Morgunblaðið - 03.12.1995, Síða 10
10 C LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
• KÖKUR
Jólasmákökur
eru víóa i há-
vegum hafféar.
Sigrún Daviös-
dottir hefur
tínt saman
girnilegar upp-
skriftir viös
vegar aó aff
jólasmáköku-
slóóunum.
Smákökur tilheyra jólunum á
okkar breiddargráðu, engu síður
en jólatré og englar. í Svíþjóð
dugði ekkert minna en sjö smá-
kökutegundir á heimilum, þar sem
jólahaldið var á annað borð tekið
föstum tökum. Það var auðvitað
nokkurn veginn alls staðar. Og víð-
ast annars staðar á norðurslóðum
þóttu margar tegundir sjálfsögð
dyggð.
Að öllum líkindum er smáköku-
siðurinn á Norðurlöndum kominn
úr suðurátt, líkt og sjálf kristnu
jólin. í Þýskalandi ríkir mikil smá-
kökumenning og margar af kökun-
um hér á eftir eiga uppruna sinn
að rekja beint þangað. Þar er mik-
ið notað af möndlum og heslihnet-
um í jólasmákökurnar, auk hun-
angs og þurrkaðra og sykraðra
ávaxta. Allt eru þetta hráefni, sem
áður fyrr tilheyrðu vetrinum og
jólatíðinni. Þar við bættist kryddið,
sem áður fyrr var dýrt og langt að
komið og því sjálfsagt til hátíða-
brigða á jólum.
Og smákökumenning Þjóðverja
hefur ekki aðeins borist til Norður-
landa heldur einnig með þýskum
landnemum vestur um haf til
Bandaríkjanna. Og þangað hefur
norræna kökuhefðin einnig borist
með norrænum landnemum, svo
víða gætir smákökumenningarinn-
ar þar, þó misjafnt sé það eftir
svæðum.
í Bretlandi og Frakklandi tíðkast
síður að baka smákökur, en meira
um kökur og sætabrauð á jólum
þar. ítalir eiga sér firna merkilega
og Ijúffenga kökumenningu, sem
er reyndar meira iðkuð í kökugerð-
arhúsum en heima við. Lengi fram
eftir öldinni voru bökunarofnar
sjaldséðir á ítölskum heimilum, en
við hátíðleg tækifæri fékk fólk
pláss í ofnum bakaranna. italir eiga
sér ýmsar góðar smákökur, ekki
síst á Norður-Ítalíu og þá undir
þýskum áhrifum í gegnum Sviss
og undir arabískum áhrifum sunn-
an að. Nokkrar uppskriftir þaðan
fylgja hér á eftir.
Það er auðvitað til nóg af upp-
skriftum, sem útheimta nostur og
vinnu, en uppskriftirnar hér á eftir
eru fæstar af því taginu, heldur
miðaðar við að hægt sé að baka
þær, þó heimilisfólkið sé upptekið
af öðru en jólahaldinu einu saman.
Og hagkvæm ábending er að hafa
kökurnar frekar litlar, því þannig
eru uppskriftirnar drýgri og kök-
urnar ánægjulegri að gæða sér á,
ofan á annað góðgæti jólanna.
Það er þægilegt að baka smá-
kökur á bökunarpappír til að kom-
ast hjá viðbrenndum jöðrum. Smá-
kökurnar eiga að kólna á bökunar-
grind, áður en gengið er frá þeim,
nema annað sé tekið fram. Makk-
arónur og eggjahvítukökur þurfa
oft aðeins að kólna og þéttast,
áður en hreyft er við þeim, því
annars fara þær í mola. Almennt
á það við um smákökurnar hér á
eftir að þær verða betri ef þær eru
geymdar um hríð, áður en þeirra
er neytt.
aaaaaHHBHHHBHHi
Hnetu-, engifer- og
súkkulaóikökur
(um 40 stk)
í þessar kökur er notað sultað
engifer, sem fæst í sykurlegi og
er víða selt. Einnig er hægt að
nota sykraða engiferbita. Magninu
má breyta eftir smekk. Bæði hafra-
grjón og heslihneturnar gefa kök-
unum skemmtilega grófa áferð.
_____ 75 g mjúkt smjör___
150 g púðursykur
_____________1 egg__________
50 g fínsaxaðar heslihnetur
_________(eða möndlur)______
50 g hakkað suðusúkkulaði
___________125 g hveíti_____
_________1/2 tsk. lyftiduft_
_____2 fínsöxuð engiferhnýði
_________1 dl hafragrjón____
1 Setjið ofninn á 175 gráður.
2 Þeytið saman smjör og sykur,
^YGGÐIN
í LÍKI
SMÁKÖKU
blandið afganginum af hráefnun-
um í og setjið deigið í litla hrauka
á smurða bökurnarplötu eða plötu
með pappír.
3 Setjið plötuna í heitan ofninn
og bakið undir eftirliti í um 15 mín.,
eða þar til kökurnar eru gullnar og
bakaðar.
Döólu- og hafra-
mjölskökur
(um 80 stk)
Döðlur og haframjöl á einkar vel
saman, eins og kökurnar hér eru
gott dæmi um. Þægilega leiðin er
að kaupa steinlausar döðlur, sem
jafnvel fást saxaðar. Uppskriftin
er stór og því drjúg.
________200 g mjúkt smjör______
____________200 g sykur________
________250-300 g haframjöl____
________200 g steinlausar,
saxaðar döðlur
1 Setjið ofninn á 200 gráður.
2 Þeytið saman smjör og sykur
og bætið haframjöli og döðlum út
í. Byrjið á 250 g af haframjöli, bak-
ið prufuköku og bætið í meira
mjöli, ef kakan flýtur of mikið út.
3 Mótið deigið í litlar kúlur. Ein-
faldast er að gera það með því að
taka litla bita af deigi með skeið
og velta þeim milla lófanna. Setjið
kúlurnar á smurða eða pappírs-
klædda plötu.
Bakið kökurnar í heitum ofninum
í 8-10 mín., eða þar til þær eru
gullnar og bakaðar í gegn.
Morgunblaðið/Kristinn
Konfektkökur
(um 30 stk)
Kökur úr marsípani geta varla
verið annað en konfektkökur.
Vandinn er hins vegar að finna
gott marsipan, sem hefur bæði
rétta áferð og gott bragð, er hvorki
mjölugt né með dropabragði. Hér
eru notaðar furuhnetur, sem heita
pinjekerner á dönsku, pine nuts á
ensku og pignoli á ítölsku. í stað
þeirra er hægt að nota heslihnetur
eða möndlur.
______200 g rifið marsipan,___
______svokallaður hrámassi____
__________150 g flórsykur_____
______2 stífþeyttar eggjahvítur
50 g furuhnetur
1 Setjið ofninn á 175 gráður.
2 Blandið saman marsipani og
sykri og blandið síðan eggjahvítun-
um saman við.
3 Mótið deigið í kúlur, annað-
hvort með tveimur teskeiðum eða
með höndunum, rúllið þeim í hnet-
unum og setjið á smurða eða
pappírsklædda plötu. Hafið gott
bil á milli, því kökurnar fljóta út við
bakstur.
4 Bakið kökurnar undir eftirliti í
um 15 mín., eða þar til þær eru
gullnar og bakaðar í gegn. Látið
þær kólna lítillega á plötunni, svo
þær stífni, áður en þær eru settar
á rist og látnar kólna að fullu.
Tilbrigði við uppskriftina er að
setja fínsaxað engiferhnýði saman
við og fá þar með marsipan-engi-
ferkökur með hnetum eða möndl-
um.
Ítalskar
furuhnetukökur
(um 70 stk)
Þetta er ítölsk útgáfa uppskrift-
arinnar hér að ofan, marsípan-
furuhnetukökur, en eru mýkri. Þær
eru bragðbættar með kanel, en
annað krydd kemur einnig til
greina eins og múskat og engifer.
_____250 g rifið, gott marsípan,
sbr. uppskriftina á undan
____________250 g flórsykur______
_______________1 egg_____________
_____150 g malaðar möndlur
1 msk. hveiti
1 tsk. kanell
150gfuruhnetur
1 Setjið ofninn á 150 gráður.
2 Hrærið saman öllu nema hnet-
unum. Mótið deigið í kúlur eða
aflangar stengur og veltið í hnetun-
um, þannig að nokkrar hnetur sitji
á hverri köku.
3 Raðið þeim á smurða eða
pappírsklædda plötu og bakið í um
15 mín., eða þar til þær eru orðn-
ar gullnar.
Flórenskökur
(um 40 stk)
Flórenskökur geta ekki verið
annað en ítalskar og eru bæði jóla-
legar að sjá og á bragðið. Kokteil-
ber eru ekki að allra smekk og því
má sleppa þeim. Hér á að nota
fínsaxaðar heslihnetur en til að
auðvelda vinnuna má mala helm-
inginn í kvörn og fínsaxa afganginn
til að fá hæfilega grófa áferð.
__________125 g sykur_______
125 g smjör
3 msk. mjólk
2 msk. gott hunang
250 g fínsaxaðar heslihnetur
__________50 g súkkat_______
50 g sykraður pommerans- eða
appelsínubörkur (orangeat)
100gljósarrúsínur,
eða þessar dökku venjulegu
100 g möndluflögur
50 g söxuð kokteilber, ef vill
1 Setjið ofninn á 200 gráður.
2 Hitið saman sykur, smjör,
mjólk og hunang og látið suðuna
koma upp. Bætið heslihnetunum
saman við og látið sjóða í 2 mín.
Takið af hitanum og bætið súk-
kati, pommerans og rúsínum sam-
an við.
3 Mótið deigið í kúlur, veltið í
möndluflögum og setjið á plötuna
með góðu millibili, því kökurnar
fljóta út við bakstur. Jafnið kokteil-
berjunum yfir, ef þið notið þau.
4 Bakið kökurnar í 10-12 mín.,
eða þar til þær eru gullnar og bak-
aðar.
Engifer-súkkulaói-
kökur (um 50 stk)
Þessi uppskrift er ættuð frá
Þýskalandi og sameinar það sem
einkennir þýskar jólasmákökur,
nefnilega krydd, sykraða ávexti og
hnetur. Framkvæmdin er einföld,
því deigið er smurt á plötu og skor-
ið eftir bakstur.
125 g smjör
__________200 gsykur________
_____________4egg___________
100 g fínsaxað suðusúkkulaði