Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 6
SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ James Reston látinn Ahrifamesti blaðamaður Bandarí kj anna James „Scotty“ Reston, einn áhrifamesti blaðamaður Bandaríkj- anna, lést á miðvikudagskvöld. Ásgeir Sverrisson segir frá glæstum ferli Restons, sem starfaði í 50 ár hjá The New York Times og vann tvívegis til Pulitzer-verðlauna. JAMES „Scotty" Reston á heimili sínu er hann fagnaði útgáfu endurminninga sinna 1991. Myndin prýðir einnig forsíðu end- urminninganna sem nefnast „Deadline". JAMES „Scotty“ Reston, áhrifamesti blaðamaður Bandaríkjanna frá styrj- aldarlokum, lést á heimili sínu í Washington á miðvikudags- kvöld. Hann var 86 ára gamall. Ferill Restons var einstaklega glæsilegur og með honum er genginn einn þekktasti frétta- skýrandi og dálkahöfundur Bandaríkjanna. James Reston tilheyrði þeim hópi blaðamanna sem bandarísk- um íhaldsmönnum er sérlega í nöp við og ganga jafnan undir samheitinu „vinstri menn á austurströndinni" (East Coast Liberals). Einkum hafa banda- rískir repúblíkanar tilhneigingu til að hafa hom í síðu blaðmanna sem starfa á stórblöðunum The New York Times og Washington Post. Trúlega risti hatrið dýpst í forsetatíð Richards M. Nixons, sem taldi blaðamenn til óvina sinna og að þeir hefðu sameinast um að eyðileggja hann. Aðgangur að valdinu Scotty Reston kynntist Nixon og hefur lýst því hvemig forsetinn var einfær um að leggja eigin feril í rúst. Raunar kynntist Res- ton öllum forsetum Bandaríkj- anna frá Harry S. Tmman (1945- 1952) til Bill Clintons. Að auki hafði hann greiðan aðgang að háttsettum embættismönnum í alla þá áratugi sem hann starfaði við blaðamennsku. Af þessum sökum naut hann snemma virð- ingar fyrir sérlega áreiðanleg fréttaskrif úr innsta valdakjarn- anum í Washington. Hann var talinn einn merkasti stjórnmála- fréttaskýrandi Bandaríkjanna og dálkar hans, sem vom hans ær og kýr, einkum seinni árin, vom ævinlega mikið lesnir. En Reston var ekki einvörð- ungu stjómmálablaðamaður. Hann sinnti ýmsum stjórnunar- störfum hjá The New York Tim- es, bæði störfum sem lutu að rit- stjórn og rekstri og þótti ungur afburða fréttamaður. Fór enda svo að hann vann tvívegis Pulitz- er-verðlaunin, sem er mesti heið- ur sem bandarískum blaðamanni getur hlotnast. Scotty Reston starfaði í 50 ár hjá The New York Times, settist í helgan stein 3. nóvember 1989 er hann varð áttræður. Hann hélt þó áfram að rita greinar enda er sterk hefð fyrir því í bandarísku þjóðlífi að borin sé tilhlýðileg virðing fyrir reynslu og þekkingu hinna eldri. A það ekki síst við um stjórnmál og blaðamennsku enda algengt að harðfullorðnir menn sinni krefj- andi störfum á þessum sviðum. Síðla árs 1991 gaf Scotty Reston síðan út endurminningar sínar sem nefnast „Deadline" og hljóta að teljast skyldulesning fyrir hvern þann sem áhuga hefur á bandarískri stjómmálasögu. Mamma og pabbi réðu James Reston var fæddur 3. nóvember 1909 í Clydebank í Skotlandi (sem skýrir viðumefnið ,,Scotty“), skammt frá Glasgow. Þegar hann var 11 ára fluttu for- eldrar hans til Bandaríkjanna og settust að í Dayton í Ohio-ríki þar sem fram fóru á dögunum viðræður um frið i fyrrum lýð- veldum Júgóslavíu. Foreldrar hans hvöttu hann ákaft til að afla sér menntunar en sjálfur hafði drengurinn frekar hug á því að gerast atvinnumaður í golfi enda þótti hann snemma lið- tækur. Hann kynntist blaða- mennsku og ritstörfum fyrir til- viljun, vann við það um tíma að ritstýra fréttabréfi sem gefið var út í verksmiðju einni þar sem hann starfaði í hlutastarfi. Að áeggjan foreldra sinna stundaði hann nám í blaða- mennsku við háskólann í Illinois. í endurminningum sínum kveðst Reston hafa verið kærulaus nem- andi og að hann hafi kunnað því vel að hverfa í fjöldann en þús- undir nemenda voru við skólann. Reston rifjar upp er hann hitti fyrst kennarann sinn í blaða- mennsku og spurði: „Hvað eru eiginlega margir nemendur við þennan skóla?“ „Svona um það bil helmingurinn,“ var svarið. Svipuð svör átti hann oft eftir að fá á ferlinum. í háskólanum kynntist hann Sally Fulton sem síðar varð eigin- kona hans og Reston tileinkaði endurminningar sínar. Þau eign- uðust þrjá syni. Óvænt til Lundúna Reston hóf blaðamennskuferil- inn á að skrifa um íþróttir fyrir Springfield Daily News og gerðist síðar starfsmaður upplýsinga- skrifstofu Cincinnati Reds-homa- boltaliðsins en á þeirri íþrótt hafði hann miklar mætur. Þessu starfi fylgdi nokkur flækingur og móðir hans hafði áhyggjur af því að sonurinn leiddist út í óreglu með homaboltahetjunum. „Mér er sagt að þeir drekki,“ sagði hún einhveiju sinni. Svo fór að lokum að Reston hélt með liðinu til New York þar sem hann komst í kynni við stjómendur hjá Associated Press og komst á mála hjá þess- ari öflugustu fréttastofu heims. Árið 1937 sendi AP Reston til Lundúna og var honum falið að skrifa um alla stærstu íþróttavið- burði þar í landi, Wimbledon- keppnina, golf og fleira. Eins og gjarnan vill verða í þessu starfi tók Reston að sér margvísleg önnur verkefni en það var greina- flokkur um bresku utanríkisþjón- ustuna sem fyrst vakti á hónum einhveija athygli. Árið 1939 gekk hann til liðs við The New York Times og starf- aði á Lundúnaskrifstofu þess sögufræga blaðs er stríðið skall á og orrustan um Bretland fór fram. Árið 1942 var Reston „lán- aður“ til starfa fyrir sendiráð Bandaríkjanna í Lundúnum og vann þar í áróðursdeildinni. Þar komst hann aftur á móti fyrir tilviljun í kynni við útgefanda The New York Times, Arthur Hays Sulzberger, og gerðist aðstoðar- maður hans í New York. Útgef- andinn taldi við hæfí að svo ung- ur maður tæki að sér að huga að stöðu og framtíð blaðsins því ljóst væri að ný kynslóð tæki við að hildarleiknum loknum. Til starfa í Washington Reston segir í endurminning- um sínum að þetta starf hafi ver- ið sérlega fræðandi en hann gerð- ist órólegur eftir því sem að leið á stríðið og fór að lokum fram á það við Sulzberger að vera leyst- ur undan skyldum aðstoðar- manns. Tekið var að hilla undir sigur bandamanna og Reston vildi ólmur fá tækifæri til að skrifa fréttir og greinar frá Washington. Hann var hins vegar beðinn um að taka við stjórn Lundúnaskrif- stofunnar um tíma og hélt því aftur til Bretlands með eiginkonu sinni en tveir synir þeirra urðu eftir í Bandaríkjunum. Nokkrum mánuðum síðar gerðist hann starfsmaður Washington-skrif- stofunnar sem laut þá stjórn hins þekkta Arthurs Krock. Af honum kveðst Reston hafa lært að punkt- urinn væri mikilvægasti lykillinn á ritvélarborðinu. Árið 1953 var Reston skipaður yfírmaður Washington-skrifstof- unnar en skömmu áður hafði dagblaðið The Washington Post boðið honum starf. Reston reynd- ist mjög skapandi í þessari stöðu og hvatti blaðamenn sína bæði í Bandaríkjunum og erlendis til að hika ekki ,við að gerast persónu- legir í skrifum sínum ef þörf væri á að lýsa andrúmsloftinu á tilteknum stað. Hann réð til starfa marga unga menn sem síð- ar komust í hóp þekktustu blaða- manna Bandaríkjanna og má þar nefna Tom Wicker, Anthony Lew- is, Russell Baker, Hedrick Smith og síðast en ekki síst þá Neil Sheehan og David Halberstam, sem höfðu gífurleg áhrif á al- menningsálitið í Bandaríkjunum með skrifum sínum frá blóðvöll- um_ Víetnam. Árið 1968 gerðist Reston „framkvæmda-ritstjóri" (Execu- tive Editor) The New York Times og gegndi því starfi í fimm mán- uði en þetta var æðsta staðan innan ritstjórnar blaðsins. Reston segir í endurminningum sínum að þessi beiðni útgefandans hafí komið sér á óvart því hann hafi talið að þörf væri á yngri manni í þetta starf en hann var þá tæp- lega sextugur. Reston féllst á að sinna þessu starfi tímabundið en hélt afram að skrifa dálka sína sem þá birtust þrisvar í viku. Sjálf skrifin voru í hans huga eðli og inntak allrar blaðamennsku og þau vildi hann aldrei leggja niður. Árið 1969 hélt hann aftur til starfa í Washington, stjórnaði þá fréttaskrifum og allri framsetn- ingu blaðsins og bar titilinn að- stoðar-forstjóri. Þar starfaði hann til 1974 er hann var ráðinn sérleg- ur ráðgjafí og síðar einn af for- stjórum útgáfufyrirtækisins. Allt- af hélt hann úti dálki sínum en hann hætti ekki að birtast reglu- lega fyrr en 1987. Vineyard Gazette Árið 1968 keypti Reston ogfjöl- skylda hans smáblaðið Vineyard Gazette, sem ávallt hafði verið í eigu sömu fjölskyldunnar á Mart- ha’s Vineyard þar sem Reston átti sumarhús. Vikublað þetta gaf Reston út upp frá þessu og hafði mikið gaman af. „Þegar menn hafa eytt lífí sínu í að elta ráða- menn heimsálfa á milli er sérlega ánægjulegt að hafa einkum áhyggjur af því hvort samþykkt verður á borgarafundinum í Chil- mark að veita 15.000 krónum til viðgerðar á brúnni í bænum.“ Scotty Reston var sýndur allur sá sómi sem fallið getur banda- rískum blaðamanni í skaut en hápunkti sínum sem fréttamaður náði hann trúlega er hann vann til Pulitzer-verðlaunanna fyrst árið 1944 fyrir grein sem hann skrifaði um leynimakk á Dumbar- ton Oaks-ráðstefnunni þar sem grunnur var lagður að Sameinuðu þjóðunum og síðan árið 1957 er hann var aftur sæmdur Pulitzer- verðlaunum fyrir greinaflokk um ástand þjóðmála í Bandaríkjun- um. Hann vann einnig til ijölda annarra verðlauna fyrir frétta- og dálkaskrif sín en greinaflokkur sem hann skrifaði frá Kína árið 1971 er að margra mati það besta sem frá honum barst. Reston var þeirrar hyggju að dagblöð ættu að leggja sérstaka áherslu á fréttaskýringar og að upplýsa almenning um baksvið atburða. Skosk prédikunarþörf Reston varð ásamt Walter Lippmann þekktasti dálkahöf- undur Bandaríkjanna. Hann þótti hafa sérstakt lag á því að koma flóknu efni til skila á ein- faldan og auðskiljanlegan hátt. Þá var hann sérlega skemmtileg- ur stílisti og oft var stutt í gam- ansemina í skrifum hans. Vegna kynna sinna af helstu ráðamönn- um Bandaríkjanna var hann í einstakri aðstöðu til að leggja mat á menn og málefni og fáir höfðu til að bera viðlíka sögulega yfirsýn. Þetta kemur skýrt fram í „Deadline". Líkt og aðrir sem hafa einstak- an aðgang að valdamönnum var Reston á stundum gagnrýndur og vændur um undirlægjuhátt. Þar fóru einkum öfundarmenn hans því hann hikaði ekki við að segja ráðandi öflum til syndanna. „Hver heldur Reston eiginlega að hann sé? Hann þykist geta sagt mér hvernig ég á að stjórna landinu," sagði Dwight D. Eisen- hower forseti einhveiju sinni eft- ir að hafa lesið dálk Restons. Hann var hins vegar aldrei kaldhæðinn í skrifum sínum, líkt og svo margir dálkahöfundar í Bandaríkjunum, rödd hans var frekar rödd almúgamannsins úr einhverri smáborginni. Oft var að finna siðferðislegan boðskap í skrifum hans og sumum þótti nóg um föðurlandshyggjuna sem þau endurspegluðu. Reston var ákafur stuðningsmaður varnar- samstarfs vestrænna lýðræðis- ríkja og taldi að kristileg lífsvið- horf tengdu þau óijúfanlegum böndum. Þótt Scotty Reston væri mikill og góður Bandaríkjamaður og föð- urlándsvinur var hann ávallt ákaf- lega stoltur af hinum skoska upp- runa sínum. Hann taldi að prédik- unarþörfína ætti hann að sækja til skoskra forfeðra sinna og kvað reglufestu og aga foreldra sinna hafa haft mótandi áhrif í lífi sínu. Sem eftirlaunaþegi naut hann þess jafnvel að finna fyrir nísku Skot- ans eins og hann minnist á í endur- minningunum. Og þar vitnar hann til skálarræðu sem lýsi vel hinni skosku persónugerð: „Skál fyrir okkur, hveijir jafnast á við okkur? Þeir eru helv. fáir og allir dauðir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 283. tölublað (10.12.1995)
https://timarit.is/issue/128008

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

283. tölublað (10.12.1995)

Aðgerðir: