Morgunblaðið - 03.12.1995, Síða 48

Morgunblaðið - 03.12.1995, Síða 48
f 48 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ | sTi 111 v h t.yji i 'I liu 'ÍttelúzyúþSfi uPfí *lunyl byfftt zéz' , Hyl|-!lí{j ■j-7-sÍ I STORBORGINNI n HASKOIABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó GoldenEye 007~ ,r ,rvr 1/2 Q. i ,r ,r ,r Bsr» Milijonamæringur er myrtur og morðinginn virðist vera há- klassa vændiskona sem gengur undir nafninu Jade. En hver er hún? David Caruso leikur saksóknara sem grunar fyrrum ástkonu sína (Linda Fiorentino) sem nú er gift vini hans (Chazz Palminteri) um að vera Jade. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 . Bönnuö innan 16 ára. Hefur rilotiö gi.i'sik'ga dóma gagnrýnenda og fjöldamörg verðlaun vilpiffiHpHm, sigraði m.a. á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í fyrra og var tunefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin i ár. Sýnd kl. 3, 5,7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. SAKLAUSAR LYGAR INNOCENT LIES Kyngimögnuð spennumynd. Lögreglumaður rannsakar morð a félaga sínum og verður ást- fanginn af gullfallegri stúlku sem tenigist morðinu og fleiri dauðsfölllum. Aöalhlutverk: Stepnen Dorff (Backbeat), Gabrielle Anwar (Scent of A Woman) og Adrian Dunbar (Widows Peak). Leikstjóri er Patrick Dewolf (Monsieur Hire). Sýnd kl. 3, 5 7, 9 og 11. Sýnd kl. 4.45 og 7 Síðustu sýningar. Sýnd kl. 3 Rós í hnappagatið Robbins í hlutverki framleiðanda LEIKARINN Tim Robbins hefur tekið að sér að fram- leiða fyrstu kvikmynd Inde- pendent Film Channel-fyrir- tækisins. Það er heimildar- mynd sem ber heitið „The Typewriter, the Rifle and the Movie Camera“ og fjallar um ævi óháða kvikmyndagerðar- mannsins Sam Fuller. Adam Simon leikstýrir myndinni, en Robbins er þul- ur og tekur viðtöl í henni. Leikstjórarnir Martin Scor- sese, Quentin Tarantino og Jim Jarmusch koma fram í myndinni. Frægustu myndir Fullers eru „White Dog“, „The Big Red One“ og „Ver- boten“. TÓNLIST Gcisladiskur PÁLL ÓSKAR Geisladiskur Páls Óskars Hjálm- týssonar. Söngur: Páll Óskar. Hljóðfæraleikarar: Jón Ólafsson hljómborö, Birgir Bragason bassi, Stefán Hjörleifsson gítar, Guðmundur Pétursson gítar, Hilmar Jensson gítar, Matthías Hemstock trommur, Jóhann Hjörleifsson trommur, Stein- grímur Guðmundsson trommur, Astvaldur Traustason píanó, Kjartan Valdimarsson hljómborð, Jóel Pálsson sax, Sigurður Flosa- son sax, Szymon Kuran, Bryndís Halla Gylfadóttir, Auður Haf- steinsdóttir strengir, Reynir Sig- urðsson marimba, víbrafónn o.fl., auk fleiri hljóðfæraleikara. Upptöku- stjóri: Páll Óskar. Útsetningar Páll Óskar og fleiri. Strengjaútsetningar: Szymon Kuran. Upptaka og hljóö- blöndun: ívar Ragnarsson og Ól- afur Halldórsson. Útgefandi: POP, Paul Oscar Productions. Dreifíng Japis. Verð 1.999 kr. PÁLL Óskar: Sungið frá hjartanu. PÁLL Óskar Hjálmtýsson er skemmtikraftur fram í fingurgóma. Gildir þá einu hvort hann kemur fram sem leikari á leiksviði eða söngvari á tónleikum, í sjónvarpi eða í útvarpi. Á hljómplötum er hann jafn sannfærandi og á sviði og hefur sungið inn á þær nokkrar með góðum árangri. Nú er komin út ný plata og með henni bætist enn ein rósin í hnappagat þessa stórskemmtilega söngvara. Sem söngvari virðist Páll Óskar jafnvígur á allar tegundir tónlistar, hvort heldur hann fæst við rokk, suðræna sölsu, standarda, diskó eða ballöður. Mér finnst hann einna síst- ur í diskóinu, en líklega er það frem- ur mitt vandamál en hans. í róleg- um bailöðum og „standördum" tekst honum best upp að mínu mati og af slíkri tónlist er nóg á nýju plötunni. Það leiðir því af sjálfu sér að mér finnst platan góð. En það er fleira en söngur Páls Óskars á þessari plötu sem fer vel í mig, því hljóðfæraleikur er sérlega góður, lagaval vel heppnað, góð upptökustjórn og hljóðblöndun og virðist sem allir, er koma nálægt gerð plötunnar, hafi lagt sig fram til hins ýtrasta. Jafnvel upplýs- ingabæklingurinn er vel unninn, með textum og hugleiðingum söngvarans um hvert einstakt lag, sem er hin skemmtilegasta lesning. Textar plötunnar eru ýmist á ís- lensku eða ensku, sem einhvern tíma hefði þótt óheppilegt, en í þessu tilfelli gengur blandan upp. Sum laganna eru einfaldlega þann- ig að þau verða ekki sungin á okkar hljómfagra móðurmáli svo vel sé. í einu laganna leys- ir Páll Óskar málið með þeim hætti að syngja hluta lagsins á íslensku og aðra á ensku og portúgölsku, sem er vænt- anlega upprunalega útgáfan því þetta er Corcovado eftir brasil- íska eðaltónskáldið Antonio Carlos Jobin. Þetta lag hefur verið í sparihólfi plötusafns míns allt frá því ég heyrði Stan Getz blása það fyrst á sjöunda áratugnum og þótti mér ánægjulegt að heyra hversu vel Páll Óskar og félagar hans í hljómsveitinni fóru með þennan gimstein meistara Jobims. ís- lensku textarnir á plötunni eru allir eftir Pál Óskar og kemst hann vel frá þeim kveðskap. Auk áðurnefnds meistaraverks Jobims eru þarna þrjú lög eftir annað uppáhaldstónskáldið mitt, Burt Bacharach, Anyone who had a heart, The look of love og Mak- inglove, sem öll hljóma vel úr barka Páls Óskars, og augljóst að söngv- aranum er annt um tónsmíðar Bacharachs. Annars koma lögin úr ýmsum áttum og eiga það öll sam- eiginlegt að vera Páli Oskari hjart- fólgin, enda syngur hann frá hjart- anu, allt frá fyrsta tóni plötunnar til hins síðasta. Eitt eftirminnileg- asta lag plötunnar er Sjáumst aft- ur, fallegt franskt miðaldatónverk, en þar nýtur Páll Óskar aðstoðar Sverris Guðjónssonar og Kristjönu Stefánsdóttur við sönginn, með afai' áheyrilegum árangri og er útsetningin vel heppnuð að mínu mati. Fjöídi valinkunnra hljómlistar- manna kemur við sögu þessarar plötu og skal hér vísað í upptaln- ingu að framan, en of langt mál er að fara ofan í saumana á frammistöðu hvers og eins. Þeir leysa yfirhöfuð verk sitt vel af hendi og eiga hrós skilið. Ég vil heldur ekki hætta mér út í saman- burð á þessari plötu og fyrri plötum Páls Óskars, enda sjálfsagt smekksatriði hvað hverjum og ein- um finnst í þeim efnum. Sjálfum fínnst mér platan vera hápunktur- inn á glæsilegum ferli þessa fjöl- hæfa listamanns. Sveinn Guðjónsson FOLK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.