Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 9
BREFFRA KAIRIO
MENN voru miklu í
uppnámi daginn sem
jarðskjálftinn varð
hér. Það varð lítið
úr boðhætti sagna
sem voru á matseðl-
inum þann daginn,
því allir voru með
hugann við skjálft-
ann og eftirskjálfta
sem fylgdu.
Fæstir voru þó
merkjanlegir en
skjálftinn þennan
morgun reyndist
hafa verið 6,4 á
Richter sem er engin
smásmíði ef út í það
er farið.
Allir voru í óðaönn
að riija upp jarð-
skjálfta sem varð hér
fyrir tveimur eða
þremur árum. Þá
fórst fjöldi manns og
heilu hverfin hrundu
eins og spilaborgir.
Þegar þær hamfarir
riðu yfir hafði ekki
komið jarðskjálfti
hér í landi svo lengi
sem elstu menn
mundu og hvarflaði
ekki að neinum að slíkt gæti
gerst. Síðan hefur verið í mönn-
um mikil hræðsla við jarð-
skjálfta enda var allt hjálpar-
og björgunarstarf þá í handa-
skolum og margir dóu af því
enginn vissi hvernig átti að
standa að neinu við slíkar að-
stæður.
Því greip um sig ofboðsleg
skelfing nú og margir sögðust
ætla að hafast við undir beru
lofti nóttina á eftir. Ekki bætti
úr skák að kvöldið áður hafði
hiti snögglækkað og það var
alskýjað og hvessti eftir því sem
leið á daginn.
Við gáfum náttúrlega öll
skýrslu um hvernig okkur hefði
orðið við þegar jarðskjálftinn
gekk yfir. Að því loknu hafði
ég svo sem ekki öllu meira um
málið að segja.
Kunningjum mínum fannst
ég vera undraróleg ef ekki bara
hetja að geta dundað við að
giska á hvaða sagnir tækju i í
boðhætti og hverjar ekki og við
öll kannski í bráðri lífshættu.
Kennarinn hafði sagt að það
færi eftir því hvort langir sér-
hljóðar væru í sögn-
inni. Nú hefur ekki
verið mín sterka hlið
að reikna út langa
eða stutta sérhljóða
í arabísku svo mér
fannst ansi fáránlegt
að munur væri á
sögn eins ogtil dæm-
is jarsil sem verður
irsil í 2. pers. kk.et.
og irsili í 2. p. kvk.
et. og svo framvegis
og hegðaði sér því
eðlilega á allan hátt
en aftur á móti sögn
eins og jasif, tók ekki
sitt i og var því sif,
sifi, sifee, sifu, sifna.
En vegna jarð-
skjálftans varð þessi
gáta sem sagt ekki
leyst þann daginn.
Þegar ég kom heim
um kvöldið og 60
jarðskjálftar,
örsmáir að vísu,
höfðu mælst yfir
daginn rak mig í
rogastans.
Veggir í íbúðinni
minni voru eins og
æðakerfi, um þá alla
liðuðust grunsamlegar sprung-
ur. Ég fann að mér stóð eigin-
lega nokk á sama um boðhátt-
inn og hringdi til egypsks kunn-
ingja míns. Hann kom á svæðið
með öðrum sem er verkfræð-
ingur.
Sá skoðaði sprungurnar og
fannst þær ekki til prýði né var
hann sáttur við þær. Hann sagð-
ist ekki halda að húsið - sem
er tiltölulega nýbyggt - mundi
hrynja í heilu lagi ef kæmi ann-
ar skjálfti. Það var í sjálfu sér
heldur uppörvandi. En aftur á
móti ráðlegði hann mér eindreg-
ið að hafa allan vara á og finna
mér aðra íbúð eins fljótt og ég
gæti.
Um nóttina kom annar
skjálfti, hann mældist að vísu
ekki nema 4,4 stig. Ég fann að
ég var fráleitt í stuði til að vera
í hetjuleik og einsetti mér að
lesa allar húsaleiguauglýsingar
í blöðunum og finna mér
sprungulausa íbúð hið bráðasta.
Að því búnu gæti ég á ný
brotið heilann yfir boðhætti
sagnorða.
JK
Boðháttur
ájarð-
skjálfta-
daginn
Boðhættir
sagna fóru
fyrír lítið í
arabískunámi
Jóhönnu
Kristjóns-
dóttur daginn
sem jarð-
skjálftinn varð
í Kaíró.
Fimmtán sæmdir
Fálkaorðunni
FORSETI íslands sæmdi 1. desem-
ber, samkvæmt tillögu orðunefnd-
ar eftirtalda íslendinga heiðurs-
merkjum Hinnar íslensku fálka-
orðu:
Bjarni Helgason, garðyrkju-
bóndi, Laugalandi. Riddarakross
fyrir störf að garðyrkju- og félags-
málum.
Eyþór Þórðarson, starfsmaður í
Þjóðskjalasafni, Reykjavík. Ridd-
arakross fyrir fræða- og félags-
störf.
Guðmundur Eiríksson, þjóðrétt-
arfræðingur, Reykjavík. Stórridd-
arakross fyrir störf að hafréttar-
málum í þágu íslands.
Dr. Gunnar Guðmundsson, pró-
fessor og yfirlæknir, Reykjavík.
Riddarakross fyrir vísindastörf.
Hafsteinn Hafsteinson, forstjóri
Landhelgisgæslunnar, Reykjavík.
Riddarakross fyrir störf í opinberá
þágu.
Helgi Þorláksson, fv. skólastjóri,
Reykjavík. Riddarakross fyrir störf
að skóla- og félagsmálum.
Jensína Halldórsdóttir, fv. skóla-
stjóri, Húsmæðraskóla Suður-
lands. Riddarakross fyrir fræðslu-
störf.
Kristján Ragnarsson, prófessor
og endurhæfingarlæknir, New
York. Riddarakross fyrir félags-
og vísindastörf.
Petra Sveinsdóttir, húsmóðir,
Stöðvarfirði. Riddarakross fyrir
söfnun og varðveislu náttúruminja.
Sigrún Hjálmtýsdóttir, óperu-
söngkona, Mosfellsbæ. Riddar-
kross fyrir söngiist.
Snorri Hermannsson, húsa-
smíðameistari, ísafirði. Riddara-
kross fyrir framlag til björgunar-
mála.
------♦ ♦ 4------
Ný umferð-
arljós
KVEIKT verður á tvennum nýjum
happastýrðum gangbrautarljósum
þriðjudaginn 5. desember nk. kl.
14. Önnur ljósin eru á Grensásvegi
við Breiðagerði. Hin ljósin eru á
Sóleyjargötu við Bragagötu.
Fannst við
bílasölu
PEUGEOT bifreið, sem ekið var á
tvö umferðarmerki við Ásgarð
aðfaranótt fimmtudagsins, fannst
um miðjan dag á fimmtudag á
bílastæði við bílasölu. Ökumaður
bílsins hafði stungið af eftir að
hafa ekið á umferðarmerkin.
Greinileg ummerki voru eftir bílinn
á staðnum og lá m.a. merki bílsins
á götunni.
Starfsmenn viðkomandi bílasölu
könnuðust ekki við að bíllinn væri
á skrá hjá henni heldur hafði hon-
um verið lagt þarna í framhaldi
af óhappinu.
-kjarni málsins!
ÞESSIAUGLYSING
TDVPPID ÍÍDVPPI hlTT
lltibbln Unlbbl rlll
Á HAGKVÆMAN HÁTT
GERÐU SAMANBURÐ Á
VAKÍ
ÖRYOGISKERFI
SÍMI 561 9000
.
Fatnaour fra
Pelsfóoursjakkar
Margar gerðir.
KYUSO
J7IŒSIIGq
va ranleq
Pelskápur í
miklu úrvali.
Verð fyrir alla.
Pelsfóðurs
Pelsjakkar og hufur Fatnaður fra
í miklu úrvali /
a
PEISINN
Kirkjuhvoli - sími 552 0160
Þar sem vandíátir versla
raðgreiðslur
Greiðslukjör við allra hæfi