Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 29
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
AÐ KEMUR ALLTAF BET-
ur og betur í ljós, að einn
vænlegasti kosturinn í upp-
byggingu iðnaðar á íslandi er
að byggja á þeirri víðtæku
þekkingu, sem við búum yfir í
~fiskveiðum og vinnslu. Nokkur
fyrirtæki, sem hafa sérhæft sig
í iðnaðarframleiðslu, sem teng-
ist sjávarútvegi hafa náð mikl-
um árangri m.a. í útflutningi.
Eitt þessara fyrirtækja er Marel
hf., sem hefur sérhæft sig í
framleiðslu á tæknibúnaði fyrir
fiskiskip og fiskvinnslufyrir-
tæki.
í Morgunblaðinu í gær var
kynnt nýtt rannsóknar- og til-
raunaverkefni á vegum þessa
fyrirtækis, sem snýst um hönn-
un og gerð vélþræls fyrir fisk-
vinnslu. Hér er um að ræða
„alsjáandi" vélþræl, sem matar
hausunarvélar. Hingað til hefur
mannshöndin séð um þetta
verk.
Að baki þessa tækis liggur
mikil vinna. Sú vinna hófst fyr-
ir rúmum þremur árum og hef-
ur kostað um 300 milljónir
króna. Tveir þriðju hlutar þess
fjár koma frá sérstökum rann-
sóknarsjóði á vegum Evrópu-
sambandsins en þriðjungur
kemur frá innlendum aðilum,
Rannsóknarráði ríkisins, Iðn-
þróunarsjóði, Fiskveiðasjóði og
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
þremur ráðuneytum. Að auki
er Grandi hf. þátttakandi í verk-
efninu. Nýlega hefur verið gerð
úttekt á verkinu hjá fyrrnefnd-
um rannsóknarsjóði Evrópu-
sambandsins og er talið, að hún
lofi góðu um framhaldið.
Fleiri aðilar koma hér við
sögu. í samtali við Morgunblað-
ið í gær sagði dr. Geir A. Gunn-
laugsson, forstjóri Marels hf.,
m.a.: „Við erum í raun að tengja
saman tvenns konar tækni,
annars vegar myndtæknina og
hins vegar vélþrælatæknina, en
þar sem við höfum mjög tak-
markaða reynslu af vélþrælum
leituðum við eftir samstarfi við
Oxford Intelligence Machines í
Englandi, sem hefur mikla
reynslu á þessu sviði en afar
litla í myndgreiningu. Við sam-
einum því krafta okkar.“ Til
viðbótar hafa komið að verkinu
danska fyrirtækið Matcon, há-
skólinn í Bristol og gríska fyrir-
tækið Hitec.
Hönnun vélþrælsins er ekki
lokið en um stöðu verksins seg-
ir forstjóri Marels hf. í fyrr-
nefndu viðtali: „Enn er þetta
þróunarverkefni í okkar huga,
þótt árangur og mat dómnefnd-
ar sé ótvíræður og veki vonir.
Þær jákvæðu niðurstöður hljóta
að vera mjög ánægjulegar fyrir
þá starfsmenn okkar, sem unn-
ið hafa að verkefninu, en um
er að ræða fjóra menn undir
forystu Jóns Benediktssonar,
rafmagnsverkfræðings. Mat
dómnefndar gefur ótvírætt til
kynna að okkar starfsmenn eru
að vinna vinnu, sem er á heims-
mælikvarða. Þetta er ekki síður
viðurkenning fyrir Iðntækni-
stofnun, þar sem tæknileg verk-
efnisstjórnun heildarverkefnis-
ins var í höndum Ingvars Krist-
inssonar, verkfræðings á Iðn-
tæknistofnun. Þessar jákvæðu
undirtektir þýða það líka, að
von er á auknu fjármagni frá
Esprit (rannsóknarsjóði ESB -
innskot Mbl.) í framhaldi verk-
efnisins vegna þess, að staðið
hefur verið vel að verki og trú
manna er sú að varan eigi sér
góða markaðsmöguleika."
Dr. Hörður Árnason, þróun-
arstjóri Marels hf., lýsir hinu
nýja tæki m.a. með þessum orð-
um: „Þannig getur þessi vél-
þræll tekið upp fisk, sem liggur
á ýmsa vegu, í ýmsum stelling-
um, á færibandinu. Þetta er
nokkuð, sem aldrei hefur verið
reynt áður. Okkar vélþræll er
sjáandi með hjálp tölvusjónar-
kerfisins og þetta er einnig eini
vélþrællinn í heiminum sem
meðhöndlar heila fiska eða aðra
eðlissambærilega hluti, sleipa,
þunga og sveigjanlega. Aðrir
vélþrælar eru þannig úr garði
gerðir að þeir geta aðeins tekið
upp hluti, sem eru alltaf á sama
staðnum.“
Þegar horft er til framtíðar
gefur augaleið, að notkun vél-
þræla í fiskvinnslu opnar gífur-
lega möguleika á aukinni hag-
kvæmni í framleiðslu og rekstri
fiskvinnslufyrirtækja. Jafn-
framt er ljóst, að forysta okkar
íslendinga í hönnun og fram-
leiðslu slíkra tækja getur opnað
okkur mikla möguleika á sölu
þeirra víðs vegar um heim. Þess
vegna getur sú þróunarvinna,
sem nú er unnið að á vegum
Marels h£ hugsanlega skilað
allt að því ævintýralegum ár-
angri á næstu öld.
VÉLÞRÆLL
MARELS
OG SNÚUM
•okkur þá að
Marmara.
Aðalpersónan í leik-
ritinu, Robert Belford,
er hugsjón Kambans
holdi klædd. Þessi hug-
sjón á rætur í yfirmannlegum kröfum
Krists um að elska óvini sína. En þar
er lengra gengið fram í kærleika en
nokkurs staðar annars í trúarbrögð-
um, svo ég viti. Þegar við menn erum
annars vegar er slíkur boðskapur
meiri áskorun en nokkur maður af
holdi og blóði getur orðið við. Kamban
telur, þótt ótrúlegt sé, að morðingi
geti búið yfír meiri sálargöfgi og ver-
ið þjóðfélaginu hættuminni en sá sem
hefur ekki gert sig sekan um nein
lögbrot. Það sé ekki glæpurinn, sem,
máli skipti, heldur ódrengskapurinn.
Það sé hann sem saurgi anda manns-
ins og eyðileggi sál hans. Á forsendum
þessa boðskapar er Marmari málsvöm
fyrir morðingja skáldsins nær þremur
áratugum áður en hann var veginn.
Verkið er forspá um ógnlega atburði
síðari heimsstyijaldar.
Þetta ieiðir hugann að því að Kamb-
an hafði ekkert til saka unnið, þegar
hann mætti örlögum sínum andspænis
byssukjaftinum. Eitt helzta foriag
Þýzkalands hafði að vísu gefið út
Skálholt í glæsilegri þýzkri þýðingu
og við miklar og góðar undirtektir á
kreppuárunum og skáldið hafði svo
verið á mánaðarlaunum hjá þessu
sama forlagi til að skrifa nýja sögu,
Vítt sé ég land og fagurt, sem er sam-
in með hliðsjón af Eyrbyggju og Vín-
landssögunum. Auk þess hafði hann
unnið að kvikmyndahandriti fyrir
Grundgenz og átti myndin að fjalla
um Gösta Berlings sögu eftir Selmu
Lagerlöf. Það hafði einnig vakið grun-
semdir danskra andspymumanna að
Þjóðveijar vildu að Kamban yrði leik-
gágnrýnandi Politikens á stríðsárun-
um, - og þá ekki síður upplestur hans
í danska útvarpið á þýð-
ingum íslenzkra ljóða
sem síðar birtust í
Hvide Falke. Sitthvað
fleira varð svo einnig
til þess að örlögin söfn-
uðu glóðum elds að
höfði skáldsins, einsog Kristján Al-
bertsson hefur bent á. Sjálfur gerði
Kamban sér ljóst að hann var undir
smásjá og raunar í mikilli hættu eftir
að þýzki menningarfulltrúinn vildi fá
hann að Politiken.
HÖFUNDUR ROBERTS
• Belfords þekkti samtíð sína
og umhverfi. Og hann þekkti ekkisíður
hið rétta eðli mannsins, ofstæki hans
og einæði, en það orð notar hann í
leikritinu. Þar er íjallað um efni sem
minnir á setningu í Vítt sé ég land
og fagurt; að flekklaus skapgerð sé
æðsta og fágaðasta verðmæti lífsins,
einsog komizt er að orði. Það er ekki-
sízt vegna þeirra miklu og að sumu
leyti fjarstæðukenndu krafna um full-
komið siðferði og flekklausa skapgerð,
sem Marmari á undir högg að sækja
á sviöinu; boðskapurinn stýfír vængi
verksins. Ævintýrið, skáldskapurinn
gerir verk endingargóð. Boðskapur og
lífseigla listaverka fara ekki endilega
saman. Það er ævintýrið og skáldskap-
urinn sem hefja verk Shakespeares
yfír jarðbundið tímaskyn okkar.
Marmari hefur úrelzt einsog svipuð
verk, m.a. eftir Ibsen og Strindberg.
Ég sagði við'Helgu Bachmann, Marm-
ari er fremur bókmenntir en leiklist;
fremur til lestrar en sýningar. Hún
leiðrétti mig, eftirminnilega: Hann er
ekki hreyfílist(l) sagði hún. Þannig
fínnst mér leikrit Ibsens og Strind-
bergs ekki síður bókmenntaverk en
leiklist og því er dýrmætt að eiga þau
á bókum í vönduðum þýðingum Ein-
ars Braga.
Þessi raunsæisverk hafa lifað boð-
skapinn af þarsem fjallað er um per-
sónumar einsog fólk er, án þess það
sé málpípur - og trékalíar; og einnig
ljóðræn verk einsog Brandur og Pétur
Gautur. Tjekov lýsir fólki einsog það
var í umhverfí hans, en ekki einsog
það átti að vera eftir einhveijum
rússneskum eða. þjóðfélagslegum
kokkabókum. Ég skil vel Agnar Þórð-
arson sem metur hann öðrum skáldum
fremur. Skáldskapurinn er sannfær-
andi þrátt fyrir þetta undarlega og
mótsagnakennda yfírstéttarfólk á
sviðinu. Samt telur Kundera að Tjekov
hafí verið vondur höfundur. En Kund-
era gerir líka kröfur til að höfundar
séu alltaf að uppgötva eitthvað nýtt
í verkum sínum, þótt það sé nú ekki
beinlínis einkennandi styrkur hans
sjáifs. í lffinu eru engin ný sannindi
heldur nýjar og nýjar uppákomur,
hvaðsem fullyrðingum Kundera líður.
En það er víst rétt hjá honum að tóm-
leiki, sprottinn úr narkissisma eða
sjálfsdýrkun yfirborðslegs fjölmiðla-
þjóðfélags, er nægilegt tilefni þess
sjúkdóms sem hijáir samtíð okkar.
Lífið er spegill þarsem hver og einn
leitar sjálfs sín. Samt er hvarvetna til
þetta dýrlega fólk sem leitar að öðrum
og fínnur til með öðrum. En það nýtur
sín ekki í neinu þjóðfélagi. Allrasízt
þarsem boðskapurinn er partur af
sjálfsdýrkun. Mér er nær að halda að
Belford sé ekki vaxinn frá slfku þjóðfé-
lagi. Það er í senn vandamál hans og
umhverfisins. Verðmætin eru í okkur
sjálfum, samt eru flestir með hugann
við annað fóik. Samanburð; mannjöfn-
uð; skoðanakannanir. Og tímabundnar
vinsældir, þær eru ekki ákjósanlegt
veganesti til þroska og hugþrifa, þótt
stjómmálamenn og skemmtikraftar
séu háðir þeim. Við tölum ekki um
sáluhjáip vinsældanna, klíkunnar; eða
þjóðfélagsins. Við tölum um sáluhjálp
hvers og eins.
Menn herðast í eldi; sækja þrek í
andtízku sem gengur þvert á allar
vinsældir. Sækja þroska í andbyr.
HELGI
spjall
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 9. desember
IFYRRI VIKU BIRTIST HÉR í
Morgunblaðinu greinaflokkur
um þá byltingu, sem er að verða
í fjarskiptum í heiminum og
stöðu einkafyrirtækja, sem eru
í samkeppni við Póst og síma.
í stuttu máli leiddi þessi greina-
flokkur í ljós, að tímabært er,
að Alþingi og ríkisstjóm beiti
sér fyrir stefnubreytingu á þessu sviði.
í upphafi fyrstu greinar Morgunblaðs-
ins, sem birtist sunnudaginn 26. nóvember
sl. sagði: „Áhrifa fjarskiptabyltingarinnar
mun gæta um allan heim. Ný tækni upp-
hefur hindranir Qarlægðarinnar og tengir
útkjálka heimsins hringiðu atburða. Þessi
breyting kann að verða ein sú afdrifarík-
asta, sem mannkynið hefur gengið í gegn-
um til þessa. Alheimsþorpið er að verða
að veruleika. Fáum ætti að vera meiri
akkur í þvílíkri breytingu en þjóðum, sem
búa utan alfaravega, líkt og Islendingar.
Fáir velkjast í vafa um, að það muni skipta
sköpum um samkeppnisstöðu íslands á
alþjóðamarkaði og lífskjör hér á landi á
komandi ámm, hvort og þá hvemig okkur
tekst að höndla kosti fjarskiptabyltingar-
innar.“
Þessa byltingu upplifum við á hveijum
degi. Við tökum upp símann og hringjum
til nánast hvaða lands sem er. Það kostar
að vísu enn þá alltof mikið en á því verð-
ur væntanlega breyting á næstu ámm.
Nú er síminn líka orðinn hreyfanlegt tæki.
Starfsmanni á ritstjóm Morgunblaðsins lá
mikið á að komast í samband við sam-
starfsmann, sem var á ferð í Svíþjóð.
GSM-símakerfíð sá til þess að til hans
náðist í strætisvagni í Gautaborg! Við sitj-
um við tölvu og sendum orðsendingar inn-
an húss, á milli fyrirtækja og á milli landa
á auðveldari hátt en nokkum hefði órað
fyrir. Við sitjum við sjónvarp og fylgjumst
jafnvel með upphafí stríðsátaka í beinni
útsendingu, eins og gerðist í Persaflóa-
stríðinu, hvar sem við eram í heiminum.
Fjarskiptabyltingin er að gjörbreyta dag-
legu lífí okkar.
Hún snýst hins vegar um meira en tækni.
Fjarskiptabyltingin hefur leitt til mikillar
grózku í atvinnu og viðskiptum. Símafyrir-
tæki hafa yfírleitt verið í ríkiseigu eins og
hér. En á því er að verða gmndvallarbreyt-
ing. Athyglisvert er að sjá hvað Svíar era
framarlega í þeim efnum. Því er lýst í fyrstu
grein Morgunblaðsins sunnudaginn 26.
nóvember með eftirfarandi hætti: „Það var
um mitt ár 1993 að losnaði um hömlur á
rekstri fjarskiptafélags í Svíþjóð. Sam-
keppni hefur harðnað í kjölfarið, ekki sízt
hvað varðar fyrirtælq'aþjónustu. í maí sl.
stofnuðu BT, Tele Danmark og Telenor í
Noregi símafélagið Telenordia. Þessi sam-
steypa ráðgerir að veija tæpum 20 milljörð-
um króna til að verða næststærsta fjar-
skiptafyrírtæki Svíþjóðar. France Telecom
kynnti nýlega áætlun um að veija sem
svarar 10 milljörðum króna til að byggja
upp almenningssímaþjónustu í Stokkhólmi,
Gautaborg og Málmey. Þá er ekki síður
grózka í rekstri kapalfélaga, farsímafyrir-
tækja og svonefndrar „call-back“ þjónustu,
sem afgreiðir millilandasímtöl. Nú er talað
um, að 40 fyrirtæki í Svíþjóð sérhæfi sig
í afgreiðslu slíkra niillilandasímtala. Gjöld
fyrir millilandasímtöl hafa lækkað um ein
30% í kjölfarið og Telia (sem er sænska
símafélagið í opinberri eigu) hefur tapað
um þriðjungi markaðshlutdeildar á innan
við tveimur árum.“
í Þýzkalandi er stefnt að því að aflétta
einokun Deutsche Telekom AG á símaþjón-
ustu í árslok 1997. Ráðgjafar þýzku ríkis-
stjómarinnar leggja til, að einkaleyfí fyrir-
tækisins verði aflétt fyrr en til stóð í þeim
tilgangi að ýta undir aukna samkeppni og
nýjungar á sviði fjarskipta.
Á næstu 18 mánuðum er ætlunin að
eínkavæða símafyrirtæki í Austurríki,
Frakklandi, írlandi, Perá, Tyrklandi, Sri
Lanka og Venezúela. Á dagskrá er að
einkavæða símafyrirtæki í Belgíu, Grikk-
landi, Hollandi, Italíu, Spáni, Tékklandi,
Ungveijalandi, ísrael, Indónesíu og Suður-
Afríku.
Hér á íslandi hafa umræður um þetta
mikla mál ekki komizt svo langt. Halldór
Blöndal, samgönguráðherra, hefur hins
vegar lagt áherzlu á að breyta rekstrar-
formi Pósts og síma í hlutafélag og jafn-
framt er verið að skipta fyrirtækinu upp
í tvær rekstrareiningar að fyrirmælum
Samkeppnisstofnunar, þ.e. í samkeppnis-
svið og einkaleyfíssvið. Almennar og víð-
tækar umræður um stefnumörkun í íjar-
skiptamálum hafa hins vegar ekki farið
fram að ráði fyrr en nú, hvorki á Alþingi,
í fjölmiðlum eða á öðram þeim vettvangi,
þar sem slíkar umræður fara fram. Það
er hins vegar mjög tímabært að þær hefj-
ist af fullum krafti. Eins og Morgunblaðið
hefur ítrekað bent á era atvinnuumsvif
íslenzka ríkisins ekki að minnka heldur
stóraukast, ekki vegna ásetnings þar um
heldur hins, að stjómmálamennirnir hafa
ekki veitt því eftirtekt hvað þróunin er
gífurlega hröð á fjarskiptasviðinu og um-
svif Pósts og síma í samræmi við það.
NÚ ER ÁSTÆÐA
til að taka fram, að
Póstur og sími hef-
ur staðið sig mjög
vel í að fylgja
tækniþróuninni eft-
ir og innleiða hana
hér. Oft liggja ríkis-
fyrirtæki undir gagnrýni fyrir sofandahátt
og tregðu til að taka upp nýjungar. Því.
fer fjarri, að það eigi við um Póst og síma.
Fyrirtækið er sennilega mjög vel rekið og
vakandi fyrir öllum nýjungum og forsvars-
menn þess fljótir að tileinka sér þær og
bjóða viðskiptamönnum upp á að hagnýta
sér nýja tækni.
Löng reynsla bæði hér og annars staðar
sýnir hins vegar, að það skiptir engu, hvort
um er að ræða einokunarfyrirtæki í eigu
ríkis eða einkafyrirtæki með yfírburða
markaðsstöðu; slík fyrirtæki hafa nánast
ósjálfráða tilhneigingu til að kæfa sam-
keppni í fæðingu og ýta keppinautum út
af markaðnum, ef þau hafa tækifæri til.
Póstur og sími er svo yfírþyrmandi aðili á
fjarskiptamarkaðnum, að lítil einkafyrir-
tæki fá ekki þrifízt í skugga þessa risa.
Og ef miðað er við reynsluna í öðram lönd-
um kemur það bæði í veg fyrir lækkað
verð á þjónustu til neytenda og að þessi
atvinnugrein fái að vaxa og dafna eins og
hún gæti og gerzt hefur annars staðar, þar
sem ríkiseinokun hefur verið afnumin.
Lýsingar forsvarsmanna nokkurra lít-
illa einkafyrirtækja, sem eru að keppa
við Póst og síma og birtust hér í blaðinu
á miðvikudag og fimmtudag í fyrri viku
era ótrúlegar. Fyrstu ár farsímakerfisins
seldi Póstur og sími ekki farsíma. En
þremur árum eftir að það var komið á,
hóf þetta ríkisfyrirtæki sölu á farsímum
og náði á skömmum tíma 70% af mark-
aðnum! Talsmenn Pósts og síma hafa
sagt, að þá fyrst hafi farsímar lækkað í
verði á íslandi, þar sem þeir vegna stærð-
ar hafi náð hagkvæmum samningum.
Talsmenn einkafyrirtækjanna segja, að
það sé rangt heldur hafi Póstur og sími
komið inn á markaðinn, þegar verð var
að falla um alla Evrópu.
Þórður Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Hátækni hf., segir að fyrirtæki hans
verði að inna af hendi mikla sjálfboðavinnu
fyrir Póst og síma vegna skráningar far-
símanotenda og innheimtu stofngjalda, sem
kaupmenn beri ábyrgð á, að séu greidd.
Leitað var eftir því við Póst og síma að
greidd væri þóknun fyrir þessa vinnu. Svar-
ið var, að kaupmönnunum væri velkomið
að vísa þessum viðskiptamönnum til Pósts
og síma! Og Þórður bætir við: „Þeir vita
nákvæmlega hvað við erum að selja dag
frá degi en við fáum aldrei upplýsingar um
hvað þeir era að gera. Þótt þeir segist aldr-
ei skoða þessar skýrslur skiptir það ekki
máli. Þeir hafa þessar upplýsingar.“
Kristján Gíslason, framkvæmdastjóri
Radíómiðunar hf., lýsir því í samtali við
Morgunblaðið, hvernig þetta ríkisfyrirtæki
hafi reynt að ná af fyrirtæki hans umboði
Póstur og
sími og
einkafyrir-
tækin
fyrir farsíma. Hann segir hér í blaðinu 29.
nóvember sl.: „Það var á símasýningu, að
fjórir fulltrúar Pósts og síma komu í bás-
inn hjá Dancall og sögðust vilja kaupa 500
þráðlausa síma. Þetta var rætt við mig
og ég samþykkti, að þessi viðskipti færu
fram gegn því, að ég fengi lítilsháttar
umboðslaun. Póstur og sími hafnaði því
og sagðist ekki verzla í gegnum milliliði,
þeir vildu milliliðalaus viðskipti eða engin.
Það varð ekki af kaupunum og persónuleg
vinátta mín við forstjórann bjargaði því,
að ég missti ekki umboðið.“
Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri
Símvirkjans-Símtækja hf., lýsir samkeppn-
isstöðu síns fyrirtækis með þessum orðum:
„Fyrir tveimur áram fór Símvirkinn-Sím-
tæki hf. að flytja inn símboðakerfi af nýrri
gerð. Þessi boðtæki vora frábragðin eldri
tækjum að því leyti að hægt var að nota
sama símanúmer fyrir 99 símboðatæki og
samt hægt að hringja sérstaklega í hvert
og eitt tæki. í því kerfí, sem P&S hafði
komið upp þurfti að greiða stofngjald og
afnotagjald fyrir hvert boðtæki. í nýja kerf-
inu frá Símvirkjanum-Símtækjum hf. þurfti
bara að greiða eitt stofngjald og eitt afnota-
gjald fyrir allt að 99 boðtæki. Að sjálf-
sögðu þurfti eftir sem áður að greiða fyrir
hvert skipti, sem hringt var í þessi boðtæki.
Fljótlega fékk Símvirkinn-Símtæki hf.
bréf frá P&S þar sem þeir gerðu athuga-
semdir og áskildu sér allan rétt í þessu
sambandi. Um tíma gerðist ekkert þar til
allri gjaldskránni fyrir boðtæki var breytt.
Þá gátu menn farið að nota þau boð-
tæki, sem P&S og fleiri höfðu verið að
selja en borga það sama og greitt var
með þeirri tækni, sem Símvirkinn-Sím-
tæki hf. bauð upp á.“ Síðan segir í frá-
sögn Morgunblaðsins:,, Þeim hjá Símvirkj-
anum-Símtækjum hf. þykir þetta lýsandi
dæmi fyrir samkeppnisstöðuna. P&S, sem
ræður yfir símakerfinu getur snúið gjald-
skránni eftir því, sem stofnuninni hentar
hveiju sinni.“
Dagný Halldórsdóttir, framkvæmda-
stjóri Skímu ehf., rekur fyrirtæki, sem
hefur sérhæft sig í tölvupóstþjónustu og
býður einnig upp á Alnetsþjónustu. Hún
segir í samtali við Morgunblaðið 30. nóv-
ember sl., að helztu keppinautar hennar
séu tvö opinber fyrirtæki, Póstur og sími
og Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkur-
borgar. Hún bendir á, að Póstur og sími
reki X.25 gagnaflutningsnetið og háhraða-
netið, sem er grannur fyrir X.400 tölvu-
póstþjónustu, sem Skíma veitir en auk
þess rekur Póstur og sími slíka tölvupóst-
þjónustu í samkeppni við Skímu. Dagný
Halldórsdóttir segir um stöðu Pósts og
síma: „Þótt dregið hafi úr einokun síðustu
ár hafa þeir stöðugt styrkt stöðu sína og
verið að færa út kvíamar. Þeir hafa fylgt
eftir öllum nýjum tækifærum til fjarskipta-
þjónustu án þess að skilja nokkurs staðar
eftir smugu fyrir aðra.“
Fyrirtækið NAT hf. lagði inn umsókn í
samgönguráðuneytið um leyfí til að reka
GSM-símakerfi fyrir tæpu ári. Yngvi Harð-
arson, stjómarformaður fyrirtækisins, seg-
ir í samtali við Morgunblaðið 30. nóvem-
ber sl., að svar hafí ekki borizt. Evrópu-
sambandið er að gefa út tilskipun um sam-
keppni í farsímarekstri frá 1. janúar nk.
í flestum löndum Evrópska efnahagssvæð-
isins geta notendur GSM-símaþjónustu
valið á milli þjónustuaðila._ Af 18 ríkjum
sem aðild eiga að EES er ísland hið eina,
sem hefur ýmist ekki nú þegar veitt öðrum
aðilum leyfi til að reka GSM-þjónustu eða
tekið ákvörðun um að veita slíkt leyfi.
Yngvi Harðarson segir, að gerist ekkert í
afgreiðslu á umsókn fyrirtækisins á næst-
unni muni það hugsanlega leita til umboðs-
manns Alþingis.
Þessar reynslusögur forsvarsmanna lít-
illa einkafyrirtækja, sem era að reyna að
keppa við Póst og síma, eru athyglisverðar
og þá ekki sízt, að slíkar sögur skuli sagð-
ar við lok þessarar aldar, þegar almenn
pólitísk samstaða er um að ríkisrekstur
eigi ekki lengur heima í atvinnulífínu.
Afli risans á íslenzka fjarskiptamarkaðn-
um er beitt með margvíslegum hætti til
þess að koma í veg fyrir að einkafyrirtæki
geti haslað sér völl að nokkra ráði. Og
þessi risi er í eigu íslenzka ríkisins.
Frelsi í fjar-
skiptum
ÞAÐ ER BRYN
nauðsyn að fram
fari á Alþingi víð-
tækar umræður um
stefnubreytingu á
þessu sviði. Á spástefnu Stjörnunarfélags
Islands sl. þriðjudag kom Hörður Sigur-
gestsson, forstjóri'Eimskipafélags íslands
hf., inn á þessi mál og sagði: „Það er skoð-
un mín, að í markvissum áföngum eigi
ríkisvaldið að draga sig út úr þessum
rekstri. í mörgum nágrannalöndum, þar
sem ríkið hefur hætt rekstri símaþjónustu
hefur kostnaður lækkað um 25-30%.“
Þetta er rétt. Þetta á að vera megin-
stefna íslenzka ríksins. Enginn gerir kröfu
til þess að fyrirtækinu Pósti og síma verði
skipt upp og/eða einkavætt í einu vet-
fangi. En þetta á að gera í „markvissum
áföngum", eins og forstjóri Eimskips sagði
og sú stefnumörkun þarf að fara fram
með einum eða öðram hætti á Alþingi.
Sú ákvörðun samgönguráðherra að gera
Póst og síma að hlutafélagi getur verið
fyrsta skref í þá átt en aðeins fyrsta skref.
Skipting fyrirtækisins í samkeppnissvið og
einkaleyfissvið er vandræðalausn og ekki
tráverðug fyrir markaðinn. Nauðynlegt er
að hafa fullt samráð við helztu forsvars-
menn Pósts og síma annars vegar og tals-
menn einkafyrirtækjanna hins vegar um
nýja stefnumörkun á sviði fjarskipta. Eðli-
legt gæti verið sem fyrstu skref að Póstur
og sími hætti alveg að selja notendabúnað
í samkeppni við einkafyrirtæki, hætti að
veita þjónustu, sem einkafyrirtæki veita en
leggi í þess stað áherzlu á rekstur og upp-
byggingu grannkerfanna. Jafnframt er eðli-
legt og sjálfsagt að veita fleiri aðilum leyfí
til að reka GSM-símakerfí hér á landi.
Ný stefnumörkun á fjarskiptasviðinu er
ein stærsta pólitíska ákvörðun, sem Al-
þingi og ríkisstjóm standa frammi fyrir
um þessar mundir. Fyrirsjáanlegt er að
stóraukið frelsi á þessu sviði mun hafa í
för með sér mikla grózku og aukin umsvif
í viðskiptalífínu. Frelsi í fjarskiptum getur
átt ríkan þátt í auknum hagvexti og fram-
förum á næstu árum.
„Þessar reynslu-
sögur forsvars-
manna lítilla
einkafyrirtækja,
sem eru aö reyna
að keppa við Póst
og síma, eruat-
hyglisverðar og
þá ekki sízt, að
slíkar sögur skuli
sagðar við lok
þessarar aldar,
þegar almenn
pólitísk samstaða
er um að ríkis-
rekstur eigi ekki
lengur heima í
atvinnulífinu. Afli
risans á íslenzka
fjarskiptamark-
aðnum er beitt
með margvísleg-
um hætti til þess
að koma í veg fyr-
ir að einkafyrir-
tæki geti hazlað
sér völl að nokkru
ráði. Og þessi risi
er í eigu íslenzka
ríkisins.“