Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KÓNGUR UMSTUND Nýjar bækur * •• I bókinni Kóngur um stund fjallar Ornólfur > ■ Amason um ævi og störf Gunnars Bjama- ^sonar, fv. hrossaræktarráðunauts ríkisins og frumkvöðuls um útbreiðslu íslenska hestsins um allan heim. Sagt er frá uppvexti Gunn- ars á Húsavík, námi á Akureyri, Hvanneyri og í Kaupmannahöfn og síðan litríkum og stormasömum ferli innanlands og utan. EGAR Gunnar hóf störf var vélvæðingin að leysa hest- inn af hólmi og hlutverki hans virtist lokið. Bókin lýsir því , m.a. hvernig þróunin snerist við og **5iafin var stórfelld reiðhestarækt á íslandi og útflutningur gæðinga til annarra landa. Nú er svo komið að þúsundir fjölskyldna í tuttugu lönd- um eiga íslenska hesta og helga þeim tómstundir sínar. í sérstökum bókarauka er að finna val Gunnars á 40 bestu stóð- hestum tuttugustu aldarinnar ásamt upplýsingum um afkvæmi ' þeirra. Þessa stóðhesta kallar Gunnar gullklumpana í genabank- anum eða burðarása íslenska gæð- ingakynsins. Nám á krepputímum í Menntaskólanum eignaðist ég ýmsa góða félaga sem margir voru utanbæjarmenn og bjuggu á vist- inni eins og ég. Ég umgekkst áfram þá Benna Bjarklind og Nonna bróð- ur hans sem bjuggu hjá séra Frið- riki Rafnar. Þá var ég oft í slag- togi við Sigurð Bjarnason frá Vig- ur, Áma Þorbjörnsson frá Geita- skarði, Stefán Jónsson frá Nauta- búi og Lúðvík Jósepsson frá Norð- firði. Aðrir góðir vinir voru m.a. Hermann Jónsson frá Húsavík, Björn Jónsson og Haukur Snorra- - 'son sem varð ritstjóri Tímans. Ég byrjaði svolítið að bragða vín á þessum árum þótt ungur væri. Sala áfengis var bönnuð með lögum en við strákamir urðum okkur oft úti um flösku af landa eða smygluð- um veigum sem sjómenn seldu til að drýgja tekjurnar. Þetta var þó bara stöku sinnum á hátíðum og tyllidögum. Við vorum upprennandi menntastétt þjóðarinnar og forðuð- umst því alvarlega óreglu. í MA ríkti geysilegur áhugi á stjómmálum. Ég man ekki eftir að Siggi Bjama væri farinn að gera sig gildandi sem ræðuskörungur og ég held að við Lúlli Jóseps höfum yerið einna mælskastir í hópnum. í skólanum voru nokkrir kommúnist- ar. Einna skæðastir voru tveir piltar frá Hafnarfirði, Guðmundur Helga- son og Jónas sonur Ögmundar skólastjóra í Flensborg og Guð- bjargar frænku minnar og fóstur- systur pabba. Jónas frá Hriflu hafði komið því til leiðar að nemendum menntaskólanna væru bönnuð af- skipti af stjórnmálum. Sigurður skólameistari framfylgdi þessu banni og rak meira að segja úr skóla einn uppáhaldsnemanda sinn, Ásgeir Blöndal Magnússon, síðar málfræðing og orðabókarritstjóra, fyrir að hafa skrifað pólitíska grein í Dag. „Það þarf að streyma blóð!“ Árið 1932 var verkfall á Akur- eyri og ekki hægt að skipa upp úr Nova, skipi norska útgerðarfélags- ins Det Bergenske sem faðir minn var umboðsmaður fyrir á Húsavík. Kaupmenn á Akureyri voru auðvit- að súrir að fá ekki vörumar upp úr skipinu og synir og aðrir ættingj- ar þeirra bjuggust til að ganga í uppskipunarvinnuna. Einar Olgeirsson kom norður til að stappa stálinu í verkfallsmenn. Hann þekkti Guðmund Helgason og færði í tal við hann hvort hann gæti ekki laumast til að ná saman á námskeið í marxískum fræðum einhverjum greindum strákum sem hugsanlega væru opnir fyrir fagn- aðarboðskap sósíalismans. Ég fór á þetta námskeið sem haldið var með mikilli leynd í kjallara úti á Odd- eyri. Kennari auk Einars var Þór- oddur Guðmundsson frá Siglufirði. Þarna mættu meðal annarra skóla- pilta Haukur Helgason, síðar hag- fræðingur og starfsmaður Útvegs- bankans, Lúðvík Jósepsson, síðar ráðherra, Bjöm Jónsson, síðar for- seti Alþýðusambandsins og ráð- herra, og Jóhannes Pálmason, síðar prestur á Suðureyri. Guðmundur Helgason varð reyndar líka prestur, í höfuðvígi sósíalismans á íslandi, Neskaupstað. Við mættum þama á hveiju kvöldi í eina viku, læddumst að húsinu og niður kjallaratröpp- urnar einn og einn í einu. Þetta komst ekki upp. En skömmu seinna urðu átök á bryggj- unni. Þar var Steingrímur bæjar- fógeti umkringdur lögreglumönn- um. Synir broddborgaranna, kaup- manna og útgerðarmanna á Akur- eyri, voru þarna og einnig ýmsir Húsvikingar, t.d. Stefán bróðir minn og Hafsteinsstrákarnir. Ég var eini strákurinn frá Húsavík sem ekki skipaði mér í þessa hvítliða- sveit. Ég stóð bara álengdar og fylgdist með þegar þeir tengdu slöngu við krana í nærliggjandi húsi og sprautuðu vatni yfír verka- lýðinn. Mér er minnisstæður gijót- harður þingeyskur kommúnisti, Áskell sonur Snorra á Þverá, síðar söngstjóri, sem stóð í fylkingar- bijósti. Á eftir var mér sagt að þegar vatnsbunan skall á höfðinu á honum og lækirnir streymdu niður í hálsmálið hafi karl sagt: „Það þarf að streyma blóð!“ Ég var satt að segja mjög á'báð- um áttum í pólitíkinni en líklega hefði ég kosið kommana ef ég hefði fengið að greiða atkvæði í kosning- um eftir námskeiðið hjá Einari 01- geirssyni. Það sem höfðaði sterkast til ungs fólks og verkalýðsins voru hugsjón- ir marxista um jöfnuð og bræðra- lag. Þetta var líka að nokkru leyti í kunnuglegum, kristilegum anda og menn trúðu því þess vegna að Lenín og Stalín væru eins konar arftakar Jesú Krists. „Kommúnisminn er leið réttlæt- isins í mannfélaginu,“ sagði Einar Olgeirsson. Ég skal játa það að ég heillaðist mjög af þessum boðskap á sellu- fundunum á Akureyri og fannst eins og stórkostlegt ævintýri væri í uppsiglingu. Þegar ég kom heim FRÁ Ameríkureiðinni miklu 1976. íslenskir hestar tóku þátt í kappreið yfir þvera Norður-Ameríku í tilefni af 200 ára afmæli Bandarikjanna. Gunnar Bjarnason flytur hátiðarræðuna á útisamkomu í Kank- akee í Ulinois á Memorial Day og tekur síðan við lykli borgarinnar úr hendi borgarstjórans sem stend- ur fyrir aftan Gunnar á myndinni. Gunnar lagði sem oftar út af því að ef Leifur Eiríksson hefði tekið með sér islenska hesta i Vínlandsförina hefði Norður-Ameríka líklega orðið íslensk nýlenda. GUNNAR Bjarnason skoðar útflutningshest árið 1960. til Húsavíkur höfðu kommúnistarn- ir þar auðvitað frétt af „innræti“ mínu og var ég boðinn í hópinn. Helstu fyrirliðar þar voru þá Krist- ján Júlíusson og Sigfús Jóelsson, seinna skólastjóri á Reyðarfirði. En það bögglaðist mjög fyrir mér að aðaláhugamál kommanna virtist vera að beijast við krata og þeir beindu spjótum sínum stöðugt að þeim frekar en höfuðandstæðingum sínum, atvinnurekendunum, sem þeir kölluðu arðræningja. Þá kom í ljós að ég var ekki nógu leiðitam- ur til að vera kommi. Ég sneri baki við Stalín og þeim félögum og gerð- ist bara krati. „Svolítið sem er betra en kaffi“ Að afloknu gagnfræðaprófi, sem tekið var upp úr þriðja bekk í MA, var fjárhagsástandið þannig hjá kapítalistanum og arðræningjan- um, föður mínum, að ljóst var að hann hafði ekki peninga til að kosta mig til áframhaldandi náms á Akur- eyri. Enga vinnu var að fá handa mér sem gerði mér kleift að afla mér sjálfur fjár. Ég varð bara að fara aftur í fjósið og reyna þannig að hjálpa til við að framfleyta fjöl- skyldunni. Framtíðarhorfurnar voru því ekki bjartar. Mér virtist alls ekki á mínu valdi að ganga menntaveginn. Og hafi ég einhvern tíma borið þær í bijósti held ég að ég hafi þá afskrif- að allar hugmyndir um að gerast prestur, eins og mamma og Brynj- ólfur Sveinsson vildu, eða embættis- maður eins og Hafsteinsstrákarnir. En þó var ég auðvitað ekki búinn að sætta mig við að hætta námi. Ég þurfti bara að taka hlé þar til ég hefði safnað mér fyrir náms- kostnaði. Þó að ég mætti þarna nokkru andstreymi var eitt og annað sem rak á fjörur mínar og opnaði fyrir mér nýja möguleika til að njóta lífs- ins þótt á móti blési. Ég missti sveindóminn. Unaðssemdir ástarinnar voru mér algjör opinberun. Þó hafði ég gert mér talsvert háar hugmyndir um þessa dásemd lífsins og farið á fjör- ur við blómarósir Akureyrar og Húsavíkur hvenær sem færi gafst. En vonin um hinn endanlega sigur var eiginlega ekki með í spilinu og þá vantaði líka sannfæringarkraft- inn í tilraunimar. En skólastrákar eins og ég sættu sig við miklu minna. Við vomm alsælir með fáeina franska kossa og ómarkvissar og ósannfærandi skyndiárásir á þá parta af girnilegum kroppum skóla- systra okkar sem víggirtir vom þykkum og harðlæstum nærhöldum. Um haustið eftir að ég hætti í menntaskólanum fékk ég eitt sinn innhlaup í skúr á Húsavík til að reyna að lagfæra skemmdir sem ég hafði valdið á vömbílnum hans pabba með því að velta honum út í skurð. Alllangur spölur var frá þessum vinnustað heim í Bjarnahús til mömmu að fá hressingu og nær- ingu. Kona sem bjó í næsta húsi var því svo vingjarnleg að spyija mig hvort ég vildi ekki bara líta inn hjá sér um kaffileytið. Þessi kona var einhvern veginn þannig að öll- um strákum á Húsavík varð star- sýnt á hana og kom á þá sérstakur svipur þegar hún átti leið hjá. Hún var ímynd kvenleikans, geislandi fögur í andliti og íturvaxin. Hún var helmingi eldri en ég, nálægt fertugu, og ég var svo grænn að ég hafði ekki hugmynd um hvað til stóð fyrr en ég var kominn inn í forstofu hjá henni og sá að hún var í hálfgagnsæjum hýjalínsslopp einum klæða. Það var heit stríðni í augunum á henni og hún sagði: „Ég ætla að gefa þér svolítið sem er betra en kaffi." Þetta var eins og vígsla í einhvers konar launhelgum. Konan fagra hafði allt frumkvæðið, færði mig úr fötunum, hægt og fumlaust, strauk mig hátt og lágt og gerði við mig ýmislegt sem mig hafði aldrei dreymt um. Og allt lék henni þetta í hendi með svo frábærum þokka að það var eins og ekkert í heiminum væri eðlilegra en það sem við vorum að aðhafast. En þetta var ekki andskotalaust. Konan var gift. Maðurinn hennar var til allrar guðslukku oft fjarver- andi vegna vinnu sinnar og þá hljóp ég í skarðið. í litlu kauptúni eins og Húsavík var ekki auðvelt að leyna slíku enda voru áreiðanlega margir sem fylgdust með ástarsam- bandi okkar. Ég hef oft hugsað um það síðan að þó að ég hafi verið svo lánsamur um ævina að eiga ótal ánægju- stundir í nálægð við fagrar konur hef ég líklega aldrei kynnst öðru eins séníi á sviði ástarlífsins og þessum fyrsta kennara mínum. Það var eins og hún kynni allt sem hægt er að læra og hugmyndaflug hennar ætti sér engin takmörk. Hún handlék mig eins og snillingur leik- ur á hljóðfæri. í fyrstu skiptin sem ég sótti hana heim lét ég mér lynda að vera hljóðfærið en smám saman fór ég að færa mig upp á skaftið og vildi sjálfur fá að spila. Hvílík hundaheppni fyrir ungan mann að stíga fyrstu sporin í darr- aðardansi ástarinnar undir slíkri leiðsögn. Þetta var yndisleg kona og hún skipar ákveðinn sess í hjarta mínu. Ef þessi kona hefði ekki ver- ið gift er ekkert ólíklegt að fyrir mér hefði farið eins og forfeðrum mínum Bjarna riddara og Kristjáni í Stóradal, að þroskuð kona hefði tekið mig kornungan upp á sína arma og ekki sleppt mér aftur. Ég kenni svo sem engra ónota við þá tilhugsun. Með þessari mögnuðu reynslu var ég nú kominn á bragðið. Astkonan hafði vakið mig til lífsins og eftir það horfði ég á allar stúlkur á nýj- an hátt. Mér fannst eins og þær horfðu líka öðruvísi á mig, eins og ég hefði breyst og væri þá meira í mig spunnið. Mér varð ljóst að sak- leysið var ekki það sem gekk í aug- un á stúlkunum þegar þær voru að spá í stráka. Af hrossaræktarráðunaut Oft þurfti ég að fara til Reykja- víkur á fundi um helgar og þá fékk ég mér líka í staupinu með hesta- fólki eða þá kollegum mínum hjá Búnaðarfélaginu, til dæmis Stein- grími Steinþórssyni og Halldóri Pálssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 283. tölublað (10.12.1995)
https://timarit.is/issue/128008

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

283. tölublað (10.12.1995)

Aðgerðir: