Morgunblaðið - 08.12.1995, Side 59

Morgunblaðið - 08.12.1995, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 59 f Matur og matgerð Jólakonfekt Hér vitnar Kristín Gestsdóttir í um hálfrar aldar gamla bók. Það vekur athygli að þar er húsmóðurinni ætlað að búa til konfekt ásamt börnum sínum, en húsbóndinn kemur þar hvergi nærri. ÉG Á í fórum mínum eins konar matreiðslubók - sem er spíral- blokk sem á sendur JÓLASÆL- GÆTI. Höfundur er Helga Sig- urðardóttir. Bók þessi er með nokkrum einföldum og snotrum teikningum. Þótt bókin láti lítið yfir sér eru í henni um 80 upp- skriftir að jólasælgæti og einnig 12 smáköku- og kex'uppskriftir. Ég gríp niður I formála bókarinn- ar, sem enn er í fullu gildi: „Það er góður og gamall siður um jól- in, að húsmæður gefi heimilis- fólkinu og aðallega börnunum allt það bezta, sem völ er á og efnahagur þeirra leyfír. Venja er, nú orðið, að borða margs konar ávexti, sem til eru enn fremur alls konar jólagóðgæti, og það eru ekki aðeins börnin, sem lang- ar í gott, heldur hafa allir ánægju af að borða sætindi um jólin, þótt þeir varla bragði þau ann- ars. En dýrt er að kaupa jólagóð- gætið í verzlununum, og geta húsmæðurnar því sparað mikið fé, með því að búa það til sjálf- ar, auk þess sem sælgætisgerðin er sá liður í jólaundirbúningnum, sem börn og unglingar taka þátt í sér til einna mestrar ánægju." Síðar segir enn í formála: „Hér gefst húsmóðurinni tækifæri til að sýna kunnáttu sína og enn- fremur ágætt tækifæri til að vekja áhuga barnanna til að hjálpa við jólauridirbúninginn, bæði drengja og stúlkna. Sæl- gætiesgerð í heimahúsum er góð tilbreyting og skemmtileg.“ Ein uppskrift í bók Helgu heitir Pip- armyntur. Ég styðst við hana en breyti henni þó talsvert, nota mun meiri piparmyntudropa og húða molana með súkkulaði, en Helga sker deigið í sneiðar og málar þær röndóttar með rauðum ávaxtalit. Piparmyntukonfekt ________250 g flórsykur__ 1 eggjahvíta _________'h msk. ijómi______ 'A msk. piparmyntudropar ______200 g hjúpsúkkulaði___ skrautsykur. 2. Hnoðið kúlur á stærð við meðalstór vínber. 3. Smyrjið álpappír með smjöri. 4. Hitið bakaraofn í 70°C, setjið súkkulaðið á þykkan eldfastan disk eða skál í ofninn, það bráðnar á 7 mínútum. Húðið molana með súkk- ulaði, leggið á áipappírinn, stráið skrautsykri yfir meðan súkkulaðið er enn blautt. Gráfíkj ukonfekt _________200 g marsipan________ ‘A dl flórsykur aldinkjötið innan úr 10 gráfíkjum 200 g hjúpsúkkulaði hýði af 2-3 gráfíkjum 1. Hnoðið marsipanið með flór- sykri. 2. Kljúfíð gráfíkjurnar og skafið allt aldinkjöt innan úr þeim, hrærið saman við marsipanið. 3. Mótið afiangar rúllur, mjórri til endanna. 4. Skerið gráfíkjuhýðið í um 1 sm langar mjóar ræmur. 5. Hitið bakaraofn í 70 °C, setj- ið súkkulaðið á þykkan eldfastan disk eða skál og látið bráðna í ofnin- um, það tekur um 7 mínútur. Smyijið álpappír með smjöri. 6. Húðið molana, leggið á ál- pappírinn, setjið 2 ræmur af berkin- um á ská yfir molana. Heilsukonfekt rúml. 200 g þykkt hunang IV2 dl kókosmjöl 1 dl fínt saxaðar möndlur 1 dl sesamfræ 1 dl sólblómafræ 1. Setjið kókosmjöl, möndlur, sesamfræ og sólblómafræ á pönnu. Brúnið örlítið, en gætið þess að þetta brenni ekki. 2. Setjið hunang í lítinn pott og sjóðið við hægan hita í 5 mínútur. Takið af hellunni og setjið það sem var á pönnunni saman við. 3. Smyijið álbakka 25x35 sm. Hellið þessu á bakkann. Skerið í ferninga áður en þetta er orðið al- veg kalt. Skerið síðan eða bijótið í sundur. 1. Setjið flórsykur, eggjahvítu ijóma og piparmyntudropa í hræri- vélarskál eða aðra skál og hrærið vel saman. At- hugið að eggjahvítur eru misstórar, takið mið af því. FRÉTTIR Ný verslun í Borgar- kringlunni SNYRTIVÖRUVERSLUNIN Evíta hefur verið opnuð í Borgarkringl- unni. Evíta var áður til húsa á Eiðis- torgi. Evita er alhliða snyrtivöruverslun og býður upp á vörur frá þekktum snyrtivöruframleiðendum eins og t.d. Christian Dior, Clarens, Clinique, Givenchy og Orlane svo einhveijir séu nefnir. Eigandi versl- unarinnar er Bergþóra Þorsteins- dóttir og hefur hún rekið snyrivöru- verslun í tæp 8 ár. •DV 12.06.95 Á seinni árum hafa fáir verið eins áberandi í íslensku þjóðlífi og Hafnfirðingurinn Jóhann G. Bergþórsson. Hér leggur hann spilin á borðið í opinskárri og skemmtilegri frásögn. FttAMTÍfíAffGÝM, rur Sími 511 6622 Kemur út í dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.