Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ í Morgiinblaðið/Ásdís RÚNAR Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tæknivals hf., var eini starfsmaður fyrirtækisins fyrir 10 árum. Nú vinna 125 manns hjá Tæknivali hf. og fyrirtækið mun velta um 1,5 miHjörðum í ár. Tæknin vinnur fyrir okkur vmsam/fflvnmuuF Á SUNNUDEGI ►RÚNAR Sigurðsson, framkvæmdastg óri Tæknivals hf., fæddist í Hafnarfirði 1955 og ólst þar upp. Að loknu gagnfræðaprófi frá Flensborg lærði hann rafvirkjun við Iðnskólann í Hafnar- firði. Rúnar fór síðan í undirbúnings- og raun- greinadeild Tækniskóla Islands. Hann lauk námi í rafmagnstæknifræði á sjálfvirknisviði frá tækni- háskólanum í Óðinsvéum, Odense Teknikum, árið 1980. Að námi loknu starfaði Rúnar hjá tölvu- deild Kristjáns Ó. Skagfjörð og kenndi við Iðn- skólann í Hafnarfirði og Tækniskóla íslands þar til hann stofnaði Tæknival hf. árið 1983 ásamt Eiríki Þorbjörnssyni tæknifræðingi. Rúnar er kvæntur og á þrjú börn. Morgunblaðið/Ásdís Eftir GuSno Einorsson ÞESSIJ ári mun Tækniv- al hf. velta um 1.500 milljónum króna og útlit er fyrir um 75 milljóna króna hagnað fyrir skatta. Þetta er 50% aukning á veltu og tvöföld- un á hagnaði frá því í fyrra. Fyrir 10 árum var Rúnar Sigurðsson framkvæmdastjóri eini starfsmað- ur fyrirtækisins en nú vinna þar 125 manns. Hverju þakkar Rúnar góðan árangur? „Þessi öra uppbygging er ekki unnin af einum manni. Þetta bygg- ist á því að hafa gott fólk með sér og jákvæðan starfsanda í fyrir- tækinu, nánast baráttuanda. Hver og einn ber mikla ábyrgð og á sinn hlut í vextinum. Þegar litið er til baka hefur allt gengið upp á réttum tíma. Þróunin í sölumál- unum, sameining við önnur fyrir- tæki, tilkoma nýrra hluthafa og meira að segja húsnæðismálin. Þegar við höfum þurft að stækka við okkur hefur alltaf losnað pláss hér í húsinu,“ segir Rúnar. Tæknival hf. er til húsa í Skeif- unni 17. Fyrirtækinu er skipt í níu deildir. Á jarðhæð eru tölvusölu- deild, rekstrarvörudeild, iðnstýri- deild, þjónustudeild, heildsala og innkaupadeild og vörugeymsla. A 2. hæð eru skrifstofur, hugbún- aðardeild og fjármáladeild og mötuneyti á 3. hæð. BT tölvur eru til húsa að Grensásvegi 3. Fyrirtækið hefur einbeitt sér að sölu og þjónustu á heildarlausnum á sviði hugbúnaðar og vélbúnaðar fyrir stærri og minni fyrirtæki. Það selur einkatölvur, rekstrarvör- ur og fylgihluti, staðbundin No- vell kerfi, víðnet og iðnstýringar. Mjór er mikils vísir Tæknival hf. var stofnað til að selja iðnstýringar, það er tölvu- búnað sem stjórnar og hefur eftir- lit með framleiðsluferlum í iðnaði. Salan var dræm, bæði var markað- urinn mjög takmarkaður og þeir félagar á undan sinni samtíð með þennan búnað, að mati Rúnars. Þar kom að Rúnar keypti hlut Eiríks Þorbjömssonar í fyrirtæk- inu árið 1985. Sala á einkatölvum var að hefj- ast fyrir alvöru á þessum árum. Harðir diskar voru ekki sjálfsagðir fylgihlutir eins og nú og flestar tölvur notuðu disklinga fyrir forrit og gögn. Til að hafa í sig og á fór Rúnar að flytja inn og selja disk- linga, prentborða og aðra fylgi- hluti fyrir tölvur. Til að byrja með seldi hann aðallega beint til fyrir- tækja. Viðskiptin gengu svo vel að á tímabili var Tæknival hf. með um 90% af þessum markaði hér á landi. Á góðum stundum er gjarn- an rifjað upp að hinar eiginlegu höfuðstöðvar Tæknivals á þessum tíma vom í gulum Volvobíl sem Rúnar notaði til að aka á milli fyrirtækja að selja þeim tölvuvör- ur. Iðnstýringarnar fóm líka að taka við sér og Tæknival hf. fékk verkefni á því sviði í Danmörku. Á tímabili unnu þar 2-3 starfs- menn á vegum fyrirtækisins við iðnstýringar og hér heima 5 starfs- menn. Þessi umsvif á sviði iðnstýr- inga og sala rekstrarvara og fylgi- hluta tölva lögðu gmnninn að vel- gengni Tæknivals hf., að sögn Rúnars. í dag starfa 8 manns við iðnstýringar hjá fyrirtækinu. Það hefur nýlega útvegað stýri- og eftirlitsbúnað fyrir nýja rækju- verksmiðju á Húsavík og í Hnífs- dal svo nokkuð sé nefnt. Einmenningstölvur í sigurgöngu Árið 1989 fór Tæknival að flytja inn einmenningstölvur og íhluti á borð við diska og mótöld frá risa- fyrirtækinu Hyundai í Suður- Kóreu. „Það má líkja innflutningn- um á Hyundai tölvum við óslitna sigurgöngu," segir Rúnar. „Stund- um höfum við ekki annað eftir- spurn. Hyundai tölvur hafa um 28% markaðshlutdeild í einkatölv- um. Við seljum fleiri tölvutegund- ir, en Hyundai er um 90% af tölvu- sölunni hjá okkur.“ Að sögn Rúnars virðist ekkert draga úr tölvuvæðingu íslendinga. Hann segir að Tæknival muni selja um 5.500 einkatölvur á þessu ári. BT tölvur eru með rúm 10% af því. í fyrstu ríkti ákveðin tortryggni gagnvart Hyundai og að tölvumar vom frá Suður-Kóreu. Rúnar seg- ir að Hyundai hafi löngu unnið sér traust hér á landi. Lykillinn að því trausti sé fyrirtækið og þjónustan sem stendur þar að baki. „Aðal- markmið okkar er að veita góða þjónustu," segir Rúnar. Efling við sameiningu Tæknival hf. hefur tvisvar sam- einast öðrum fyrirtækjum. Árið 1991 var hugbúnaðarfyrirtækið Hugtak hf. sameinað Tæknivali. Hugtak hf. hafði sérhæft sig í gerð hugbúnaðar fyrir sjávarút- veginn og er það grunnurinn að öflugri hugbúnaðardeild Tækniv- als hf. Við þessa sameiningu varð ákveðin stefnubreyting hjá fyrir- tækinu. Nú'var lögð aukin áhersla á að bjóða viðskiptavinum heildar- lausnir hvað varðaði hugbúnað og vélbúnað. Árið 1992 rann Sameind hf. saman við Tæknival hf. Við það jókst vöraúrvalið og viðskiptavina- hópurinn stækkaði til muna. Tæknival hf. var nú orðið eitt af stærstu fyrirtækjum landsins í tölvugeiranum. Þetta ár var að- ýmsu leyti erfitt, samkeppni harðnaði og tap varð á rekstrinum. Við því var bragðist með endur- skipulagningu frá grunni og starfsmönnum var fækkað. Þessir erfiðleikar reyndust tímabundnir og reksturinn komst fyrir vind. Tæknival efndi til sam- starfs við Hewlett-Packard á ís- landi og við það jukust möguleik- amir til að bjóða heildarlausnir í tölvumálum. í dag leggur Tæknival áherslu á heildarlausnir. „Við bjóðum Concord upplýsingakerfi sem halda utan um allan rekstur fyrir- tækisins," segir Rúnar. „Áður fyrr var nóg að hafa fjárhagsbókhald en upplýsingakerfí á borð við Concord eru miklu yfirgripsmeiri. Kerfið heldur utan um pantanir, söluna, birgðahaldið, verkstýr- ingu, áætlanir og vaktar verkefnin sem eru í gangi. Upplýsingamar flytjast yfir í fjárhagsbókhaldið, birgðabókhaldið og sölukerfið eftir því sem við á. Við seljum þekkingu á því hvernig hægt er að tvinna saman alla rekstrarþætti fyrirtæk- isins og láta þá vinna saman.“ Concord hugbúnaður er danskur að upprana en hefur verið lagaður að íslenskum aðstæðum. Að sögn Rúnars nota um 200 íslensk fyrir- tæki Concord hugbúnað. Almenningshlutafélag Þegar Sameind hf. var samein- uð Tæknivali hf. var ákveðið að gera fyrirtækið að almennings- hlutafélagi. Fjárfestar og fyrir- tæki á borð við Eignarhaldsfélag Alþýðubankans, Þróunarfélag ís- lands og Opin kerfi hf., komu inn og eiga nú um 45% hlutafjár. Þeir Rúnar Sigurðsson og Ómar Örn Ólafsson tæknistjóri Tæknivals hf., eiga samtals um 24% hluta- ijár. Meðal annarra stórra hlut- hafa má nefna Auðlind og Mata. Hluthafar _eru 86 og hlutafé 100 milljónir. I ársbyijun var gengi hlutabréfa 1 en er nú 1,9. Að sögn Rúnars hefur innkoma nýrra hlut- hafa styrkt innviði fyrirtækisins. Engin ákvörðun verið tekin um frekari aukningu hlutafjár, en vænta má ákvörðunar þar að lút- andi í upphafi næsta árs. Starfsfólkið er dýrmætast Rúnar segir að dýrmætasta eign Tæknivals hf. felist í góðu starfs- fólki. Hann leggur mikla áherslu á að byggja upp góðan starfsanda. Hver starfsmaður fær starfs- mannahandbók þar sem rakin er saga fyrirtækisins, fjallað um vinnustaðinn og vinnutíma, launa- greiðslur og orlof, uppsagnarfrest og trúnaðarmenn, tryggingar starfsmanna, ferðareglur og dag- i I ) ) ) ) ) í )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.