Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Taugadeild Landspítala verður opnuð að nýju eftir hálfs árs lokun
Hálf afköst í byrj un
ÁKVEÐIÐ hefur verið að taugadeild
Landspítala verði opnuð um áramót
eftir hálfs árs lokun. Gunnar Guð-
mundsson yfirlæknir taugadeildar
hefur átt viðræður við stjórnarfor-
mann Ríkisspítala og er búið að til-
kynna starfsfólki deildarinnar að
hún verði opnuð að nýju. Þó er gert
ráð fyrir að í fyrstu verði deildin
rekin með helmingi þess sjúkra-
rúmafjölda sem áður var, eða um
22 rúmum, en síðan verði aukið við
í áföngum.
„Það er búið að ganga mikið á,
við höfum rætt við ráðherra og
sömuleiðis fulltrúa ýmissa sjúklinga-
félaga, auk þess sem við höfum
margsinnis rætt við stjórn Ríkisspít-
alanna um að opna deildina að nýju
og það hefur skilað þessum árangri.
Úttekt á taugasjúkdómum
Stjómarformaður Ríkisspítala hefur
sýnt málinu mikinn skilning og er
rætt að gera almenna úttekt á stöðu
taugasjúkdóma á sjúkrahúsinu og
skipuleggja starfsemina á þann veg
að meiri stöðugleiki ríki, einkum á
sviði göngudeildarþjónustu fyrir hin-
ar ýmsu tegundir taugasjúkdóma,
svo sem flogaveiki, Parkinsonsjúk-
dóm, MS-sjúkdóm,“ segir Gunnar.
Eftir að taugadeild var lokað síð-
ari hluta júnímánuðar var starfsem-
inni úthlutað 10 sjúkrarúmum á
öðrum deildum Landspítala. Gunnar
segir að þörfin hafi verið svo mikil
að í raun hafi 19 sjúkrarúm verið í
notkun í senn fyrir sjúklinga á þessu
sviði, því að þrátt fyrir skömmtun
haldi sjúklingar áfram að veikjast.
„Aðstaðan var vitaskuld öll lakari
fyrir hjúkrunarfólk og öll starfsemi
var slitin úr samhengi, þannig að
lokunin olli míklum erfiðleikum án
þess þó að alvarleg slys hafi orðið,“
segir Gunnar. „Reynslan sýnir að
við þurfum á sérhæfðri deild að
halda til að glíma við margvísleg
tilfelli, innkallanir og fleira."
Gunnar kveðst ekki telja neinn
spamað af lokun deildarinnar. „Lok-
unin jók mjög mikið þörfina fyrir
umönnun þessara sjúklinga annars
staðar, til dæmis á göhgudeild eða
hjá heimilislæknum, þannig að
kostnaðurinn hefur eingöngu dreifst
en ekki minnkað að mínu viti,“ seg-
ir hann.
Morgunblaðið/Ingvar
NEÐST í Bankastræti beygði maðurinn til hægri og ók niður með steinsteyptum tröppum Sem liggja að Sljórnarráðinu. Bíllinn skemmd-
ist mikið í háskaakstrinum, en ökumaður hljóp út úr bílnum inni í Vogum og var handtekinn í Dugguvogi þar sem hann reyndi að fela sig.
Móðir slökkti
eld í fötum
4 ára drengs
Lögregla
elti öku-
mannúr
miðbænum
inn í Voga
EFTIRFÖR lögreglu vegna öku-
manns sem grunaður er um ölvunar-
akstur og ákeyrslur lauk í Voga-
hverfinu um miðja aðfaranótt laug-
ardagsins. Þar reyndi maðurinn að
fela sig fyrir laganna vörðum en var
handtekinn og gisti fangageymslur
um nóttina.
Maðurinn ók á tvo bfla í Banka-
stræti um kl. 2 um nóttina. Þegar
hann varð þess áskynja að lögregla
ætlaði að hafa afskipti af málinu
beygði hann bíl sínum skyndilega til
hægri og fór niður með steinsteypt-
um tröppum sem liggja að Stjórnar-
ráðinu. Þaðan komst hann út á
Sæbrautina og fylgdi lögreglan hon-
um fast eftir. Lögreglan missti sjón-
ar á honum um stund en fann síðan
bílinn yfirgefinn í Vogahverfinu og
manninn skömmu síðar í Dugguvogi.
Maðurinn er grunaður um ölvun
og til stóð að yfirheyra hann í gær.
♦ ♦ ♦-----
Tólf fyrir-
tæki sýna í
S-Afríku
„ÍSLENZKU fyrirtækjunum hefur
orðið vel ágengt hér í Höfðaborg. J
Hinriksson hefur þegar selt tvö tog-
hlerasett og aðrir samningar eru í
vinnslu," sagði Þorgeir Pálsson hjá
Útflutningsráði íslands í samtali við
Morgunblaðið í gær. Sjávarútvegs-
sýningunni Fish Afrika 95 lýkur um
helgina í Höfðaborg og fer íslenzka
viðskiptasendinefndin að henni lok-
inni til Namibíu.
Þorgeir sagði að á sýningunni
hefðu 230 fyrirtæki frá 29 löndum
kynnt framleiðslu sína og þar með
tólf íslenzk fyrirtæki.
FJÖGURRA ára drengur í Reykja-
vík brenndist talsvert á baki í vik-
unni þegar kviknaði í fötum hans
út frá sprittkerti. Móðir drengsins
kom að honum logandi og brennd-
ist á höndum við að slökkva í föt-
um hans. Bæði eru á góðum bata-
vegi.
Móðirin sagði í samtali við
Morgunblaðið að þau mæðginin
hefðu verið að horfa á sjónvarp
þegar hún brá sér í þvottahús og
drengurinn varð einn eftir. Á sófa-
borði logaði á litlu sprittkerti.
„Skömmu síðar heyrði ég ópin
í honum, þaut upp. Hann kom á
móti mér og ég sá að bakið á
peysunni hans var alelda,“ sagði
móðirin. Hún segir að drengurinn
hljóti að hafa sest upp á borðið
og logi úr kertinu komist í peys-
una.
Hún sagðist strax hafa vöðlað
saman peysunni og slökkt eldinn
og síðan kælt bak drengsins með
vatni í baðkari. Sjálf hefði hún
ekki kælt eigin sár fyrr en eftir
að sjúkraflutningsmenn voru
komnir á staðinn. „Mín viðbrögð
voru ósjálfráð og ég deyfði minn
sársauka þangað til aðstoð var
komin.“
Mæðginin voru flutt á slysadeild
Borgarspítalans þar sem búið var
um sár þeirra. Brunasár á lófastór-
um bletti á baki drengsins voru
að mestu 1. stigs en móðirin er
með 2. stigs brunasár á hendi. í
gær sagði hún að bæði væru búin
að jafna sig allvel en umbúðir verða
teknar af sárunum eftir helgi.
Móðirin sagði að þrátt fyrir allt
væri augljóst að verr hefði getað
farið. Lærdómurinn sem hún drægi
af þessu væri sá að aldrei væri
óhætt að fara úr herbergi og skilja
eftir logandi kerti sem möguleiki
væri á að bam kæmist að. Hún
kvaðst vilja þakka sjúkraflutnings-
mönnum og starfsfólki slysadeildar
fyrir skjót viðbrögð og góða að-
hlynningu.
Úthafsveiðisáttmáli
Sameinuðu þjóðanna
Undirritun
eftir helgi
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra hélt til Bandaríkjanna í
gær en hann undirritar úthafsveiði-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna fyrir
íslands hönd næstkomandi mánu-
dag.
Undirritunin fer fram í höfuð-
stöðvum Sameinuðu þjóðanna í
New York að viðstöddum fulltrúum
allra landa sem aðild eiga að sátt-
málanum. Enn er eftir að fullgilda
sáttmálann en talið er að það taki
mun skemmri tíma en fullgilding
hafréttarsáttmálans, sem var full-
giltur tólf árum eftir undirritun
hans. Færri ríki standa að úthafs-
sáttmálanum og hann er einfaldari
í uppbyggingu.
-----♦ ♦ ♦----
Nýr eigandi
að Café
Operu
SIGÞÓR Siguijónsson veitinga-
maður hefur fest kaup á Lækjar-
götu 2 sem skiptist í Café Óperu,
Café Romance og Óperudrauginn,
en staðurinn hefur verið í eigu
Veitingahússins Lækjargötu 2 hf.
um talsvert skeið.
Gengið var frá kaupsamningi á
fullveldisdaginn, og hefur Sigþór
þegar tekið yfir reksturinn, en
kaupverð er trúnaðarmál að hans
sögn.
Sigþór segir að bryddað verði
upp á ýmsum nýjungum í starfsemi
veitingahússins við eigendaskiptin
og þannig verði eldhús Café Óperu
opið eins lengi og staðurinn, sem
þýðir að gestir geta borðað eftir
miðnætti ef þeir vilja.
*
KA svarar í
jólabókastríði
KAUPFÉLAG Ámesinga (KÁ) sel-
ur bækur með 25% afslætti um
helgina, en sú ákvörðun Jóhannesar
Jónssonar, kaupmanns í Bónusi að
veita 20% afslátt af bókum sprengdi
samkomulag Félags íslenskra bóka-
útgefenda og Félags bóka- og rit-
fangaverslana um 15% hámarksaf-
slátt af búkum.
Árni Benediktsson, verslunar-
stjóri hjá Kaupfélagi Ámesinga,
sagði að ekki færi hjá því að hafið
væri verðstríð á jólabókamarkaðn-
um. -
ísland þarf ódýr og
trygg fjarskipti
►Hröð þróun fjarskipta og hörð
samkeppni á fjarskiptamarkaði
hefur verið til umræðu. Halldór
Blöndal, ráðherra fjarskiptamála,
situr fyrir svörum um hlutverk rík-
isstofnunar á borð við Póst og síma
í slíku umhverfi. /10
Clinton á sigurbraut
►Bill Clinton Bandaríkjaforseti
hefur unnið nokkra merka sigra á
undanfömum vikum og staða hans
styrkst mjög. /12
GengiA á veggi
►Eitt af stærri vandamálunum í
skólakerfinu er hegðun misþroska
barna. Félögunum stendur stuggur
af þeim, kennarar vita ekki sitt
ijúkandi ráð, foreldrarnir sitja uppi
með vandann. /20
Systkinin sex
í sælgætinu
►í Viðskiptum/Atvinnulífi á
sunnudegi er fjallað um Sælgætis-
gerðina Mónu sem er fjölskyldu-
fyrirtæki í orðsins fyllstu merk-
ingu. /24
B
► 1-36
Bandaríkja-Björk
►Vinsældir Bjarkar Guðmunds-
dóttur hafa aldrei verið meiri vest-
an hafs. Morgunblaðið brá sér til
Bandaríkjanna og komst að því
að þótt Björk eigi möguleika á að
leggja Bandaríkin að fótum sér er
ekki víst að hún vilji kosta því til
sem þarf. /1-2
Matur og vín
►Fyrstu Beaujolais Nouveau-vín-
in eru komin í verslanir og eru þau
sögð lofa góðu um árið. /5
Óttalaus
►í kynningu á nýju bókum er
gripið niður í nokkur kaflabrot úr
ævisögu Jósafats Hinrikssonar
sem hann hefur sjálfur skráð /6
Frá Akureyri til
Udmúrtíu
►Vettvangur Hauks Gunnarsson-
ar er víðfeðmur. í sömu andrá er
hann að setja upp jólaleikritið á
Akureyri, fjarstýra Samaleikhús-
inu sínu í N-Noregi, skreppa til
Tromsö að ráða fjármálastjóra að
leikhúsinu sem hann tekur við
þar, og bregða sér til að móta leik-
hús í rússneska lýðveldinu Údmúr-
tíu. /18
BÍLAR___________
► 1-4
UmferAaröryggi
►Ekki allir upplýstir um öryggi
bamaíbílum./l
Reynsluakstur
►Boxer er snarpur sem
fólksbíll. /2
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak
Leiðari 28
Helgispjall 28
Reykjavikurbréf 28
Minningar 34
Myndasögur 42
Bréftil blaðsins 42
Brids 44
Stjömuspá 44
Skák 44
ídag
Fólk I fréttum
Bi6/dans
Utvarp/sjónvarp
Dagbók/vcður
Gárur
Mannlífsstr.
Kvikmyndir
Dægurtónlist
INNLENDAR FRÉTTIR-
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR-
1-6
44
46
48
52
55
lOb
lOb
12b
14b