Morgunblaðið - 03.12.1995, Síða 24

Morgunblaðið - 03.12.1995, Síða 24
24 D SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir a NEMENDUR Hússtjórnarskól- ans eru 20 talsins á þessarri haustönn. Þeir fá þjálfun í matreiðslu og framreiðslu. Skólastjóri skólans er Margrét Sigbjörnsdóttir og á einni myndinni sjáum við hana þar sem hún situr við arininn 2. Látið löginn kólna. 3. Leggið síldina og lauk á fat og hellið leginum yfir. Látið standa yfir nótt. Hangikjötsbaka 350 g hveiti 150 g smjör 1 eggjarauða _____________'A tsk. salt__________ ______________1 dl vatn____________ ______________fylling:_____________ ___________850 g hongikjöt________ ____________6 msk. smjör__________ ____________6 msk. hveiti_________ _______5 dl kjötsoð eða vatn_______ 2 eggjarauður ______________2 tsk. salt__________ ____________/2 tsk. pipar__________ ___________'/2 tsk. múskat_________ 2 eggjahvítur 1. Hveiti sigtað í borðið. 2. Smjörið mulið í hveitið, laut gerð í miðjuna og þar látin eggja- rauða, salt og vatn. 3. Allt hnoðað saman fljótt og vel. 4. Deigið sett í plastpoka og geymt í kæli í 2 klst. Fylling: Soðið hangikjöt fitu- og sinahreinsað, maukað í blandara. Smjörið hitað í stórum potti, hveit- inu sáldrað út í og það bakað Ijós- brúnt. Hrært stöðugt í pottinum svo brenni ekki við. Kjötsoð- ið/vatnið hrært saman við smátt og smátt og sósan soðin í 5-7 mínútur við lágan hita. Potturinn tekin af hellunni. Eggjarauðan þeytt og bætt út í sósuna sem síðan er krydduð vel með salti, pipar og múskati. Kjötinu blandað saman við. Eggjahvítan stífþeytt og blandað varlega saman við fyll- inguna. Ofninn hitaður í 240°C og deiginu skipt í þrjá hluta. Einn deighluti flattur út í kringlótta köku. Hinir hlutarnir bíða áfram í kæli. Botninn og hliðarnar á spennumót- inu smurðir vel með smjöri. Deig- kakan lögð á botninn í mótinu og deigið skorið frá við jaðrana. Stungin þétt með gaffli. Næsti hluti er flattur úr í langa lengju sem hringurinn er klæddur að innan með. Samskeytum við botn og hliðar er þrýst vel saman með fingrum. Kaldri fyllingunni hellt í mótið og yfirborðið sléttað vel. Það sem eftir er af deiginu er flatt út í kringlótta köku sem lögð er ofan á fyllinguna og snyrt vel á jöðrun- um. Deiglokinu og hliðunum þrýst vel saman. Lokið stungið nokkrum sinnum með gaffli. Eggjarauðan þeytt og deiglokið penslað. Hnoðið afskurðina saman og fletjið þunnt, skerið út fallegt mynstur og raðið ofan á lokið. Penslið yfir mynstrið. Bakið við 200°C í um 1 klst., takið úr ofninum og látið standa nokkra stund áður er bakan er tekin úr forminu. Skinkurúllur 1 2 skinkusneiðar 100 g gróðaostur 200 g Camembert ostur eða annar svipaður 200 g blaðlaukssmurostur 1 dl rjómi Osturinn settur saman í skál og settur í örbylgjuofn og hitaður í um 3-5 mín., síðan settur strax í áö'AílB. 'íxU RAR, LtStAXoKfUK cmaKjk SK0LFTÖR hrærivélaskál og þeyttur upp með rjóma. Þetta er sett í sprautupoka og sprautuð rönd horn í horn á hverja skinkusneið. Síðan er skinkusneiðunum rúllað upp. Rað- ið rúllunum á fat og skreytið fallega með grænmeti. Ávaxtakaka 1 pk. makkarónur sherrý/koníak eftir smekk 2-3 bananar _______________2 epli______________ ____________2 gppelsínur___________ 100 g döðlur 100 g súkkulaói 100 g valhnetukjarnar __________1 dós jgrðarber ______________2-3 kíví_____________ 1/4 I rjómi Muldar makkarónur settar í botninn á stórri grunnri skál og bleytt í með vökva (varast skal að setja óþarflega mikinn vökva í kök- una vegna þess að ávextirnir sjá um þann þátt). Ávöxtum, döðlum og smátt brytjuðu súkkulaði er blandað saman og dreift yfir mylsnuna ásamt jarðarberjum og hnetum. Kakan fryst í minnst þrjár klst og tekin úr frysti a.m.k. tveim- ur tímum áður en hún er borin fram með þeyttum rjóma. Hægt er að nota hvaða ávexti sem er. Anna Ingólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.