Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ Hringið og pantið tíma Eyjólfur, Emma og Anna Pála, Faxafeni 7, sími 568 7733 kællskápar og á elnstöku verði FAGOR FE-534 Staiigreltt kr. Afborgunarverð kr. 42.000 - Vlsa og Euro raðgreiöstur pú I * t U Aí _____________________________________ Jk RONNING BORGARTÚNI 24 SÍMI: 562 40 1 1 ___________ TENNIS Steffi Graf lauktímabilinu með enn einum sigrinum Besta árið mitt STEFFI Graf sigraði löndu sína Anke Huber í úrslitaleik á síð- asta stóra tennismóti ársins á dögunum og var þetta í fjórða sinn sem þýska stúlkan hreppir titilinn sem um var keppt, meist- aratitil alþjóða tennissambands- ins. Þrátt fyrir misjafnt gengi hjá Graf í ár segir hún þetta besta árið sitt og ætlar að verða enn betri á næsta ári. Það hefur gengið upp og niður hjá Steffi Graf í ár, en hún segir að þrátt fyrir allt sé þetta besta árið sitt, jafnvel betra en árið 1988 þegar hún sigraði á öllum fjórum stóru mótunum. Núna, þegar hún er 26 ára gömul, hef- ur hún átt í talsverðum erfiðleik- um í einkalífinu. Hún meiddist á árinu þannig að hún varð að sleppa fimm mótum sem hún ætlaði að taka þátt í. Skattayfir- völd í Þýskalandi hafa verið að rannsaka framtöl hennar og þó sérstaklega föður hennar sem var settur í fangelsi vegna þessa. Með þetta í huga hefði árið 1995 hæglega getað orðið slæmt ár hjá Graf. En til þess kom ekki því hún hefur unnið marga mikla og glæsta sigra á tennisvellinum og meðal annars kærkominn sigur gegn Monicu Seles í úrslitum á Opna bandariska mótinu, sigur sem Graf telur þann mesta sem hún hefur unnið. „Eg mun líta á árið 1995 sem mitt besta ár. Sig- urinn hér var frábær endir á ótrúlegu ári,“ sagði Graf eftir sigurinn á lokamóti ársins, en fyrir hann fékk hún sem nemur 32 milljónum íslenskra króna og við það fór verðlaunafé ársins í Steffi Graf rúmar 162 milljónir og hver eyr- ir mun vera gefinn upp til skatts. Graf tók þátt í 11 mótum á árinu og sigraði í níu og nú hef- ur hún sigrað í einliðaleik á 95 mótum og jafnaði hún meðal annars met Chris Evert og Mart- inu Navratilovu þegar hún sigr- aði í fjórða sinn á Opna banda- ríska mótinu, en það var 18. sig- ur hennar á stóru mótunum fjór- um. En árið var ekki bara dans á rósum. Graf þurfti stundum að leika með smávægileg meiðsli eins og til dæmis blöðrur á fótum og lítillega tognuð en hún er tal- in hafa sérstakt lag á að útiloka sársaukann þannig að hún nái að einbeita sér að tennisleiknum. „Eg hef svo sannarlega komist yfir nokkra þröskulda sem ég taldi að ég gæti ekki komist yfir. Eg fór til dæmis á Opna franska og Opna bandaríska án þess að vera í nógu góðri æfingu, ég hafði verið meidd og gat því lítið æft fyrir mótin. Eg var því oft hissa á því sem ég gat gert á vellinum," segir Graf og bætir því við að hún telji sig heilsteypt- ari spilara núna en þegar sýndist svo til ómögulegt að sigra hana seint á níunda áratugnum. „Þetta er sambland af sterkari taugum, meiri skynsemi en áður og nú bregst ég oftar rétt við á réttum augnablikum. Ég held ég hafi sýnt í ár að ég næ vel að ein- beita mér þegar á þarf að halda og ég held ég hafi einnig sýnt að tennis er mér mjög mikilvæg- ur, því annars hefði mér ekki tekist að ýta ákveðnu mótlæti til hliðar og notið þess að spila.“ Þegar Graf talar um mótheija sína segir hún Monicu Seles ógna veldi sínu mest. „Ég held að Monica sé aðalkeppinautur minn. Það er mikið af góðum stelpum sem geta veitt mér harða keppni, en svona á heildina litið er Monica erfiðust." Þrátt fyrir að ekki hefði komið til úrslitaleiks þeirra sem taldar eru bestar, Seles og Graf, var gleði Graf engu minni og greinilegt að hún hafði gleymt öllum erfiðu stund- unum þar sem hún virtist mjög þjáð, bæði andlega og líkamlega. Þegar Graf var spurð um hvað hún héldi um næsta ár svaraði hún: „Þá verð ég ennþá sterk- ari.“ HESTAR Lengi mágottbæta HEIÐAMÆÐURII, framhald samnefndrar bókar I, eftir Jón- as Kristjánsson er komin út. Þetta er sjötta bókin sem kem- ur frá Jónasi en auk skráar yf ir sýnd hross ársins sem náð hafa ættbókarmörkunum gömlu hefur bókin að geyma seinni hluta af skrá yfir hryssur og dæmd afkvæmi þeirra þar sem fram koma sundurliðaðar einkunnir afkvæmanna. Skrá þessi er bæði fróðleg og gagnleg í senn fyrir áhuga- menn og lofsvert framtak hjá Jón- asi eins og allur þessi bókaflokkur hans er. Hefur Jón- Valdimar as ]a& góðan skerf Kristinsson til þess að auðga og skrifar efla þekkingu manna á undirstöð- um hrossaræktarinnar þ.e. hross- unum sjálfum, ættum þeirra og afrekum á vettvangi hrossaræktar- innar. Tækni og tölvuáhugi Jónasar nýtist vel í útgáfunni. Aftast í bók- inni eru ýmiskonar skrár sem gerir minnissljónum eða þeim sem litla vitneskju hafa fengið, auðvelt að finna hross í bókunum út frá ófull- komnum upplýsingum um hrossið. Er það tvímælalaust einn af höfuð- kostum bókanna. En fátt er svo gott að ekki megi að finna. Greinarhöfundur hefur áður gagnrýnt uppsetningu í ættbókum Jónasar þar sem birtar eru myndir og ættargröf hryssna sem í fyrsta sinn fá yfir átta í ein- kunn og stóðhesta yfir ættbókar- mörkum. Með alla þessa tækni og skipulagsgáfu höfundar þykir undrun sæta að ekki megi koma fyrir öllum þeim upplýsingum sem birtar eru á öðrum stöðum í bók- inni um hrossin undir mynd og ættargrafi. Á myndasíðum eru ættargröfin, einkunnir og stað- setning fæðingarstaðar hrossins á íslandi. Að skaðlausu mætti klippa aftasta ættlið úr ættargrafi, minnka myndir svo dæmi sé tekið ef auka þarf rými. Ótvírætt hag- ræði væri að hafa þessar upplýs- ingar á einum stað. Dapurlegt er ef höfundur ætlar að festast í því fari að vilja ekki breytingar á bók- um sínum sem til bóta mega verða. „BlupíA“ inn Jónas hefur verið yfirlýstur and: stæðingur Kynbótamats BÍ (BLUP) og oft lýst því yfir að hann sé ekki kominn í „Blöppið" eins og hann orðar það. Ekki verð- ur betur séð en sá tími komi (er raunar kominn) að Jónas verði að brjóta odd af oflæti sínu og „fara í Blöppið". Ef Jónas er heiðaríegur gagnvart stórum hluta lesenda bóka sinna og virðir óskir þeirra hlýtur hann að birta í framtíðinni stöðu hvers hests í kynbótamatinu. Eins og Jónas sjálfsagt veit manna best eru það sjónarmið og óskir viðskiptavinarins sem eiga að ráða ferðinni en ekki hans einkaskoðun. Væri hægt að tengja kynbótaein- kunnir saman við súlurit einkunna án þess það tæki meira pláss. Ekkert hefur komið fram sem bendir til annars en að kynbóta- matið sé komið til að vera og meðan svo er ætti Jónas að taka tillit til þess. Einnig mætti endurskoða núm- erakerfi bókanna (kallaðar jótölur í leiðara) sem eru leyfar gamla ættbókarnúmerakerfísins. Þessar tölur eru lítt notaðar og má líklegt telja að það yki gildi bókarinnar að nota einvörðungu númerakerfí BÍ. Benda má á að hryssurnar eru komnar í fimm stafa tölu og því farið að styttast á milli í tölufjölda ef það er ástæðan. Sú röksemd hjá Jónasi að hans númer sé um leið gæðastimpill eða heiðursmerki ætt- bókar eins og hann orðar það, sem segi að hrossið hafi náð gömlu ættbókarmörkunum (7,50 hryssur- 7,75 stóðhestar) er afar haldlítil og númerin óþörf. I bækur Jónasar komast aðeins þau hross sem náð hafa þessum mörkum. Hagræði er að hafa hlutina eins einfalda og mögulegt er. Öllum er heimilt að koma með tillögur að breytingum eins og Jónas hefur gert í ýmsu. En það er líka gott að átta sig á því hvað fær undirtektir og hvað ekki. Vera fljótur að henda því út sem ekki nær vinsældum en ekki berja hausnum við steininn. Að mati greinarhöfundar yrði góð bók Jónasar enn betri með ofangreind- um breytingum og má minna á að lengi getur gott batnað. Að síðustu er svo full ástæða til að undirstrika hrós til handa Jónasi Kristjánssyni fyrir hans góða framtak. Hann hefur enn góða forystu í sam- keppni sinni við útgáfu Bændasam- taka íslands á sama efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.