Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HERMANN SVEINSSON + Hermann Sveinsson fæddist á ísafirði 11. desember 1903. Hann lést á Landakots- spítala 30. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskapellu 9. ágúst. Á MORGUN, ellefta desember, hefði hann Hermann orðið níutíu og tveggja ára gamall. Af því til- efni vil ég minnast hans í nokkrum orðum. Eg hafði ekki þekkt hann lengi þegar hann dó en með lífí sínu 'M*511u, orðum og gerðum hafði hann áhrif tiþeftirbreytni. Hann var afí hennar Ástu og frá fyrstu tíð fannst mér eins og ég hefði þekkt hann um aldur og ævi og á vissan hátt gekk hann mér strax í afastað. Þegar ég kynntist henni Ástu fyrst, leið ekki á löngu þar til hún fór að segja mér frá honum afa sínum. Hann væri svo yndislegur. Hún sagðist alltaf byrja á því að heimsækja hann þegar hún færi suður til Reykjavíkur. Því ætlaði hún að sjálfsögðu ekki að breyta. Svo var það í fyrstu ferð okkar saman suður að hún fer að heim- sækja afa sinn og ég fór auðvitað Ifieð. En við hveiju býst maður þeg- ar maður fer að heimsækja gamlan mann sem á hálft ár eftir í níræðis- aldurinn. Ég sá fyrir mér mann sem lá í rúmi sínu, hlustaði á útvarpið og beið eftir gestum. Jú, hann hlust- aði á útvarpið og hann beið eftir gestum, enda sérlega gestrisinn. En að hann væri liggjandi upp í rúmi eins og gamalmenni var alveg af og frá. Hann spratt upp úr sæti sínu og fagnaði okkur innilega. Hermann tók alltaf afar vel á móti okkur sem og öllum öðrum sem til hans komu. Mér þótti orðið mjög vænt um hann og þegar ég fór einn suður fór ég og leit inn til hans. Mig langaði að vita hvemig hann hefði það og hvað væri af honum að frétta. Alltaf tók hann upp léttan tón og sá tilverunnar bjartari hlið- ar. Uppörvaður kvaddi maður hann og hugsaði til næstu heimsóknar með eftirvæntingu. Umhyggja hans fyrir fólkinu sínu framkallaðist í öllum hans skoðun- um og gerðum. Hann elskaði hana puðmundu sína sem og allt sitt fólk. Hann vildi að það væri dug- legt og engir letingjar því það væri rétt, og sannarlega var hann mjög duglegur sjálfur. Enda vann hann langan starfsaldur og það langt fram um það sem lögboðið var. Hann vildi að fólk væri heiðarlegt og ef það var eitthvað sem honum leist illa á, var það vaxandi fíkni- efnavandi og glæpir meðal fólks. Þetta fannst honum slæmt. Hermann mátti reyna ýmislegt á lífsleiðinni. Hluti sem beygt hefði minni mann en hann. En í einni heimsókninni var hann að segja okkur frá reynslu sinni og sagði okkur þá að það eina sem hjálpaði honum var vinur hann Jesús Kristur og trúin á hann. Hann hefði beðið hann um hjálp og þar hefði hann styrk sinn fengið. Þegar ég sá æðruleysi Hermanns trúði ég hon- um og skildi að þannig hefði það einmitt verið. Hann sagðist hafa beðið til Jesú þegar erfiðast hefði verið og þar hafí hann fengið svör. Þar hafi hann hlotið ró og frið á erfíðum tímum. Alltaf þegar hann, kvaddi okkur í Lönguhlíðinni gekk hann með okkur út að bílnum. Þar sagði hann mér að fara vel með hana Ástu sína. Hann sagði mér að gæta hennar því hún væri svo góð stúlka. Ekki þrætti ég fyrir það. Svo bað hann okkur allrar Guðs blessunar. Það var ekki hægt að kveðja hann án þess að finna til saknaðar en þó var samt léttara yfír manni en þegar maður kom. Það er stundum talað um að menn séu vinir vina sinna. En ef einhver var vinur vina sinna var það hann Hermann. Reyndar er ég viss um að hann hefur enga óvini átt. En trúmennska hans var ein- stæð. Hún endurspeglaðist ekki síst í umhyggju hans fyrir veikri eftirlif- andi konu sinni sem hann sagði mér að hann færi til út á Grund á hveijum laugardegi, svo framarlega sem nokkur kostur væri. Og þegar hann var ekki keyrður af barna- börnunum sínum tók hann bara strætó. Sjóninni hafði hrakað en það lét hann ekki stöðva sig. Aldur- inn færðist yfír en það lét hann heldur ekki stöðva sig. Og veðrið það var nú bara aukaatriði. En svona var hann Hermann. Um- hyggjusamur, trúr og góðgjarn. Fyrir tveimur árum varð hann níræður og bauð okkur þá til sín í afmælið. Allir muna hversu einstak- lega vel til tókst. En fyrst var mót- taka í Lönguhlíðinni þar sem marg- ir komu. Allir virtust þekkja gamla manninn og allir áttu um hann góðar minningar. Um kvöldið bauð hann svo nánasta fólkinu sínu í jóla- hlaðborð í Perlunni. Þar var glatt á hjalla og maður sá að hann naut þess að hafa svona mikið af fólkinu sínu hjá sér. Ég rifja þetta ekki síst upp vegna þess að í byijun síð- asta sumars heimsóttum við Ásta hann upp á Landakot. Þá leið hon- um orðið illa. Hann var þjáður af veikindum sínum. En það var svo lýsandi fyrir persónugerð hans að þá sagði hann hálfhlæjandi við okk- ur að hann væri að hugsa um að fara með okkur öll á Sögu þegar hann yrði hundrað ára gamall. Þarna lá hann þjáður og vondapr- ari en maður hafði áður séð hann, en mitt í því öllu saman horfír hann með gleði fram á veginn. Horfir með eftirvæntingu ”til þess að geta verið á góðri stund með sem flestum afkomenda sinna. Með Hermanni er genginn góður maður. Hann var öðrum til eftir- breytni og margir syrgja hann í dag. Þeim til huggunar læt ég fylgja 23. Davíðssálminn sem ég gæti trú- að að hafi verið honum styrkur á misjöfnum dögum. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Fyrir hönd okkar Ástu og hans Hermanns Inga bið ég öllum að- standendum Guðs blessunar og bið Guð að styrkja þá. Með trega en jafnframt þakklæti fyrir að hafa kynnst þessum góða manni kveð ég hann og blessa minningu hans. Kristinn P. Birgisson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@eentrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Innilegár þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, ELÍNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Breiðumörk 17, Hveragerði. Árni G. Stefánsson, Aðalbjörg Árnadóttir, Unnar Stefánsson, Maria Ólafsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Erla K. Valdimarsdóttir, Guðjón Ingvi Stefánsson, Guðrún Broddadóttir, Atli Þ. Stefánsson. Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTU M. SIGURÐARDÓTTUR, Hólmgarði 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækn- ingadeildar St. Jósepsspítala. Ágúst Guðjónsson, Sigurður Grétar Eggertsson, Vilberg Ágústsson, Sigurbjörg Ágústsdóttir, Erna K. Ágústsdóttir, Ólafur Már Magnússon, Þurfður Jóna Ágústsdóttir, Valdimar K. Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samhug og hlýju við andlát og útför eiginkonu minnar, móð- ur okkar, tengdamóður, systur og ömmu, LILLÝAR SVÖVU SNÆVARR, Granaskjóli 7. Sverrir Ingólfsson, Unnur Sverrisdóttir, Bergsteinn Georgsson, Laufey Brynja Sverrisdóttir, Svava Guðlaug Sverrisdóttir, Stefanfa Snævarr, Lárus Guðmundsson, Sesselja Snævarr, Kristján Steinsson, Sigrún Snævarr, Jakob Möller Unnur Ásta og Sverrir Bergsteinsbörn. JÓNHELGI SVEINBJÖRNSSON + Jón Helgi Sveinbjörnsson fæddist á Skíðastöðum í Ytri-Laxárdal 26. maí 1917. Hann lést á Héraðssjúkrahús- inu á Blönduósi 11. október síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Blönduóskirkju 21. október. HELGI minn. Síðbúnar kveðjur frá okkur. Fyrst þegar ég sá þig var í Gríms- tungu þegar þið Helga systir voruð nýtrúlofuð. Strax leist mér vel á þig, kátur og léttur, enda Skagfirð- ingur í báðar ættir. Gömul kona sem kom hér oft sagði mér að hún hefði verið vinnukona hjá mömmu þinni og pabba og þar líkaði henni vel. Þau voru góð við sína samferða- menn, eins og þú varst ætíð. Þú varst mikill sveitamaður í þér, fluttir úr Reykjavík, að vísu í byijun til Blönduóss, settir þar upp bílaverkstæði, byggðir þar stórhýsi sem heitir Helgafell. Settir upp verslun, rakst líka verkstæðið, svo kom það fyrir að bílaverkstæðið brann. Ég held að lítið sem ekkert hafí bjargast. Þetta var slíkt rot- högg fyrir ykkur hjónin. Uppúr þessu fluttuð þið að Orrastöðum í Húnaþingi. Ég var þá hjá ykkur Lillu, eins og hún var kölluð, við þessa flutninga. Man ég vel hvað ég kenndi í brjósti um ykkur að flytja úr stórri og góðri íbúð í braggahreysið sem var á Orrastöð- um, þar sem ekki var einu sinni rennandi vatn og þurfti að skola úr bleium barnanna í lind í túninu. En þú þráðir alltaf sveitina. Þið voruð þá búin að eignast tvö elstu börnin, Björgu og Lárus. Svo fædd- ust Ragnhildur og Erna. Þá var ég hjá ykkur nokkra daga, eftir að Erna fæddist. Kom fyrir jólin, hún er fædd 15. desember og fór svo heim fyrir nýár. Þessi jól sem ég var hjá ykkur Lillu eru mjög eftir- minnileg, og hugsa ég oft um þau sem jólasögu handa nútíma börn- um. Það voru nú ekki margar jóla- gjafír, en börnin þijú elstu voru svo glöð yfir sínum tveimur pökkum hvert. Ekki var nú mikið í þeim, en ánægjan og gleðin ljómaði af börnunum, svo á hveiju kvöldi var jólapappír settur utan um dótið og geymt undir koddum til næsta morguns. Ekki gerist þetta í dag, bara heimta meira og meira. Síðan flytjið þið í Meðalheim í sömu sveit. Þar var allt í kofum og þar byggir þú íbúðarhús og öll úti- hús, ræktar heilmikið. Auðvitað stór Lilla við hlið þína, hugsaði um bömin, þreif og eldaði í alla þá menn sem þú hafðir þér til hjálpar. Svo eignuðust þið tvær dætur, Sveinbirnu og Vigdísi. Þá gerist það að þið verðið bæði veik hjónin og verðið að fara á sjúkrahús og skyldfólk tók bömin um tíma. Þá kemur Helgi í heimsókn til okkar á Bakka. Ragnhildur var hjá okkur. Við áttum nú bara einn mmmmmu S | S | I | 5 Fersk blóm og skreytingar við öll tœkifœri KmfllllilMIWlfgl Persónuleg þjónusta Fákajeni 11, simí 568 9120 s I 5 I I I 5 traktor og hann var bilaður. Þetta var um hásláttinn. Helgi sér að þetta gengur ekki með vélina og rífur hana í sundur og fer suður með stykkið, gerir við það, kemur með það norður og setur saman vélina og allt í fínu lagi. Hann þurfti að fara á milli með rútu og ekki mátt- um við einu sinni borga rútufarið fyrir hann. Þetta lýsir honum vel. Systir mín er nú eina skyldmenni mitt sem ég gæti helst líkt við nöfnu hennar og ömmu okkar sem fór með Birni afa fram á heiði. Á Rétt- arhól hét það, og bjó þar með hon- um og eignaðist þar tvo syni, Þor- stein og Lárus, pabba okkar. Þau komu sonunum óskemmdum á sál og líkama í byggð aftur. Afi flutti til heiðar sökum þess það var svo mikil pest í fénu hans, en allt lagað- ist. Svo flytja þau suður, Helgi og Lilla með börnin. Helgi fór að vinna á bílaverkstæði með bróður sínum. Lilla tók að sér skúringar með sínu stóra heimili. Síðan flytja þau í Þórormstungu í Vatnsdal og fara að búa þar stór- búi. Leigðu af Hannesi Jónssyni. Þeim leið mjög vel þar og Helgi byggði þar stórt íbúðarhús fyrir Hannes. Síðan flytja þau til Blönduóss, byggja þar nýtt einbýlishús að Urð- arbraut 12. Þá fara þau að vinna í Pólarpijóni, hann að pijóna og hún saumaði og sneið. Svo hættu þau þar, og þá fór Helgi að smíða þessa fínu muni og Lilla hjálpaði til. Þetta var alveg listafallegt. Askar, skart- gripaskrín, lítil púlt, spilakassar og allt mögulegt. Síðan fór, Helgi að skera út, mjög fallega muni. Einnig var hann vel hagmæltur. Helgi var fyrir löngu orðinn las- inn, en í byijun ágúst fór hann til Akureyrar í rannsókn og þá var hann kominn með illkynja sjúkdóm. Kom svo eftir tvær til þijár vikur heim og systir mín hugsaði um hann eins og hægt var. Helgi var ekki nema tvo sólarhringa á sjúkra- húsinu á Blönduósi, eða þar til yfir lauk, með konu sína sér við hlið. Við sendum ykkur samúðar- kveðjur, systir min, börn, tengda- böm, barnaböm og barnabarna- börn. Þökkum öll liðnu árin. Jón, Kristín og fjölskyldur, Bakka. Krossar á leiði I vioarlit og málaoir Mismunandi mynsrur, vönduo vinna. i Simi BBS S9S9 og B83 B736 :: « « « « « « « «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.