Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 31
Steingrímur var ákaflega sér-
stakur maður, fl’uggáfaður og eld-
heitur hugsjónamaður, þrumandi
ræðumaður. Þó að við værum ekki
sammála í pólitík urðum við bestu
vinir. Þegar við Steingrímur vorum
að fá okkur í glas á skrifstofunni
hans eða á kaffihúsum kom fyrir
að dömur væru með í för. Hann
hafði ekkert á móti því að kvenleg
fegurð skreytti samkvæmi. Oftar
var þó félagsskapurinn allur karl-
kyns, einkum úr hópi þingmanna
því að mikið samneyti var milli
Búnaðarfélagsins og þeirra. Meðal
þeirra sem ég drakk stundum með
voru, auk Steingríms, séra Svein-
bjöm Högnason á Breiðabólstað,
sem var formaður Mjólkursamsöl-
unnar, Jón Pálmason á Akri, Bern-
harður Stefánsson, Barði Guð-
mundsson og séra Sigurður Einars-
son. Á þessum árum drukku fyrir-
menn í Reykjavík ekki minna en á
síðari tímum.
Ævisaga Steingríms þótti mjög
glannafengin í umsögnum um sam-
ferðamenn. Hann gerði sér ekkert
far um að hlífa neinum. Ég fékk
minn skerf en það má samt sjá að
ekki var kalt á milli okkar. Stein-
grímur segir meðal annars: „Gunn-
ar var á margan hátt glæsimenni,
hár og vel vaxinn, ljós yfírlitum,
fríður en dálítið tileygður. Hann er
raunar greindur, hrifnæmur og
hugkvæmur, en lætur hugmyndir
oft frá sér fara að lítt yfirveguðu
máli. Gunnar er áhugamaður um
allt, sem hann tekur að sér en
stundum gætti fljótfæmi. Sam-
vinna okkar Gunnars var nokkuð
brokkgeng. Mér gramdist oft við
hann og þótti hann fara rasanda
ráði, en alltaf þótti mér vænt um
hann, svo margt er mannlegt og
gott í fari hans. Gunnar var mikill
framsóknarmaður þegar hann kom
frá prófí, en það breyttist síðar, því
að þollyndi er ekki einkenni á skap-
gerð hans.“
Gull eða seðlar
Það er reyndar margt að varast
í hrossaræktinni jafnvel þótt versl-
unin verði frjálsari, eftirspumin eft-
ir íslenskum reiðhestum aukist og
verðið, bæði á geldingum og kyn-
bótahrossum, haldi áfram að stór-
hækka. Fyrst og fremst verður að
gæta að því að erfðir og tamning
em ekki það sama. Það er ekki víst
að bestu og söluhæfustu reiðhest-
amir séu jafnframt upplögðustu
kynbótagripimir. Ég hef stundum
líkt þessu við gullforða og seðlaút-
gáfu. Stóðhestarnir með kynföstu
erfðaeiginleikana em gullið í gena-
bankanum en blendingar af mis-
munandi stofnum gæðinga em
bankaseðlamir.
Hægt er að taka hest af horn-
firskum stofni og blanda saman við
Svaðastaðastofninn, t.d. Kirkjubæj-
arhrossin. Þá getur maður fengið
frábæran einblending í fyrsta ættl-
ið, því mjög líklega koma fram dóm-
inerandi eiginleikar úr báðum kynj-
um og úr því verður kannski slíkur
úrvalsgripur að annar eins flnnst
ekki í kyninu sjálfu, hvom sem er.
Það sem mér þykir sárgrætilegt er
að sumir yngri kynbótamennimir
átta sig ekki á þessu. Þeir taka
blending milli Hornafjarðar og
Svaðastaða og láta hann keppa við
hreinræktaðan hest af öðru hvora
kyninu. En eðli blendingsins er ekki
arfgengt. Það dettur niður í ann-
arri eða þriðju kynslóð. Við höfum
mörg dæmi um þetta hér á landi.
Þeir sem fást við ræktun gæð-
ingastofna þurfa að gæta að því
með hvaða hætti best sé að kyn-
festa eðliskosti stóðhestanna. Ór-
ugg hrossarækt byggist fyrst og
fremst á stóðhestum með kynföst-
um eðliskostum sem tryggt sé að
gangi í arf til afkvæmanna. Þetta
má einnig orða þannig að við þurf-
um að hafa sem mesta vissu fyrir
þvi að þeir kostir sem við sjáum í
stóðhestinum séu fyrir hendi í arf-
hreinu ástandi í litningum kynfmm-
anna.
íslensku hrossin em eitt kyn sem
mótast hefur í norðanverðri Evrópu
í þúsundir ára og fylgdi raunar ís-
röndinni á liðnum ísöldum. Eftir að
ísland byggðist átti nær engin kyn-
blöndun sér stað hér. Kynbætur
hrossa hér á landi hafa því alltaf
verið innan ramma hreinræktunar
og oft með afmarkaðri stofnræktun
í einangmðum hémðum og þá einn-
ig með óhjákvæmilegri skyldleika-
rækt. Stofnblöndun hefur hins vegar
átt sér stað í talsverðum mæli á
tuttugustu öldinni með flutningi
stóðhesta milli héraða og landshluta.
Við sérstakar aðstæður, eins og
lýst var hér á undan, hafa bestu
gæðingastofnarnir orðið til við
hreinræktun með skyldleikarækt.
Og það em þessir skyldleikarækt-
uðu hrossastofnar sem em gull-
forðinn og hreinræktuðu stóðhest-
amir „gullklumpamir" í genabank-
anum. Verðtryggingin byggir á
hinu kynbótafræðilega gildi hross-
anna. Svo geta menn náð prýðis-
gócJum árangri í framleiðslu á reið-
hestum með því að blanda saman
tveimur eða fleiri stofnum. Þannig
fá þeir oft fallegri söluhross en
hreinu stofnarnir gefa. En þessi
söluhross em bara seðlamir sem í
umferð em hveiju sinni. Og á kyn-
bótasýningum verða menn að hafa
þekkingu til að greina á milli hvort
þeir em að dæma gullið eða seðlana.
• Kóngur um stund. Gunnar
Bjarnason — Ævi og störf eftir
Örnólf Árnason. Útgefandi er Orm-
stunga. Bókin er 400 bls. Verð
3490 kr.
|ó heimilið
ó hótelið
|á verlsunina
Ullargólfteppi
hrein náttúruajurð - umhverfisvœnt gólfejhi
lá veitingahúsið
Eitt glæsilegasta úrval landsins af vönduðum
ullargólfteppum er að finna hjá HARR í Ármúla 23.
Hreint ótrúlegt úrval af litum, mynstrum og möguleikum
frá BRINTONS og Cavafier Carpets í Englandi.
Auðhreinsanleg
Áferðarfalleg
Ármúla 23 - sími: 568 5290
BARR
á næturklúbbinn
á fundarsalinn j
á skrifstofunal
á Alþingi íslendingaj
Fulí búö afööru vísi gjafavörum,
m.a. döusku Jamparmr frá Byriél
Allar skrcytm%ar uimar affagmönnum
Sjón er sögu ríkari
Opib frá kl. 9-21 alla daga.
Næg bílastæði (bílastæbahúsib Bergstabir).
Ekkert stöbumælagjald um helgar.
DAGATÖL OG JÓLAKORT í NÝJUM VÍDDUM
V096 AFLJÓSAKRI - veiölaunadagatal, 12 breiÖmyndir eftir Hörö Dantelsson.
Myndatextar 6 Islensku, sænsku, ensku, þýsku, frönsku og spænsku.
DAGATALIlf C A L C N D A It
„jMmm ljósakri
?y.'£-«saagr.-
fást í helstu bóka- og minjagripaverslunum
VI63 ÍSLAND '96,
borödogatal meö 14 myndum eftir 6 Ijösmyndara
Glœsilegt úrval
íslenskra jólakorta
Sala og þjónusla , mj>
við fyrirtœki og NYJAR / f VÍDDIR, símí 56i 4300, fax 56i 4302
dreifing í verslanir: Snorrabraut 54, pósthólf5075, 125 Reykjavík