Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 13
Þar var mælt með nokkurn veginn
sömu aðgerðum og Gajdar hratt í
framkvæmd. Javlínskíj hefur samt
tekist ágætlega að fírra sig allri
ábyrgð á því sem úrskeiðis hefur
farið og þjáningunum sem almenn-
ingur hefur þurft að sætta sig við
vegna hruns sovétskipulagsins.
Hann skákar í því skjólinu að hafa
ekki gegnt neinum trúnaðarstörfum
fyrir stjórn Jeltsíns sem hann lenti
upp á kant við 1991.
Jabloko fékk tæp 8% atkvæða í
síðustu kosningum til Dúmunnar
og samanlagt 20 sæti. Javlínskíj
gagnrýndi harðlega þá ákvörðun
Jeltsíns haustið 1993 að leysa upp
þingið og var andvígur því að for-
setanum skyldu falin svo mikil
völd sem stjórnarskrá Jeltsíns frá
desember 1993 mælir fyrir um.
Fyrir réttu ári var stofnuð Þjóð-
arhreyfing Jabloko til að breikka
grundvöllinn og ná betur til al-
mennings, smám saman hefur
Javlínskíj tekist að verða ótvíræður
forystumaður umbótasinna. Hann
nýtur einnig meira persónufylgis
en flestir aðrir stjórnmálaleiðtogar.
Þótt hann sé oft sakaður um hroka
hefur hann þann þokka sem er
forsenda þess að ná til fólks á sjón-
varpsskjánum. Mörgum líkar vel
ákveðni hans er stundum jaðrar
við ruddaskap.
Hvað sem líður árangri Javl-
ínskíjs og 58 flokksdeildum hans
um allt landið er ljóst að flokkur
hans er fyrst og fremst með rætur
í Moskvu. Jabloko skortir fé, gott
skipulag og reynslu til að verða
jafnoki kommúnistaflokksins sem
stendur vel að vígi úti á lands-
byggðinni.
Javlínskíj veit að það sem skipt-
ir máli er að komast í forsetastól-
inn í júní, þá yrði um alger um-
skipti að ræða. Þingkosningarnar
hyggst hann nota til að sýna öðrum
umbótasinnum fram á að hann sé
sá eini úr þeirra röðum sem hafi
einhverja möguleika í forsetakosn-
ingunum og þess vegna verði þeir
að fylkja sér um hann næsta sum-
Breytt forgangsröð
Hvaða breytinga mætti vænta
ef flokkurinn og Javlínskíj kæmust
í valdaaðstöðu? Markmiðið hlýtur
að vera að treysta umbæturnar í
sessi og þegar öllu er á botninn
hvolft yrði ef til vill hið sama upp
á teningnum ef kommúnistar sigr-
uðu. Þótt loforðin séu mörg og
hart deilt á ríkisstjórnina virðast
helstu stjórnmálaleiðtogar ólíklegir
til að snúa af braut markaðsvæð-
ingar. Meiri ástæða er til að óttast
að kommúnistar og öfgafyllstu
þjóðernissinnarnir gætu hugsað
sér að takmarka lýðræðið og ýmis
mannréttindi.
Jabloko yi!! breyta forgar.gsröð-
inni í efnahagsmálunum og hefur
sett fram allskýra stefnu í þeim
efnum. „Hvað snertir efnahags-
málin er mikilvægast fyrir okkur
að skapa sameiginlegt efnahags-
svæði Samveldisríkjanna [gömlu
Sovétríkjanna að Eystrasaltsríkj-
unum undanskildum], afnema ein-
okun í efnahagslífinu, auka sam-
keppni, koma á eðlilegum eignar-
rétti (fyrst og fremst á jarðnæði)
og sjá til þess að efnahagsumbæt-
ur byrji hjá grasrótinni, komi ekki
að ofan. Samheijar okkar í hinum
lýðræðisflokkunum vilja aðra for-
gangsröð," segir Javlínskíj.
Annar af leiðtogum Jabloko,
Vjateslav ígrúnkov, gengur lengra.
Hann telur „samherjana" stefna
að nýju skrifræði og sakar Gajdar
um tillitsleysi. „Flokkur Gajdars
setur ekki hagsmuni almennings á
oddinn,“ segir Igrúnkov. „Gajdar
barðist aldrei gegn einokunaröfl-
unum. Hann færði umráðaréttinn
yfir ríkiseignum í hendur skriffinn-
um sem eru einokunarsinnar. Aður
réð ríkisvaldið öllu og stöðvaði
verstu valdníðslu skriffinnanna.
Þessir skrifræðisseggir geta nú
gert það sem þeim sýnist, enginn
tekur í taumana.
Gajdar og menn hans veifuðu
GRÍGORÍ Javlínskíj, leiðtogi umbótaflokksins Jabloko.
GENNADÍ Sjúganov, leiðtogi kommúnistaflokksins endurreista.
lýðræðisslagorðum en sköpuðu
smám saman kerfi sem er verra
en það gamla. Skriffinnar eiga í
reynd nærri 90% af þjóðareign-
inni,“ segir ígrúnkov og bætir því
einnig við að draga verði úr kjara-
mun sem hefur vaxið geysihratt
síðustu árin.
Ljóst er af þessu að Jabloko
boðar ekki hreinræktaðan mark-
aðsbúskap en vill sterkt ríkisvald
er gæti hagsmuna hinna fátæk-
ustu. „Ríkið á að stjórna á þrem
sviðum: Menntamálum, ___________
heilbrigðismálum og ör-
yggismálum," sagði Javl-
ínskí á fundi með stúd-
entum í nóvember. Hin
hulda hönd markaðsaf-
lanna á ekki að verða allsráðandi
ef hann fær sínu framgengt. „Við
viljum einkum höfða til þeirra sem
umbótastefnan hefur komið illa
niður á en hafa samt ekki glatað
trúnni á að til sé leið út úr vandan-
um. Við höfðum til millistéttarinn-
ar, ekki síst þeirra sem fá laun sín
hjá ríkisvaldinu,“ segir Javlínskíj
en launagreiðslur ríkisins berast
seint og illa og veldur þetta oft
mikilli ólgu.
„Sjá ljósið á ný“
Jabloko boðar öfluga utanríkis-
stefnu sem sagt er að Vladímír
Lúkín, formaður utanríkismála-
nefndar Dúmunnar, sé aðalhöfund-
ur að. Hvergi er þó hægt að segja
að um öfgar sé að ræða og tekið
er fram að hagsmunagæsla á er-
lendum vettvangi verði að vera
Allir boða her-
skárri utan-
ríkisstefnu
innan eðlilegra takmarka og forð-
ast beri að efna til átaka. Bent er
á að þótt Rússar eigi að halda
góðu sambandi við Bandaríkin og
Vestur-Evrópu verði einnig að
rækta gamalgróin sambönd við
Mið- og Austur-Evrópulönd, Kína,
ríkin á Balkanskaga og Miðaustur-
lönd.
í utanríkismálum bendir allt til
þess að búast megi við breytingum
í þá átt að stefnan verði her-
skárri, hver sem nær völdum í
________ Rússlandi. Heita má að
einhugur ríki meðal
flokkanna um að stefna
beri að stóraukinni sam-
vinnu Samveldisríkj-
....... anna. Enginn flokkur
boðar þó að endurreisa skuli gamla
heimsveldið með valdi, jafnvel
Zhírínovskij segir að einkum skuli
beita fortölum og efnahagslegum
yfirburðum. Þjóðernissinnar leggja
einnig ofuráherslu á að réttinda
rússneskra þjóðarbrota í grann-
löndum verði gætt og ljóst er að
sú krafa á sér mikinn hljómgrunn.
Þingmaðurinn Arkadí Volskíj,
mikill áhrifamaður í iðnaði og
verkalýðsfélögunum, vill auka
tengslin við fyrrverandi leppríki
Sovétmanna í Austur- og Mið-Evr-
ópu. Hann segir að í Póllandi,
Ungveijalandi og Búlgaríu séu
ráðamenn „farnir að sjá ljósið“ á
ný og átta sig á því að hentugt sé
að hafa mikið og gott samstarf við
Rússa. Fyrrverandi kommúnistar
eru nú við völd í öllum þrem
löndunum.
Allar hvítar skyrtur
aðeins kr. 3.990
Kringlunni, s. 568 9980 - Laugavegi, s. 552 6860.