Morgunblaðið - 08.12.1995, Síða 22

Morgunblaðið - 08.12.1995, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT James Reston látinn Sagður áhrifamesti blaðamaður landsins Washington. Reuter. JAMES Reston, sem var af mörgum tálinn áhrifamestur bandarískra blaða- manna, lést á mið- vikudag, 86 ára að aldri. Reston hlaut Pulitzer-verðlaunin í tvígang og naut virðingar sem hæfi- leikaríkur frétta- maður og sá sem þekkti manna best til innviða stjórn- kerfisins í Washing- ton. Banamein hans var krabbamein. Reston starfaði í fimmtíu ár við New York Times, frá 1939-1989. Hann stýrði lengi Washington- skrifstofu þess en varð síðar rit- stjóri blaðsins. Þá var hann vin- sæll dálkahöfundur. Á sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum kynntist hann Bandaríkj aforsetum persónulega. Því hefur verið haldið fram að á þessum tíma hafi Reston verið áhrifamesti blaðamaður Banda- ríkjanna. „Svo kann að virðast sem Ja- mes Reston hafi ver- ið á Washington- skrifstofunni frá öndverðu, en raunin er sú að hann hefur aðeins verið þar frá árinu 1941,“ sagði í grein í tímaritinu Esquire. Reston lét af störfum árið 1989, er hann varð áttræður, en hélt þó áfram að skrifa greinar. Þá sendi hann frá sér endurminningar árið 1991 og nefndust þær „Deadline: Our Times and The New York Ti- mes“. James Reston EFTA semur við Eystrasaltsríki Zermatt. Reuter. RÍKI Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein, undirrituðu í gær frí- verslunarsamninga við Eystrasalts- ríkin þijú á ráðherrafundi í Sviss. EFTÁ gekk frá samstarfssamn- ingum við Eistland, Lettland og Litháen árið 1991 og tvö EFTA- ríki, Sviss og Noregur, höfðu þegar gert tvíhliða fríverslunarsamninga við_ Eystrasaltsríkin. í samningunum er gert ráð fyrir frjálsum viðskiptum með iðnaðar- varning, unnar landbúnaðarafurðir og sjávarafurðir. Viðskipti með landbúnaðarafurðir verða háð tví- hliða samningum milli einstakra aðildarríkja samninganna. Reuter AUSTUR-Tímorar og stuðningsmenn þeirra hrópa vígorð við rússneska sendiráðið í Jakarta og krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Austur-Tímor. Krefjast þjóðaratkvæða- greiðslu á Austur-Tímor Jakarta. Reuter. 105 ungmenni frá Austur-Tímor og stuðningsmenn þeirra réðust í gær inn á lóð sendiráða Hollands og Rússlands í Jakarta, höfuðborg Ind- ónesíu. Ekkert benti til þess að ungmennin vildu fá pólitískt hæli í öðru landi og þau kröfðust þess að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Austur-Tímor. Um svipað leyti fyrir tuttugu árum gerði her Indónesíu innrás á Austur-Tímor nokkrum mánuðum eftir að Portúgalar höfðu farið frá nýlendu sinni. Marxísk þjóðfrelsis- hreyfíng, Fretelin, hafði þá lýst yfir sjálfstæði Austur-Tímor og hefur síðan háð vopnaða baráttu gegn stjórninni. Hópar stuðningsmanna Indónesíustjórnar, sem sögðust vera frá Austur-Tímor, söfnuðust saman við sendráðin tvö. Um fímm- tíu þeirra klifruðu yfir girðingu hollenska sendiráðsins og nokkrir komust inn í bygginguna. Áhlaupið stóð í 20 mínútur en ekki kom til átaka. Mega fara úr landi Ali Alatas, utanríkisráðherra Indónesíu, sagði að Austur-Tímor- arnir gætu farið frá Indónesíu en kvaðst ekki vita hveijar kröfur þeirra væru. 43 Austur-Tímorar hafa fengið hæli í Portúgal sem pólitískir flótta- menn eftir svipaðar aðgerðir við sendiráð í Jakarta. „Við viljum ekki pólitískt hæli en við krefjumst þjóðaratkvæða- greiðslu á Austur-Tímor,“ sagði eitt ungmennanna við rússneska sendi- ráðið. Stjórn Indónesíu hefur sagt að ekki komi til greina að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálf- stæði Austur-Tímor, sem hafi verið innlimað í Indónesíu árið 1976 með fullkomlega lögmætum hætti og samþykki ættflokkahöfðingja. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki við- urkennt innlimunina. 'upstetkmgarpottui C Handþeytari á 2.990 kr. Raclette-tœþi metTB‘ steikingarsteini á 9.900 Samlokngrillá 3.900 SIEMENS ; cif) er gaman að gefa vandaðar iiiwiiimtI ogfallegar jólagjafir. Gjafir sem gleðja og koma að góðum notum lengi, lengi. Þanmg eru heimilistœkin frá Siemens, Bosch og Rommelshacher. (jMatv innsluvélar fri J.900 kr. j OOkr.j) ( Kaffivélar frá 2. ímtcekifrá 3.117 kn ) SIEMEN5 SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 5113000 Umboðsmenn: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjöröu Hallgrímsson • Stykkishólmur: Skipavík • Búðardalur: Ásubúö • ísafjörður: Póllinn • Hvamms • Húsavík: Öryggi • Þórshöfn: Noröurraf • Neskaupstaður: Rafalda • Reyðarfjörður: Rafvélaver • Höfn í Hornafiröi: Kristall • Vestmannaeyjar: Tréverk • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Keflavík: Ljósboginn • Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiðí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.