að nemandinn
færi að stama! Já, allt var þetta
að sjálfsögðu í nafni mannúðar og
umburðarlyndis. Ég harmaði ekki
brotthvarf latínunnar, sem ég
Jón Hafsteinn
Jónsson
okkur
hafði raunar aldrei
kynnst, en mér hugn-
aðist ekki útreið sú,
sem íslenskan fékk,
og hafði orð á því við
mætan samstarfs-
mann, Gísla Jónsson
móðurmálskennara.
Hann sagði þetta:
„Vertu rólegur, mál-
fræðin kemur aftur.“
Spá hans hefir ekki
ræst ennþá, en málfar
unglinga nú (t.d.
framburðurinn) gefur
vísbendingu um að
þessi góðlátlega róleg-
heitabjartsýni sé væg-
ast sagt háskaleg. Ég varði náms-
greinar mínar eftir mætti gegn
áhrifum „kennslufræðisinna" án
annarra óþæginda en þeirra, að
heyra yfirlætislegar athugasemdir
eins og þessar: „Hvenær skyldu
nemendur hafa not fyrir svona
nokkuð að þessu prófi loknu?“
(vegna prófdæmis með brotabroti)
og: „Þið reynið að koma aftan að
nemendunum“ (þegar verið var að
kanna hæfileikann til frumkvæð-
is).
Þá man ég eftir fundi fyrir
aldaríjórðungi, þar sem útsendari
frá menntamálaráðuneytinu for-
dæmdi kennslu á útleiðslu lausnar-
formúlu annarsstigsjöfnunnar _ á
fyrsta ári framhaldsskólans. Ég
er miklu fljótari að leysa jöfnur
af þessu tagi án lausnarformúl-
unnar sagði hann ítrekað og datt
ekki í hug að við værum e.t.v.
fremur að kenna formúlunotkun
yfirleitt, heldur en þessa sérstöku
formúlu, sem hann hnaut um.
Öðru sinni sagði hann við mig:.
Þið notið að óþörfu viðtengingar-
hátt og nemandinn skilur textann
lakar en ella. Mér varð þá að orði:
Ef nemendur skilja illa viðtenging-
arhátt í réttu íslensku máli, þá er
það vegna þess að hann er ekki
notaður nægilega mikið. Þess
vegna ættum við ekki að forðast
hann.
„Veiðileyfi" á flámælið
Ég hirði ekki um að tína til fleiri
dæmi af þessum toga, en þau eru
mýmörg. Ég get hins vegar ekki
stillt mig um að nefna setningu
Ég las mér til ánægju
greinar Helgu Sigur-
jónsdóttur, segir Jón
Hafsteinn Jónsson,
sem hér fjallar um
kennslufræði.
sem ég heyrði nýlega í morgunút-
varpinu af vörum einhvers móður-
málsspekingsins, en honum fannst
eins og þeim fleirum það vera yfir-
gangur að finna að málfari ungl-
inga. Hann sagði að sumir kennar-
ar hefðu á sínum tíma tekið
skýrslu Björns Guðfinnssonar sem
„veiðileyfi á flámælið“. Já, það
hefði tæpast tekist að kveða hljóð-
villuna í kútinn ef þessir uppeldis-
vitringar hefðu verið á ferðinni
nokkrum áratugum fyrr! Nú vaða
uppi málfarslegar „nýjungar", sem
gefa þyrfti út veiðileyfí á.
Orð í tíma töluð
Ég hef aldrei orðið talandi á
fagmáli kennslufræðinganna, né
fundið fyrir þörf eða löngun til að
lesa þeirra óljósu fræði, og því
ekki átt við þá orðræður, á þeirra
heimavelli. En ég las mér til
ánægju, gagns og uppbyggingar
greinar og greinaflokka Helgu
Siguijónsdóttur, námsráðgjafa í
Menntaskóla Kópavogs, og ekki
vefst fyrir henni að tjá sig á skilj-
anlegan hátt. Henni ber bæði þökk
og heiður fyrir að kynna sér,
greina og gagnrýna boðskap þess-
ara villuráfandi mannúðarpostula,
sem í þijá áratugi hafa — mark-
visst ef ekki meðvitað — lagt
kennarastéttina í einelti og troðið
niður af henni skóinn (t.d. með
því að krefjast af henni mála-
myndanáms í stað fræðilegrar
hæfni) og gert hana nú síðast að
hjúum sínum. Þessi ummæli mun
ég útskýra í annarri grein (Um
yfirgang kennslufræðisinna), sem
bíður birtingar og von er á innan
fárra daga.
Höfundur cr fyrrverandi mennta-
skólakennari.
Reynslan lofar AA
í GREIN, sem birtist í Morgun-
blaðinu 1. nóvember, gerir Stein-
unn Björk Birgisdóttir tilraun til
að sannfæra fólk um það að núver-
andi aðferðir við meðferð alkóhól-
ista séu með öllu úreltar, og taka
beri upp nýjar og betri aðferðir
upprunnar vestanhafs.
I grein þessari segir Steinunn
að þær aðferðir, sem SÁÁ beitir,
séu unnar af ófaglærðu fólki, sam-
kvæmt AA módelinu og læknamód-
elinu, sem sé óvirkum alkóhólistum
og Þórarni Tyrfingssyni. Steinunn,
þetta er ekki rétt. Hjá SÁÁ hefur
mér vitanlega alltaf verið starfandi
sálfræðingur, sem hefur margra
ára reynslu í meðferð alkóhólista,
læknar og hjúkrunarfólk sem
margt hvert eru óvirkir alkóhólistar
og þekkja vandamálið af eigin raun.
Rúmur helmingur af þessari grein
þinni er skilgreining á alkóhólisma,
skilgreining sem löngu er þekkt
meðal þeirra sem að þessum málum
hafa starfað, þessa skilgreiningu
hafa áhugamennirnir sem starfa á
Vogi skrifað upp á töflu ár eftir
ár fyrir hundruð sjúklinga sem
margir hveijir eru nú óvirkir alkó-
hólistar og nýtir menn í þjóðfélag-
inu. Og þetta tókst á meðan þú
varst í Ameríku. Hvernig þá? Jú,
með því að beita þessum úreltu
aðferðum sem þér eru svo mjög á
móti skapi, og með hjálp AA sam-
takanna.
Aðferðir SÁA og AA
hafa reynst vel, segir
Þórleifur S. Asgeirs-
son, og reynslan er
besti dómarinn.
Ég er einn af þeim sem fóru
þessa leiðina, þannig að í þínum
augum hlýt ég að vera með ógilda
edrúmennsku, það er, edrú-
mennsku sem ekki er blessuð af
geðlæknum, sálfræðingum, amer-
ísk-menntuðum ráðgjöfum og guð
má vita hvað. Sálfræðingur einn
stofnaði fyrirtæki sem hafði það
að markmiði að kenna alkóhólistum
að drekka. Hann hélt því fram að
með nýjustu tækni mætti kenna
langt leiddum alkóhólistum að
drekka í hófí. Ég þekkti tvo sem
fóru til hans, annar drekk sig hel,
en hinn er núna talsvert lengra
leiddur en þegar hann leitaði til
hans. Nei, Steinunn, þetta er ekki
rétta leiðin. Fyrir stuttu skrifaðir
þú aðra grein, ekki síður faglega,
sem í stuttu máli fjallaði um það
að AA samtökin væru ekki fyrir
konur, og kynntir til leiks nýjan
valkost: WFS, Women for sobriety.
Gerir þú þér grein fyrir að hverju
þú ert að leika þér? Bersýnilega
ekki. AA samtökin hafa virkað í
50 ár, og virkað jafnt fyrir karla
og konur, og sumstaðar hafa verið
stofnaðar kvennadeildir sem ætlað-
ar eru til að konur geti rætt sín
kvennamál, og hefur það gefíst
vel. En það er ekki í mínum verka-
hring að veija AA samtökin fyrir
þér, enda á að halda þeirra nafni
fyrir utan deilur og dægurþras.
Öðru máli gegnir með SÁA. Hafa
meðferðarstofnanir þeirra ekki
sýnt þann árangur að þakka beri
frekar en að gagnrýna? Munurinn
á þér og SÁÁ er mikill, SÁÁ er
rekið að miklum parti af einlægni
og áhugamennsku, vilja og þraut-
seigju, en þú ætlar þér að græða
á þessu vandamáli. Það er ekki
fallegt að fara að telja fólki trú
um að allt sem það hefur trúað á
lengi sé bara rugl, þú hafir dýra
og fína lúxuslausn á þessu og get-
ir losað fólk undan þeirri raun að
fara á AA fundi.
Hvaða ástæða er fyrir því að þú
bauðst ekki SÁÁ þjónustu þína, til
að samhæfa reynslu þeirra og
menntun þína? Er ekki búið að
fullsanna að þeirra aðferðir hafa
reynst best? Áratuga starf SÁÁ
hefur mér vitanlega reynst það vel
að athygli hefur vakið víða um
Evrópu, ekki síst á Norðurlöndum,
þar sem byggðar hafa verið upp
meðferðarstofnanir að fyrirmynd
SÁÁ.
Ég efast ekki um að menntun
þín gæti komið að góðum notum
ef þú nýttir hana rétt og slepptir
því að gagnrýna á ósanngjarnan
hátt það sem vel hefur verið unnið
fram að þessu. En engin menntun
tekur reynslunni fram, og ættir þú
best að vita það, sálfræðingurinn
sjálfur. Þetta verksvið er ekki leik-
völlur, þetta er dauðans alvara, og
ættir þú að láta það eftir þeim sem
reynsluna hafa og snúa þér að ein-
hveiju öðru sem hefur minni hættu
á mistökum í för með sér.
Fíkniefnaneysla er ört vaxandi
vandamál hér á landi, og þá einkum
meðal ungs fólks. Ég get flutt þér
þau tíðindi, að AA samtökin í
Keflavík eru auðug að ungu fólki,
sem sagt hefur skilið við vímuna,
án þess að þú hafir komið þar ná-
lægt. En þar var SÁÁ til staðar
og leysti málið með prýði og gerir
enn, nema þú viljir úrelda samtök-
in. SÁÁ hefur rekið félagsmiðstöð
fyrir unga, óvirka alka, sem heitir
Ulfaldinn og mýflugan, SÁÁ rekur
göngudeild í Síðumúla 3-5 og
áfangaheimili svo eitthvað sé nefnt.
Og allt er þetta hugsjónavinna, að
minnsta kosti greiða þeir ekki nógu
há laun fyrir þig. Það er til gam-
all AA málsháttur, sem er amerísk-
ur að uppruna og hljóðar svo: „If
it works, don’t fix it“, eða í ís-
lenskri þýðingu: Ef það virkar,
ekki laga það.
Höfundur er óvirkur alkóhólisti
og ihugamaður um áfengis- og
vímuefnavarnir.