Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 43 I DAG Árnað heilla r7/\ÁRA afmæli. Þriðju- • vfdaginn 12. desember verður Margrét Eiríks- dóttir húsmóðir í Eystra- Geldingaholti, Gnúp- veijahreppi, sjötíu ára. Eiginmaður hennar er Jón Ólafsson bóndi. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. ^/\ÁRA afmæli. Sjötug I Uer í dag, sunnudaginn 10. desember, Aðalheiður Jónsdóttir, Heiðarhrauni 51, Grindavík. Hún og eiginmaður hennar Guð- mundur Dagbjartsson verða að heiman á afmælis- daginn. ITrtÁRA afmæli. í dag, I v/sunnudaginn 10. des- ember, er sjötugur Ásgeir Hafliðason, járnsmíða- meistari, Kirkjuteig 27, Reylqavík. Kona hans er Guðrún Brynjóifsdóttir. Þau dvelja erlendis um þessar mundir. QAÁRA afmæli. Átta- OUtíu ára er í dag, 10. desember, Þorgerður E. Grímsdóttir, Skipholti 12 í Reykjavík. Eiginmaður Þorgerðar er Ólafur Hóim Einarsson. Þau munu veija deginum með fjölskyldu sinni og vinum. Pennavinir 11 ÁRA sænsk stúlka sem hefur áhuga á hestum, hundum, skíðaíþróttum og langstökki: Josefin Löfvenborg, Kolonigatan 3, S-641 46 Katrineholm, Sweden. SÆNSK stúlka, sem stund- ar líffræðinám í Kaup- mannahöfn, vill skrifast á við gáfaðan íslending: Jenny Helander, c/o Ahrenkiel, Poul Mallers Vej 7, DK-2000 Frbg, Denmark. 14 ÁRA sænsk stúika óskar eftir pennavinum af báðum kynjum: Camilla Axelsson, Fágleviies v. 58, 423 53 Torslanda, Sweden. {T/"|ÁRA afmæli. Fimm- tív/tíu ára er í dag, 10. desember, Einar Hólm Ól- afsson, skólastjóri, Stóra- teigi 13 í Mosfellsbæ. Eig- inkona hans er Vilborg Á. Einarsdóttir þroskaþjálfi. Þau verða að heiman við fögnuð með móður Einars, Þorgerði E. Grímsdóttur, sem er áttræð í dag. rAÁRA afmæli. Á Ov/morgun, mánudaginn 11. desember, verður fimm- tug Gréta Óskarsdóttir, snyrti- og fótaaðgerða- fræðingur, Grýtubakka 30, Reykjavík. Hún er með opið hús að Smiðjuvegi 13, Kópavogi, Kiwaishúsið (gul gata), og tekur á móti gest- um þar í dag, sunnudaginn 10. desember, milli kl. 17-20. COSPER ORÐABÓKIIM Baka - steikja EKKI alls fyrir löngu vakti ágætur norðlenzk- ur vinur Orðabókar Há- skólans og eins þessara litlu pistla hér í blaðinu máls á því, að fólk væri farið að rugla saman merkingu þessara sagn- orða, sem eru titill þessa pistils. Tók hann sem dæmi, að ýmsir töluðu nú orðið um að baka kleinur, en sjálfur hefði hann vanizt so. að steikja í þessu sam- bandi, steikja kleinur. Trúlega er þetta rétt athugað. Þróunin virðist einmitt sú, að ákveðin orð, hvort sem það eru nafnorð eða sagnorð, ná yfirhöndinni í máli fólks, en við það verður tungutak okkar að sjálf- sögðu fábreyttara. Ef litið er á skýringu OM frá 1983, segir þetta m.a. um so. að baka: „seyða fæðuefni, eink- um kornmeti (við þurr- an eld): baka brauð.“ í sömu orðabók segir svo m.a. um so. að steikja: baka; sjóða í feiti: s. kleinur. Ég hygg, að þessar skýringar OM fari nokkuð nærri mál- venju þorra fólks enn í dag. Það, sem soðið er í feiti, er steikt, en svo baka menn brauð við þurran og hægan hita. Þá tala menn um að baka pönnukökur, en til mun það einnig að gera pönnukökur. Því verður svo ekki neitað eftir heimildum að dæma, að notkun þessara orða sé eitthvað breytileg eftir landshlutum. Samkv. orðabók Bl. er einhvers staðar á Vestfjörðum talað um að steikja kök- ur eða brauð. Kannast einhveijir við þetta? - J.A.J. STJÖRNUSPA eítir Franecs Drake HANN er ekki búinn að Iæra á fiðluna nema í tvo mánuði og samt þarf strax að stilla hana. BOGMAÐUR Afmælisbarn dagsins: Þú ert stórhuga, oglegg- ur hart að þér til að ná settu marki. Hrútur (21. mars- 19. apríl) Þú átt auðvelt með að rata leiðina að því marki, sem þú hefur sett þér. í kvöld skemmtir þú þér konunglega á vinafundi. Naut (20. apríl - 20. maí) Tilætlunarsemi vinar veldur þér nokkrum vonbrigðum, en góð samstaða ríkir innan fjöl- skyldunnar. Kvöldið verður ánægjulegt. Tvíburar (21.mai-20.júní) Fyrri hluta dags eru félagslíf- ið og vinirnir í fyrirrúmi, og þér berast góðar fréttir. Seinna þarft þú að sinna bók- haldinu. Krabbi (21. júní — 22.júlí) HBB Þú hefur mörgu að sinna heima í dag, og kemur miklu í verk. En þegar kvöldar gefst ástvinum tækifæri til að fara út saman. Ljón (23. júlf - 22. ágúst) Vinnan hefur forgang fyrri hluta dags, því mörg verkefni bíða þín heima. En í kvöld verður þér boðið til mann- fagnaðar. Meyja (23. ágúst - 22. september) <Sá Þú notar daginn til að sinna fjöiskyldunni, einkum börn- unum. Einnig átt þú góðan fund með vinum. Njóttu svo hvfldar í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Reyndu að forðast deilur um stjómmál við góðan vin. Hvorki þú né vinurinn skipta um skoðun. Hugsaðu um fjöl- skylduna í kvöld. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú þarft að taka mikilvæga ákvörðun varðandi heimilið í dag í samráði við fjölskyld- una. Slakaðu svo á með ást- vini í kvöld. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m Ástvinir vinna saman að því að koma fjármálunum í réttan farveg í dag. Líklegt er að þér standi brátt til boða ferðalag. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Hugsun þín er skýr, og þú gerir þér grein fyrir því sem er að gerast. Það er því óþarfi að láta skapstyggan ættingja ergja þig. Vatnsberi (20.janúar- 18.febrúar) Hæfileikar þínir koma þér að góðu gagni við lausn á erfiðu vandamáli innan fjölskyld- unnar í dag. Gamall vinur heimsækir þig. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú átt góðar viðræður við ættingja árdegis, og þið finn- ið lausn á sameiginlegum vanda. Ástvinir eiga saman gott kvöld. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Sp&r af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra stað- reynda. Heimsreisa í Karíbahafid QiómíniAunci Það sparar að fiafa allt innifalið. Eyjan er einn aldingarður og blómahaf. Brottfarardagar, siglingar: 12. janúar 1996 26. janúar 1996 24. febrúar 1996 30. mars páskar 5. apríl páskar Glæsilegustu farkostirnir: Imagination, Celebration, Sensation Brottfarardagar Dóminíkana: 12. janúar 1996 I9.janúar 1996 26. janúar 1996 2. febrúar 1996 9.febrúar 1996 16. febrúar 1996 29. mars - páskar FERÐASKRIFSTOFAN H HEIMSKLUBBUR INGOLFS Austurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavík, sími 562-0400, fax 562-6564 GULLSMIÐJAN i PYRIT-G15 0 V ÍSLENSK HÖNNUN OG HANDVERK Sigmund Freud INNGANGS- FYRIRLESTRAR UM SÁLKÖNNUN HIÐ fSLHNSKA BÓKMENNTAFÉLAG \ 1995 ——B—— Inngangdyrirlestrar umsdlkönniin eftir Sigmund Freud íslensk þýðing eftir Sigurjón Bjömsson sem einnig ritar inngang. hmgangsfyrirlestramir eru meðal þekktustu ritverka Freuds. Hér gerir hann ljóst og skilnierkilega grein fyrir öllum meginatriðum hinna víðfrægu kenninga sinna. Þar er t.a.m. að finna fyrirlestra um sálfræðilegar skýringar á mistökum ásamt draumakenningunni. Bókin er 254 bls. Fyrri rit í bókaflokknum Sálfræðirit út gefin að undirlagi í og í þýðingu Sigurjóns Bjömssonar era: Sálkönnun og sállœkningar, Um sálina, Undir oki siðmenningar, \ Formgerðir vitsmunalífsins og Blekking trúarinnar - J Á líðandi stund um stríð og dauða. Þýðandinn, Siguijón Bjömsson, er mikilsvirtur 5 sálfræðingur, þýðandi ffíoimÐ% og bókmenntagagnrýnandi. é 1816 é HIÐISLENSKA BOKMENNIAFEIAG SÍÐUMÚLA 21 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 588 9060 • FAX 588 9095
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 283. tölublað (10.12.1995)
https://timarit.is/issue/128008

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

283. tölublað (10.12.1995)

Aðgerðir: