Morgunblaðið - 03.12.1995, Side 17

Morgunblaðið - 03.12.1995, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 D 17 ÞAÐ er alls ekki sama hvernig jóla- tré eru meðhöndluð. Ef þau fá ekki rétta umhirðu fella þau barrið og nálarnar dreifast um alla stofu. Eftir stendur jólatréð, berstrípað og Ijótt og ekkert nema stofninn á þrettándanum. Með réttri með- höndlun fellir tréð hins vegar ekki barrið heldur stendur fallegt og „ánægt með sig“ öll jólin, eigend- um sínum til gleði og augnayndis. En hvernig á maður að hirða um jólatré? Eftirfarandi leiðbein- ingar fengum við hjá Land- græðslusjóði og ef þeim er fylgt ættu jólatrén í ár að verða stolt eigenda sinna á jólunum. Jólatréð má aldrei taka beint inn í stofuhita úr miklu frosti. Ef frost er þegar taka á tréð inn verður að láta það þiðna hægt og helst í raka, t.d. taka það inn í kalda geymslu, þvottahús eða leggja það í kalt vatn í baðkeri til þess að tréð verði ekki fyrir miklu áfalli við snöggar hitabreytingar. Eftir að tréð hefur jafnað sig inni og tími er kominn til að setja það í vatnsfót, þarf oft að fjar- lægja nokkrar greinar neðst af stofni og snyrta hann. Sagið um 5 sm sneið neðan af stofninum svo tréð geti dregið til sín vatn. Ráðlegt er að binda neðstu greinar rauðgrenis upp til hægðarauka. Því næst er börkur- inn tálgaður af stofninum 10 sm frá stúfnum. Stingið þessum 10 sm stofnsins niður í sjóðandi vatn í u.þ.b. 10 mínútur og setjið tréð í vatnsfót strax að lokinni suðu. Þessi suðuaðferð getur einnig átt við um norðmannsþin og furu, þótt hennar sé ekki talin þörf. Vatnsfóturinn má aldrei tæm- ast. Tréð dregur mikið af vatni til sín fyrstu sólarhringana og ef vatnið í fætinum gengur til þurrð- ar geta loftbólur komist. í vökva- æðar stofnsins og tréð getur drepist. LAXAPATÉ 850 g laxaflök 3 eggjahvitur ________1 tsk, salt______ 14 tsk. hvítur pipar ______1 msk. sítrónusafi_ 3 dl ískaldur rjómi Fjarlægið bein úr flakinu. Setið flakið í matvinnsluvél ásamt salti, pipar og eggjahvítum og hakkið vel. Þynnið með rjómanum og bætið sítrónusafanum út í að síð- ustu. Smyrjið langan form (jóla- kökuform) og hyljið botninn með bökunarpappír. Setjið farsið íform- inn og lokið með álpappír. Bakið í vatnsbaði í ofni við 150°C í ca 45 mínútur. NORÐLENSKA K E A HANGIKJÖTIÐ í m a ta / 'íie rðai 7 is I O eins oíí hún serist b Norðlenska KEA hnngikjöiið er rómað fyrir gœði oggott bragð - enda unnið samkvœmt norðlenshri hefð se/ti hefur gengið í arf kynslóð ejtir kynslóð úr nyjn íirvals norðlenskn lambakjöti. Norðlenska KEA hangikjötið - hátiðarmatur sern hœgt er að treysta. HcslUweíur ViesliHneíur liakkaðar alijornw rusmur (. ■■ ■ ‘ l0Xnnetukjarnar AiesUhnetur flögur Vjókosmjöí möníilur 'meöhýM X. - 'V - V 1 xnondlur % x ujlivdílar J r. möndlur Wóí hakkaðar g ! Bráðumkoma 1 blessuðjólin... VELJUM ÍSLENSKT!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.