Morgunblaðið - 08.12.1995, Page 28

Morgunblaðið - 08.12.1995, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Vinir Mary Poppins eftir Hjördísi Frímann. Englar og erótík í Listhúsi 39 AÐALHEIÐUR Skarphéðins- dóttir, Auður Vésteinsdóttir, Einar Már Guðvarðarson, Elín Guðmundsdóttir, Guðný Haf- steinsdóttir, Hjördís Frímann, Ingiríður Óðinsdóttir, Lárus Karl Ingason, Margrét Guð- mundsdóttir, Pétur Bjarnason, Sigríður Ágústsdóttir, Sigríð- ur Erla og Susanne Christen- sen eiga verk á samsýningunni Englar og erótík í sýningar- rýminu baka til í Listhúsi 39, sem er gegnt Hafnarborg við Strandgötuna í Hafnarfirði. En það er jafnframt þessi hóp- ur myndlistarmanna sem rek- ur Listhús 39. Á sýningunni eru myndverk unnin í margvísleg efni m.a. fjaðrir, gler, stein, brons, leir, olíu, pastel og hör. Sýningunni lýkur 31. desember. Listhús 39 er opið virka daga kl. 10 - 18, laugardaga kl. 12 - 18 og sunnudaga kl. 14 - 18. Vikuna fyrir jól verð- ur opið á kvöldin á afgreiðslu- tíma verslana. Samspil dags og draums BOKMENNTIR Ljóö D A G A R eftir Þórarin Guðmundsson, Akureyri 1995 - 87 bls. SKÁLDSKAPURINN fer ekki alltaf hefðbundnar slóðir. Stundum erum við stödd með honum í kynja- heimi þar sem kennileiti verða ókunnugleg og röklegt samhengi hlutanna óvisst. í ljóðabók Þórarins Guðmundssonar, sem nefnist Dag- ar, er margt sem vekur spumingar enda sum ljóðin á mörkum hins óræða. Raunar ræðir skáldið í einu ljóðanna nauðsyn þess „að slökkva aldrei/ undrið í samspili/ duldar - dags og draums“. Mörg ljóðin eru vangaveltur um lífið og tilveruna en þó þær eigi rætur í hversdagslegum veruleika eru það fremur hughrif hans en áþreifanleg ásýnd sem verða höf- undi að yrkisefni. Hvort sem yrkis- efnið tengist viðsemjanda í kjara- deilum, átökum, tónlist eða kvöld- golunni er skilgreiningin á kennd- um og tilfinningum í forgrunni og þær gárur sem þær mynda í undir- meðvitundinni. Ljóðin eru gædd angurværum, hjarðljóðskenndum hugblæ. En umfram allt er megin- einkenni þeirra viðkvæm fegurðar- þrá og kærleiki til alls eins og kvæðið Sólskin ber með sér: Og nú er hún komin á heimaslóð konan týnda með kornhárið og sólblómin í augnakrókunum og boðleið hjartnanna er stráð grænu kærleiksorkunni. Það háir þó dálítið þessum skáldskapar- heimi hve óaðgengiieg- ur hann er. A vissan hátt stafar það af því að ljóðin eru oft draumkennd og á mörkum hins óræða. Ljóðmálið er líka á ýmsan hátt sérkenni- legt með óvæntar hugsanatenging- ar og heimasmíðað ljóðmál þar sem reynt er á þanþol málsins. Þetta birtist einkar skýrt í misjafnlega alvöruþrungnum og súrrealískum sprettum ljóðsins Andrómantík: Eins og nagli í hnésbót á hjartagrasi eða gaddavír á heimssýninp héngu strimlar hélunnar úr munni hálfgoðsins rauða. Tenging ólíkra skynsviða geng- ur heldur ekki alltaf upp hjá skáldinu. Mér finnst það t. a. m. nokkuð langsótt líking í alvarlegu ástarljóði þegar skáldið segir: „hönd þín hvít/ svo mjúk/ að tunglið/ ber blæjur sólar...“ En þá ber auðvitað að skoða að kveð- skapur Þórarins byggist ekki á rökrænni tengingu við veruleikann heldur huglægri. Þá gerir það skáldskap Þórar- ins varla árennilegri hversu hástemmd mörg ljóðin eru. Þótt efnisval og hugsæis- leg meðhöndlun efnis- ins eigi þar sinn þátt veldur stíll höfundar þar mestu því að hann er töluvert hátimbrað- ur, ekki síst fyrir þá sök að Þórarinn ofnot- ar að mínu mati eign- arfallssetningar, þ. e. eignarfall, sem stýrt er af undanfarandi nafnorði. Þannig lyftir hann með þessu móti óhátíðlegasta tilefni á borð við afstöðu viðsemjanda atvinnu- rekenda til alþýðunnar á alltof íburðarmikið plan: „Von þín/ stór- rekstur fátækrar alþýðu/ á gijót- lendur/ allra afdala . . .“ Engu að síður hefur Þórarinn margt fram að færa. Sum ljóðin eru aðlaðandi skáldskapur. í einu ljóði sínu leggur hann áherslu á gildi þeirra sem eru frábrugðnir ímynd okkar og segir : “Mundu að þeir eru líka/ hluti af heild- inni// blóm á göngu/ í jurtagarði skaparans." Mér finnst að ljóð Þórarins séu þannig blóm í göngu- för. Þau falla ef til vill ekki vel að rökrænum veruleika en sóma sér vel í heimi ímyndunaraflsins. Skafti Þ. Halldórsson Þórarinn Guðmundsson Jólagjafir fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Setjum saman körfur eftir óskum viðskiptamanna. Finnsk og ís- lensk silfur- smíði NÚ stendur yfir í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar, sýning á silfur- og gullsmíðaverkum eftir Hannu Tuo- mala, Timo Sal- sola og Sigríði Á. Sigurðardóttur. Hannu Tuo- mala er finnskur silfursmiður sem útskrifaðist frá Lahti-listhönn- unarskólanum í Finnlandi árið 1991. Hann hefur síðan hlotið verð- laun fyrir hönnun sína og sýnt verk sín víða, meðal annars í Þýskalandi, Eistlandi og á samsýningu í Norræna húsinu í Reykjavík árið 1991. Þá hlaut hann styrk úr finnska menn- ingarsjóðnum til að vinna verkin á þessari sýningu. „Verkunum á sýn- ingunni er ætlað að túlka hinar ýmsu mannlegu tilfinningar, en líkt og öll önnur verk Hannus hafa þau líka notagildi," segir í kynningu. Verkin eru handsmíðuð úr plötusilfri. Timo og Sigríður útskrifuðust líka frá Lahti-listhönnunarskólanum 1991 og sýndu með Hannu og öðrum útskriftarnemendum skólans í Nor- ræna húsinu í Reykjavík sama ár. Að loknu námi flutti Sigríður til Nantucket á austurströnd Bandaríkj- anna þar sem hún vann í rúmt ár að gullsmíði. Timo flutti hins vegar til Thuen í Sviss og vann þar við demantsísetningu í eitt ár. i septem- ber 1992 fluttu þau síðan til íslands og settu upp verkstæði í Hafnar- fírði. Þau hafa sýnt í Gallery Electr- um í London og á sýningu í Nantuck- et, en Sigríður hefur auk þess átt verk á Form ísland sýningunni. ULLAR og SILKI nærfatnaöur fyrir alla fjölskylduna. ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 -S. 551 2136

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.