Morgunblaðið - 03.12.1995, Síða 6

Morgunblaðið - 03.12.1995, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Viðamikið samkomulag Evrópusambandsins og Bandaríkjanna Lífi blásið í „mikilvæg- ustu sam- skipti í heimi“ Þreytu hefur gætt í samstarfi Banda- ríkjanna og Evrópuríkja á síðustu misserum. Steingrímur Sigurgeirsson segir sam- komulag sem undirritað verður í Madrid í dag eiga að bæta úr því. BILL Clinton Bandaríkjaforseti, Felipe Gonzalez, forsætisráð- herra Spánar og Jacques Santer, forseti framkvæmdastjómar Evrópusambandsins (ESB), undirrita í Madrid í dag, sunnudag, viðamikið samkomulag um framtíðarsamskipti Evrópusambandsins og Bandaríkj- anna á flestum sviðum. Samkomulag- ið er gífurlega viðtækt en kjami þess er áhersla á sameiginleg gildi, frelsi, lýðræði og mannréttindi og ftjáls við- skipti milli álfanna. Samskipti Evrópu og Bandaríkj- anna voru í föstum skorðum á meðan á kalda stríðinu stóð en að því loknu hafa ýmsir brestir komið í ljós. ESB og Bandaríkjastjóm deildu hart í GATT-viðræðunum og tafði sú deila samningaviðræðumar í langan tíma. Síðan hafa mörg önnur deilumál á sviði viðskipta komið upp, t.d. varð- andi hormóna í kjöti. Niðurskurður í bandarískum ríkis- fjármálum og fríðvænlegri horfur í Evrópu hafa einnig leitt til mikils oamHráttar í herliði Bandaríkjamanna í Evrópu. Bandarílqamenn hafa líka verið tregir til beinna afskipta af málefnum Evrópu og neituðu til skamms tíma að senda herlið til frið- argæslu í lýðveldum fyrrverandi Júgóslavíu. Olli það töluverðum pirr- ingi hjá evrópskum ríkisstjómum er höfðu sjálfar sent sveitir til Bosníu þrátt fyrir mikla hættu á mannfalli. Sífellt fleiri embættismenn og stjómmálamenn beggja vegna Atl- antshafs urðu sannfærðir um að nauðsynlegt væri að blása nýju lífi í samstarfið og skilgreina það að hluta upp á nýtt. Þó að fæstir teldu vináttu Evrópu og Bandaríkjanna í hættu var greinileg stöðnun og þreyta komin í ljós. „Við lítum svo á að með [sam- komulaginu] setjum við okkur sam- eiginleg markmið þannig að við get- um gengið jafnsameinaðir inn í næstu öld og við vorum á tímum kalda stríðs- ins og endurlífgað þar með þetta hjónaband," sagði Stuart Eizenstat, sendiherra Bandaríkjanna hjá Evr- ópusambandinu við Reuíer-fréttastof- una. BILL og Hillary Clinton koma til Westminster Abbey í London ásamt bresku forsætisráðherrahjónunum John og Norma Major við upphaf fimm daga Evrópuheimsóknar Clintons. Áhersla á frjáls viðskipti Það eru helst Frakkar sem hafa gagnrýnt hið væntanlega samkomu- lag og telja það ógna stöðu sinni í heiminum. Þeir eru einnig ósáttir við hina mikla áherslu á frjáls viðskipti sem er að fínna í samkomulaginu. Þar er hvatt til að efla hið alþjóð- lega viðskiptakerfí og að kannað verði hvemig draga megi úr og jafnvel útrýma viðskiptahindrunum milli Evr- ópu og Bandaríkjanna. Er þetta í anda hugmynda sem menn á borð við Leon Brittan, er fer með viðskipta- mál í framkvæmdastjóm ESB, hafa viðrað um fijálst viðskiptasvæði er næði til Norður-Ameríku og Vestur- Evrópu. Alls er að fínna ákvæði um aðgerð- ir í um 120 málaflokkm í samkomu- laginu m.a. á sviði öryggismála, mannréttindamála, heilbrigðismála og eflingar lýðræðis. Em ríki Mið- og Austur-Evrópu, Rússland, Ukraína og Tyrkland nefnd sérstaklega sem ríki er aðstoða verði við uppbyggingu lýðræðislegra stofnana. Einnig má nefna viðamikið sam- starf til að koma í veg fyrir alþjóð- lega glæpastarfsemi og fíkniefna- smygl. Undirbúningur ráðstefnunnar hef- ur staðið mánuðum saman og fór frekar hljótt í fyrstu. Bandarískir og evrópskir embættismenn hafa haldið tugi funda á viku frá því í sumar auk óteljandi símafunda. Láta evrópskir embættismenn í samtölum í ljós mikla ánægju með samskiptin við núverandi Bandaríkjastjóm og telja það hafa komið skýrt í ljós að Clinton forseti hafí mikinn áhuga á að efla tengslin við Evrópu og segja dagleg samskipti embættismanna sjaldan hafa verið meiri en síðustu mánuði. Forgangsverkefni Spánverja Spánveijar, sem tóku við foryst- unni í ráðherraráði Evrópusambands- ins í júlí hafa gert Madrid-fundinn að einu helsta forgangsverkefni sínu og lagt mikla vinnu í að ná sem víð- tækustu samkomulagi við Banda- ríkjastjóm. Háttsettur spænskur embættismaður er unnið hefur náið að þessum undirbúningi sagði í sam- tali við Morgunblaðið að Spánvetjar væm mjög vel settir til að vinna þetta verk. Ríkið væri ekki of stórt og ekki væri hætta á að Spánverjar yrðu sak- aðir um of náin og góð tengsl við Bandaríkin, líkt og Bretar og Þjóð- veijar, sem öll aðildarríki myndu ekki treysta fyrir málinu. „Við eram miklu frekar í svipaðri stöðu og Frakkar. A Spáni er löng hefð fyrir pólitískri andstöðu við Bandaríkin og því treysta til dæmis Frakkar okkur fyrir að standa í þessum viðræðum. Við eram í þeirri stöðu að geta náð ár- angri,“ sagði embættismaðurinn. Hann sagði það hafa verið mark- mið Spánveija að byggja brýr á fjöl- mörgum sviðum milli Evrópu og Bandaríkjanna. „Stundum gleymum við í Evrópu að Bandaríkjamenn horfa mikið til Asíu. Þeir era einnig famir að líta meir í eigin barm en áður en það þýðir minni áherslu á Evrópu. Það er því brýnt nú að gera samstarf- ið við Bandaríkin að helsta forgangs- verkefni okkar. Annars eigum við á hættu að missa Bandaríkjamenn út í heim.“ Sundurleitt samband Helsta vandamálið sagði hann vera uppbygging Evrópusambandsins er hentaði illa fyrir tvíhliða samskipti af þessu tagi. Bandarískum ráða- mönnum væri meinilla við að þurfa að ræða við fímmtán ráðherra út af hveiju einasta máli. Bandaríkjamenn væra mjög samstarfsfúsir en tryggja yrði að þeir vissu „símanúmer Evr- ópusambandsins“ ef þeir þyrftu að hafa samband. „Ef ESB gæti styrkt ímynd sína og talað með einni röddu myndi það auðvelda samskiptin. Bandaríkjamenn era oft pirraðir vegna þessa og á því að ESB hafí ekki þau tæki sem þarf til að grípa til aðgerða. Hugsanlega væri lausn fólgin í því að setja á laggimar emb- ætti er hefði samskiptin við Bandarík- in á sinni könnu og væri skipuritslega séð staðsett á milli framkvæmda- stjómarinnar og ráðherraráðsins." I samkomulaginu er lögð mikil áhersla á mikilvægi Atlantshafs- bandalagsins (NATO) og nauðsyn þess fyrir öryggi Evrópu og Banda- ríkjanna. Hins vegar er einnig tekið fram að efla þurfí vamarkerfi Evrópu- sambandsins. v Spánveijar leggja fyrir hönd Evr- ópusambandsins áherslö á að fundur- inn í Madrid sé einungis fyrsta skref- ið af mörgum. Á næstu áram verði unnið að því að þróa samskiptin enn frekar. „Það er okkar staðfasta trú að samskipti Evrópu og Bandaríkj- anna séu mikilvægustu samskipti í heimi. Það sem við geram hefur mik- il áhrif annars staðar í heiminum. Þetta er einungis byijunin,“ sagði spænski embættismaðurinn. Fjölskylduhátíð jó/osveinsins í Hveragerði erhafin JÓLALAND í TÍVOLÍHÚSINU Jólaland verður opið fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13-19. Skemmtidagskrá á mörgum leiksviðum! Leikritin: „í Grýluhelli", „Smiður jólasveinanna" og „Fyrir löngu á fjöllunum..." um íslensku [ólasveinana í samvinnu við Þjóðminjasafn íslands. Einnig tónlistaratriði, hljómplötukynningar o.fl. Sankti Kláus verður á ferli um Jólalandið og kynnir er álfurinn Mókollur. Á* tlunarferðtr Umferðarmiös til Hveragerð*- k\ 13,15,18 °g 21 til Reykiaviku 16 20,18.50 og 2 Hát»ð^J®rbae - fra«' ^versXon0^09 j jólatUboö -irtæK|urn þjónusto v HaUp i STÆRSTA JÓLATRÉ Á ÍSLANDI • BRÚDUBÍLLINN VEITINGAHÚS • NIARKAÐSTORG • MÖGULEIKHÚSIÐ BÖRNIN FARA Á HESTBAK • JÓLAPÓSTHÚS HÚSDÝRAGARDUR • TÍVOLÍ BEINT FRÁ ENGLANDI SANNKALLAD JÓLAÆVINTÝRI Opið í dag M. 13 - 19 Fjölskyldan úr Grýluhelli er í Jólalandi. Hvað ætlar þín fjölskylda að gera í dag ? 5 KLST. SAMFELD ISLEJMSK SKEMMTIDAGSKRA EIMSKIP FLUGLEIDIR / ■ Siniiiniiiilerúir Lmúsfn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.