Morgunblaðið - 03.12.1995, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 03.12.1995, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ Góðir sjómenn - Gott sambýli Úlfar á Vattarnesi telur að Fær- eyingar hafi byijað með opna vél- báta um 1927-28. Þeir þóttu lagn- ir að sigla og notuðu seglin mikið þegar róið var. Hvarvetna þóttu þeir sjómenn góðir að því er ég fæ séð og beinlínis fiskiklær. Steinunn Úlfarsdóttir frá Vattar- nesi, nú á Selfossi, segir mér að Færeyingamir hafi ætíð verið kær- komnir gestir á hennar uppvaxtar- árum og öll samskipti við þá verið með ágætum. Kemur þetta og fram frá beggja hálfu í bókinni Til lands sem títt er vitnað til hér. Úlfar Kjartansson: Yfirleitt voru Færeyingar, sem hingað komu til róðra, úrvalsmenn og sérlega vel liðnir af heimafólki. Jacob Pauli Midjord: „Á Vattarnesi vóru tá seks húski, (fjölskyldur), og tað vóm sera dáml- ig fólk og ógvuliga blíð við okkum, vit vóm ofta inni hjá teimum, og mennimir á Vattarnesi komu tíðin inn til okkara. Teir keypmenn, sum vit hovdu nakað við at gera, vóru av bestu og hampiligastu (áreiðan- legustu) monnum, tað skuiu teir eiga.“ - Þetta er ekki amalegur vitnis- burður, gagnkvæmur. Og þegar Úlfar Kjartansson á efri árum gerði för sína til Færeyja að heimsækja fornvini sína i Leirvík var honum tekið með slíkum kostum og kynjum að á orði er haft hjá börnum hans enn í dag. Færeyingar rem einnig út frá Hafnarnesi fram eftir öldinni. Einnig þar er stutt á miðin. Langræði er hins vegar innan frá Búðakauptúni og hef ég ekki rekist á frásagnir af útræði Færeyinga þaðan fyrr en á seinni stríðsámnum. Þá vom vélar komnar í bátana og er getið um fimm báta þar eða fleiri þau sumur. Inga í Króki Enn er ónefnd glögg heimild um framhald útróðra Færeyinga frá Vopnafirði, upp úr 1890, en það er viðtal sem birtist í Búgvanum i Þórshöfn 16. janúar 1945 og síðan í Til lands 1980. Þar ræðir Sigurð Joensen við Ingu í Króki sem segir frá íslandsferðum sínum og meðal annars dvöl á Vopnafirði. Sá hluti viðtalsins verður endursagður hér í lauslegri þýðingu, spurningum Sigurðar sleppt. Inga fór fyrst til íslands 1889 og segir það muni hafa verið annað sumarið sem færeyskar stúlkur fóru þangað til að vinna í fiski. Þær fóru þá sex saman til Seyðisfjarð- ar, unnu á Hánefsstaðaeyram og voru til húsa á Gullsteinseyri. Inga var alls fjórtán sumur á íslandi. Ég var fleiri sumur á Vopnafirð- inum, segir Inga. Jacob Lutzen réð okkur. Við unnum hjá Valdemar Davíðssyni og eftir að hann dó hjá Ólafi Davíðssyni bróður hans. Á Vopnafírði var fjöldi Færey- inga, bátshafnir úr mörgum fær- eyskum byggðum, og ég held að við stúlkurnar höfum verið þijátíu fyrsta árið. Við vorum frá ýmsum stöðum, margar úr Kollafirði. Við bjuggum á „stúlkuloftinu", þijátíu saman í herbergi, ár eftir ár. Fyrsta sumarið vom tvær ís- lenskar stúlkur þarna ásamt okkur. Við sváfum í kojum, tvær og tvær. Þetta var stórt herbergi og það var gengið beint af götunni upp fjórtán tröppur utan á húsinu. Ifyrst var komið inn í stórt herbergi fyrir framan svefnskálann og þar döns- uðum við um helgar. Auðvitað við færeysku sjómennina sem voru margir. Eitt sumarið vomm við 250 Færeyingarnir á Vopnafirði. Það var ýmist að útróðramenn- imir bjuggu hjá bændum eða í hús- um sem þeir fengu leigð. Þeir vom dreifðir með öllum fírðinum þar sem byggðin var. - Þetta atriði minnir á ummæli „Sjávarbónda" á Vopnafirði og áður er getið, að verslun Örum & Wulff þar „smali“ saman Færeyingum og dreifi þeim um „ríki sitt“. Frásögn Ingu er sérlega lífleg. Og þegar blaðamaður spyr hvort henni hafi líkað betur á Vopnafirði eða Seyðisfírði þá svarar hún glað- hlakkalega: Skemmtilegra var á Vopnafirðin- um því þar vom flestir Færeying- arnir! Ekki svo að skilja, það var líka gaman á Seyðisfirði, þar vom svo margir Norðmenn! Þeir vom feiknarlegir dansmenn. Verkalaun vom hærri á Seyðisfirði hjá Norð- mönnunum, sagði Inga í Króki. Vonandi eiga eftir að koma fram í dagsljósið fleiri og fyllri heimildir um útveg Færeyinga á Vopnafirði. Og þá ekki síst frá fyrstu áratugum þessarar aldar. „Ég var búinn að sjá dálítið af svartfugli" „Nú ætla ég að biðja þá sem nenna að lesa þetta að koma með mér í einn róður í huganum. Þetta er hásumar, og veðrið er eins gott og hægt er að hugsa sér. Sólin er að síga niður mót Nesinu og Gunn- ólfsvíkuifyall speglast í haffletinum. Þetta er um tíuleytið, ég er búinn að borða og bitakassinn er klár, og í honum em tveir hitabrúsar og annað góðgæti. Ég labba niður í Sæluvík, en svo heitir víkin þar sem báturinn liggur, ég set vélina í gang og losa landfestar, keyri svo útfyrir tangann, fram með Rauðubjörgum og Litlutó, fyrir Steintúnstangann og víkina, framhjá Byrþjófi, en það er hár tangi sem stal bymum frá áraskipunum í gamla daga, þegar þeir létu hafgoluna bera sig á seglum heim úr róðri. Þá náði hún ekki lengra en innað þessum tanga. Á þessum tanga er stórt skarð utan- til, og einhver hagyrðingur söng um hann þetta vísukom, hluta af kvæði sem ég kann bara lítinn part úr: Hver hefur Byrþjóf brotið Blámanns það er verk. Það hefur held ég hlotið hönd að vera sterk. Aldrei Ægir þapar, ei fær Serkur ró, fiskimönnum fagnar fógur Litlató. Næst er fyrir okkur Svartnes, ofan á því trónar Digranesviti hátt upp í hlýja sumamóttina. Nú emm við komin út úr firðinum og björgin taka við. Ég hafði hugsað mér að fara suður í Leiruna, því ég var búinn að sjá dálítið af svartfugli að undanfömu, það er ekki nema rúm hálftíma keyrsla þangað suð- ur. Við höldum því áfram suður með noðurbjörgunum og á milli Róðrarstapa og skers, framhjá Jón- asarstapa og fyrir Norðurtorfu- tangann og áfram þangað til við emm komin suður fyrir syðri torf- una og það langt að áin, eða foss- inn sem fellur út af björgunum milli torfanna, ber við skerið sem stendur á miðjum tanganum, þá er haldið eftir þessu miði þangað til Karlinn, norðan Viðvíkur, kemur inn í bergið með lítilli rifu að ofan. Nú eram við komnir í innri leir- una, og þá er dregið af og vélin stöðvuð, stjórinn.látinn falla og lagt fyrir fast Það er þægilegra þegar maður er einn á báti, og virðist reyn- ast betra í mörgum tilfellum. Þama er um 30 faðma dýpi. Eftir augna- blik er sakkan komin í botn og hann er strax kominn á. Þama virðist vera nóg af fiski og vænn líka. Sól- in læddist með haffletinum út af Langanesfonti og náttúran skartaði sínu fegursta, ekkert hljóð heyrðist, nema gagg í einstaka múkka. Ég held að það hafi verið um það bil þijár klukkustundir sem það stóð á höndunum að draga, en svo hvarf hann allt í einu. Ég var búinn að taka eftir því áður að það virtist sem hann færi í fylu stundum þó að nóg væri af honum. Ég dró þess vegna færið upp og lagði það í bátinn, fór svo fram í og fékk mér hressingu. Þegar ég var búinn að því, fannst mér best að renna einu sinni enn, áður en ég færi að leita eitthvert annað, og viti menn, hann gaf sig strax til, og ég var búinn að fylla miðrúmið þegar ég sá fyrsta bátinn koma út. Þetta vom feðgar frá næsta bæ, og komu þeir til mín og fóm að spjalla við mig um daginn og veginn, og býsnast yfir aflanum. Sá gamli rétti mér pontuna og bað mig að fá mér í nefið, sem ég þáði. Þegar komið var fram yfir hádegi tók hann alveg undan og ég dró inn stjórann og keyrði í land.“ •Þe/r breyttu íslandssögunni er eftir Vilhjálm Hjálmarsson. Útgef- andi er Æskan. Bókin er 232 bls. VercI kr. 2980. SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 31 SVIKRÁÐ (RESERVOIR DOCS) Myndin sem skaut Quentin Tarantino upp á stjörnuhimininn. RIKKI RIKI Rfkasti drengur f heimi lendir ( stórskemmtilegum ævintýrum. FVRSTU JOL CASPERS Sprelligosinn og góði draugurinn hann Casper er allra yndi. ARABÍUIUÆTUR Æringjarnir Skúbí-dú og Skeggi eru engum Ifkir i þessari fjörugu teiknimynd. S' K- I- F-A' N fast í næstu urvalsverslun STJÖRIUUHLIÐID (STARCATE) Frábærlega vel gerö ævintýramynd með Kurt Russell oq James Spader. PHILADELPHIA Tom Hanks hlaut verðskuldaðan Óskar fyrir frábæra túlkun f hlutverki eyðnismitaðs lögfræðings. J ABB A-D ABBA-DÚ! Hver þekkir ekki Fred Flintstone og fjölskyldu hans? Klikkar ekkilll BJARCFAST BARNALÁN Tvær sígildar teiknimyndir með Steinaldarmönnunum þar sem Bamm-Bamm og Vala eru f aðalhlutverkum. KRYDDLECIN HJÖRTU (COMO AGUA PARA CHOCOLATE) Einn óvæntasti og eftirmihnilegasti ástarsmellur kvikmyndasögunnar. REYFARI (PULP FICTION) Pessi umtalaða kvlkmynd leikstjórans Quentin Tarantino hlaut Gullpálmann f Cannes. Óumdeilanlega mynd ársins. k_h yjj t> m c i n HÍÓRTU Eá9 PÍANÓ ÚLFUR (THE PIANO) (WOLF) , Sfgilt ástardrama sem allir ættu Jack Nicholson og Michelle að eiga. Þrenn Óskarsverðlaun. Pfeiffer eru mögnuð þe dýrið gengur laust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.