Morgunblaðið - 03.12.1995, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 03.12.1995, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÚLÍUS GEIRSSON ■4- Júlíus Guð- * bjartur Geirs- son fæddist í Út- verk á Skeiðum í Árnessýslu hinn 16. júli 1910. Hann lést á heimili sinu í Reylyavík 19. nóvember síðast- liðinn. Júlíus var sonur hjónanna Guðbjargar Gísla- dóttur og Geirs Halldórssonar. Al- bræður Júlíusar voru Ólafur læknir á Vífilsstöðum og Helgi kennari á Laugarvatni, báðir látnir. Hálfbræður af móður voru Gísli Bjarnason sem er látinn og Matthias Jónsson sem býr hér í borg. Hálf- bróðir af föður var Sölvi Geirsson, er hann látinn. Júlíus kvæntist Guðrúnu Halldórs- dóttur árið 1936 og bjuggu þau lengst af á Móskógum í Fyótum í Skaga- firði. Guðrún lést 1955. Þeim varð ekki bama auðið, en ólu upp að hluta Ólöfu Ól- afsdóttur sem er dótturdóttir Guðrúnar. Maður Ólafar heitir Jón Torfi Snæbjörnsson og börn þeirra heita Ólafur Örn, Pálína og Júlía Þómnn. Júlíus var alinn upp á Brúna- völlum á Skeiðum af hjónun- um Ólöfu Ólafsdóttur og Þor- grími Árnasyni. Júlíus flutti til Reykjavíkur 1955 og vann lengst af (frá 1958-86) hjá Olís sem bílstjóri. Útför Júlíusar fór fram frá Áskirkju hinn 27. nóvember síðastliðinn. EINN af mínum gömlu vinum, Júlíus Geirsson, er fallinn frá 85 ára að aldri. Eftir sitjum við hljóð og döpur í huga. Júlíus var seinni maður Guðrúnar ömmu minnar, sem var ekkja og bjó á Syðsthóli í Sléttuhlíð, en fyrri mann sinn missti hún þegar mamma var enn ung að árum. Guðrún og Júlíus fluttu nokkrum árum síðar að Móskógum í Fljótum og þaðan til Siglufjarðar 1953. Guðrúnu ömmu minni var ég ekki svo lánsöm að kynnast, þar sem ég var aðeins rúmlega ársgömul þegar hún dó. Það yljar mér þó alltaf um hjarta- rætur að vita að hún sat með mig í fanginu og vafði mig ást og umhyggju síðustu mánuðina sem hún lifði. Ég veit einnig að Júlli eins og hann var kallaður mat hana ávallt mikils. Eftir að Guðrún amma mín dó flutti Júlli til Reykja- víkur. Þar vann hann lengstum hjá Olís, einna mest við útkeyrslu í Reykjavík og Kópavogi, og síðar við lagerstörf hjá sama fyrirtæki. Oft var hann sendur í ferðir út á land og alltaf var jafn spennandi þegar hann kom við heima á Siglu- firði. Ein af mínum fyrstu minningum um Júlla var þegar olíubíllinn renndi í hlað í Grundargötunni og út úr bílnum steig Júlli til að heilsa upp á okkur á sinn rólega og glað- lega hátt. Okkur systkinunum þótti olíubíllinn afar merkilegt far- artæki sem við vildum skoða í krók og kring og fá að sitja í spottakorn. Eitt er mér sérlega minnisstætt en það er þegar ég u.þ.b. 10 ára fékk að fara til Reykjavíkur með honum. Hvílíkt ævintýri! Ég, sem fór nánast aldr- ei í bíl, aðeins stöku sinnum með rútu inn í Sléttuhlíð og nægði sá spölur yfirleitt til þess að ég var orðin bílveik. En nú brá svo við að bílveikin hvarf. Það var æðis- legt að sitja svona hátt uppi, hafa allt þetta útsýni og finna það að maður var svo velkominn og ör- uggur. Júlli var alltaf svo blíður og barngóður og svaraði öllu mal- inu í mér þannig að það gladdi barnslundina. Ógleymanlegt var líka þegar við stoppuðum á leið- inni, fundum okkur laut og Til sölu úr dánarbúi vel með farin Old Charm húsgögn: Borðstofuborð og 8 stóiar kr. 325.000- Borðstofuskápur kr. 110.000- Hornskápur kr. 42.000- Standklukka kr. 110.000- Skatthol kr. 62.000- Einnig fallegar kristalsljósakrónur á kr. 25-50.000- Uppl. í síma 555 0584 næstu daga. : Póstsendum STOPP Vorum að taka upp stór- glæsileg polyester- blönduð gardínuefni og rúmteppavatt í stíl, sem enginn fær staðist, frá J. Rosenthal. Einnig rómantísk blúnduefni í úrvali. Nú prýðum við heimilin fyrir jólin. Verið velkomin Draumaland, Keflavík Paloma, Grindavík Inga, Hamraborg 14A, Kópavogi Álnabúðin, Stigahlíð 45-47, Reykjavík Saumagallerí, Háholti 14, Mosfellsbæ Nýja Línan, Akranesi Kaupf. Borgfirðinga, Borgarnesi Blómsturverllir, Hellissandi Kaupf. ísfirðinga, ísafirði Brún, Bolungarvík Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammstanga Kaupf. Húnvetninga, Blönduósi Kaupf. Skagfirðinga, Sauðárkróki Línuhúsið, Akureyri Valberg, Ólafsfirði Kaupf. Þingeyinga, Húsavík Kaupf. Vopnfirðinga, Vopnafirði Samkvæmispáfinn, Egilsstöðum Júllubúð, Eskifirði E.J. Waage, Seyðisfirði Kaupf. A-Skaftfellinga, Höfn, Homafirði Mosart, Vestmannaeyjum . v. ; J ólahlaðborð í hádeginu og á kvöldin alla daga fram til 2.janúar SJÁVARRÉTTIR Kryddsíld með lauk og eggi* Marineruð síld með lauk • Karrýsíld með grænmeti • Reyksoðinn fiskur með graslaukssósu • Sjávarréttasalat • Graflax • Reyktur lax Grásleppuhrogn • Sardínur • og fleira KJÖTRÉTTIR Hangikjöt • Reykt grísakjöt • Lambasteik • Grísasteik með puru • Lifrarkæfa og paté • Pottréttir með gæsa- anda- eða hreindýrakjöti • Reyksoðinn lundi og svartfugl • Kaldreykt lambacarpacio • Litlar kjötbollur • Tartalettur • og fleira EFTIRRÉTTIR Jólasmákökur • Amerísk ávaxtakaka • Ris a la mandel • o.fl. Verð í hádeginu kr. 1.650- en kr. 2.550 á kvöldin. Vinsamlega pantið tímanlega í síma 5050 925 og 562 7575 Jólaheimur Hótel Loftleiða erfyrirþig og alla fjölskylduna. Jólasöngvar og lifandi tónlist hljóma alla daga og skapa hina réttu jólastemningu. Sunnudagana 10 og 17 desember klukkan 14.00 verður jólaball fyrir alla fjölskylduna. ’ Jólasveinninn kemur með pakka handa börnunum. SCANDÍC LOFTLEIÐIR Jólaheimur út affyrir sig Matargestir eru sjálfkrafa þátttakendur í ferðahappadrætti. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.