Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 11
Þetta á t.d. við um Verkalýðsfélag
Húsavíkur, sem hótar hörðum við-
brögðum á næsta þingi ASÍ.
Sigurður Ingvarsson, forseti Al-
þýðusambands Austfjarða, segist
ekkert geta fullyrt um stuðning við
félögin meðan menn bíði dóms í
máli Baldurs. Félögin á Austfjörðum
hafi verið sammála um það mat að
skv. lögfræðiáliti væri hæpið að
hafna tillögu launanefndar og segja
samningum upp. Hann kveðst ekki
telja að brestir séu komnir í Alþýðu-
sambandið en þó kristallist nú
ákveðinn taugatitringur vegna al-
vöru málsins og það verði eflaust
rætt á komandi þingi ASÍ í vor.
Mikill skoðanaágreiningur
Margir forystumenn innan ASÍ
eru þeirrar skoðunar að svo alvarleg-
ur ágreiningur sé kominn upp milli
VMSI-félaga annars vegar og for-
ystu ASÍ, iðnaðarmannasamband-
anna og verslunarmanna hins vegar,
að hann muni stigmagnast fram að
þingi ASÍ með ófyrirsjáanlegum af-
leiðingum. Ovíst er hvaða afstöðu
fulltrúar iðnverkafólks muni taka.
ASÍ-þingið verður haldið dagana
20.-24. maí.
„Það er mikill skoðanaágreiningur
á milli Verkamannasambandsins og
ASI. Því verður aðeins breytt með
nýrri forystu Alþýðusambandsins og
menn eru að vinna í því þessa dag-
ana innan Verkamannasambands-
ins. Ég hygg að það muni skýrast
á næstu vikum að menn einhendi
sér saman um nýjan forystumann
fyrir ASÍ og reyni að afla honum
fylgis,“ segir Kristján Gunnarsson í
Keflavík.
Sumir heimildarmanna blaðsins
halda því fram að svo geti farið að
Alþýðusambandið klofni á þinginu.
Sú harða gagnrýni sem einstakir
verkalýðsforingjar hafa haft í
frammi sé í raun til marks um að
til uppgjörs geti komið milli ólíkra
sjónarmiða og fylkinga sem tekist
hafi á á undanförnum árum. Óein-
ingin eigi sér margra ára sögu og
hafi verið að geijast allt þjóðarsátt-
artímabilið frá 1990. Átök hafi verið
um kröfugerð og launastefnu í kjara-
samningum, um kröfur VMSI-félaga
um háar prósentuhækkanir annars
vegar og um stefnu ASÍ-forystunn-
ar, verslunarmannafélaganna og
samtakanna í iðngreinunum hins
vegar, sem hafi ávallt fallist á minni
kauphækkanir en viljað reyna aðrar
Ieiðir í samningum til að styrkja
kaupmátt. „Samningarnir frá í febr-
úar skila meiri kaupmætti til okkar
fólks en gerst hefur undanfarin
25-30 ár án þess að verðlag færi
úr böndunum," segir viðmælandi
innan verslunarmannafélaganna.
Aukinn titringur undanfarna
mánuði
Titringurinn innan ASÍ kom í ljós
við gerð febrúarsamninganna. Þrjú
félög, Dagsbrún, Hlíf og Verkalýðs-
og sjómannafélag Keflavíkur, mynd-
uðu svokallað „Flóabandalag" og
gerðu líkt og Alþýðusamband Vest-
fjarða kröfur um umtalsvert meiri
kauphækkanir en önnur ASÍ-félög.
Þá réðu Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur, Samiðn, Rafiðnaðar-
sambandið og iðnverkafólk hins veg-
ar ferðinni með hugmyndum sem
urðu í megindráttum ofan á, um
krónutöluhækkanir í stað prósentu-
hækkana kaupliða.
Ljóst varð strax á vordögum að
talsverður kurr var í mörgum verka-
lýðsfélögum vegna þeirra hækkana
sem samið var um í sérsamningum
einstakra félaga og kjarasamningum
sem gerðir voru í kjölfar febrú-
arsamkomulagsins, m.a. við ríki og
sveitarfélög.
Steininn tók síðan úr við úrskurð
Kjaradóms um verulegar launa-
hækkanir þingmanna, ráðherra og
æðstu embættismanna. Gaus þá upp
almenn reiði í gjörvallri verkalýðs-
hreyfingunni. Fjöldi félaga kallaði
eftir hörðum aðgerðum og sökuðu
stjórnvöld um að slíta friðinn á
, vinnumarkaði. Meginmarkmið febr-
úarsamninganna hefði verið að laun
skyldu hækka í krónutölu og að
samningarnir ættu að vera jafn-
launasamningar. Margir töldu að nú
væri komið á daginn að febrúar-
samningarnir hefðu verið mistök.
Samningar sem á eftir fylgdu sýndu
að forsendur hefðu verið fyrir hendi
til að ná fram mun meiri kjarabót-
um. Þung orð féllu en nokkrir for-
VINNUVEITENDUR taka ekki í mál að hefja samningaviðræður við félögin sem halda uppsögn
samninga til streitu og telja ekki mikinn þunga á bak við hótanir þeirra.
Aðildarfélög innan Alþýðusamdands íslands (ASÍ)
Aðildarfélaf Félög Karlar Konur Félags- menn alls % af ASÍ Stærsta félag
0 Félög með beina aðild 21 1.529 3.539 5.068 7,6 Sókn (2.903)
100 Landsamband iðnverkafólks 14 1.626 1.827 3.453 5,2 Iðja (2.935)
200 Landsamband ísl. verslunarmanna 25 5.889 10.265 16.154 24,3 V.Rvíkur (11.693)
300 Landsamband vörubifreiðastjóra 30 354 0 354 0,5 Mjölnir (30)
500 Rafiðnaðarsamband íslands 9 1.621 31 1.652 2,5 Fél. ísl. rafvirkja (796)
600 Samiðn, Samband iðnfélaga 36 5.027 69 5.096 7,7 Trésmiðaf. Rvíkur (1.149)
700 Sjómannasamband íslands 41 3.960 51 4.011 6,0 Sjómannaf. Rvíkur (689)
800 Verkamannasamband íslands 52 13.939 14.718 28.657 43,0 Dagsbrún (5.200)
900 Þjónustusamband íslands 10 1.064 1.070 2.134 3,2 Fél. st. í veitinqah. (1.121)
Samtals 238 35.009 31.570 66.579 100,0
Þau félög sem sagt hafa upp samningunum*
804 Verekamannafélagið Hlíf, Hafnarfirði 1.108 10 1.118 1,7
606 Verkalýðs og sjómannaf. Keflavíkur og nágr. 1.235 1.425 2.660 4,0
819 Verkalýðsfélagið Baldur, Isafirði 211 302 513 0,8 B jLftil'/- n
823 Verkalýðsfélagíð Eining, Akureyri 1.402 2.550 3.952 5,9
Samtals 3.956 4.287 8.243 12,4
Atkvæðagreiðsla stendur yfir um hvort standa skuli við uppsögn samninga*
802 Verkamannafélagið Dagsbrún 4.845 355 5.200 7,8
* Þessi félög eru öll i Verkamannasambandi tslands.
ÞRÍR forystumenn í verkalýðshreyfingunni mættu ekki á fund
miðstjórnar ASI sl. miðvikudag vegna ágreinings við forystuna.
Miklar umræður urðu á fundinum um greinargerð forseta ASÍ
og þá stöðu sem upp er komin í verkalýðshreyfingunni.
ystumenn innan ASÍ gagnrýna nú
marga félaga sína fyrir allt of
herskáar yfirlýsingar vegna Kjara-
dóms í haust sem þeir segja að hafi
eingöngu vakið óraunsæjar vænting-
ar meðal launþega og orðið hreyfing-
unni til minnkunnar nú þegar niður-
staðan liggi fyrir.
Þegar launasamanburður Þjóð-
hagsstofnunar var birtur, sem leiddi
í ljós að opinberir starfsmenn höfðu
fengið hlutfallslega meiri hækkanir
en samið var um á almenna markað-
inum, töldu forystumenn í ASÍ ein-
sýnt að forsendur samninganna
væru brostnar. Menn greindi þó
mjög á um hvaða leiðir bæri að fara
og hvort félögunum yrði stætt á að
segja samningum upp. Einn viðmæl-
andi lýsti því þannig, að stefnt hefði
í algera hneisu fyrir hreyfinguna ef
einstök landssambönd hefðu ekki
risið upp og lýst yfir stuðningi við
launanefndina.
„Bola tvíhöfða þurs iðnaðar og
verslunar úr hásætinu“
„Sumir innan Verkamannasam-
bandsins segja að núna eigi VMSÍ
að taka Alþýðusambandið yfir og
bola þessum tvíhöfða þurs verslun-
armanna og iðnaðarmanna úr há-
sætinu. Það verður eflaust reynt,“
segir viðmælandi innan ASI. Á und-
anförnum dögum hafa farið fram
talsverðar óformlegar viðræður á
milli einstakra forystumanna innan
verkalýðshreyfingarinnar um átökin
sem framundan eru fyrir ASÍ-þingið
og væntanlegt forsetakjör. Eru
menn farnir að setja sig í stellingar
fyrir væntanlegan kosningaslag um
forystuna, að sögn heimildarmanns.
„Það verður tekist á um forseta-
embættið í vetur milli iðnaðar-
mannageirans, verslunarmanna
annars vegar og órólegu deildarinn-
ar í Verkamannasambandinu hins
vegar. Merin eru að fara í skotgraf-
irnar núna og verða í þeim fram
yfir þingið. Ef kæmi til uppgjörs á
sjálfu þinginu þá einfaldlega klofnar
Alþýðusambandið," sagði heimildar-
maður sem á sæti í æðstu stofnunum
ASÍ.
Mikil reiði er meðal forystumanna
í nokkrum landssamböndunum og
aðildarfélögum þeirra vegna þeirrar
gagnrýni sem einstakir forystumenn
í aðildarfélögum VMSÍ hafa beint
að forseta ASÍ og Ingibjörgu R.
Guðmundsdóttur varaforseta á sein-
ustu dögum og segja þeir hana
ódrenjgilega. Áhrifamenn innan
VMSI gagnrýna hins vegar forystu
og sérfræðingaveldið í ASI harðlega
í samtölum við Morgunblaðið. Halda
þeir því fram að nauðsynlegt sé að
ný og sterkari forysta komist til
valda í ASÍ, sem þori að hafa skoð-
anir og fylgja þeim eftir.
Skv. heimildum blaðsins hafa
komnar upp sterkar raddir innan
stóru iðnaðarmannasambandanna
að sameina þau í eitt og mynda sam-
band iðnfélaganna, sem kæmi þá
fram eitt og óskipt að kjaraviðræð-
um við viðsemjandann í Samtökum
iðnaðarins. Hafa forystumenn rætt
þetta eitthvað óformlega að undan-
förnu. Mun vera áhugi á að af sam-
einingunni geti orðið fyrir þing ASI
og að samtökin stæðu sameinuð að
baki forsetaframbjóðanda á þinginu.
Hefur Grétar Þorsteinsson, forseti
Samiðnar, verið nefndur í því sam-
bandi en hann naut mikils stuðnings
sem hugsanlegur forsetaframbjóð-
andi á þinginu 1992. Ekki er þó vit-
að hvort hann mun gefa kost á sér
eða hvort hann nýtur umtalsverðs
stuðnings núna í hreyfingunni.'
„Þjappa sér saman um
endurnýjun"
Benedikt Davíðsson hefur til
þessa ekki iýst yfir hvort hann gefur
kost á sér til endurkjörs á þinginu
í vor. Hann segist í samtali við blað-
ið hafa tekið þetta starf að sér á
þinginu árið 1992 þar sem að honum
hafi verið lagt á seinustu stundu og
samkomulag hafi náðst um kjör
hans af mjög breiðri fylkingu. Bene-
dikt kveðst þá hafa fallist á að gegna
þessu starfí þetta kjörtímabil. Sú
afstaða hans hafi ekkert breyst. „Ég
tel að verkalýðshreyfingin þurfi á
því að halda að þjappa sér saman
um endurnýjun í forystunni. Mér
sýnist að þær væringar sem uppi
hafa verið að undanförnu sýni það
betur en flest annað. Hvort það tekst
á þessu þingi veit ég hins vegar
ekki, en þetta er mjög mikilvægt
verkefni og þá er ég ekki bara að
tala um toppinn í Alþýðusamband-
inu, heldur miklu víðar,“ segir hann.
Undirbúningur innan VMSI-
félaga fyrir forsetaframboð er þegar
kominn talsvert á leið og er höfuð
áhersla lögð á að VMSI komi vel
undirbúið til þingsins og séð verði
til þess að næsti forseti ASÍ komi
úr röðum þess. Hefur mest verið
rætt um Kára Arnór Kárason, fram-
kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Norður-
lands og fyrrv. forseta Alþýðusam-
bands Norðurlands, í því sambandi.
Kári hefur ekki enn ljáð máls á fram-
boði en þreifingar eru þegar hafnar
við að afla honum stuðnings í hreyf-
ingunni. Ovíst er þó talið hvoi-t hann
ætti stuðning vísan utan VMSÍ.
Einnig hefur verið orðað við Björn
Grétar Sveinsson, formann VMSÍ,
að gefa kost á sér, en hann mun
hafa tekið því ólíklega.
Einnig rætt um að sækja _
forsetaefni á skrifstofu ASI
Skv. upplýsingum blaðsins myndu
verslunarmenn og iðnaðarsamtökin
ekki geta fallist á að næsti forseti
ASI kæmi úr röðum VMSÍ ef svo
fer fram sem horfir og kosningaátök
verða á milli fylkinga í vor. Flestir
viðurkenna þó að erfitt muni reyn-
ast að finna hæfan forystumann sem
sæmileg sátt yrði um. Þá setja
stjórnmál strik í reikninginn við val
forseta ASÍ, því órjúfanleg hefð er
fyrir því að forseti komi ekki úr röð-
um annarra flokka en Alþýðubanda-
lags eða Alþýðuflokks. Skv. heimild-
um Morgunblaðsins hefur þeirri hug-
mynd þó einnig skotið upp að leitað
verði málamiðlunar með því að sækja
frambjóðanda inn á skrifstofu ASI.
Skv. heimildum blaðsins hefur áhugi
komið upp innan eins af stærstu
landssamböndunum á að fá Halldór
Grönvold, skrifstofustjóra ASÍ, til
forsetaframboðs. Einnig hefur Gylfi
Arnbjörnsson, hagfræðingur ASI,
verið nefndur í þessu sambandi skv.
upplýsingum blaðsins.