Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Deilur í verkalýðshreyfingunni og búist við átökum um val forseta á ASÍ-þingi
, Morgunblaðið/RAX
ATAKAFUNDURI Dagsbrún sl. fimmtudag þar sem stjórn félagsins lagði að félagsmönnum sínum að hafna tillögu launanefndar og halda uppsögn kjarasamninga til streitu.
„Menn eru að fara
í skotgrafirnar“
Agreiningur er kominn upp í verkalýðs-
hreyfingunni í kjölfar niðurstöðu launa-
nefndar og ákvörðunar nokkurra verkalýðs-
félaga að standa fast á uppsögn samninga.
Einstaka verkalýðsforingjar hafa gagnrýnt
forystu ASÍ harkalega og spáð er miklum
átökum fyrir komandi Alþýðusambandsþing
í maí. Undirbúningur fyrir kjör nýrrar
forystu samtakanna er þegar hafínn.
Ómar Fríðriksson fjallar um deilumar
í verkalýðshreyfíngunni.
BENEDIKT Davíðsson, forseti ASÍ, segir allar líkur á að þorri
félagsmanna hefði dæmt forystuna óhæfa og hreyfingin hefði
sundrast ef launanefnd og formenn landssambanda hefðu ákveð-
ið að segja upp samningum upp þrátt fyrir að slíkt væri ólögiegt.
AÐ ER stormasamt innan
Alþýðusambands íslands
þessa dagana kjölfar nið-
urstöðu meirihluta launa-
nefndar ASÍ, Vinnuveitendasam-
bands íslands (VSÍ) og Vinnumála-
sambandsins (VMS). Einstakir
verkalýðsformenn hafa gagnrýnt
forystu ASÍ harðar á undarifömum
dögum en dæmi eru til um langt
árabil. Það er til marks um óeining-
una að Björn Grétar Sveinsson, for-
maður Verkamannasambandsins
(VMSI), skrifaði ekki undir tillögu
meirihluta ASÍ í launanefnd og
nokkur verkalýðsfélög hafa sagt
skilið við meirihlutann í hreyfingunni
og ætla að fylgja fast eftir uppsögn
kjarasamninga.
Drógu uppsögn til baka
Mikill meirihluti verkalýðsfélaga
innan VMSÍ sem sögðu upp samn-
ingum hafa ákveðið að afturkalla
uppsögn kjarasamninga og fallast á
tillögu launanefndar. Þegar þetta er
skrifað hafa fjögur félög hins vegar
ákveðið að halda uppsögn til streitu,
en þau eru Baldur á ísafirði, Eining
á Akureyri, Hlíf í Hafnarfirði og
Verkalýðs- og sjómannafélag Kefla-
víkur. Niðurstaða úr atkvæða-
greiðslu félagsmanna í Dagsbrún um
tillögu trúnaðarmannaráðs að
standa við uppsögn samninga liggur
ekki fyrir, en flestir reikna með að
hún verði samþykkt. Þá standa fimm
stór verkalýðsfélög fyrir utan það
samkomulag sem náðst hefur í
launanefnd vinnumarkaðarins um
sérstakar kjarabætur til viðbótar
gildandi kjarasamningum.
Hreyfingin gat sundrast ef
launanefnd hefði sagt upp
Þær deilur sem risið hafa á und-
anfömum dögum hafa Ieitt til þess
að Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ,
sá ástæðu til að leggja sérstaka
greinargerð fram á miðstjórnarfundi
í vikunni, þar sem hann varði af-
stöðu meirihluta ASÍ í launanefnd.
Athygli vekpr að Benedikt gaf i
skyn að ASÍ gæti sundrast ef mál
hefðu skipast með öðrum hætti. „Ég
held að niðurstaða launanefndar
hafí verið rétt því ef nefndin hefði
sagt upp samningum, þrátt fyrir að
ekki væru samningslegar forsendur
til þess, hefði slíkt verið dæmt ólög-
legt. í kjölfar þess hefði hreyfíngin
getað sundrast mjög mikið og þar
með hefðu allir möguleikar til að ná
einhverju fram farið fyrir bí, “ sagði
í greinargerð forseta ASÍ.
Benedikt sagði í samtali við Morg-
unblaðið að ef formenn landssam-
bandanna og launanefnd hefðu talið
rétt að segja samningum upp á sömu
forsendum og formaður Dagsbrúnar
hefði kynnt á félagsfundi Dagsbrún-
ar, þó vitað væri að uppsögn væri
ólögleg, „þá væru allar líkur á því
að megin þorri hinna almennu fé-'
lagsmanna í hreyfingunni dæmdi
okkur óhæfa til að halda á málinu
og hreyfingin myndi sundrast á þeim
forsendum," sagði Benedikt.
Afstaða vinnuveitenda er skýr.
Launþegar þeirra félaga sem sagt
hafa upp samningum fá ekki hækk-
un desemberuppbótar. Vinnuveit-
endur taka ekki í mál að hefja samn-
ingaviðræður við þessi félög og upp-
sagnir þeirra verða tafarlaust lagðar
fyrir Félagsdóm. Raunar blandast
fæstum innan verkalýðshreyfingar-
innar í dag hugur um að uppsagnim-
ar yrðu dæmdar ólögmætar og að
úrskurðað yrði að kjarasamningar
félaganna frá í febrúar giltu áfram
út næsta ár. Launþegar á félags-
svæði þessara félaga fengju þá ums-
amda launahækkun, 2.700 kr. eða
3%, um næstu áramót eins og aðrir.
Haldi félögin hins vegar uppsögn-
um til streitu þrátt fyrir dómsniður-
stöðu og færu út í einhveijar skærur
eða verkfallsaðgerðir ætla vinnuveit-
endur að svara því með höfðun
dómsmáls og krefja félögin skaða-
bóta vegna hugsanlegs tjóns af völd-
um aðgerðanna.
Vinnuveitendur telja ekki mikinn
þunga á bak við þær hótanir sem
talsmenn einstakra félaga hafa haft
uppi. Benda þeir á að aðeins lítill
hópur hafi tekið þessa afstöðu á
félagsfundum og nefna sem dæmi
að 37 félagsmenn Hlífar hafi ráðið
niðurstöðunni á fundi í félagi, sem
er með rúmlega 1.100 félagsmenn
innan sinna vébanda. Þeir félags-
menn sem njóti nú þegar hærri des-
emberuppbótar en aðrir hafi sig
mest í frammi og séu reiðubúnir að
svipta félaga sína, sem eru með
13.000 kr. uppbót í dag, þeirri hækk-
un sem launanefnd lagði til. Þegar
frá líður muni áhrif þessara minni-
hlutahópa dvína og óánægja annarra
félagsmanna með að fá ekki hækkun
desemberuppbótar koma upp á yfir-
borðið. Sú óánægja muni þá beinast
gegn stjórnum félaganna og veikja
forystumenn þeirra.
Það er einnig samdóma álit
margra viðmælenda blaðsins innan
ASÍ að umrædd verkalýðsfélög séu
í mjög veikri stöðu til að fylgja
málinu eftir, þótt ósennilegt sé að
sú óánægja sem blossað hefur upp
á undanförnum vikum muni fjara
út. Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins innan verkalýðsfélaga sem
sagt hafa upp samningum eru for-
ystumenn þeirra ósáttir við þær yfir-
lýsingar og hótanir um lögbrot sem
Sigurður T. Sigurðsson, formaður
Hlífar, hefur verið með í fjölmiðlum
og vilja beita öðrum ráðum til að
leiða þessi mál til lykta.
Leggja fram kröfugerð og
óska eftir viðræðum
„Ég á von á því að vinnuveitendur
framfylgi hótun sinni um að draga
okkur fyrir dómara og að Félags-
dómur taki á málinu," segir Kristján
Gunnarsson, formaður Verkalýðs-
og sjómannafélags Keflavíkur, að-
spurður um framhaldið eftir að fé-
lagsfundur ákvað að standa við upp-
sögn samninga. „Ef þeir gera það
ekki, munum við leggja fram kröfu-
gerð og óska eftir samningaviðræð-
um. Ég ætla að spara mér öll gífur-
yrði um verkföll og ólögleg átök en
vinna þetta áfram á málefnalegan
og löglegan hátt,“ segir hann.
Kristján bætir við að dómur Fé-
lagsdóms í máli Baldurs á ísafírði,
sem reiknað er með að falli í næstu
viku, verði skoðaður af mikilli at-
hygli. Hann sagði að félagsmenn í
verkalýðsfélaginu tryðu því að þeir
hefðu stöðu til að gera vinnuveitend-
um gagntilboð og ná skammtíma-
samningum sem giltu út næsta ár.
Þá sagði hann að félögin, sem hafa
ákveðið að draga uppsögn samninga
ekki til baka, myndu mæta mjög
samhent til leiks.
Fari svo að Dagsbrún bætist í hóp
þeirra félaga sem ætla að standa
við uppsögn kjarasamninga verður,
þrátt fyrir þrönga stöðu þeirra, ekki
fram hjá því litið að innan þessara
fímm félaga eru 13.400 félagsmenn
eða tæpur helmingur (47%) allra
félagsmanna innan VMSI og fimmt-
ungur allra félagsmanna innan vé-
banda ASÍ. Óvíst er hvaða stuðning
félögin muni fá frá öðrum VMSI-
félögum í baráttu sinni og nokkrir
heimildarmanna innan annarra
starfsgreinasambanda halda því
fram að veruleg óeining, jafnvel
klofningur, sé innan VMSI. Því neita
talsmenn Verkamannasambandsins.
Nokkur aðildarfélög VMSÍ, sem ekki
sögðu upp samningum og féllust á
tillögu launanefndar, hafa lýst yfír
megnri óánægju sinni með niður-
stöðuna og beint mikilli gagnrýni
að meirihluta ASÍ í launanefnd.