Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 35
i
i
>
I
9
9
9
I
I
I
I
.1
I
I
;J
1
+ Vigfús Þráinn
Bjarnason
fæddist £ Böðvars-
holti í Staðarsveit á
Snæfellsnesi 26.
febrúar 1921. Hann
lést á heimili sínu í
Hlíðarholti 4.
desember síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá Búða-
kirkju 9. desember.
VIGFÚS Bjarnason er
látinn eftir stranga
sjúkdómsþraut, en
sjúkdómsins hafði
hann kennt í nokkur ár. Sjúkdómur-
inn hafði rénað á tímabili og nokkur
von um bata, en tók sig upp aftur
fyrir nokkru og varð ekki við ráðið
og leiddi til dauða.
Þráinn ólst upp hjá foreldrum sín-
um í Böðvarsholti og vann við bú
þeirra þar til hann hóf búskap sjálf-
ur og bjó í Böðvarsholti á móti for-
eldrum sínum fyrst um sinn og í
íbúðarhúsi þeirra þar til þau ungu
hjónin fengu land úr jörðinni Böðv-
arsholti og reistu nýbýli og byggðu
íbúðarhús í túnjaðrinum og kölluðu
Hlíðarholt. Framkvæmd við nýbýlið
hófst 1950 og var flutt í nýja húsið
1952. Seinna var það stækkað mikið
og er mjög rúmgott og vandað hús.
Brátt reisti Þráinn öll nauðsynleg
útihús á nýbýlinu, fjós, fjárhús og
heygeymslur, allt úr steinsteypu og
vandaðar byggingar, enda þurfa hús
að vera traust í Hlíðarholti, því að
oft hvessir á norðan í Staðarsveit.
Þá hófst hann handa um ræktunar-
framkvæmdir og kom upp stóru túni,
sem lengst af nægði til fóðuröflunar
fyrir allstórt bú. Svo segir í „Byggð-
ir Snæfellsness" 1977 um Hlíðar-
holt: tún 31,48 ha og áhöfn 11 naut-
gripir, 298 sauðfjár, 3 hross.“ Hefur
bæði ræktun og bústofn aukist nokk-
uð eftir það. Þráinn var mjög áhuga-
samur um alla búsýsiu og ræktun
jarðar og bústofns og snyrtimennska
í öndvegi, varðandi alla umgengni
við bújörð sína. í æsku naut Þráinn
aðeins náms í farskóla Staðarsveit-
ar, sem var að jafnaði tveir mánuðir
á vetri, fyrir börn á aldrinum 7-14
ára, en Þráinn mun ekki hafa byijað
í skóla fyrr en tíu ára. Ég undirritað-
ur var farkennari í Staðarsveit þegar
Þráinn var á barnaskólaaldri og
fylgdist vel með námi hans. Hafði
hann mjög góða námshæfileika og
naut sín vel í náminu, enda heimili
foreldra hans áhugasamt um að
börnin nytu þess náms sem völ var á.
Þegar Þráinn var 19 ára fór hann
til náms í Bændaskólanum á Hvann-
eyri og lauk búfræðiprófi eftir
tveggja vetra námsdvöl vorið 1942.
Eftir námsdvölina á Hvanneyri hélt
hann áfram að vinna á búi foreldra
sinna þar sem hann hóf sjálfstæðan
búskap, þá er hann kvæntist.
Snemma á ævi sinni tók Þráinn
þátt í félagsstörfum í sveit sinni,
fyrst í Ungmennafélagi Staðarsveit-
ar, sem var með talsverðar fram-
kvæmdir á þessum árum, var m.a.
að byggja samkomuhús í Hofgörðum
og unnu félagsmenn mikið í sjálf-
boðavinnu. Um 1960 var farið að
ræða um það í sveitinni að ráðast í
að byggja félagsheimili og skóla við
jarðhita á Lýsuhóli, en þar hafði
verið útisundlaug alllengi, sem ung-
mennafélagið hafði byggt, fyrst úr
torfi.
Eftir langvarandi athuganir og
margvíslegan undirbúning tókst
samvinna með félögum í sveitinni
um að hrinda verkinu í framkvæmd.
Þessi félög voru aðilar að fram-
kvæmdinni: Sveitarsjóður Staðar-
sveitar, Ungmennafélag Staðar-
sveitar og Kvenfélagið Sigurvon.
Verkið hófst 1965, en framkvæmdir
stóðu yfir í nokkur ár. Fyrsta sam-
koman í félagsheimilinu var haldin
29. desember 1968, með helgistund,
sem sóknarpresturinn séra Þorgrím-
ur Sigurðsson flutti og svo var hin
árlega barnaskemmtun, sem kvenfé-
lagið sá um.
Ungur var Þráinn kosinn í hrepps-
nefnd Staðarsveitar og
tók við oddvitastarfi
1957, og var oddviti
sveitarinnar samfleytt
til 1978. Það kom að
sjálfsögðu í hiut oddvita
sveitarinnar að hafa
forgöngu um fram-
kvæmd verksins við
byggingu félagsheimil-
isins. Það fullyrði ég,
sem náinn samstarfs-
maður Þráins, að hann
lagði sig mjög fram um
að verkið gengi vel.
Mikið var unnið í sjálf-
boðavinnu, bæði af
körlum og konum, en til þess að sú
vinna nýttist sem best, þurfti góða
stjórn á vinnunni og að skipuleggja
starfið fyrir hvern vinnudag. Þetta
var mjög krefjandi og fyrirhafnar-
samt starf og vissi ég að Þráinn
fórnaði mörgu dagsverki til þessara
framkvæmda á kostnað eigin bú-
sýslu, án nokkurrar greiðslu annarr-
ar en þeirrar ánægju að geta orðið
góðum málstað að liði.
Enn vil ég geta um starf sem
Þráinn lagði fram vilja sinn og at-
orku við, en það var við endurreisn
Búðakirkju. Foreldrar hans og ætt-
ingjar höfðu löngum sótt Búða-
kirkju, þar sem Böðvarsholt var á
sóknarenda Staðastaðarsóknar, en
Búðir svo að segja næsti bær. Mörg
börn Bjarnveigar og Bjarna voru
fermd í Búðakirkju og þau hjónin
hvíla þar í grafreitnum.
Búðakirkja var orðin mjög hrörleg
og ekki útlit fyrir að hún yrði endur-
reist, enda söfnuðurinn fámennur
og fjárvana. Þá hófst Þráinn handa
með aðstoð ýmissa áhugamanna og
einkum sóknarprestsins, séra Rögn-
valds Finnbogasonar, um að endur-
byggja kirkjuna og færa hana í upp-
runalegt form. Með aðstoð húsfrið-
unarnefndar var Hörður Ágústsson
fenginn með fullu samþykki þjóð-
minjavarðar til þess að taka að sér
hönnun verksins og við athugun á
gögnum í Þjóðminjasafni fundust
svo fyrstu skoðunargerðir kirkjunn-
ar, sem lýstu svo nákvæmlega gerð
hennar að ekki var áhorfsmál að
koma henni í upprunalegt horf. Um
þetta má lesa í „Yrkju“, afmælisriti
Vigdísar Finnbogadóttur 1990, þar
sem Hörður Ágústsson skrifar um
Búðakirkju. Kirkjan var færð nokk-
uð til og byggð á nýjum grunni.
Aðalumsjón með verkinu hafði Hörð-
ur Ágústsson, en smíðar allar vann
Haukur Þórðarson, húsasmiður frá
Ölkeldu. Mjög mikla aðstoð veitti
Þráinn af sínum brennandi áhuga
við að koma byggingunni upp. í
sambandi við færslu kirkjunnar var
grafreiturinn stækkaður, en kirkjan
er innan grafreitsins. Var hann girt-
ur með hlöðnum garði úr hraun-
gijóti. Er það mikið mannvirki. Þrá-
inn sá um það verk og stjómaði því
MINNINGAR
og vann sjálfur að hleðslunni að
stærstum hluta og var það mjög
krefjandi og erfitt verk.
Þá vann Þráinn að því að fá Búða-
sóknina stækkaða með því að færa
nokkur heimili vestast í Staðastaðar-
sókn til Búðasóknar. Var það sam-
þykkt af viðkomandi aðilum og kom-
ið til framkvæmda að færa sóknar-
mörkin austur að Bláfeldará. Við
það færðust sex heimili úr Staða-
staðarsókn í Búðasókn. Þráinn var
formaður Búðasóknar frá því að hún
var endurreist og til dauðadags og
sýndi henni sem öðrum störfum sín-
um mikla vandvirkni.
Þegar ég lít til baka yfir dvöl
mína í Staðarsveit í 53 ár, þá átti
ég óvenjulega iangt samstarf við
Þráin, fyrst sem nemanda minn í
barnaskóla og síðan við fjölmörg
félagsmál, en lengst og mest í sam-
starfi í hreppsnefnd og alltaf tókst
okkur að hafa góða samvinnu um
hin mörgu úrlausnarefni, sem við
þurftum að fást við fyrir sveit okkar
og samfélagið.
Þá minnist ég með hlýhug hans
ágæta heimilis, þar sem ríkti mikill
rausnarbragur hinnar myndarlegu
húsmóður, Kristjönu konu hans.
Mjög var gestkvæmt á heimili þeirra
hjóna, m.a. hélt Þráinn oddviti alla
fundi hrepsnefndarinnar á heimili
sínu, auk fjölmargra annarra sem
þurftu á þjónustu oddvitans að
halda. Var mjög mikil risna af hendi
leyst í sambandi við allt þetta, sem
hvíldi mest á herðum húsmóðurinn-
ar.
Að lokum vil ég færa eiginkonu,
börnum, barnabörnum og bama-
barnabarni, systkinum og öðrum
ættingjum og vinum innilega samúð
og bið guð að blessa þeim minning-
una um góðan og traustan vin.
Kristján Guðbjartsson.
Þegar mér barst andlátsfregn
góðs vinar og skólabróður setti að
mér sorg, en jafnframt þakklæti
fyrir einstaklega trygga og góða
vináttu. Það skal þó fram tekið að
andlát míns góða vinar kom mér
ekki á óvart, því að um langt tíma-
bil háði hann erfitt dauðastríð við
skæðan sjúkdóm. í byijun nýs
kirkjuárs kveður þessi væni drengur
sitt jarðlíf, því kirkjunnar maður var
hann í bestu merkingu þess orðs.
Við stöldrum við og skoðum líf okk-
ar jarðarbúa. Við erum eins og þær
lífverur sem blómstra og fella síðan
lauf sín til jarðar. Að heilsast og
kveðjast er hluti af lífsgöngu okkar.
Við komum í þennan heim, eldumst
og deyjum. Lífsbók okkar sýnir að
störf okkar eru mörg og mistjöfn
hér á jörð og við vinnum þau á mis-
mundi hátt, en öll lútum við því að
ganga loks yfir móðuna miklu án
mótmæla. Okkur er sköpuð þau ör-
lög.
Það var haustið 1941 sem leiðir
okkar Þráins lágu saman er ég hóf
nám við bændaskólann á Hvann-
eyri. Þá var Þráinn búinn að dvelja
þar einn vetur. Fljótlega varð ég
þess var að Þráinn var flestum þeim
kostum búinn sem prýtt gátu einn
Nýkomin sending
af frönsku
lömpunum
frá le Dauphin
HUSGAGNAVERSLUN
Síðumúla 20, sími 568 8799.
Opið í dag, sunnudag, kl. 14-16
VIGFÚS ÞRÁINN
BJARNASON
mann. Hann var frábær námsmaður
og félagslyndur, var og töluvert í
forgöngu félagsmála í skólastarfinu.
Við skólafélagar hans gátum alltaf
treyst honum. Hann lagði margt til
mála, athugaði tillögur sínar gaum-
gæfilega, rök hans voru traust, enda
því sjaldan mótmælt sem hann lagði
til. Áhugi hans á búskap og öllu því
sem þar mætti bæta leyndi sér ekki.
Hann var heilsteyptur maður sem
var bundinn jörðinni sterkum bönd-
um, til að yrkja hana og bæta.
Fljótlega eftir námið á Hvanneyri
stofnaði hann nýbýli sem hann
nefndi Hlíðarholt. Það var á þeim
árum þegar ræktunarbyltingin gekk
yfir sveitir lands okkar. Hann var
vormaður síns tíma, sá fram á nýja
braut og bættan hag þeirra sem við
landbúnað störfuðu. Skömmu eftir
heimkomu frá Hvanneyri var hann
kostinn í stjórn Búnaðarsambands
Snæfellinga. Þar naut hann þess að
sjá ávöxt hugsjóna sinna. Hann var
fljótur að hýsa myndarlega sína
nýju jörð og ræktun óx einnig hröð-
um skrefum. Mér detta í hug, þegar
ég hripa niður minningar um minn
ágæta félaga og vin, ýmis minnis-
stæð atvik sem of langt yrði að telja
í minningargrein. Þráinn var sá láns-
maður að eignast góðan lífsförunaut
sem er Kristjana Elísabet Sigurðar-
dóttir frá Hrísdal, einstök mann-
dóms- og gerðarkona á allan hátt,
enda alin upp í stórum systkina-
hópi, þar sem uppeldið var mótað
af stórhug og framsýni, þótt auður
í aurum væri ekki alltaf mikill.
Vinnusemi og trúmennska voru höfð
að leiðarljósi til þess að þessi stóri
mannvænlegi systkinahópur gæti
orðið landi og þjóð til heilla.
Ég var öllum ókunnugur þegar
ég kom á Snæfellsnes (minn góði
lífsförunautur er einnig úr Mikla-
holtshreppi). Fljótlega hitti ég Sig-
urð Kristjánsson bónda í Hrísdal,
sem þá var orðinn tengdafaðir Þrá-
ins. Hann sagði við mig eftirfarandi
orð sem lýsa vel einarðri hugsun
Sigurðar: „Ég veit mikið um þig,
hann Þráinn tengdasonur hefur gef-
ið mér svo fallega umsögn um þig.
Ég ætla bara að láta þig vita það,
að þessar stelpur sem þið hafið sótt
ykkur hingað í Miklaholtshreppinn
eru í fyrsta flokki sem búkonur. Ef
þið getið ekki orðið bjargálna bænd-
ur þá er það ykkur að kenna' en
ekki stelpunum." Þessum orðum
velti ég oft fyrir mér. Þráinn og
Kristjana hafa staðist þessa kröfu.
Um mig dæmi ég ekki.
Þráinn var um langt árabil odd-
viti sinnar sveitar. Öll þau störf vann
hann með sæmd. Þeir þættir í lífi
hans verða ekki raktir hér frekar.
í kirkjumálum má ekki gleyma
fórnfúsu starfi þeirra hjóna við end-
urbyggingu Búðakirkju. Þar hafa
þau reist sér minnisvarða sem ekki
verður gleymt.
Þar sem góðir menn fara, þar eru
guðsvegir. Þessi orð vil ég gera að
mínum. Ég hygg líka að margir taki
undir með mér þegar ég segi að
mér kemur Þráinn í hug þegar ég
heyri góðs manns getið því svo
reyndi ég hann að öllum hlutum.
Þráinn vinur minn var mikill ham-
ingjumaður í sínu einkalífi. Kona
hans studdi hann í öllu sem hann
tók sér fyrir hendur. Fjögur börn
þeirra bera vott um gott uppeldi og
drengskap. Þau hafa verið foreldrum
sínum sólargeislar í þeirra lífi.
Ég veit að fjölmenn sveit vina og
vandamanna mun fylgja honum síð-
asta spölinn. Stór er sá vinahópur
sem notið hefur margvíslegrar fyrir-
greiðslu Kristjönu og Þráins. Við
hjónin sendum konu hans og börnum
innilegar samúðarkveðjur. Guð
blessi minningu góðs vinar.
Páll Pálsson frá Borg.
• Fleiri minningargreinar um
Vigfús Þráin Bjarnason bíða birt-
ingar ogmunu birtast í blaðinu
næstu daga.
Sundakaffi
Til sölu veitingahúsiö Sundakaffi, Klettagöröum 1 viö Sundahöfn.
Rekstur, fasteign og allur tækjakostur og búnaöur.
Um er aö ræöa eftirsóttan veitingastaö sem er einstaklega vel tækjum búinn.
' Fullkomin veisluaö staða.
Uppl. á skrifst.
Opið í dag
kl. 13—15.
SUÐURLANDSBRAUT 4a, SÍMI 5680666
Hafnarfjörður - einstakt tækifæri
Versl.- og skrifstofu- og atvinnuhúsnæði
Höfum í einkasölu þetta glæsilega húsn. sem í dag er tæpl. tilb. u. trév.
Um er að ræða 1. hæð, verslunarhúsn. ca 650 fm, 2. hæð skrifsthúsn. ca
500 fm og kjallari, atvinnuhúsn. ca 650 fm. Innkeyrsludyr. Sameign frág.
Lóð malbikuð. Fráb. staðsetn. Traustur byggingaraðili. Selst í stórum
eða smáum einingum.
Nánari upplýsingar gefur Helgi á skrifstofunni.
Hraunhamar -fasteignasala,
sími 5654511.