Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 i I HÚSIÐ á Héðinshöfða, þar sem Einar Ben. bjó á unglingsárum. Menningarpunktar að norðan Tommi og Jenni Ljóska i mpphafc bessa..' fjdr/ÍMSdrs /d-fadc- £q Lofado þt/i nn/rC pcn/ngar kærn t/. inn-Ojteghélt (Hélt faqrn- ) r Loforbiá.7 Ferdinand REHLnik Æ Smáfólk WHY ARE THEY 6IVIN6 ME A TRAFFIC REPORT? I PÖN'TOWN ACARÍ I CAN'T EVEN PRIVE A CAR! Af hverju eru þeir að gefa mér umferðarskýrslu? Eg á ekki bíl! Ég kann ekki einu sinni að aka bíl! Til hvers þarf ég um- Nú, ég... ferðarskýrslu? Geturðu útskýrt það? Það er alltaf að koma eitthvað fyrir sem eng- inn getur útskýrt... Frá Steingrími St. Th. Sigurðssyni: ORÐIÐ menning er býsna ofnotað og stundum svo mjög, að manni getur klígjað við, einkum af þeim, sem aldrei hafa kynnzt menningu í raun. Fyrir norðan á Húsavík, nánar tiltekið á svæðinu frá Laxa- mýri, sem er aðalssetur og að Mán- árbakka á Tjörnesi, er menning í verki, ekki sýnd eða uppskafnings- háttur. Safnahúsið á Húsavík er slíkur sómi fýrir þetta umrædda svæði og raunar alla sýsluna, að það er ómaksins vert að koma norður til að skoða það og njóta þess. Það er ljómi yfir því og kraftur og minnir einna helzt í vissum skilningi á andann í Ijóðum Einars Ben, sem er sagður hafa búið að kraftgjöf- inni frá Héðinshöfða (þar þróaðist meðal annars skáldskapamáttúra hans) en Héðinshöfði var sýslu- mannssetur, og þar byggði Bene- dikt Sveinsson sýslumaður faðir Einars forláta hús, sem enn stend- ur, reist 1880. Það er hlaðið úr höggnu gijóti, sem er tekið úr Reið- arárgili, stutt frá bænum Héðins- höfða. Búið var í þessu gamla sýslu- mannshúsi til 1974, en sá, er síðast var ábúandi þess, er bóndinn í Héð- inshöfða, Jónas Bjarnason. Hann er þremenningur við Matthías Bjamason og náskyldur Jónasi frá Hriflu. Harðduglegur maður - vinn- ur myrkranna á milli að búinu og rær auk þess til fiskjar. Jónas vill láta viðhalda húsinu, sem Einar Ben bjó í fram yfir tvítugt frá fimmtán til sextán ára aldri. Húsið er frið- lýst, en eitthvað er í veginum. Fátt mundi dýpka skilning á andagift Einars meira en fullkomið viðhald á þessu bráðfallega húsi, sem er eins og fögur myndlist. Jónas bóndi sýndi kvistherbergið, þ&r sem Einar er sagður hafa iðulega fengið hug- Ijómun í yrkingar: Þessi sérstaka reisn, sem er yfír útsýninu þarna (smbr. nafni á einni ljóðabók E. Ben. Hafblik) og þá ljóðið Útsær. Héðinshöfði er fyrir opnu hafí og þess vegna tengdur eilífðinni, og því enginn dauði þar. Hvers vegna í ósköpunum taka ekki þeir, sem ráða yfír menningarleifum íslend- inga sig til og ráðast nú í að bjarga þessu magnaða húsi á Héðinshöfða frá tortímingu og gleymsku. Einar Ben var álíka mikill andi og Shake- speare (er þó lítt kynntur í skólum landsins, að minnsta kosti snöggt- um minna en ýmsir úrkynjaðir skáldlingar, sem vegna annarlegra stjómmálaskoðana eiga upp á pall- borðið hjá mörgum af kennarastétt- inni og hjá svonefndum „bók- menntagagnrýnendum"). Það hefur verið sagt um Knut Hamsun norska stórrithöfundinn, að höfundar á borð við hann fæðist ekki nema einu sinni á tvö hundruð árum. Sama má segja um E. Ben. Leikurinn á fögrum nóvember- degi (sunnudegi) hafði borizt frá Laxamýri. Þar er aristokratísk reisn. Kvöldið áður hafði sá slyngi og skemmtilegi vinur Doktor Gunn- laugur Þórðarson verið hittur að máli í slotinu Kaldbak, þar sem dóttir hans Snædís sýslumannsfull- trúi og leikkona og eiginmaður hennar Siguijón Benediktsson tannlæknir búa einkar listrænt í endursköpuðum sveitabæ, svo smekklega, að það líkist ævintýri: Tijárækt, gijóthleðsla á la sá franskmenntaði Dr. juris Gunnlaug- ur, sem e_r engum líkur í hugsjón fegurðar. í hug flugu þessar ljóðlín- ur eftir Keats: „A thing of beauty is a joy forever", „hið fagra er eilíf gleði“. (Lausl. þýð.) Hótel er á Húsavík, gerðarlegt og með andrúmsloft. Það er vin- sælt fyrir ráðstefnur og sitthvað fleira. Þar er framreiddur einn bezti árbítur á íslandi. Barinn er líklega góður fyrir þá, sem slíkt „brúka“ eins og þar segir. Fleiri menningarpunktar og óvenjulegir: Bókasafnið. Stendur á gömlum merg. Nítíu ára. í sýslunni eru margir lestrarhestar og bókfús- ir og menntunarleitendur. í ferð út á Tjörnes um 25 kíló- metra frá Húsavík: Þar er menning- arpunktur á bæ, sem heitir að Mán- árbakka, því þau hjónin Elísabet Bjamadóttir og Aðalgeir Egilsson hafa flutt þangað gamalt hús frá Húsavík, heitir Þórshamar. Þar inni eru geymdir munir og hitt og þetta, sem minnir á fyrri tíma. Þama eru hlutir frá landnámsöld. Hjá húsráð- endum á Mánárbakka ríkir glæsileg- ur gamalíslenzkur hugsunarháttur, sem gefur fordæmi á þessum tíma. STEINGRÍMUR ST. TH. SIGURÐSSON, Húsavík við Skjálfanda. Allt efni sem birtist 1 Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast.samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.