Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Lagabætur
eða tíma-
skekkja?
Hert lagaákvæði um bann við áfengis-
auglýsingum vekja ýmsar spumingar.
Hvar liggja mörkin á milli auglýsingar og
umfjöllunar? Er höggvið nærri tjáningar-
frelsisákvæðum stjómarskrárinnar með
nýju lögunum? Hvað með íslenskt endurvarp
gervihnattasjónvarps, þar sem birtast
áfengisauglýsingar? Kjartan Magnússon
leitar svara við þessum spumingum.
NÝ ÁFENGISLÖG tóku
gildi um síðustu mán-
aðamót og fela þau í sér
ýmsar breytingar á sölu
og dreifingu áfengis. Með þeim er
einokun Áfengis- og tóbaksverslun-
ar ríkisins á heildsöludreifingu felld
niður og einnig er bann við áfengis-
auglýsingum hert til muna.
Áfengisauglýsingar voru bann-
aðar með lögum frá árinu 1928 en
þá var áfengisbannið enn í gildi.
Áfengisbanninu var aflétt á fjórða
áratugnum en auglýsingabannið
hefur haldist síðan. Þau sjónarmið
sem liggja að baki því eru væntan-
lega þau, að slíkar auglýsingar séu
til þess fallnar að auka neyslu
áfengis. Fylgjendur þess benda á
að áfengisframleiðendur leggi ekki
eingöngu áherslu á viðkomandi teg-
und í auglýsingum sínum. Þeir leggi
ekki síðri áherslu á að sýna áfengis-
neyslu sem hluta af nútímalegum
og eftirsóknarverðum lifnaðarhátt-
um. Á móti hefur verið bent á að
áfengisauglýsingar séu fyrst og
fremst neyslustýrandi en ekki
neysluhvetjandi. Þær hvetji ekki
beinlínis til neyslu áfengis heldur
upplýsi neytendur um þá kosti, sem
í boði eru á markaðr.um.
Markaðssetning guðaveiga
Markaðssetning áfengis hér á
landi er mjög frábrugðin því, sem
þekkist erlendis. ÁTVR sér um
smásöludreifingu og birtir ekki
áfengisauglýsingar. Markaðssetn-
ingin lendir því öll á herðum fram-
leiðenda og innflytjenda, og hafa
þeir beitt ýmsum óhefðbundnum
aðferðum við að koma víninu á
framfæri. Margir reyna með einum
eða öðrum hætti að hafa áhrif á
val vínveitingahúsa á tegundir, sem
þar eru seldar. Oft er talað um að
ákveðinn áfengisinnflytjandi „eigi
barinn" og er þá átt við að barþjón-
amir leggi megináherslu á að selja
vörur frá honum.
Þrátt fyrir auglýsingabann hafa
áfengissalar lengi komist upp með
að auglýsa vöru sína með óbeinum
hætti. Svokallaðar áfengiskynning-
ar eru þekktasta leiðin en þá er
áfengi framreitt ókeypis eða niður-
greitt á samkomu eða skemmtistað
og að sjálfsögðu tekið vel og ræki-
lega fram hvaða tegund sé í boði.
Þá eru vörumerki áfengistegunda
oft áberandi á barglösum, ösku-
bökkum, hræripinnum sem fást á
börum og jafnvel á fatnaði bar-
þjóna. Margar fleiri aðferðir hafa
verið reyndar og má nefna kjör á
ungfrú Campari, sem var árviss
viðburður fyrir nokkrum árum, og
fatahönnunarkeppni Smirnoff.
Á síðustu árum hafa áfengissalar
líklega lagt meiri áherslu en áður á
að koma vöru sinni á framfæri. All-
ir skilja að verið er að auglýsa áfeng-
an bjór þegar veitingastaður auglýs-
ir í Qölmiðli að „einn stór“ kosti
þetta eða „glas af öli“ kosti hitt.
Umboðsaðilar og framleiðéndur
bjórs hafa einnig lagt töluverða
áherslu á að auglýsa léttöl frá sér
en margir telja að tilgangur þeirra
sé einnig sá að auglýsa áfengt öl
sömu tegundar enda séu umbúðir í
flestum tilvikum eins eða mjög líkar.
Hert á banninu
Með breytingunum nú er í raun
verið að lögfesta ákvæði, sem hing-
að til hefur einungis verið að finna
i reglugerð. Hingað til hafa dóm-
stólar í flestum tilvikum sýknað
menn af kæru um áfengisauglýs-
ingar. Fyrir níu árum sýknaði
Hæstiréttur t.d. umboðsaðila áfeng-
istegundar af ákæru um áfengis-
auglýsingu vegna áfengiskynningar
í Þórscafé. Hæstiréttur taldi að
skilgreining á hugtakinu áfengis-
auglýsing væri ekki í áfengislögum
og ekki væri hægt að sakfella á
grundvelli reglugerðar þar sem ekki
væri kveðið á um það í lögunum
að hugtakið skyldi skýrgreint þar.
„Með hliðsjón af þessu og því að
með banni á áfengisauglýsingum
eru ákvæðum 72. greinar stjómar-
skrár um prentfrelsi settar skorður,
verður að túlka hugtakið „auglýs-
ing“ í reglugerðinni þröngt,“ segir
í dómnum.
í nýju áfengislögunum segir:
„Hvers konar auglýsingar á áfengi
og einstökum áfengistegundum em
bannaðar. Enn fremur er bannað
að sýna neyslu eða hvers konar
aðra meðferð áfengis í auglýsingum
eða upplýsingum um annars konar
vöru eða þjónustu.
Með auglýsingu er átt við hvers
konar tilkynningar til almennings
vegna markaðssetningar þar sem
sýndar eru í máli eða myndum
áfengistegundir eða atriði tengd
áfengisneyslu, áfengisvöruheiti eða
auðkenni, eftirlíkingar af áfengis-
varningi, spjöld eða annar svipaður
búnaður, útstillingar, dreifing
prentaðs máls, vörusýnishorn og
þess háttar."
Léttölsauglýsingar
áfram leyfðar
Ljóst er að með þessu er löggjaf-
inn einkum að sporna gegn óbeinum
áfengisauglýsingum. Þó er ekki tek-
ið fyrir léttölsauglýsingarnar því
að í lögunum segir að framleið-
anda, sem auk áfengis framleiði
aðrar drykkjarvörur, sé heimilt að
nota firmanafn eða merki í tengsl-
um við auglýsingu þeirra drykkja
enda megi augljóst vera að um
óáfenga drykki sé að ræða. Þá er
kveðið á um undanþágur frá bann-
inu en þær eru eftirfarandi:
1. Auglýsing á eriendum tungumál-
um í eriendum prentritum sem IJutt
eru til landsins nema megintilgang-
ur ritsins eða innflutningsins sé að
auglýsa áfengi.
2. Auðkenni með firmanafni og/eða
firmamerki á venjulegum búnaði til
áfengisveitinga á veitingastað þar
sem áfengisveitingar eru heimilaðar.
3. Auðkenni með firmanafni og/eða
firmamerki á flutningstækjum
áfengisframleiðenda, vöruumbúð-
um, bréfsefni eða öðru sem beinlín-
is tengist starfsemi hans.
I greinargerð með frumvarpinu,
sem nú er orðið að lögum, kemur
fram að lögreglustjórar víðs vegar
um landið hafi talið erfítt að fram-
kvæma eftirlit með banni við áfeng-
isauglýsingum. Ný-
lega hafi fallið bæði
hæstaréttardómar
og héraðsdómar,
sem túlka megi svo
að reglugerðin
þrengi um of fram:
kvæmd bannsins. í
umræddum dómum
er gerð athugasemd við það að lög-
in sjálf tilgreini ekki hvað sé
áfengisauglýsing og á það bent að
það skuli gert með lögum.
í nýju lögunum er skýrt betur
hvað auglýsing er og segir í greinar-
gerð að það sé gert til að tryggja
að almenn umfjöllun um áfengi í
fjölmiðlum sé heimil, sé hún ekki í
markaðssetningarskyni.
Gerir ESA athugasemd?
Verslunarráð íslands var einn af
umsagnaraðilum fyrrnefnds frum-
varps. Hert ákvæði um bann við
áfengisauglýsingum komu ekki
fram í því heldur í meðförum alls-
heijarnefndar Alþingis. „Við gátum
því ekki gert athugasemdir við
ákvæðið fyrr en Alþingi hafði sam-
þykkt lögin,“ segir Jónas Fr. Jóns-
son, lögmaður, sem sá um málið
fyrir Verslunarráð. „Verslunarráð
telur að þarna hafi verið samþykkt
umdeild reglugerðarákvæði, sem
dómstólar höfðu ekki treyst sér til
að beita þar sem nægileg lagastoð
var ekki fyrir hendi. Ráðið benti á
að bann við áfengisauglýsingum var
sett í íslensk lög árið 1928 og þau
rök voru notuð fyrir lagasetning-
unni að ísland væri bannland og
því væru slíkar auglýsingar ekki
við hæfí. Þessi rök eiga ekki við
lengur, það sér hver maður.“
Eftir að áfengislögin nýju höfðu
verið samþykkt, í júní síðastliðnum,
óskaði Verslunarráð eftir áliti eftir-
litsstofnunar EFTA (ESA) á aug-
lýsingabanninu og er nú beðið eftir
svari frá henni. „Við teljum að það
orki tvímælis að svo strangt bann
standist ákvæði samningsins um
Hið evrópska efnahagssvæði þar
sem það hindrar eðlilega markaðs-
setningu, en hún er nátengd fijáls-
um vöruflutningum. Það hindrar
líka ýmsa þjónustuaðila eins og
auglýsingastofur og fjölmiðla. Það
er verst að bannið bitnar verr á
íslenskum aðilum en erlendum því
hér er mikið og stöðugt framboð
af erlendum tímaritum og gervi-
hnattaefni þar sem áfengisauglýs-
ingar er að finna.
Það verður einnig
að hafa í huga að
ná mætti heilbrigð-
ismarkmiðum þeim,
sem stefnt er að
með banninu, á ann-
an hátt en þessum,
t.d. með aðvörunar-
merkingum. Hér hafa þingmenn
ekki gætt svokallaðrar meðalhófs-
reglu,“ segir Jónas.
Með nýju lögunum er ætlunin að
koma í veg fyrir áfengisauglýsingar
en ekki almenna umfjöllun um
áfengi. Samkvæmt skilgreiningu
Sambands íslenskra auglýsinga-
stofa er auglýsing hvers konar
boðmiðlun. sem aðstandandi boð-
anna kemur a framfæri í fjölmiðlum
gegn greiðslu. Samkvæmt þeirri
skilgreiningu er áfengisumfjöllun
því ekki ólögleg ef ákvörðun um
hana er tekin af ritstjórn viðkom-
andi fjölmiðils og greiðsla kemur
ekki fyrir. Því má ætla að vínum-
fjöllun eins og tíðkast hefur í hér-
lendum fjölmiðlum sé lögleg en
auglýsingar ekki. Sem dæmi má
nefna að- reglulega er fjallað um
vín í dálknum Matur og vín hér í
Morgunblaðinu. Um síðustu helgi
var til dæmis greint frá því að fyrstu
tvö Beaujolais Nouveau vín ársins
væru komin í verslanir ÁTVR.
Umsjónarmaður dálksins fjallaði
um gæði vínanna eftir að hafa
bragðað á þejm og birti mynd af
flöskunum. Eftir helgina sendi Jón
K. Guðbergsson, fulltrúi hjáÁfengi-
svarnaráði, lögreglustjóraembætt-
inu í Reykjavík fyrirspurn um það
hvort umfjöllunin stæðist hin nýju
lög. Jón segist sjálfur telja að um
umfjöllun en ekki auglýsingu hafi
verið að ræða en talið nauðsynlegt
að fá það fram sem fyrst hvemig
beri að túlka nýju
lögin og því hafí
hann lagt fyrir-
spumina fram. Þá
beindi Jón sömu
spumingu til sýslu-
mannsembættisins
á Akureyri vegna
auglýsingar frá
veitingahúsinu Bautanum þar í bæ,
sem birtist einnig um síðustu helgi
í dagblaðinu Degi. Jón segir að í
Degi hafi verið auglýst að frítt rauð-
vín yrði veitt á Bautanum um kvöld-
ið og í því tilviki telji hann að um
brot á nýju lögunum sé að ræða.
Brot á stjórnarskrá?
Margir kunna að velta því fyrir
sér hvort verið sé að bijóta ákvæði
stjómarskrárinnar um tjáningar-
frelsi með nýju lögunum. Gunnar
G. Schram telur við fyrstu sýn að
svo sé ekki og bendir á að það sé
að miklu leyti undir framkvæmdinni
komið. „Lög má túlka með margvís-
legum hætti og hingað til hefur
dómsvaldið hneigst til að túlka þetta
bann þröngt. Almennt er viðurkennt
að bann við áfengisauglýsingum
bijóti ekki gegn stjórnarskrá og er
þá vísað til þess að tjáningarfrelsisá-
kvæðið megi takmarka með tilliti til
heilbrigðis og annarra mikilsverðra
þátta. Spurningin er hins vegar hvar
mörkin liggja. Ég tel ekki að um
brot sé að ræða en hins vegar má
velta því fyrir sér hvort ekki sé far-
ið að höggva of nærri tjáningarfrels-
isákvæðinu með þessu.“
Áfengisauglýsingar íslenskra
sj ónvarpsstöðva
í lögunum er skýrt tekið fram
að auglýsingar á erlendum tungu-
málum í erlendum prentritum, sem
flutt eru til landsins, séu undanþeg-
in banninu. Þessi undanþága er
skiljanleg enda er fjöldi erlendra
tímarita fluttur til landsins í hverri
viku. Ef koma ætti í veg fyrir að
auglýsingar úr slíkum ritum kæmu
fyrir sjónir íslenskra lesenda yrði
að banna innflutning þeirra með
öllu. í þessu sambandi hljóta þó að
vakna ýmsar spurningar. Af hveiju
veitir löggjafinn ekki sams konar
undanþágu fyrir þær tvær innlendu
sjónvarpsstöðvar, sem nú endur-
varpa erlendum gervihnattarásum
til landsmanna?
Gunnar G. Schram undrast að
ekki skuli hafa verið gert ráð fyrir
þessum möguleika í
lögunum en telur
sennilegt að hægt
sé að beita ákvæð-
um um lögjöfnun í
þessu tilviki. Fyrst
heimilt er að flytja
til landsins erlend
tímarit með áfengis-
auglýsingum ætti með lögjöfnun
einnig að vera heimilt að flytja inn
og dreifa erlendu sjónvarpsefni með
slíkum auglýsingum.
Fjölmiðlar án landamæra
Eftir stendur þá að íslenskir fjol-
miðlar og auglýsingastofur standa
ekki jafnfætis erlendum keppinaut-
um sínum þegar kemur að öflun
auglýsinga. Spyija má hvaða rétt-
læti það sé að þessir aðilar hafi
ekki aðgang að þeim tekjulindum
sem áfengisfyrirtæki eru erlendum
samkeppnisfyrirtækjum þeirra.
Einnig má velta því fyrir sér hvort
bann við auglýsingum í fjölmiðlum
sé ekki tímaskekkja á þeim tímum
þegar miðlun alls konar upplýsinga
hefur aldrei verið örari og æ fleiri
fjölmiðlar þekkja engin landamæri.
Gættu þingmenn
ekki meðal-
hófsreglu?
„Almenn umfjöll-
un“ um áfengi
áfram heimil
I
L
I
I
1
»
i
t
I-
L
t
>
í,
|