Morgunblaðið - 03.12.1995, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 D 25
DÞAÐ getur vafist fyrir fólki
að búa til gott krem á
. . kökur og sumir verða ein-
faldlega að fylgja upp-
' skrift út í hörgul ef þeim
á að takast ætlunarverk
sitt. Þess vegna birtum
við hér nokkrar tillögur að
^ j kremi en þær fegnum við
\/ að láni úr Dýríndiskökum
og daglegu brauði sem
Osta- og smjörsalan gaf út.
o
Smjörkrem 1
250 g mjúkt smjör
4 eggjarauður
150 g flórsykur
ÞESSI kaka stendur sannarlega
undir nafni. Hún er best köld
beint úr ísskápnum og það er
alveg víst að fólk þarf ekki að
hafa áhyggjur af því hvernig hún
geymist því hún klárast fyrr en
varir.
Konfektkaka
4 eggjahvítur
________140 g flórsykur___
140 g kókosmjöl
Þeytt vel og lengi. Bakað í
tveimur formum við ca 120°C
þar til hún verður fallega gulbrún
að ofan.
Krem
100 g smjör
100 g súkkulaði
60 g flórsykur
4 eggjarauður
Rauður og flórsykur þeytt vel.
Smjör og súkkulaði brætt yfir
vatnsbaði og hellt saman við.
Sett á milli og ofan á botnanna.
Skreytt að vild.
Hrærið smjörið þar til það verð-
ur létt og loftkennt (u.þ.b. 10 mín.).
Bætið eggjarauðunum í, einni í
einu og hrærið vel í á milli. Bætið
sykrinum út í. Hrærið í u.þ.b. 5
mín. Setjið bragðefnin út í síðast.
Bragðefnin gætu verið súkkulaði,
nougat, vanilla, ananas, marsípan,
malaðar möndlur eða hnetur.
Súkkulaóikrem
Bræðið 200 g suðusúkkulaði
yfir vatnsbaði. Kælið. Hrærið sam-
an við smjörkrem 1. Ef súkkulaðið
er of heitt bráðnar smjörið og
kremið misheppnast.
Núggatkrem
Bræðið 300 g af mjúku núggati
yfir vatnsbaði. Kælið. Hrærið sam-
an við smjörkrem 1 þar til það
verður samfellt og glansandi.
Vanillukrem
Bætið vanillíndropum í eftir
smekk.
Smjörkrem 2
1 20 g sykur
2 msk. kalt vatn
2 eggjarauður
_______150 g mjúkt smjör___
1 msk. sérrí, líkjör eða annað
bragðefni
Leysið sykurinn upp í vatninu
við lágan hita. Hrærið stöðugt í.
Látið krauma við vægan hita þar
til hitinn verður 105°C (2-3 mín.).
Takið af hitanum. Þeytið rauðurnar
þar til þær verða léttar og Ijósar.
Hellið sírópinu saman við í mjórri
bunu og þeytið þartil hræran verð-
ur loftkennd og jöfn. Bætið bragð-
efnum í. Kælið, en ekki í kæliskáp.
Karamellukrem 1
2 dl rjómi
120 g sykur
2 msk. síróp
30 g smjör
1 tsk. vanillíndropar
Setjið rjóma, sykur og síróp í
pott og látið sjóða. Hrærið stöðugt
í. Kremið er hæfilega þykkt þegar
far myndast eftir sleifina. Bætið
smjöri og vanillu út og hrærið vel.
Kælið kremið en látið það ekki
storkna. Notið það ylvolgt.
Karamellukrem 2
_______2Vi dl kaffirjómi___
1 Vi dl sykur
154 msk. smjör
1 'á msk. síróp
114 msk. kakó
Setjið öll kremefnin í pott og
látið krauma við vægan hita í u.þ.b.
25 mín. Látið kremið kólna án þess
að storkna og notið það ylvolgt.
Gefðu þér tíma til að njóta ...
góðar minningar
BRAGA
l/ATTI
SArrl
ilmandi nýtt
m
ÞRJÁR LJÚFFENGAR TEGUNDIR
NYJUM UMHVERFISVÆNNI UMBUÐUM
og eiga
KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF