Morgunblaðið - 22.11.1995, Síða 43

Morgunblaðið - 22.11.1995, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 43 FRÉTTIR THE Beatles Bítlakvöld á Kaffi Reykjavík BÍTLAKVÖLD verður haldið á Kaffi Reykjavík fimmtudaginn 23. nóvember. Hljómsveitin KOS leikur gömlu góðu bítlalögin og heiðursgestur Fyrirlestur um samruna- ferli Evrópu í TILEFNI af útkomu bókar hr. Antonio Badini, sendiherra Ítalíu á Islandi, Fullveldi og þjóðarhags- munir í samrunaferli Evrópu, mun hann flytja fyrirlestur í Norræna húsinu miðvikudaginn 22. nóvem- ber kl. 16. Hr. Badini, sem einnig er kenn- ari í stjórnmálafræðum, fjallar í erindi sínu um skoðanir og athug- anir sem hann hefur gert á sam- runaferlinu í Evrópu og hvaða áhrif það hefur haft á fullveldi Evrópu- þjóðanna. Allir eru. velkomnir. Tónleikar Bogomil Font fallaniður VEGNA óviðráðanlegra aðstæðna falla fyrri útgáfutónleikar Bogomil Font í Loftkastalanum niður. Því heldur Bogomil aðeins eina útgáfutónleika fimmtudaginn 23. nóvember í Loftkastalanum. Forsala aðgöngumiða er í Japis í Kringlunni, Japis, Brautarholti, og Loftkastalanum. Sveiflur í jarðvegi af völdum rokk- tónleika DR. SIGURÐUR Erlingsson held- ur fimmtudaginn 23. nóvember opinberan fyrirlestur sem nefnist: Sveiflur af völdum rokktónleika — hreyfingarfræðileg greining. Fyr- irlesturinn verður haldinn í stofu 157 í byggingu Verkfræðideildar Háskóla Islands, VR II, við Hjarð- arhaga og hefst hann kl. 17. Á Ullevi-leikvanginum í Gauta- borg, Svíþjóð, voru haldnir reglu- lega á tímabilinu 1976 til 1985 stærstu rokktónleikar á Norður- löndum. Við tónleika Bruce Springsteen 8. og 9. júní 1985 mynduðust óeðlilegar sveiflur og titringur í jarðvegi, áheyrendapöll- um og þaki leikvangsins. Þetta gerðist þegar um sextíu þúsund tónleikagestir hoppuðu og dönsuðu í takt við tónlistina. Eftir þennan atburð hefur tónleikahald verið bannað á leikvanginum. í fyrirlestrinum verða orsakir og eðli þessara fyrirbæra útskýrð með reiknifræðilegum aðferðum og er fjallað nánari um þær í dokt- orsritgerð Sigurðar. Áðferðirnar eru flóknar og voru m.a. stofnaðar ofurtölvur í samhliða vinnslu við úrlausn viðfangsefnisins. kvöldsins verður Rúnar Júlíusson sem tekur gömlu bítlasveiflurnar ásamt hljómsveit og Ámunda Ámundasyni. Jólafundur Félags ís- lenskra há- skólakvenna JÓLAFUNDUR Félags íslenskra háskólakvenna sem vera átti í kvöld, miðvikudaginn 22. nóvem- ber, hefur verið færður til sunnu- dagsins 26. nóvember og er hald- inn í Þingholti (Hótel Holti) kl. 15. Á dagskrá verða eftirmiðdags- veitingar, Sigfús Halldórsson tón- skáld leikur lög sín og Friðbjörn G. Jónsson syngur við undirleik höfundar. Einnig verða jólakort Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna til sölu ásamt fjölda hand- gerðra muna, sem tengjast jólun- um. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Fyrirlestur um frásagn- arheima FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar með Auði Ólafsdóttur í Skólabæ við Suðurgötu í kvöld, miðvikudagskvöldið 22. nóvem- ber, kl. 20.30. Auður Ólafsdóttir er listfræð- ingur. Hún tók BA próf í sagn- fræði frá Háskóla íslands og stundaði síðan nám í listasögu á Ítalíu og loks í Frakklandi þaðan sem hún lauk lokaprófi. Hún kennir nú listasögu við Háskóla íslands og Leiklistarskóla íslands. í erindi sínu mun Auður fjalla um margvísleg tengsl bókmennta og myndlistar í samtímanum m.a. með hliðsjón af því hve frásagnir í bókmenntum og frásagnir í myndlist eru ólíkar í eðli sínu. Eftir framsögu Auðar gefst mönnum kostur á Iéttum veiting- um áður en almennar umræður hefjast. Fundurinn er öllum opinn. ■ Hafnargöngvhópurinn fer frá Hafnarhúsinu kl. 20 í kvöld, miðvikudagskvöldið 22. nóvem- ber. Byijað verður að ganga „ofan á“ elsta lendingarstað landsins, Grófinni, og gömlu strandlínunni og Lækjarósnum. Þaðan upp Arn- arhólstraðirnar, elstu alfaraleið- ina, niður Skuggahverfið og út á Sólfarið. Frá Sólfarinu verður gengið með ströndinni og hafnar- bökkum út í Örfirisey. í bakaleið- inni verður litið inn hjá Gunnari Eggertssyni víkingaskipasmið. Gönguleiðin gefur kost á vali um að ganga mislangar vegalengdir. Allir velkomnir. Þingflokkur Kvennalista Varamenn í hlutfalls- lega færri tilvikum ÞINGFLOKKUR Kvennalistans hefur sent frá sér fréttatilkynningu „að gefnu tilefni", þar sem tekið er fram eftirfarandi: „Það hefur frá upphafi verið stefna Kvennalistans að gefa sem flestum varaþingkonum sínum tækifæri til að láta til sín taka í sölum Alþingis. í 12 ára þingsögu Kvennalistans hefur raunin þó orðið sú að við höfum kallað varamenn inn í hlutfallslega færri tilvikum en nokkur annar þingflokkur. Sú sam- þykkt sem gerð var á nýafstöðnum landsfundi er einungis staðfesting á löngu mótaðri stefnu, enda segir þar að stefnt skuli að því að kalla inn varamenn eftir því sem kostur gefst. Þingmenn eiga rétt á að kalla inn varamenn vegna veikinda eða fjar- vista í opinberum erindum. Þing- maður hefur einnig rétt á að kalla inn varamenn af hann er fjarver- andi í einkaerindum, en þá þiggur hann ekki laun fyrir þann tíma sem varaþingmaður hans situr á þingi. I þingsköpum Alþingis segir í 53. grein: „Þingmaður nýtur ekki þingfararkaups meðan varamaður hans situr á þingi nema fjarvist sé vegna veikinda eða þingmaður sé ijarverandi í opinberum erindum." Þau tilvik koma upp þar sem þingmenn þurfa eða kjósa að taka sér leyfi frá þingstörfum til að sinna öðrum störfum, t.d. í þágu síns fiokks. Þá afsalar þingmaður sér launum til varamanns. Kvennalistinn hefur ætíð farið að lögum og mun að sjálfsögðu gera það áfram.“ Austurrísk bókagjöf NÝLEGA afhenti sendiherra Aust- urríkis, dr. Franz Schmid, Lands- bókasafni íslands Háskólabóka- safni bókargjöf frá menningar- deild austurríska utanríkisráðu- neytinu. Um er að ræða austurrískar bókmenntir og rit sem fjalla um Austurríki, land, þjóð og menn- ingu, um hundrað og þijátíu bindi, öll valin í samráði við kennarana í þýsku við Háskóla íslands og fyrir meðalgöngu Ludwigs Siems- ens, aðalræðismanns Austurríkis á íslandi. Morgunblaðið/Ásdís ÁRNI Siemsen ræðismaður, Einar Sigurðsson landsbókavörður og Franz Schimd, sendiherra Austurríkis á íslandi. Markaðsráðgjöf á Egilsstöðum Egilsstöðum - Hrefna Hjálmars- dóttir markaðsfræðingur hefur opn- að skrifstofu á Egilsstöðum þar sem hún veitir markaðsráðgjöf til fyrir- tækja og stofnana. Hrefna aðstoðar m.a. við að vega og meta viðskiptahugmynd áður en fyrirtæki er stofnað og býðst til að gera markaðskannanir fyrir fyrir- tæki sem þess óska. Hún veitir ráð- gjöf varðandi vöruþróun til þeirra sem komnir eru með vöru en geta ekki alveg staðsett hana á mark- aði. Á skrifstofu sinni mun hún ennfremur reka atvinnumiðlun en það er nýjung á Egilsstöðum. Þar geta fyrirtæki lagt inn umsóknir um hvernig starfskröftum þau leita að og einstaklingar skráð sig. Hrefna mun einnig veita þjónustu við erlendar bréfaskriftir og flesta þá hluti sem tengjast fyrirtækjum og rekstri þeirra. Hrefna er mennt- Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir HREFNA Hjálmarsdóttir markaðsráðgjafi. aður markaðsfræðingur frá Lunds lokaverkefni sínu um þessar mund- Universitet í Svíþjóð og er að ljúka ir. Klassískar kvikmynd- ir í Regnboganum Á VEGUM Kvikmyndasafns ís- lands verða sýndar nokkrar klass- ískar kvikmyndir fram til 17. des- ember í Regnboganum. í dag, miðvikudaginn 22. nóv- ember, verða sýndar myndirnar Inntak glæpsins,_ Potemin og Reið- hjólaþjófurinn. I tilkynningu frá kvikmyndasafni segir eftirfarandi um myndirnar: Inntak glæpsins „Element of Crime“, Lars Von Trier, Danmörk 1984. Myndin segir frá leynilög- reglumönnum sem eru að reyna að leysa dularfulla morðgátu sem tengist lottóvinningum og nota til þess óvenjulegar aðferðir sem fel- ast í því að komast inn í vitund glæpamannsins. Myndin er yndi allra raunverulegi'a kvikmynda- fíkla, enda er hún hlaðin tilvísun- um í frægustu myndir kvikmynda- sögunnar. Orustuskipið Potemkin gerð eft- ir Sergei Eisenstein, Rússland 1925. Myndin er ein af frægustu myndum Eisensteins og segir frá flotauppreisninni í Kronstadt sem leiddi til rússnesku byltingarinnar. Reiðhjólaþjófurinn, „Ladri Di Bicicleette“ Vittorio de Sica, Ítalía, 1948. Myndin hefur oft verið nefnd „ein klassískasta mynd allra tíma“. Hún er ein af þekktustu myndum ítalska neo-realismans og segir frá ógæfunni sem hendir fátækan verkamann þegar reið- hjólinu hans er stolið en án hjóls- ins hefur hann ekkert lífsviður- væri. Stórkostlegar götulífsmynd- ir eru rómaðar af kvikmyndaunn- endum enn þann dag i dag. ■ Á AÐALFUNDI íslandsdeildar ELSA, félags evrópskra laga- nema, nýlega var kosin ný stjórn félagsins. Hana skipa: Dóra Sif Tynes forseti, Eiríkur Svavarsson ritari, Bjarni Lárusson gjaldkeri, Þóra Margrét Hjaltested vinnu- skiptafulltrúi, Margrét Gunnars- dóttir umsjónarmaður fræðastarfs og Hólmfríður Kristjánsdóttir umsjónarmaður markaðsmála. ■ MARGRÉT II Danadrottning hefur sæmt Orra Vigússon for- stjóra riddarakrossi Dannebrogs- orðunnar. Er það fyrir starf hans til verndar laxastofninum í Norður- Atlantshafinu og þátt hans í þróun nýrra atvinnutækifæra fyrir þá þjóð- félagshópa á Grænlandi og í Færeyj- um sem lengi hafa haft framfærslu af laxveiðum í úthafinu. KIN -leikur að lcera! Vinningstölur 21. nóv. 1995 6 ®9 ®10*15®21 «25 * 28 Eldri úrslit á símsvara 568 1511

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.