Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 33 MINNINGAR ANNA GUÐJÓNSDÓTTIR + Anna Guðjóns- dóttir var fædd á Brekkum í Hvol- hreppi 13. mars 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 4. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðbjörg Guðna- dóttir og Guðjón Jóngeirsson sem þar bjuggu. Hún var sjötta barn I röð níu systkina og eru þijú þeirra enn á lífi: Ingigerður, f. 1.5. 1897, d. 19.2. 1984; Guðni, f. 11.6. 1898, d. 14.4. 1995; Katrín Jónína, f. 10.1. 1900, d. 21.5. 1954; Guðjón, f. 5.4. 1902, d. 20.9. 1985; Guðný, f. 4.5. 1905, d. 25.4. 1974, Björgvin Kristinn, f. 26.12. 1910; Guð- rún, f. 16.3. 1913; Bogi Pétur, MÁGKONA mín og góð vinkona Anna Guðjónsdóttir er látin. Hún var fædd á Brekkum í Hvolhreppi, sjötta barn Guðjóns Jóngeirssonar bónda þar og konu hans Guðbjarg- ar Guðnadóttur. Börn þeirra hjóna voru níu og eru nú aðeins þijú þeirra á lífi. Þessi stóri hópur átti sér in- dælt og gott heimili og oft hefur verið glatt á hjalla með góðum for- eldrum. Anna var líka fram til hins síðasta glöð og hress dugnaðar- og mannkostakona eins og hún átti kyn til. Hún var alla tíð mjög bókhneigð þó ekki léti hún það hafa áhrif á dugnað sinn við vinnu. Hún var félagslynd sem leiddi til þess að svo mörgum þótti gott að koma til hennar, blanda við hana geði. Mér fannst ég fara hressari og glaðari af hennar fundi. Oft mun systkinahópurinn á Brekkum hafa brugðið sér á dans- leiki og á einum slíkum mætti hún örlagavaldi sínum ungum Austfirð- ingi, Sigurði Árnasyni, sem þá þeg- ar var orðinn bóndi í Heiðarseli í Hróarstungu. Þau giftu sig árið 1937 og fluttu að Heiðarseli þar sem þau bjuggu til ársins 1947, að þau fluttu suður á land og -settust að í Hveragerði með börnin sín tvö, Guðbjörgu Jónu og Björgvin Heið- ar. Sigurður var mikill félags- hyggjumaður og hlóðust því á hann margvísleg störf sem hann vann af stakri alúð og skyldurækni. Það segir sig því sjálft að oft var hann fjarverandi og kom það því í hlut Onnu að vera bæði bóndinn og húsfreyjan, sem hún skilaði með mikilli prýði. Þau hjón voru sam- hent í öllu, einnig því að veita gest- um og láta þá finna að þeir voru velkomnir á heimili þeirra. Oft voru margir bæði í Heiðarseli og eins eftir að suður kom að Blómsturvöll- um, en svo hét húsið þeirra í Hvera- gerði. í fimm löng og dimm ár var Sig- urður næstum blindur. Þá var hún Anna augun hans, las fyrir hann, hjúkraði honum heima eins lengi og frekast var hægt. Hann lést 18. janúar 1989. Nú var hún orðin ein eftir. Yndi hennar voru börnin hennar og bamabörnin. Þyngsta raunin var þó eftir þegar hún missti dótturson- inn Sigurð Heiðar Valdimarsson aðeins 25 ára gamlan af slysförum. Því tók hún einnig af rósemi og reisn. Anna trúði á framhaldslíf og að vinirnir sem farnir voru á undan biðu hennar á ströndinni hinum megin við móðuna miklu. Að síðustu tók hún sjálf og ein þá ákvörðun að yfirgefa litla húsið sitt og flytja á dvalarheimilið Ás í Hveragerði, þar sem henni leið vel. Glöð og reif tók hún á móti gestum sínum, ættingjum og vinum. Stutt- an tíma lá hún á Sjúkrahúsi Suður- lands þar sem hún lést. Um leið og ég þakka vinkonu minni og mágkonu samfylgdina, f. 5.11. 1919. Eigin- maður Önnu var Sigurður Árnason frá Heiðarseli í Hróarstungu. Börn þeirra eru: 1) Son- ur, fæddur 28.9. 1940, dáinn sama dag; 2) Guðbjörg Jóna, fædd 25.9. 1943, eiginmaður hennar er Valdimar Ingvason, þau eign- uðust þrjú börn, sonur þeirra lést af slysförum 9.2. 1991; 3) Fóstursonur þeirra er Björgvin Heiðar Árnason, kona hans er Stein- unn Birna Magnúsdóttir, börn þeirra eru fimm. Útför Önnu fer fram frá Hveragerðiskirkju á morgun, mánudaginn 11. desember, og hefst athöfnin klukkan 14. vináttu og tryggð, bið ég Guð að blessa minningu hennar og ástvini alla. Ragnheiður Ólafsdóttir. Lífsins fortjald dýrðarheima dylur, dána vini líkams augum hylur. En þeim Edens-lundum upp þú lýkur stundum. Opnar hlið að ástvinanna fundum. (Halla L. Loftsdóttir) Löngum ævidegi elskulegrar föð- ursystur minnar, Önnu Guðjóns- dóttur, er lokið. Við andlátsfregn hennar hrannast upp minningar; minningar sem einungis innihalda elsku og þakklæti til þessarar góðu og mikilhæfu konu. Eg varð þeirrar gæfu aðnjótandi sex ára gömul að fá að fara í orlof með ömmu minni út í Hveragerði og dvelja með henni í tvær vikur, hjá Önnu frænku og Sigga, sem þá voru sest að í litla húsinu sínu í Hverahlíð 12, sem þá hét Blómst- urvellir. Það var fallegt nafn, sem átti svo einkar vel við þessa fjöl- skyldu. Þar blómstraði svo margt, og miklu fleira en maður gat höndl- að, aðeins skynjað, gat ekki út- skýrt, aðeins fundið og varð til þess að það varð árviss viðburður að fara í Hveragerði strax þegar skóla lauk á vorin og dvelja þar í lengri og skemmri tíma. Það fór ekki framhjá neinum sem þekktu Önnu og Sigga hversu sam- taka þau voru í að gera öðrum gott á einn og annan hátt. Um- hyggja þeirra fyrir ættingjum og vinum var engum dulin. Það hent- aði þeim ekki að safna veraldar- auði, en því ríkari voru þau af því sem dýrmætara er og ekki verður mælt á mælistiku. Orð rituð á blað geta aldrei orðið annað en fátækleg samanborið við það sem Anna frænka mín var. Ég er þakklát fyrir allar stundir sem við áttum saman og það veganesti sem hún óafvitandi gaf með sam- ræðum sínum og viðmóti við barn- ið, unglinginn og síðast fullorðna manneskjuna. Hún Ánna sem oft hafði í svo mörgu að sýsla en hafði alltaf næg- an tíma til að hlusta og skilja. Hún Anna sem alltaf var svo traust, og sterkust þegar mest á reyndi. Hún trúði því staðfastlega að líf væri að loknu þessu, þar sem ást- vinir hittust á ný. Ég sé hana í huga mínum baðaða í bjarma eilífð- ar ljóss og friðar. Eg bið Guð að blessa minningu elsku frænku minnar og alla hennar ástvini. Guðbjörg Björgvinsdóttir. Það kom dálítið á óvart að heyra um andlátið hennar Önnu. Hún var alltaf svo hraust og hress, dvaldi einungis þijár síðustu vikumar á Sjúkrahúsi Suðurlands og var svo lánsöm að halda andlegri reisn sinni fram í andlátið. Við hjónin kynntumst þeim Önnu og manni hennar, Sigurði Ámasyni, fyrir um það bil 35 ámm, er við flutt- um til Hveragerðis og áttum eftir að tengjast þeim sterkum íjölskyldu- böndum, þar sem dóttir þeirra varð síðar mágkona mín. Það má segja að þetta hafi verið ein fjölskylda síðan, gengið í gegn um gleði og sorg. Á heimili Önnu og Sigga ríkti sérstakt andrúmsloft. Það var mikil nægjusemi sem var svo laus við allt heimsins pijál og hégóma, en hin óeigingjama hjálpsemi og mann- gæska var í fyrirrúmi, án þess að hirt væri um laun eða endurgjald. Anna Guðjónsdóttir var „stór“ kona með stórt hjarta og þess nutu alveg sérstaklega þau böm og unglingar sem vom svo lánsöm að dvelja um lengri eða skemmri tíma á heimili þeirra hjóna. Ef um var að ræða kaldar hendur eða fætur hjá þeim sem litu inn, vom töfraðir fram hlý- ir vettlingar eða sokkar. Svo var ævinlega strokið hlýlega um kinn og eitthvað gott sett í munninn. Þetta er sú minning sem mín börn og mörg önnur eiga um Önnu, og hann er stór hópurinn sem hún fylgdist grannt með og minnið sveik hana ekki. Til gamans leiðrétti hún dóttur sína með. aldur á einu langömmubaminu rétt fyrir andlát- ið, og reyndist hafa rétt fyrir sér. Það var gaman að heyra Önnu segja frá, sérstaklega gamla tíman- um. Sögurnar voru gjarnan með glettnu ívafi og hún átti það til að Ieika dálítið um leið og hláturinn var smitandi. Ég veit að hún hafði mjög sterka trúarsannfæringu, það kom oft í ljós í samtölum okkar, og ég trúi því að öll hittumst við að lokum og þangað til vil ég þakka Önnu langa samfylgd, umhyggju og tryggð við mig og mína, og bið guð að gefa henni frið, og styrkja fjölskyldu hennar. Arnþrúður Kristín. AÐALHEIÐURINGI- BJÖRG ÓLAFSDÓTTIR Aðalheiður Ingibjörg Ólafs- Fljótshlíð 22. september 1914. Hún lést á Landspítalanum 19. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Foss- vogskirkju 24. nóvember. ELSKU amrna mín, mikið er sökn- uðurinn sár. Þó gleðst ég yfir því að þú fékkst að fara eins og þú hafðir óskað sjálf. Fyrstu minningar mínar um þig eru þegar ég lítil fékk að kúra í mjúka hlýja rúminu hjá þér á Eyrarbakka, í litla húsinu Kirkjuhvoli sem alltaf var þó nógu stórt. Bestu æskuminningar mínar eru þegar ég var hjá þér á sumrin, og síðan þegar unglingavandamálin komu, þá var alltaf hægt að tala við þig og þú dæmdir aldrei en reyndir að sýna mér björtu hliðarn- ar á lífinu. Ög þannig var það allt- af. Þú hafðir svo mikið að gefa, þó að ekki væri það af veraldlegum auð, heldur miklu dýrmætara. Þú varst svo listræn og bentir mér á svo margt fallegt í hinu smáa sem svo auðveldlega fer framhjá okkur. Um fallegt sólarlag sagðirðu að nú væri fallegt í himnaríki. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um þig, en þú gast alltaf tekið öllum erfið- leikum með reisn, og endalaust gefið af þér birtu og yl. Ég sendi þér, Böðvar minn, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég kveð þig nú, elsku amma mín og ég veit að vel verður tekið á móti þér í fallega himnaríkinu þínu. Aðalheiður Sveinsdóttír Waage. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibj. Sig.) Þessi orð koma í huga minn er ég kveð kæra vinkonu mína Önnu Guðjónsdóttur. Önnu kynntist ég fyrst fyrir rúmum átta árum þegar leiðir okkar Sigga systursonar hennar lágu saman. Við höfðum ekki lengi þekkst þegar hann vildi kynna mig fyrir Önnu frænku í Hveragerði. Þau kynni voru eins mikils virði og að kynnast móður hans, enda mjög kært á milli Sigga og Önnu. Aldrei gleymi ég fyrstu heimsókninni í litla húsið þeirra Sigga og Önnu í Hveragerði. Siggi, maður Onnu, var þá á lífi en orðinn mikill sjúklingur, sem Anna hlúði að af kærleika. Hlýjan og gleðin sem mætti mér og mínum börnum var einstök og kaffið hennar Önnu var besta kaffið sem við Siggi feng- um. Oft var farið í Hveragerði til Önnu og oft var mikið spjallað um allt milli himins og jarðar. Anna var hreinskilin og laus við allan tepruskap, hún var ljúf og brosleit. Hún fylgdist vel með ættingjum og vinum alveg fram á síðustu daga. Hálfum mánuði áður en hún dó spurði hún mig um mín börn. Anna pijónaði mikið. Hún sá alveg um alla ullarsokka á Sigga frænda sinn í mörg ár. Eitt áttum við sameigin- legj;, að lesa mikið, aðallega ástar- sögur. Þá var spjallað um þær fram og aftur eftir lestur, og var oft mikið hlegið. Gaman var að heyra systurnar Gunnu og Önnu tala um gamla daga, ballferðir, reiðtúra og stráka. Þá var mikið hlegið og skot- ið á hvor aðra, jafnvel í bundnu máli. Lífið fór engum silkihönskum um Önnu, en hún hafði létt skap og góða heilsu sem skipti öllu máli. Anna mín, hafðu þakkir fyrir ógleymanleg kynni og alla hlýjuna sem þú gafst mér og mínum. Börn- um hennar, Jónu og Björgvin, og fjölskyldum þeirra, svo og öðrum aðstandendum sendum við fjöl- skyldan innilegar samúðarkveðjur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fýrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Kolbrún J. Sigurjónsdóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, HILMAR BJÖRGVIN INGVARSSON, Flétturima 13, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 12. desember kl. 13.30. Helga Kristjánsdóttir, B. Andrea Hilmarsdóttir, Hjörtur L. Jóhannsson, Ingvar B. Hilmarsson, Vilborg A. Ragnarsdóttir, Hilmar Þór Hilmarsson, Anita Sif, Björgvin Helgi, Daníel Þór. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför föður míns, fósturföður, tengdaföður, mágs, afa og langafa, SIGURÐAR SIGBJÖRNSSONAR, Stangarholti 16. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A3 á Hrafnistu fyrir góða umönnun. Þorsteinn B. Sigurðsson, Ingunn Sigurðardóttir, Guðmundur Elíasson, Ragnheiður Briem, Guðmunda Guðmundsdóttir, Elfn Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðar- för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJARNA NIKULÁSSONAR, Lyngheiði 9, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólk Sjúkra- húss Suðurlands. Sesselja Guðjónsdóttir, Kristjana Bjarnadóttir, Loftur S. Loftsson, Bragi Bjarnason, Sigrún Ásgeirsdóttir, Halldóra M. Bjarnadóttir, Ágúst Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Líl<l\istuvinnustofa Euvinclar Á tjvindar /~\pnasonar Stof na 325. nóv. 1899 ----♦------- Utfarafijónusta t Líffistusmíði —— ♦-------- Brautnjðjendur í 95. ár Vesturhlíð 7 ♦ Sími: 551 3485 ♦ Davíð Osvaldsson^ Heimasími: 553 9723
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.