Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Jabloko helsta von umbótasjnna Stjómmálaskýrendur í Rússlandi eru sam- mála um að sigurvegarar þingkosninganna 17. desember verði flokkar kommúnista og þjóðemissinna auk kvennaflokksins, segir í grein Kristjáns Jónssonar. Aðeins einn flokkur ótvíræðra umbótasinna, Jabloko, geti veitt þeim samkeppni FÉLAGI í kommúnistaflokknum í skjóli rauða fánans sovéska á útifundi í Moskvu á föstudag en fundurinn var haldinn við sendiráð Úkraínu. Var tilefnið að fjögnr ár voru liðin frá því að leiðtog- ar Rússlands, Úkraínu og Hvita-Rússlands komu saman á fundi í síðastnefnda landinu og sam- þykktu að leggja Sovétríkin niður. FULLTRÚAR í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, voru kjömir fyr- ir tveim ámm, skömmu eftir að Borís Jeltsín forseti hafði brotið á bak aftur með vopnavaldi uppreisn gamla þingsins. Þingið hefur ekki unnið sér virðingu al- mennings ef marka má kannanir enda ekki von, komið hefurtil slags- mála í beinni sjónvarpsútsendingu frá þingfundum og nokkrir þing- menn hafa haldið villt teiti að næt- urlagi á skrifstofum sínum. Margir Rússar voru stórhneyksl- aðir og blygðuðust sín vegna þess- ara óláta stjómmálamannanna og agaleysis þeirra almennt og yfir- Ieitt. Þjóðemissinninn og öfgamað- urinn Vladímír Zhírínovskíj, er tók þátt í slagnum, iðraðist þó einskis. „Því fleiri hneyksli, þeim mun fleiri atkvæði!" sagði hann kátur á blaða- mannafundi. Efri deild rússneska þingsins, sambandsráðið, er skipuð fulltrúum héraðstjórna og fleiri aðila. Hefur ekki náðst samkomulag um hvernig þeir skuli kjörnir að þessu sinni og því líklegt að kosningum til hennar verði frestað og eingöngu kosið til Dúmunnar. Sætin í Dúmunni er 450, helm- ingur þeirra er kjörinn í einmenn- ingskjördæmum þar sem __________ sá hreppir sætið er flest fær atkvæðin. Hinn helmingurinn er af landsiistum flokkanna en alls em 43 stjómmála- flokkar og samtök í framboði. Stærstu flokkamir eiga vísan stuðning ákveðinna blaða. Komm- únistar em mestu ráðandi hjá Prövdu og Sovétskaja Rossíja en Jabloko nýtur velvildar Ísvestíju og Moskovskí Novostíj. Ríkisfjölmiðl- amir em að jafnaði mjög hallir undir Rússneska föðurlandið, flokk Víktors Tsjemomýrdíns forsætis- ráðherra, „Ríkisstjórnarflokkinn" eins og hann er oft nefndur en reynt er að halda uppi yfirskini hlutleysis og flokkarnir fá úthlutað tíma í sjónvarpi. Þeir geta einnig keypt sér út- sendingartíma og þá skiptir öllu máli hvernig tengslin era við fjár- magnið og stórfyrirtækin. Rúss- neska föðurlandið og kommúnistar standa vel að vígi í þeim efnum vegna þess hve margir stuðnings- menn þeirra hafa sterk ítök í risa- fyrirtækjunum frá sovéttímanum. Skipulag flokkanna, annarra en kommúnista, er nýta sér reynslu og gömul sambönd við embættis- mannakerfið, er yfirleitt lélegt og fjárskortur þjakar þá flesta. Skila þurfti ákveðnum fjölda undirskrifta stuðningsmanna til að mega bjóða fram, margir flokkanna keyptu þær einfaldlega á svörtum markaði. Alexander Sobjanín, sérfræðingur Efnahagsum- bætur hefjist í grasrótinni hjá Rússnesku stjómmálastofnun- inni, fullyrðir að hefði kjömefndum í hémðunum en ekki landskjörstjóm verið falið að ganga úr skugga um lögmæti undirskriftanna, hefðu að- eins 12 flokkar fengið að bjóða fram. Gajdar úti í kuldanum Einn af flokkum umbótasinna, Valkostur Rússlands, undir forystu Jegors Gajdars, fyrrverandi forsæt- isráðherra og eins helsta höfundar umbótastefnunnar fyrstu ár Jeltsíns í embætti, fékk flest þingsæti 1993 en nú er öldin önnur. Síðustu kannanir benda til þess að flokkur kommúnista verði nú stærstur, fái 12% fylgi, Rússneska föðurlandið, flokkur Tsjernómýrd- íns, fái 6%, Jabloko, umbótafiokkur hagfræðingsins Grígorís Javlínskís, einnig 6%, kvennahreyfingin Konur Rússlands 5% og flokkur Zhír- ínovskíjs 4%. Rússneska héraða- flokknum, þar sem þekktasti leið- toginn er Alexander Lebed, fyrrver- andi hershöfðingi, er spáð 3% fylgi. Arftaki Valkosts Rússlands hefur bætt áherslu á lýðræði við heiti sitt, leiðtoginn er sem fyrr Gajdar. Hon- um er nú spáð 2% fylgi. Athygli vekur að Bændaflokkur- starfað hefur náið með kommúnistum, hrapar og fær aðeins 1% stuðning í síðustu könnun. Þess verður að geta að skoð- anakannanir í Rússlandi era ekki taldar traustar. þurfum ekki að óttast meðan framheijar mn, er „Við kommúnista þeirra em ekki ungt fólk,“ var haft eftir Javlínskíj nýlega en kommún- istaflokkurinn sækir einkum fylgi sitt til gamals fólks og ómenntaðra kjósenda. Ýmsir umbótasinnar, þ. á m. Gajdar, em á öðm máli og segja mikla hættu á að kommúnistum takist að ná völdum á ný og valda miklu tjóni, jafnvel þótt þeir geti aldrei snúið öllu í sama horf og var á sovétskeiðinu. Stjómmálaskýrendur segja að þingkosningarnar séu fyrst og fremst eins konar æfíng fyrir raun- vemlegu baráttuna, forsetakjörið í júní á næsta ári. Athyglin beinist því einkum að þeim flokksleiðtogum sem talið er að muni reyna fyrir sér þá en aðeins fáir þeirra hafa enn lýst yfir framboði og óljóst er hvort Jeltsín leitar endurkjörs. Líklegastir til að slást um for- setaembættið auk Jeltsíns em Tsjernomýrdín, ef forsetinn verður ekki sjálfur í framboði, Lebed, Javl- ínskíj og Gennadí Sjúganov, leiðtogi kommúnista. Zhírínovskíj hefur þegar' tilkynnt um framboð en fáir búast við því að hann eigi raunvem- lega möguleika. Hugmyndafræði flestra rúss- neskra flokka er mjög svipuð þegar ÚTIGANGSMAÐUR í miðborg Moskvu gengur fram hjá kosn- ingaspjaldi með mynd Víktors Tsjernomýrdíns forsætisráð- herra, leiðtoga miðjuflokksins Rússneska föðurlandið. Flokkur- inn boðar hægfara umbætur og nýtur stuðnings margra hátt- settra embættismanna og ráðamanna í stóriðnaði. Jeltsín for- seti hefur ekki lýst beinlínis yfir stuðningi við flokkinn en er talinn mjög hlynntur honum. grannt er skoðað og stjómmála- fræðingar hallast að því að flokk- arnir séu yfírleitt farnir að einbeita sér að því að gæta hagsmuna ákveðins hóps eða afmarkaðra hagsmunaafla. Að nafninu til a.m.k. eru þeir nær allir fylgjandi lýðræði. Frammámenn kommúnista boða sumir afturhvarf til þjóðnýtingar og ríkisforsjár, flokksleiðtoginn Sjúganov hefur á hinn bóginn hrós- að markaðshyggjustefnu Kínveija, telur hana geta orðið Rússum fyrir- mynd. Hann mælir einnig fagurt um einkaframtak, markaðshyggju og jafnvægi í ríkisbúskapnum á fundum með bandarískum fjárfest- um. Kvennaflokkurinn kom mjög á óvart 1993 með góðum árangri í kosningunum en stefna hans þótti einstaklega afturhaldssöm í efna- hagsmálum. Afstaða hans á þing- inu hefur verið reikul, um hríð studdi hann einkavæðingu en sneri síðan baki við henni. Fall Zhírínovskíjs í skoðana- könnunum er mikið. Ljóst þykir að furðuleg uppátæki hans og hat- ursáróður hefur ekki dugað til lengdar, það veldur þó ugg að fylgi hans meðal óbreyttra hermanna er talið öflugt. Athyglisvert er að kannanir gefa til kynna að meira en helmingur Rússa sé mjög andvígur öllum ein- ræðishugmyndum og telur að ekki komi til mála að snúa aftur til kommúnisma. Hins vegar eru þeir á varðbergi gagnvart misnotkun á lýðræðishugtakinu, telja að núver- andi ráðamenn séu engir lýðræðis- sinnar þrátt fyrir allar yfirlýsingar í þá veru. Uppskrift að sigri Kosningasérfræðingar ráða m.a. flokkunum til að ræða fyrst og fremst um „nýtt“ lýðræði, lög og reglu og aukið réttlæti til að láta síður bendla sig við áróður stjóm- valda og ríkjandi öfl. Áðurnefnd hugtök séu uppskriftin að sigri en margt bendir til þess að glæpafárið og ringuleiðin sé það sem valdi flestum kjósendum ótta og angri. Aukið vöruframboð, sem reyndar skiptir litlu fyrir þá fátækustu, t.d. flesta eftirlaunaþega, og tjáningar- frelsi er hvorttveggja vel þegið en nægir ekki. Javlínskí er harður andstæðingur kommúnista og öfgafullra þjóðern- issinna en stofnaði Jabloko vegna andstöðu við stefnu Gajdars, vildi fara hægar í sakirnar í markaðs- væðingu. Gagnrýni Javlínskíjs virðist að sumu leyti sérkennileg þegar þess er gætt að hann var einn af höfund- um hinnar svonefndu 100 daga áætlunar er gerð var á dögum Gorb- atsjovs um efnahagsumbætur; Gorbatsjov heyktist á að nota hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 283. tölublað (10.12.1995)
https://timarit.is/issue/128008

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

283. tölublað (10.12.1995)

Aðgerðir: