Morgunblaðið - 08.12.1995, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 08.12.1995, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 13 AKUREYRI Forkaupsrétti hluthafa vegna útboðs Skinnaiðnaðar lokið Morgunblaðið/Kristján Kveikt á jólatrénu KVEIKT verður á jólatrénu frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku, við athöfn á Ráðhústorgi á morgun, laugar- daginn 9. desember. Lúðrasveit hefur leikinn kl. 15.45, en kl. 16. flytja bæjarstjórinn á Akur- eyri, bæjarverkfræðingur Randers og sendiherra Dana á Islandi ávörp. Ljósin verða síð- an kveikt, Kór Akureyrarkirkju syngur jólalög og jólasveinar koma í heimsókn. Bæjarstarfsmennirnir Þeng- ill Stefánsson og Birgir Eiríks- son voru að koma ljósaperunum fyrir á trénu í gærdag. Selt fyrir 25 millj. HLUTAFJÁRÚTBOÐ í Skinnaiðnaði hf. sem hófst þann 9. nóvember sl. hefur gengið vel, að sögn Jóns Halls Péturssonar, hjá Kaupþingi Norður- lands. Hlutabréf að nafnvirði 10 milljóna króna voru boðin til sölu og jafnframt hlutabréf í fyrirtækinu í eigu Akureyrarbæjar að nafnverði kr. 21.250.000. Þannig voru samtals bóðin hlutabréf að nafnverði kr. 31.250.000 á genginu 3,0 fyrir sam- tals kr. 93.750.000. Forkaupsrétti hlutahafa vegna hlutafjárútboðsins lauk 30. nóvem- ber sl. I gær var búið að selja hluta- bréf að nafnverði kr. 25 milljónir fyrir 75 milljónir króna. Hlutabréf félagsins verða skráð á Verðbréfa- þingi íslands þegar hluthafar verða orðnir 200 talsins. Hluthafar eru nú 130 talsins en voru 66 í júní sl. „Kaupendur bréfanna eru annars vegar almenningur svo og stofnana- fjárfestar, sem kaupa bróðurpartinn í krónum talið. Bæði lífeyrissjóðir og hlutabréfasjóðir hafa keypt hlutabréf og eru með því eins og aðrir að ávaxta sína peninga,“ segir Jón Hall- FYRSTA aðventukvöldið í Laufás- prestakalli fer fram í Svalbarðskirkju 2. sunnudag í aðventu 10. desember kl. 20.30. Flest böm úr grunnskólanum á Svalbarðseyri koma fram á þessu kvöldi. Þau kveikja á aðventuljósum, sýna helgileik, lesa jólasögu og syngja. Kór Svalbarðs- og Laufás- kirkju undir stjórn Hjartar Stein- bergssonar aðstoðar börnin í helgi- leiknum og syngur auk þess nokkur aðar hafi verið góð síðustu tvö ár og að framtíðin sé nokkuð björt. Reiknað er með að sölu á hlutabréf- um í fyrirtækinu verði lokið fyrir áramót og að þá verði hluthafar orðn- ir 200 og hægt að skrá það á Verð- bréfaþingi íslands. aðventu- og jólalög. Nemendur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar leika á hljóðfæri en sérstakur gestur þessa kvölds í Svalbarðskirkju verður sr. Svavar A. Jónsson, héraðsprestur og ætlar hann að spjalla við kirkjugesti um aðventuna og jólin. í lokin munu öll börn í kirkjunni frá kerti (með rafhlöðu) í hendur og um leið og lesnir verða spádómar um fæðingu Krists tendra bömin ljósin. ur. Hann segir að afkoma Skinnaiðn- Aðventukvöld Sameining Raf- veitu og RARIK Lítill áhugi hjá iðnaðar- ráðuneyti JAKOB Björnsson bæjarstjóri á Ak- ureyri segir iðnaðarráðuneytið hafa sýnt lítinn áhuga á hugsanlegri sam- einingu Rafveitu Akureyrar og RARIK. í meirihiutasamkomulagi Framsóknarflokks og Alþýðuflokks í bæjarstjóm Akureyrar er kveðið á um að flokkarnir muni halda áfram viðræðum við iðnaðarráðuneytið um hugsanlega sameiningu þessara fyr- irtækja, Rafveitu Akureyrar og RARIK, en í samkomulagi um slíkt var innifalin flutningur á höfuðstöðv- um RARIK til Akureyrar og sölu á eignarhluta Akureyrarbæjar í Lands- virkjun inn í hið sameinaða fyrirtæki. Fram kom í máli bæjarstjóra við fýrri umræðu um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs að iðnaðarráðueyti hefði sýnt málinu lítinn áhuga. Borgar- stjórinn í Reykjavík hefði hins vegar óskað eftir viðræðum við eignaraðila Landsvirkjunar um framtíðar eign- araðild sveitarfélaganna að fyrirtæk- inu. Bærinn myndi taka þátt í þeim viðræðum og yrði fundur haldinn fljótlega. „Verði hins vegar enginn árangur í komandi viðræðum er það mín skoðun að kanna eigi í alvöru hvort hagkvæmt sé að sameina rekstur veitustofnana Akureyrarbæj- ar,“ sagði Jakob. Morgunblaðið/Benjamín BENEDIKT Björnsson arkitekt, fyrir miðri mynd, skýrir nýja aðalskipulagið fyrir Birgi Þórðarsyni oddvita og Pétri Jónas- syni sveitarstjóra. Nýtt aðalskipulag fyrir Eyjafjarðarsveit Byg'g'ð þéttist við Hrafnagil Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið. BENEDIKT Björnsson, arkitekt á Akureyri kynnti fyrir skömmu nýtt, aðalskipulag Eyjaíjarðar- sveitar fyrir árin 1994-2014 á al- mennum fundi með íbúum sveitar- innar. Við gerð aðalskipulagsins var mest áhersla lögð á nyrsta hluta sveitarfélagsins, en skipulagsupp- drátturinn nær suður að Stokka- hlöðum og suður fyrir Syðra- Laugaland. Helstu ástæður þess að skipu- lagið nær yfír þetta nyrsta svæði sveitarinnar eru einkum tvær. í fyrsta lagi er þéttbýli mest á þessu svæði og því mest knýjandi að skipuleggja það og í öðru lagi er sveitarfélagið afar víðfeðmt og því kostnaðarsamt að gera skipulags- uppdrátt af því öllu. Þéttbýli við Syðra-Laugaland í framtíðinni Gert er ráð fyrir í aðalskipulag- inu að byggðin við Hrafnagil verði verulega þétt og í framtíðinni er gert ráð fyrir að nokkurt þéttbýli myndist við Syðra-Laugaland þar sem skrifstofa hreppsins er og gamli Kvennaskólinn. Jafnframt var þó unnið að skipulagsuppdrætti fyrir Melgerð- ismela, en þar fer fram fjölbreytt starfsemi á vegum flugklúbba og hestamannafélaga. Svavar A. Jónsson kjörinn aðstoðarprestur á Akureyri Þakklátur og ánægður SVAVAR A. Jónsson var kjörinn aðstoðarprestur í Akureyrarpresta- kalli á fundi sóknamefnda Akur- eyrar- og Miðgarðasókna í Grímsey í gærkvöld. Tveir umsækjendur voru um stöðuná, en auk Svavars sótti sr. Jón Helgi Þórarinsson sóknarprestur á Dalvík um. „Ég er afskaplega þakklátur og ánægður," sagði sr. Svavar A. Jóns- son í gærkvöldi, þegar niðurstaðan lá fyrir, en hann gerði ráð fyrir að hefja störf sem aðstoðarprestur í Akureyrarprestakalli 15. desember næstkomandi. „Ekki síst er ég þakklátur fyrir þann mikla stuðning og uppörvun sem ég hef fundið fyrir.“ Hann sagði prestum gert nokkuð erfítt fyrir með kosningum af þessu tagi, þar væru oft gamlir félagar að keppa um embætti, „en þannig er þetta í þessu starfí og því verður að taka,“ sagði Svavar. „Sóknamefndunum var virkilegur vandi á höndum að velja milli okkar tveggja." Akureyrarprestakall er stórt og mikið prestakall og sagði nýkjörinn aðstoðarprestur að hann vissi nokk- urn veginn hvað hans biði. „Ég veit það verður nóg að gera.“ Svavar er Akureyringur, fæddur árið 1960, hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1980 og hóf þá um haust nám við guðfræðideild Háskóla íslands. Hann var vígður til Ólafsíjarðarprestakalls haustið 1986 og hefur verið sóknar- prestur þar allt þar til í júní síðastlið- inum er hann var ráðinn héraðsprest- ur Eyjafjarðar og Þingeyjarprófasts- dæma. Sex Grímseyingar eiga sæti í sókn- amefnd, aðal- og varamenn, og fóru þeir fram á að fá að kjósa heima í héraði og vísuðu m.a. til þess að þar gætu þeir kosið alþingismenn og for- seta. Málaleitan Grímseyinga var borin undir dóms- og kirkjumálaráðuneyti en að sögn sr. Birgis Snæbjömssonar prófasts bárust þau svör að slíkt kæmi ekki til greina. Lögum sam- kvæmt yrðu þeir að kjósa á kjörstað. Jóhann sýnir listmuni JÓHANN Siguijónsson verður með sýningu á renndum list- munum og nytjamunum úr tré í sal Starfsmannafélags KEA í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð um helgina. Þetta er önnur einkasýning Jóhanns, en auk þess hefur hann tekið þátt í nokkrum sam- sýningum. Síðasta sýn- ingarhelgi NÚ líður að lokum sýningar Guðmundar Ármanns Sigur- jónssonar, Erlu Þórarinsdóttur og Andrew M. Mckenzie í Lista- safninu á Akureyri, en síðasta sýningarhelgi er dagana 7. og 8. desember. Akurstjarnan hf. tekur við umboði fyrir FJÖLNI AKURSTJARNAN hf. á Akureyri hefur tekið við umboði fyrir FJÖLNI á Eyjafjarðarsvæðinu en hugbúnaðarfyrirtækið Strengur hf. í Reykjavík hefur um nokkurt skeið leitað samstarfsaðila á svæð- inu. Notendur FJÖLNIS á Eyja- fjarðarsvæðinu er nú um 50 talsins og hefur fjölgað ört á síðustu miss- erum. Samstarfssamningur milli Strengs hf. og tölvufyrirtækisins Akurstjörnunnar hf. var undir- ritaður sl. föstudag en með honum hyggjast fyrirtækin þannig efla þjónustuna við notendur FJÖLNIS á Eyjafjarðarsvæðinu og styrkja um leið stöðu FJÖLNIS norðan heiða. Strengur hf. er eitt öflugasta hugbúnaðarfyrirtæki landsins, eins og segir í fréttatilkynningu fyrir- tækisins og hefur víðtæka reynslu í þróun og smíði hugbúnaðar fyrir hvers kyns viðskipti og verkfræði. Akurstjarnan hf. er ungt og fram- sækið fyrirtæki, sem hefur mjög reynda starfsmenn innan sinna vébanda. Fyrirtækið er til húsa að Skipagötu 16 og framkvæmda- stjóri fyrirtækisins er Halldór Kr. Jónsson. Morgunblaðið/Kristján FRÁ undirritun samningsins. Við borðið sitja (t.v.) Halldór Kr. Jónsson, framkvæmdastjóri Akurstjörnunnar, og Haukur Garð- arsson, framkvæmdastjóri Strengs hf. Fyrir aftan þá standa (f.v.) Jón Örn Guðbjartsson, frá Streng, Hafþór Heimisson, frá Akurstjörnunni, og Jón Heiðar Pálsson, frá Streng.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.