Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 41
___________BRÉF TIL BLAÐSIIMS______
I Ný bók um Vilhj álm Stefánsson
Frá Þórí Jakobssyni:
I
I
I
í
I
I
í
I
I
SKÖMMU eftir að ég flutti heim
til íslands frá Kanada árið 1979
stóð ég að útvarpsþætti í tilefni af
því, að liðin voru 100 ár frá fæðingu
Vilhjálms Stefánssonar, hins vestur-
íslenska landkönnuðar. Fékk ég til
liðs við mig leikstjórana Brynju
Benediktsdóttur og Gísla Alfreðs-
son. í þættinum var m.a. rætt við
Helga P. Briem fyrrum sendiherra
sem þekkt hafði Vilhjálm.
Síðan hef ég öðru hveiju tekið
þátt í að minna landa mína á mikil-
vægi norðurslóða og Norður-
íshafs, og framtíðarmöguleika ís-
lands í norðri. Sitthvað gleðilegt
hefur gerst öðru hveiju sem til
framfara mætti telja á þessu sviði
og vakið hefur almenning og
stjórnmálamenn til umhugsunar
um stund. Ýmsir hafa í seinni tíð
unnið að því að efla skilning íslend-
inga á norðurslóðum. Meðal hins
helsta mætti telja upp sem hér
segir:
Gestur Ólafsson skipulagsfræð-
ingur hélt ráðstefnu á vegum
Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðis
um siglingaleiðir um Norður-íshaf
árið 1987; Magnús Magnússon
prófessor hefur verið fulltrúi ís-
lands í Alþjóðlegu ráði heim-
skautarannsókna, síðustu ár for-
maður ráðsins; Halldór Ásgríms-
son utanríkisráðherra hefur um
skeið unnið að stofnun alþjóðlegs
heimskautaráðs á sviði stjórnmála;
Hjörleifur Guttormsson alþingis-
maður var hvatamaður að þingsá-
lyktun um eflingu norðurslóða-
' rannsókna á Islandi, með þeim
árangri að nú vinnur „Samvinnu-
^ nefnd um norðurmálefni“ að stofn-
un norðurslóðastofnunar á Akur-
eyri. Formaður samvinnunefndar
er Ólafur Halldórsson líffræðingur.
Að lokum ber þess að geta, að
nokkrir íslenskir vísindamenn hafa
leitað fanga norður á bóginn í sín-
um vísindum, ýmist í höfunum eða
á þurru landi, á láglendi eða á jökl-
um uppi.
En síðustu góðu tíðindin er hrós-
verð og tímabær kynning Hans
Kristjáns Árnasonar á lífi og starfi
Vihjálms Stefánssonar, annars
vegar með ítarlegu sjónvarpsvið-
tali við ekkju hans, Evelyn Stefáns-
son, og hins vegar með útgáfu á
fróðlegri bók um Vilhjálm, eftir
William R. Hunt fyrrum prófessor
í sögu við Alaska-háskóla, en gam-
alreyndur þýðandi, Björn Jónsson,
sneri á íslensku ágæta vel. Vil-
hjálmur er talinn einn helsti og
frægasti landkönnuður norður-
slóða, einkum heimskautalanda
Norður-Kanada.
Kynningu Hans Kristjáns má
raunar þakka hversu vel var tekið
í þá tillögu mína að kenna væntan-
lega norðurslóðamiðstöð á Akur-
eyri við Vilhjálm Stefánsson, en
hún mun heita Stofnun Vilhjálms
Stefánssonar. En tillagan var lögð
fram eftir viðtöl við starfsbræður
í ýmsum löndum sem fást við rann-
sóknir á norðurslóðum.
Framtak Hans Kristjáns gefur
þá hugmynd að kynna megi með
svipuðum hætti fleiri frumheija
norðurslóðarannsókna, svo sem
Norðmennina Nansen og Amunds-
en og Rússann Ottó Schmidt. Á
hinn bóginn má telja kynningu á
Vilhjálmi Stefánssyni einmitt núna
eðlilegt afsprengi vakningar í
mörgum löndum um þessar mundir
sem felst í stórauknum áhuga á
norðurhjara. Ekki svo að skilja að
menn á borð við Vilhjálm hafi
gleymst, þótt þeir hafi verið mismik-
ið á dagskrá. Einnig mætti hugsa
sér endurútgáfu eða þýðingar á fjöl-
mörgum bókum Vilhjálms, en hann
þótti með afbrigðum vel ritfær.
Forvitnilegt þótti mér að heyra
hjá ungum manni við móttöku, er
bók William R. Hunt um hinn
fræga landkönnuð og framsýna
spámann norðursins kom út, að í
rauninni hafi hans kynslóð lítið
sem ekkert vitað um Vilhjálm Stef-
ánsson. Illt er til þess að vita, því
að Vilhjálmi þótti vænt um þann
áhuga sem íslendingar sýndu sem
aðrir á rannsóknum hans og rit-
verkum. En Vilhjálmur hefur fram
á þennan dag verið hafður í heiðri
á heimaslóðum vestan háfs. Frí-
merki, sem komu út í Bandaríkjun-
um fyrir 9 árum og í Kanada fyrir
6 árum, til minningar um hann
bera því nokkurt vitni.
Útkoma bókarinnar um Vilhjálm
Stefánsson er fagnaðarefni. Hún
greinir frá merkum Vestur-íslend-
ingi og minnir á „heimskautslöndin
unaðslegu“ sem hann skrifaði um
í bókum sínum. Hann lýsti því þar
sem fyrir augu hans hafði borið á
norðurhjara, en jafnframt sýn sinni
á framtíð mannsins þar nyrðra.
Forseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, sýnir útgefanda og
minningu Vilhjálms Stefánssonar
sóma með snjöllum ávarpsorðum í
upphafi bókar.
ÞÓR JAKOBSSON
veðurfræðingur, Espigerði 2,
Reykjavík.
Við viljum Cartwright!
Frá Þóri Snæ Sigurjónssyni:
ÞAÐ MÁ nú segja um Þjóðleikhúsið
að þar er fjármunum þjóðarinnar vel
varið. Því kynntist ég af eigin raun
um mánaðamótin þegar ég sá loks-
ins fram á að komast á leikritið
Taktu lagið Lóa eftir Jim Cart-
wright.
Eg er mikill aðdáandi Cartwrights
og læt einskis ófreistað að komast
á leikrit eftir hann. Ég'fór á Stræti
á sínum tíma, eins og svo margir
Islendingar, og skemmti mér kon-
unglega. Ekki síður á uppfærslu
Borgarleikhússins á BarPar.
Ég hugsaði mér því gott til glóð-
arinnar þegar ég hringdi í Þjóðleik-
húsið og ætlaði að panta miða. Þá
bregður svo við að mér er sagt að
uppselt sé á allar sýningar sem eftir
séu og engin leið að fá miða.
Nú spyr sá sem ekki veit, hvernig
stendur á því að sýningum er hætt
á leikriti í Þjóðleikhúsinu þegar skýr
skilaboð berast frá þjóðinni um það
að hún vilji sjá leikritið? Er það ekki
þjóðin sem heldur leikhúsinu uppi
með sköttum sínum? Loksins þegar
hún vill fá eitthvað fyrir peningana
er bara lokað á hana.
Ég veit um fleiri Cartwright-aðdá-
endur sem eiga eftir að fara á sýn-
inguna og skora á leikhús þjóðarinn-
ar, leikhúsið mitt, að efna til fleiri
sýninga á Taktu lagið Lóa. Erlendis
eru leiksýningar látnar ganga á
meðan uppselt er á þær. Felst mun-
urinn kannski í því að þar er líka
hugsað um hvaða sýningar fólk vill
sjá, - og borgar fyrir?
ÞÓRIR SNÆR SIGURJÓNSSON,
Engjateigi 19, Reykjavík.
rtÓlL
Skipholti 50B, 2. hæð t.v.
511-1600
Álfatún 23 - Kóp.
Gullfalleg 92 fm íb. á þessum
frábæra stað í Kóp. Fallegar
innr. og gólfefni. Útsýni yfir
Fossvoginn. Þessi fer fljótt.
Verð 8,3 millj. 3007.
- í jólaskapi!
Hjallabrekka - Kóp.
Stórskemmtileg 82 fm 3ja-4ra
herb. íb. (neðri hæð) í góðu tvíb.
Sérinng. Falleg gróin lóð. Frá-
bær staðs. Áhv. 3,5 millj.
byggsj. rík. Verð 6,2 millj. 3043.
Fasteipasala Reykjavíknr
SoðmlaidsbraBt 46,2. hæi, I0S RviL / Signrbj5ni Skarphééiissoii Igis. Nriarligvanai
Sími - 588-5700
Opið í dag sunnudag
frá kl. 11.00-14.00
3 Iff
FÉLAG Uf ASTEIGNASALA
Einbýli og raðhús
Ásbúð V. 11,9 m.
Bakkasmári V. 9,3 m.
Baughús V. 8,8 m.
Berjarimi V. 12,7m.
Dalatangi V. 8,4 m.
Fjallalind V. 8,8 m.
Garðhús V. 7,9 m.
Heiðnaberg V. 14,5m.
Langafit V. 12,7 m.
Lindarsel V. 24 m.
Lyngberg V. 11,9 m.
Lyngrimi V. 8,6 m.
Lækjarás V. 23,5 m.
Vesturberg V. 11,9 m.
Þingás V. 13,5 m.
I Hæðir og 4-5 herb.
Álfheimar V. 7,2 m.
Dunhagi V. 8,5 m.
Dúfnahólar V. 7,5 m.
Eyjabakki V. 6,9 m.
Fellsmúii V. 7,9 m.
Hjarðarhagi V. 8,7 m.
Hlíðarhjalli V. 11,8m.
Holtagerði V. 8,3 m.
Holtsgata V. 6,4 m.
Hraunbær V. 6,9 m.
Hrísmóár V. 10,3 m.
Nýbýlavegur V. 8,5 m.
Reykás V. 11,5m.
3ja herb.
Álfholt - Hf. V. 6,7 m.
Álfhólsvegur V. 5,9 m.
Drápuhlíð V. 5,8 m.
Engihjalli V. 6,3 m.
Framnesvegur V. 6,4 m.
Hraunbær V. 6,2 m.
Kóngsbakki V. 6,4 m.
Orrahólar V. 6,4 m.
Trönuhjalli V. 8,2 m.
Veghús V. 7,9 m.
Þverbrekka V. 4,5 m.
2ja herb.
Flyðrugrandi V. 5,9 m.
Lindasmári V. 5,2 m.
Lyngás V. 2,1 m.
Njálsgata V. 4,6 m.
Skógarás V. 5,9 m.
Suðurhlíð V. 5.4 m.
Vallarás V. 4,9 m.
Atvinnuhúsnæði
Hraunbær 10fm.
Álfabakki 55 fm.
Skólavörðustígur 80 fm.
li l \a 111
l
ar jotagjanr
fi
Frakkar. Einhnepptir, 5 litir
kr. 16.900
Rússkinnsjakkar. 2 snið, 4 litir
kr. 23.900
Sendum í póstkröfu Sími 568-1925
Hálfsíðir ullarjakkar. 5 litir
kr. 15.900
HANZ
KRINGLUNNI