Morgunblaðið - 08.12.1995, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 08.12.1995, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 55 MARGRET SIG URJÓNSDÓTTIR + Margrét Sigur- jónsdóttir fædd- ist í Geirshlíð í Mið- dalahreppi í Dala- sýslu 27. mars 1916. Hún lést í Reykjavík 29. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sigur- jón Jónsson, bóndi í Geirshlíð, síðar Kirkjuskógi í sömu sveit og kona hans Kristín Ásgeirsdótt- ir. Hún var sjötta barn þeirra hjóna, en alls voru systkin- in átta. Tvær systur Margrétar eru látnar, Guðrún og Þuríður. Margrét giftist Haraldi Ög- mundssyni 1938. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Kristín Sig- uijóna, f. 29.10. 1938, maki Stef- án L. Árnason. 2) Reynir, f. 13.6. 1942, maki Jóna Gunn- laugsdóttir. 3) Hrefna, f. 14.7. 1946, maki James Cregger. Með sam- býlismanni sínum Magnúsi Sveinssyni átti Margrét dóttur- ina Svövu, f. 17.5. 1959, maki hennar er Kjartan Eiríks- son. Barnabörnin eru 14 og langömmubörnin eru 16. Margrét bjó í Reykjavík og starfaði lengst af hjá Rafmagnsveitu Reylq’avíkur og i Þvottahúsinu Fönn. Útför hennar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. HÚN Magga móðursystir mín er dáin. Vissulega þarf engan að undra það þegar um heilsubrest og slit er að ræða eftir langa og oft erfiða ævi. Samt er það nú svo, að þegar raun- veruleikinn blasir við og maður fregn- ar andlát vina sinna, þá bregður manni. Margrét Siguijónsdóttir var fædd í Dölum vestur og ólst þar upp í stórri fjölskyldu. Ekki er að efa að Möggu hefur liðið vel í samstilltum og glað- værum hópi á æskustöðvum, þrátt fyrir fátækt og kröpp kjör, eins og víða var til sveita á þessum árum. Unglingsárin liðu og leið Möggu lá til Reykjavíkur eins og fjölmargra annarra. Magga aðlagaðist borgarlíf- inu fljótt og eiginlega fínnst mér hún alltaf hafa frekar verið borgarbarn heldur en sveitastúlka, þótt hún ævin- lega héldi tryggð við heimabyggð og ættingja sína þar. Ég man eftir frænku minni eins langt aftur og ég man eftir sjálfum mér, en skýrust eru þó árin sem Magga bjó í Samtúninu, þá fráskilin þriggja bama móðir í lítilli kjallara- íbúð. Þar lékum við okkur frænd- systkinin saman, í ærslum og ANNA HULDA JÓNSDÓTTIR + Anna Hulda Jónsdóttir fæddist í Reykja- vík 29. júlí 1916. Hún andaðist á hjúkrunarheimili i Seattle í Banda- ríkjunum 18. nóv- ember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guð- rún H. Sigurðar- dóttir, f. 13.4. 1889, d. 22.9.1948, og Jón Sigurðs- son, fyrrverandi skipstjóri á Gull- fossi, f. 8.7. 1892, d. 19.11. 1973. Anna var elst af sjö systkinum. Eftirlifandi systk- ini hennar eru Marta, Ric- hard, Sigurður Þórir, Guð- mundur, Sigurveig og Helga. Einnig lifir Önnu stjúpmóðir þeirra systkina, Dýrfinna Tómasdóttir, f. 29.6. 1912. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Georg Lúther Sveinsson. Þau voru búsett í Seattle. Útför Önnu fór fram í Se- attle 28. nóvember síðastlið- inn. MIG langar að minnast Önnu með nokkrum orðum. Ég kynntist henni ung að árum þegar ég gekk að eiga Richard, bróður hennar. Við Anna urðum fijótlega mjög nánar, enda stutt á milli heimila okkar. Hún var mjög myndarleg húsmóðir og átti yndislegt heimili með fyrri eiginmanni sínum, Sig- urði Jóhannssyni, sem þá var stýrimaður. Mér fannst Anna mjög skemmtileg og góð og mér þótti gott að leita til hennar þeg- ar ég var að stíga mín fyrstu spor sem húsmóðir. Hún sýndi mér og mínum mikla hlýju og urðum við bestu vinkonur. Atvikin höguðu því þannig að Anna og Sigurður slitu samvistir og um tíma lágu sporin hennar enn tíðar til okkar Richards.. Við áttum tvær dætur, sem Önnu þótti gaman að hampa. Svo leið tíminn og allt í einu var Anna á förum til Ameríku. Það var árið 1953. Rétt áður en hún fór dreymdi mig hana með nýjan fallegan hatt. Eg sagði við hana að draumurinn væri örugglega fyrir því að hún ætti eftir að giftast aftur. Hún sagðist halda að það yrði nú aldr- ei. En raunin varð sú að fljótlega eftir að hún kom til Ameríku kynntist hún Georg L. Sveinssyni og það leið ekki á löngu þar til þau gengu í hjónaband. Það varð þeim báðum til gæfu og voru þau búin að vera gift í um 40 ár þeg- ar hún lést. Við Anna skrifuðumst alltaf á í gegnum árin og var alltaf gott á milli okkar. Anna og Georg komu nokkrum sinnum í heim- sókn til íslands, síðast 1986, þeg- ar Anna varð sjötug. Þá ferðuð- ust þau vítt og breitt um Norður- land með systkinum hennar og tengdafólki. Var þá oft glatt á hjalla. Georg er mjög prúður og ljúfur maður og eftir að heilsu Önnu fór að hraka hefur hann sýnt henni mikla umhyggju og kærleika og hjúkrað henni eftir bestu getu. Hann á mikið lof skil- ið fyrir það. í haust sem leið versnaði Ónnu það mikið að ekki var um annað að ræða en að hún færi á hjúkrunarheimili. Þar fékk hún hægt andlát eftir um það bil mánaðar legu. Ég og fjölskylda mín biðjum henni guðs blessunar og biðjum guð að styrkja Georg, sem hefur staðið sem sterk stoð við hennar hlið. Ég mun ætíð minnast Önnu með virðingu og þakklæti. Megi hún hvíla í friði. Erla Þórðardóttir. áhyggjuleysi og okkur þótti sjálfsagt að við fengjum mjólkurglas, brauð með osti og kleinur, þegar við þurftum og fengum það. Eftir á að hyggja verður manni ljóst hversu erfitt það hlýtur að hafa verið fýrir Möggu að halda uppi heimili sínu á þessum árum, útivinnandi alla tíð í láglauna- störfum, en henni tókst það. Mikið hlýtur þú oft að hafa verið þreytt, Magga mín. Þama kom hún upp þremur mannvænlegum bömum, Kristínu, Reyni og Hrefnu, en síðar eignaðist hún Svövu, sem einnig reyndist mannkosta manneskja. Hvað var það annað en seigla ís- lenska sveitafólksins sem skilaði sér til móðurinnar ungu? Jú, lundarfarið. Magga var það lánsöm að eiga létta lund og jákvætt hugarfar, eins og allur systkinahópurinn frá Kirkju- skógi. Margar vom þær gleðistund- imar sem systkinin áttu saman og við ungviðið, sem þá var, upplifðum með þeim. Það var stutt í brosið henn- ar Möggu og hún elskaði dans og söng. Dagfarslega var hún hljóðlát, iðin og nægjusöm, vildi engum vera til ama og ekki vera fyrir neinum. En það var eitthvað stórt í Möggu, hún var að einhveiju leyti tvískipt. Hún var þessi hógværa alþýðumann- eskja og hún var glæsikonan sem sveif á ljósrauðu skýi. Minnisstætt er mér einhveiju sinni á ættarmóti, þeg- ar við Magga dönsuðum valsa og ræla og ég hrósaði því hvað hún dans- aði vel, að hún sagði: „Svavar, þegar ég var ung þá dansaði ég eins og drottning." Þannig mun ég ætíð muna Möggu. Blessuð sé minning mætrar konu. Svavar. Með fáeinum orðum langar mig að minnast Möggu frænku minnar. Hún átti heima í húsinu beint á móti húsi ömmu minnar og afa, þar sem ég bjó mín æskuár. Ég man þær stundir sem voru ófáar þegar Magga kom í heimsókn til ömmu eða þegar við fórum til hennar. Alltaf var gam- an að koma til hennar og átti hún alltaf eitthvað gott sem gladdi lítið stúlkuhjarta. Ég man að oft sat ég úti á tröppum og beið eftir að Magga kæmi heim úr vinnunni og þá hljóp ég niður göt- una og labbaði síðan með henni heim. Alltaf fannst mér hún Magga vera hress og létt í lund og hún var líka alltaf tilbúin að ræða um heima og geima við litlu frænku sína. En eins og oft gerist þegar fólk eldist og fer að búa eins og ég gerði, minnka heim- sóknimar og fólk gefur sér minni tíma. En minningunum sem ég á um hana frænku mína mun ég aldrei gleyma. Ég bið góðan Guð að styrkja ættingja og vini í þeirra miklu sorg. Sigríður Linda. Mig langar að minnast í örfáum orðum frænku minnar, Margrétar Siguijónsdóttur, sem lést á Borgar- spítalanum 29. nóvember síðastliðinn. Móðursystir mín var af þeirri kyn- slóð sem hefur lifað tíman tvenna, þeirri kynslóð sem aldrei kvartaði eða ætlaðist til neins sér til handa, alltaf tilbúin að gefa af sér og láta gott af sér leiða. Hún var stolt og heiðarleg kona sem barðist hetjulega við amst- ur hversdagsins, það er ekki lítið verk að ala upp fjögur böm og koma þeim vel til manns. Kæra móðursystir. Ég kom í heim- sókn upp á spítala miðvikudaginn 22. nóvember, þú varst svo glæsileg og vel til höfð, að mér datt ekki í hug annað en þú værir á batavegi, alis ekki að þetta væri okkar síðasta kveð- justund, elsku Magga. Þú sagðir mér ferðasöguna þína, en þú varst nýkom- in frá því að heimsækja dóttur þína Hrefnu, sem búsett er í Bandaríkjun- um. Það var dásamlegt að heyra hvað ferðin gekk vel og stórkostlegt að þú skyldir hafa kraft til þess að fara og sjá Hrefnu og hennar fjölskyldu, sem þú hafðir ekki séð í 29 ár. Minningamar leita til baka, það eru rúm þijú ár síðan þið mamma fóruð til vikudvalar á Hótek Örk. Þú varst með okkur á áttræðisafmælinu hennar mömmu sem hún hélt upp á með því að bjóða fjölskyldu sinni í veislu á Hótel Örk að kvöldi dags 3. nóvember. Það var líf og fjör enda þið systumar alltaf ungar og fullar af krafti og lífsgleði, aldurinn skipti þar engu máli. Bemskuminningar leita lengra, alla leið í Samtúnið í litlu íbúðina sem ilm- aði af hreinlæti og bökunarlykt. Einn kaldan vetur, ég hef sennilega verið níu ára, datt ég og reif nýju buxum- ar mínar. Mamma hafði verið að klára að sauma þær en ég þorði ekki heim, því ég hafði verið að klifra og vissi upp á mig sökina. Ég leitaði til þín, og þú huggaðir mig, þreifst sárið, taldir í mig kjark og gafst mér kakó og kökur og sendir mig svo heim, sátta við sjálfa mig. Það var mikill samgangur á milli heimilanna og vorum við frændsystk- inin, Stína og ég, Reynir og Svavar bróðir mikið saman. Þegar ég hugsa til heimilis Möggu og Halla í Samtún- inu, minnist ég þess að þar var alltaf gleði og gaman, margar skemmtileg- ar afmælisveislur. Elsku Stína, Reynir, Hrefna, Svava og aðrir aðstandendur, megi guð gefa ykkur styrk. Hulda Yngvadóttir. AKUREYRI í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá því að Akureyrarskrifstofa Morgunblaðsins var sett á laggirnar í Hafnarstræti 85 er ætiunin að vera með sérstaka útgáfu fimmtudaginn 14. desember nk. sem helguð er Akureyri. [ þessu blaði verður meðal annars fjallað um hvaða breytingar hafa orðið á Akureyri á síðustu 10 árum, rætt verður við fjölda Akureyringa og púlsinn tekinn á atvinnumálum, pólitík, menningar- og menntamálum og íþróttum. Einnig verður mannlífið á Akureyri skoðað. Upplýsingar um auglýsingabirtingar í þessa útgáfu veita sölufulltrúar Morgunblaðsins, Dóra Guðný Sigurðardóttir og Rakel Sveinsdóttir, í síma 569 1171 eða með símbréfi 569 1110 til 7. desember, en dagana 7. og 8. desember verða þær staddar á Akureyri til frekari aðstoðar auglýsendum þar. -kjarni málsins!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.