Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 56
varða _________ víðtæk fjármálaþjónusta Landsbanki íslands Banki allra landsmarma Verið tímdnleða með jóldpóstinn PÓSTUROG SÍMI MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK • • Olvaður ökumaður ollislysi TVEIR menn meiddust í árekstri í Ártúnsbrekku um hádegi í gær. Ökumaðurinn sem slysinu olli er talinn hafa verið ölvaður. Að sögn lögreglu bar áreksturinn þannig að bíl var ekið glæfralega niður Ártúnsbrekku, sitt á hvað milli akreina. í honum voru tveir ölvaðir menn og var hvorugur í öryggisbelti. Bíll þeirra rakst á annan á sömu leið og skrámuðust báðir mennirnir en fólk í bílnum sem fyrir varð slapp ómeitt að sögn. Nokkrar tafír urðu á umferð um Ártúnsbrekku meðan lögregla og sjúkralið athöfnuðu sig á staðnum. W Morgunblaðið/Ásdís Hert eftir- lit með ölv- unarakstri LÖGREGLAN á Suðvestur- landi gerði á föstudag sér- stakt átak til að koma í veg fyrir ölvunarakstur en lög- regian segir hann aldrei út- breiddari en í desember vegna jólaglöggs-sam- kvæma á vinnustöðum. Sjö ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík á föstudag og * aðfaranótt laugardags, að sögn lögreglu og lögreglan í Kópavogi kærði einnig tvo menn grunaða um að hafa ekið undir áhrifum. Myndin var tekin á Miklubraut á föstudag þegar lögreglu- menn stöðvuðu einn þeirra fjölmörgu ökumanna sem hún hafði afskipti af, en framhald verður á þessum aðgerðum næstu daga, að sögn lögreglu. Aðfaranótt laugardags var að öðru leyti fremur róleg hjá lögreglu. 14 manns gistu fangageymslur í Reykjavík, sem er nærri meðaltali þess fjölda sem þar vaknar af ölvunarsvefni á laugardagsmorgnum. Morgunblaðið/RAX I slippnum Hert bann við áfengisauglýsingum Niður- stöðu ESA beðið VERSLUNARRÁÐ íslands bíður nú eftir niðurstöðu eftirlitsstofnun- ar EFTA (ESA) vegna nýju áfengis- lögana, sem tóku gildi 1. desember. Ráðið telur að ákvæði um hert bann við áfengisauglýsingum orki tví- mælis með hliðsjón af EES-samn- ingnum og var það eitt þeirra atriða í nýju lögunum, sem ráðið óskaði eftir áliti ESA á. Ákvæðið felur í sér víðtækt bann við markaðssetningu áfengis og telur Jónas Fr. Jónsson lögmaður, sem hefur séð um málið fyrir Versl- unarráð, að það komi í veg fyrir að heildsalar og innflytjendur geti á nokkurn hátt kynnt vörur sínar og gæði fyrir veitingamönnum eða neytendum. „Með svo víðtæku aug- lýsingabanni er mikilvægum upp- lýsingum haldið frá neytendum. Þeir byggja því val sitt á áfengisteg- undum á takmarkaðri þekkingu en ella og það stangast því á við hags- muni þeirra," segir Jónas. Mismunar framleiðendum Verslunarráð telur einnig að bannið mismuni áfengisframleið- endum eftir þjóðerni þar sem áfeng- isauglýsingar í erlendum prentrit- um, sem flutt eru til landsins, eru beinlínis heimilaðar í lagaákvæðinu. „Með því njóta erlendir prentmiðlar meiri réttar en innlendir og standa betur í samkeppni við þá. Það er einnig staðreynd að vegna bannsins er aðstaða erlendra framleiðenda við að koma vöru sinni á framfæri betri en innlendra. Það er slæmt þegar íslenski löggjafinn setur með þessum hætti lög, sem ganga bein- línis gegn samkeppnishagsmunum íslenskra fyrirtækja." ■ Lagabætur eða/18 Benedikt Davíðsson forseti ASÍ um ágreininginn í verkalýðshreyfingnnni Menn þjappi sér saman um endumýjun í forystunni „ÉG TEL að verkalýðshreyfingin þurfi á því að halda að þjappa sér saman um endurnýjun í foryst- unni. Mér sýnist að þær væringar sem uppi hafa verið að undan- fömu sýni það betur en flest ann- að. Hvort það tekst á þessu þingi veit ég hins vegar ekki, en þetta er mjög mikilvægt verkefni og þá er ég ekki bara að tala um toppinn í Alþýðusambandinu, heldur miklu víðar,“ segir Bene- dikt Davíðsson, forseti ASÍ. Benedikt segist hafa tekið að sér forsetastarfið á ASÍ-þinginu þinginu 1992 þar sem að honum hafi verið lagt á seinustu stundu og samkomulag hafi náðst um kjör hans af mjög breiðri fylkingu. Benedikt kveðst þá hafa fallist á að gegna starfinu þetta kjörtíma- bil og sú afstaða hans hafí ekkert breyst. Þing ASÍ verður haldið 20.-24 maí. Búist er við átökum á þingi ASI í maí Mikill ágreiningur er kominn upp innan verkalýðshreyfíngarinn- ar í kjölfar niðurstöðu launanefnd- ar og ákvörðunar nokkurra verka- lýðsfélaga að standa við uppsögn samninga. Búist er við átökum á komandi Alþýðusambandsþingi og er undirbúningur fyrir forseta- framboð þegar hafinn í nokkrum félögum. VMSÍ-félög vilja fá forseta úr eigin röðum Innan aðildarfélaga Verka- mannasambandsins er mikil áhersla lögð á að næsti forseti ASÍ komi úr röðum VMSÍ. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er áhugi á að fá Kára Arnór Kárason, framkvæmda- stjóra Lífeyrissjóðs Norðuriands, til að gefa kost á sér. „Það er mikill skoðanaágrein- ingur á milli Verkamannasam- bandsins o'g ASÍ. Því verður aðeins breytt með nýrri forystu Alþýðu- sambandsins og menn eru að vinna í því þessa dagana innan Verka- mannasambandsins. Ég hygg að það muni skýrast á næstu vikum að menn einhendi sér saman um nýjan forystumann fyrir ASÍ og reyni að afla honum fylgis,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, en það félag hefur samþykkt að draga ekki til baka uppsögn samninga. ■ „Menn eru að fara í skotgrafirnar “/10-11.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.