Morgunblaðið - 08.12.1995, Síða 66

Morgunblaðið - 08.12.1995, Síða 66
66 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 21. útdráttur 1. flokki 1990 - 18. útdráttur 2. flokki 1990 - 17. útdráttur 2. flokki 1991 - 15. útdráttur 3. flokki 1992 - 10. útdráttur 2. flokki 1993 - 6. útdráttur 2. flokki 1994 - 3. útdráttur 3. flokki 1994 - 2. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. febrúar 1996. Öll númerin veröa birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í dagblaðinu Degi föstudaginn 8. desember. Uþþlýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSo HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS f I HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 569 690 Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins! BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson í MAÍ á síðasta ári héldu ítalir eitt af sínum árlegu stórmótum í Kongresshöll- inni í Salsomaggiore. Alls kepptu þar 166 sveitir eða um 1.000 spilarar. Þetta var ágæt æfing fyrir ítalska landsliðið, sem vann Evr- ópumeistarakeppnina rúm- um mánuði síðar. Spilið að neðan kom_ upp í Salso- maggiore. í aðalhlutverki er landsliðsparið Buratti og Lanzarotti. Austur gefur; NS á hættu. Norður 4 KG643 ? 874 ♦ Á ♦ Á765 Vestur Austur * 9 4 82 t ÁKD63 1 ? G952 ♦ DG9432 111111 ♦ 105 ♦ D 4 KG842 Suður 4 ÁD1075 ? 10 4 K876 4 1093 Vestur Norður Austur Suður Mortish Buratti Fogel Lanzarotti - Pass 2 spaðar* 3 spaðar**Dobl 4 hjðrtu Pass Pass 4 spaðar 5 hjörtu Pass Pass 5 spaðar Allir pass • Tartan, þ.e. veikt með a.m.k. 5-4 í spaða og láglh. *• Mtoist 5-5 í hjarla og láglit Útspil: Hjartaás. Svo virðist sem sagnhafí hljóti að gefa þijá slagi: einn á hjarta og tvo á lauf. En Lanzarotti fann leið sem dugði til vinnings. Vestur skipti yfir í laufdrottingu í öðrum slag, sem var drepin með ás. Nú fór Lanzarotti í hreinsunarleiðangur. Ásamt því að taka tromp tvisvar, trompaði hann út hjörtun og einn tígul í borði. Suður átti út í þessari stöðu: Norður ♦ G6 f - ♦ - ♦ 76 Vestur Austur 4 - ♦ - ? K 4 DG9 111111 ♦ - 4 - 4 KG8 Suður 4 10 t - ♦ 8 4 109 Lanzarotti spilaði nú tígli og henti laufi úr borði! Vest- ur átti slaginn, en varð að spila rauðu spili og gefa trompun og aftast. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Þarfar umræður VEGFARANDI skrifar: „Sl. þriðjudag, 5. des- ember, horfði ég á umræð- ur í Dagsljósi í sjónvarpinu þar sem tekist var á um hvemig staðið er að skoðun bifreiða. Þar kom m.a. fram að bílar fara athuga- semdalítið í gegnum skoð- un hjá Bifreiðaskoðun en síðar, eftir að þeir hafa lent í umferðaróhappi, kemur í ljós að öiyggisbún- aði var ábótavant. Ég vil þakka Svanhildi Konráðs- dóttur og samstarfsfólki hennar í dagsljósi fyrir að vekja athygli á þessu máli - enda orð í tíma töluð. Það er sannarlega um- hugsunarvert ef rekja má umferðarslys og óhöpp til iélegs ástands ökutækja sem sleppa í gegnum skoð- un. Er það tilfellið, eins og Karl Ragnars sagði í um- ræðunum, að samkeppnin í bifreiðaskoðunarmálum sé farin að bitna á gæðum skoðunarinnar? Ljótt er ef satt er!“ Niðurgreiðsla á hressingarhóteli INGIBJÖRG hringdi og vildi lýsa undrun sinni yfir hlut ríkisins í kostnaði dvalargesta á heiísuhælinu í Hveragerði. Hún telur að fólk almennt hafi ekki gert sér grein fyrir þeim kostnaði sem ríkið ber af þessari þjónustu, en í blaðinu sl. miðvikudag var grein um heilsuhælið á bis. 12. Heilsuhælið getur tæplega talist sjúkrastofnun, heldur er í raun hregsingarhótel fyrir frískt eldra fólk sem þarf kannski að grenna sig eða breyta um mataræði eða fá meiri hreyfingu. Vel unninn unglingaþáttur SIGURÐUR Þorsteinsson hringdi og vildi lýsa yfir mikilli ánægju með ungl- ingaþáttinn Ó þriðjudags- kvöldið 5. desember. Þátt- urinn var bæði vel unninn og faglega tekið á efni. Fagmennskan sem sýnd var í þessum þætti er í hæsta gæðaflokki. Tapað/fundið Vettlingur tapaðist DÖKKUR vettlingur, út- pijónaður með hvítu, tap- aðist frá Ráðhúsinu í strætisvagnaskýlið beint á móti laugardaginn 18. nóvember. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 551- 3703. Hjól tapaðist SVART fjallahjól af Wheeler-gerð með gráum demparagaffli hvarf frá húsi í Vesturbænum fyrir u.þ.b. tveimur vikum. Hjólsins er sárt saknað, þar sem það er notað til ferða í skóla. Ef einhver hefur orðið var við hjólið vinsamlega hringið í síma 552- 0957. Gæludýr Kettlingar fást gefins TVEIR smávaxnir, loðnir kettlingar fást gefins. Uppl. í síma 561-1523. Kisi er týndur GULBRÚNN, virðuieg- ur, gamall köttur frá Seltjarnarnesi er búinn að vera týndur í viku. Hann er ómerktur. Ef einhver hefur séð kisa er hann vinsamlegast beðinn að hringja í síma 561-2275. SKÁK (Jmsjón Margcir Pétursson Svartur leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á rússneska meistaramót- inu í Elista í haust. Al- þjóðlegi meistarinn Gennadi Tunik (2.515) var með hvítt, en Volodja Malakoff (2.520), 15 ára, var með svart og átti leik. 29. - Hc3! og hvítur gafst upp því eftir 30. Dxc3 - Rf3+ 31. Khl - Dh3 blasir mátið við. Malakoff þessi er með allra efnilegustu skák- mönnum Rússa eins og stig hans gefa til kynna. Hann var‘ á fyrsta borði í liði unglinga- landsliðs Rússa áe Ólympíumóti 15 ára og yngri á! Kanaríeyjum í vor. í innbyrðis * viðureign Rússa 3 og Islendinga tókst honum að2 leggja Jón Viktor Gunnarsson að ’ velli eftir langa og stranga viðureign, en samt sem áður höfðu okkar drengir heildarsig- ur á Rússum 2'h-Vh og urðu síðan Ólympíu- meistarar í þessum ald- ursflokki. Atskákmót Reykja- víkur 1995 fer fram nú um helgina í Menning- armiðstöðinni Gerðu- bergi í Breiðholti. Taflið hefst kl. 14.30 laugar- daginn 9. desember og lýkur daginn eftir. Tefld- ar verða 9 umferðir eftir Monrad kerfi og er um- hugsunartíminn 25 mín- útur á skákina. Verðlaun 20 þús, 12 þús og 8 þús. Víkverji skrifar... SÉRBLAÐ Morgunblaðsins, Úr verinu, fjallaði í þessari viku um saltfiskverksmiðju SÍF, Nord Morue, í héraðinu Jonzac í suðvest- urhluta Frakklands. Þar er vel að verki staðið og ánægjulegt að sjá hve íslendingar skara víða fram úr, þegar þeir standa að fyrirtækja- rekstri á sviði sjávarútvegs. Fyrir- tækinu í Jonzac stjóma fímm ungir íslendingar, öll eru þau rétt rúmlega þrítug, og ríkir þar góður samstarfs- andi og drífandi hugur. Enda hefur framleiðsla og velta Nord More þre- faldazt á fimm árum og stefnt er að fimmföldun framleiðslunnar inn- an fárra ára frá því verksmiðjan var keypt 1990. Góður hagnaður hefur verið af rekstrinum, en það er mikil breyting því að Svíar áttu það og ráku á síðasta áratug. XXX AÐ ER á fleiri stöðun en í Jonzac-héraði hinu franska, sem íslendingar taka þátt í rekstri fyrirtækja í sjávarútvegi af miklum myndarskap. íslendingar eru í öll- um byggðum heimsálfum og alls staðar hafa þeir náð góðum ár- angri. Fyrir utan resktur verk- smiðja stóru sölusamtakanna, SH og ÍS í Bandaríkjunum eru reknar söluskrifstofur íslenzkra fisksala um allan heim. Þessi fyrirtæki hafa á sér mjög gott orð og sækjast margir erlendir fiskframleiðendur eftir því að komast inn í sölukerfi þeirra. Islendingar standa að rekstri myndarlegra sjávarútvegs- fyrirtækja í Chile og Mexíkó, í Namibíu og á Kamtsjatka í Asíu. íslenzkir skipstjórar skara víða fram úr og auk fyrrnefndra staða má nefna Sigurgeir Pétursson á Nýja-Sjálandi, sem þar er orðinn þekktur búraskipstjóri. XXX SVONA mætti vafalítið halda áfram og finna íslendinga við störf erlendis. Það er greinilegt, að þar sem sérfræðiþekking okkar er mest, á sviði sjávarútvegs og nýtingar jarðhita, erum við eftir- sóttir til samstarfs. Við þurfum að kynna þessa sérþekkingu okkar sem víðast um heim. Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna er starfandi hér á landi og hefur það vafalítið skilað okkur verkefnum á erlendri gruridu. Gera þarf hugmyndir um alþjóðlegan sjávarútvegsskóla hér á landi að veruleika, en slík kennsla hér myndi vafalítið skila sér í verk- efnum á sviði sjávarútvegs víða um heim. Það er engin tilviljun að sá út- flutningsiðnaður okkar, sem hvað lengst hefur náð, skuli tengjast sjávarútvegi. Það er tekið eftir því sem vel er gert og því hafa fyrir- tæki eins og Marel, Póls, Sæplast, Borgarplast, Hampiðjan, J. Hin- riksson og fleiri selt framleiðslu- vörur sínar í umtalsverðum mæli til margra tuga þjóðlanda. Það er glæsilegur árangur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.