Morgunblaðið - 03.12.1995, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Siv Friöleifsdóttir vill aö ráöherrar sitji ekki á þingi
Þið þurfið ekkert að vera hræddir við lögguna. Þið raegið vera eins
lengi úti á kvöldin og þið viljið....
Fær þinn hundur í skóinn?
■landsins mesta úrval af jólavörum fyrir dýravini
DÝRARÍKIÐ
...fyrir dýravini!
viö Grensásveg sími 568 6668
Heildarskipulag vantar í
geðheilbrigðisþjónustu barna
Brjóta þarf niður
stofnanamúrana
Helga Hannesdóttir
SAMKVÆMT rann-
sókn, sem Helga
Hannesdóttir hefur
gert á þjónustu til barna
og unglinga með hegðun-
ar- og tilfinningaörð-
ugleika og lauk með birt-
ingu greinar í Norræna
geðlæknatímaritinu sl.
sumar, fá mun færri börn
á íslandi greiningu og
meðferð vegna hegðunar
og tilfinningavandamála '
en gerist í öðrum þróuðum
löndum, eða aðeins 0,2%
bama 19 ára og yngri.
Hvað er til ráða?
Byrja þarf á að endur-
skipuleggja reglugerð um
geðheilbrigðismál og
læknisfræðilega vinnu alls
staðar á landinu, í ung-
og smábarnaeftirliti, á
heilsugæslustöðvum og á
öllum barnadeildum og
stofnunum þar sem börn og ungl-
ingar fá heilbrigðisþjónustu. Það
þarf að byggja þar upp ábyrga
þjónustu sem hefur heildræna sýn
og tekur mið af gæðum, greining-
arvinnu og meðferðarúrræðum.
Ef hegðunar- og tilfinningavanda-
mál fá að þróast þá leiðir það til
veikinda á fullorðinsárum, slíkt
vandamál læknast ekki af sjálfu
sér.
Hvernig er árangursríkast að
standa að þessum lækningum?
Fyrst þarf að greina vandamái-
in, síðan tekur við þverfagleg
vinna sérfræðinga á sviði læknis-
fræði og sálfræði og innan fjöl-
skyldu og skóla viðkomandi ein-
staklings. Sum börn eru í meiri
hættu en önnur. Þeim sem eru í
meiri áhættu þarf að sinna fyrr
og fylgjast betur með. Ekki síst
ef um er að ræða veikindi í frum-
bernsku, eða veikindi eða sálræn
áföll í fjölskyldu barnanna, svo
sem geðræn vandamál og
drykkjusýki foreldra. Börn sem
sýna afbrigðilega hegðun, eru óró-
leg og eirðariaus eða eru á eftir
í þroska, börn sem hafa verið út-
sett fyrir miklar breytingar, þ.e.
tíða flutninga og síendurteknar
breytingar á heimilislífi. Eftir
greiningu kemur sjálft meðferðar-
starfið sem þarf að vera samhang-
andi og ráðgefandi til handa for-
eldrum, fjölskyldu og skóla. Ein-
staklingsmeðferð eða hópmeðferð
barna er árangursrík til að fá
börn til þess að skilja hugsanir
sínar og tilfínningar og öðlast
betri stjórn á atferli eða hegðun.
Koma niðurstöður þessarar
rannsóknar á óvart?
Niðurstöður rannsóknarinnar
koma á óvart að því leyti að þjón-
ustan hér á landi er mun takmark-
aðri, eða allt að tíu til hundrað-
falt, en í nágrannalöndum okkar.
Niðurstöður sýna einn-
ig að drengjum hefur
fækkað meðal sjúkl-
inga en meðalaldur
sjúklinga yfirleitt hef-
ur hækkað um eitt ár.
Fleiri börn hafa hegðunar- og til-
finningaerfiðleika í samfélaginu í
dag en fyrir tuttugu árum. Líkindi
benda til að þetta tengist þjóðfé-
Iagsbreytingum og skorti á geð-
heilbrigðisþjönustu innan heilsu-
gæslu og barnadeilda á landinu.
Þjóðfélagsbreytingarnar eru þær
helstar að skilnuðum hefur fjölgað
og fleiri búa á höfuðborgarsvæð-
inu en á landsbyggðinni. Fæðing-
um hefur fækkað og fóstureyðing-
um hefur fjölgað. Algengara er
nú en áður að börn búi með einu
foreldri og ijöldi mæðra sem vinna
utan heimilis hefur aukist mikið.
Barna- og unglingageðlækningar
hafa þróast óvenju seint og hægt
►Helga Hannesdóttir,
barna- og unglingageð-
læknir, er fædd í Reykjavík
árið 1942. Hún lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólan-
um í Reykjavík árið 1962
og prófi frá Læknadeild
Háskóla íslands árið 1969.
Hún starfaði á barna- og
unglingadeild Landspítal-
ans sl. 20 ár. Hún er formað-
ur í Norræna félaginu um
þarfir sjúkra barna,
NOBAB. Hún er gift Jóni
G. Stefánssyni yfirlækni og
eiga þau fjögur uppkomin
börn.
sem læknisfræðileg sérgrein á ís-
landi. Til dæmis er engin kennslu-
staða í barna- og unglingageð-
lækningum innan Læknadeildar
Háskóla íslands, sem hefur dregið
verulega úr þróun sérgreinarinnar
hér á landi.
Hafa niðurstöður þessarar
rannsóknar vakið athygli og við-
brögð?
Eg hef fengið mikil viðbrögð
erlendis frá við þessari grein í
norræna læknablaðinu. Flestir
spyija um stefnu íslenskra stjórn-
valda í þessum málaflokki. Menn
álíta þá að að stefnan sé kannski
að sinna þessum málaflokki svona
lítið í hæpnu sparnaðarskyni. Aðr-
ir spyrja hvort hér sé ríkjandi hjá
yfirvöldum svona mikil afneitun
og skilningsleysi á málaflokknum.
Loks spyrja menn hvort yfirvöld
haldi að hegðunar- og tilfínninga-
vandamál barna læknist af sjálfu
sér. Ástæðan fyrir þessu er að það
hefur skort geðlæknisfræðilega
og sálfræðilega þjónustu innan
barnadeilda og heiisugæslu og
ekki hefur verið byggt
nægilega upp starf á
þessu sviði á landsvísu.
Efla þarf geðlæknis-
þjónustu fyrir börn og
ungmenni og gera þjón-
ustuna aðgengilegri. Það þarf að
koma í veg fyrir að börn og ungl-
ingar séu vistaðir á geðdeildum
fyrir fullorðna. Með uppbyggingu
á skipulagi á geðheiibrigðisþjón-
ustu fyrir börn og unglinga er
komið í veg fyrir óþarfa innlagnir
þeirra á stofnanir á fuilorðins-
árum. Það þarf að sameina allar
ijárveitingar frá ríki og bæ til að
koma á samhæfðri þjónustu frá
heilbrigðis-, félags-, mennta- og
dómsmálaráðuneyti. Það þarf að
bijóta niður stofnanamúrana og
skipuleggja þjónustuna, auka á
samtengingu sérfræðinga og
mynda þverfagleg þjónustuteymi
sem ná sem hæstu gæðamati
Það þarf að
sameina allar
fjárveitingar