Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ "SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 25 „Þessi öra uppbygging er ekki unnin af einum manni. Þetta byggist á því að hafa gott fólk með sér og jákvæðan starfsanda í fyrirtækinu, nánast baráttu- anda. Hver og einn ber mikla ábyrgð og á sinn hlut í vextinum.“ Velta 1989-96 m.kr. Hagnaður fyrir Starfsmenn peninga, starfsmannafélagið, námskeið og reglur um umgengni og hegðun á vinnustað. „Ég þekki alla starfsmennina með nafni og hef komið að ráðn- ingu flestra þeirra sjálfur," segir Rúnar. „Ég reyni að hafa gott samband við starfsfólkið og fer reglulega um allar deildir fyrir- tækisins. Fyrsta föstudag í hverj- um mánuði er haldinn starfs- mannafundur kl. 8-9 að morgni. Þá er ég búinn að fara í bakaríið og kaupa með morgunkaffinu. Á þessum fundum tölum við mjög opinskátt um rekstur fyrirtækis- ins, bæði það sem gengur vel og illa.“ Auk þessara stórfunda held- ur Rúnar vikulega fundi með deild- arstjórum og feglulegir fundir eru haldnir í hverri deild fyrir sig. Starfsmannafélagið Hippó er mjög virkt og stendur fyrir mörg- um uppákomum á ári hverju. Ný- lega fóru starfsmenn til írlands og héldu þar árshátíð. Farið er í ferðalög, haldið er þorrablót, jóla- ball, jólaglögg líkt og í fleiri fyrir- tækum. Þar að auki eru haldin samkvæmi innan deildanna. Ein uppákoman er svonefndur hreinsunardagur Tæknivals. „Þá koma starfsmenn á laugardegi og taka gjarnan börnin sín með. Þeir hreinsa í kringum vinnustöðvar sínar, henda úreltum pappírum og fleira. Svo koma fjölskyldur þeirra í hádeginu. Mitt hlutverk á hreins- unardeginum er að grilla ofan í mannskapinn. Við leggjum áherslu á að fá fjölskyldurnar, makana og börnin með. Markmið okkar er að fólki líði vel hjá okkur.“ Kallinn í brúnni Rúnar segir að hver hinna níu deilda fyrirtækisins sé rekin sem sér eining. Mikil áhersla er lögð á að hver rekstrareining sé gerð upp mánaðarlega og frammistaðan mæld. „Við fylgjumst óbeint með hveijum starfsmanni á þennan hátt. Ef mönnum fer að ganga illa getum við komið þeim til hjálp- ar.“ Rúnar segist láta deildarstjór- um eftir að reka sínar deildir, en er ávallt til reiðu ef þeir óska að- stoðar hans eða álits. „Ég er eins og skipstjóri á skútu, sem bæði stikar út kúrsinn og sér um að áhöfnin sé ánægð og skili sínu. Það er ekki endilega mitt hlutverk að koma með bestu hugmyndirnar heldur að vinna úr þeim.“ Menntun starfsmanna Tæknival leggur mikla áherslu á þjálfun og menntun starfs- manna. í vetur eru 14 námskeið í boði, þar á meðal eitt innflutt sem ætlað er tæknimönnum þjón- ustudeildar. „Við höldum mjög yfirgripsmik- ið námskeið frá Novell netfyrir- tækinu sem nýtur alþjóðlegrar við- urkenningar," segir Rúnar. „Nám- ið tekur um ár og því lýkur með svokallaðri CNE (Certified Netw- are Engineer) gráðu. Kennarar á námskeiðinu koma frá útlöndum og einnig prófdómarar og umsjón- armenn prófa. Nú þegar hafa 6 lokið þessu námi, 4 til viðbótar ljúka því í mars og aðrir 4 í haust. Þetta gefur þjónustudeild okkar ákveðinn gæðastimpil á alþjóðleg- an mælikvarða. Það er mikil þörf á símenntun og endurmenntun hjá fólki sem starfar í tölvugeiranum. Þetta námskeiðahald er einn af homsteinum okkar í að leggja rækt við starfsfólkið." BT-tölvur í maí síðastliðnum opnaði Tæknival verslunina Bónustölvur. Verslunininni var ætlað að sinna sérstaklega heimilum og sölu á margmiðlunartölvum. Að sögn Rúnars átti nafnið að undirstrika það markmið að bjóða ávallt lægsta verð á tölvumarkaðnum. Nafngift verslunarinnar var mót- mælt og krafist lögbanns sem sýslumaður staðfesti. Nafninu var breytt í BT tölvur og beðið um flýtimeðferð fyrir dómi. „Við átt- um von á dómi í haust, en málinu hefur verið frestað fram í janúar næstkomandi," segir Rúnar. BT-tölvur hafa fengið það góðar viðtökur að í bígerð er að fjölga slíkum sölustöðum á næsta ári. „Það töldu margir að við værum að skjóta okkur í löppina með því að opna þessa búð. Reyndin er sú að salan þar er algjör viðbót við veltu okkar í Tæknival. BT-tölvur eiga sinn þátt í 50% veltuaukningu á þessu ári.“ Ekki að hætta Rúnar stendur nú á fertugu og á að baki annasaman áratug. Hann segist hafa dregið úr vinnu- álagi og fara sjaldan í vinnuna um helgar nú orðið. Yfirleitt reynir hann að ljúka vinnudeginum kl. 19. Þetta er mikil breyting frá því hann vann sleitulaust nær dag og nótt. „Svona starf er ekki bara vinnan, heldur líka tómstunda- gamanið og lífsáhugamálið," segir Rúnar. „Mér hefur þótt erfíðast að slíta mig frá sölunni. Mér þyk- ir svo ofboðslega gaman að selja!“ Hann hefur sjaldan tekið löng sumarfrí og segist hlakka til allra sölutímabila, hvort sem það er haustvertíðin, jólasalan eða ferm- ingatíminn. En hvar verður hann eftir önnur 10 ár? „Það sér enginn 10 ár fram í tímann. Ég hef gaman af að starfa á samkeppnismarkaði. Svo lengi sem ég hef gaman af þessari bar- áttu og eigendur fyrirtækisins eru sáttir við störf mín og árangur mun ég sitja hér.“ Framtíð Tæknivals Rúnar segir þróunina svo öra í tölvuheiminum að erfitt sé að segja fyrir um hvernig ástandið verður um aldamót, hvað þá síðar. „Við höfum mikla trú á framtíð- inni og að tölvuiðnaðurinn eigi eftir að vaxa enn meira. Við stefn- um að því að um aldamótin verði Tæknival eitt þekktasta og öflug- asta upplýsingaþjónustufyrirtæki landsins með framsækna, trausta og faglega ímynd. Fyrirtæki sem býður viðskiptavinunum vönduð upplýsingakerfi. Fyrirtækið verði þekkt fyrir góðar og framsýnar hugbúnaðarlausnir og tæknibún- að, skjóta og góða þjónustu við uppsetningu á búnaði og viðhald hans. Ég tel að einkatölvan eigi mikla framtíð fyrir sér. Tæknin vinnur fyrir okkur og við eltum tæknina." rtvarpstæi SIEMENS ■ að er gaman að gefa vandaðar og fallegar jólagjafir. Gjafir sem gleðja og koma aðgóðum notum lengt, lengi. Þannig eru heimilistœkin frá Siemens, Bosch og Rommelshacher. (Ekki sakar að kceta biíálfana í leiðinni.) ( Ryks ugur Hrœrivél með öllum jylgihlutum á 16.900 kr. stgr. r Handryksuga á 3.750 kr. J ^ Brauðrist^r frá 3• 600 kr. Vöfflujám á 5.900 kr. j Gujustrokjám frá 3.900 kr.J SIEMENS SMITH & NORLAND Umboosmenn: Akranes: RafþföíiíKta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála • Helli Hallgrímsson • Stykkishólmur: Skipavik • Búöardalur: Ásubúð • Isafjörður: Póllinn • Hvammstangi: Skjanni • Sauðárkrókur: F • Húsavík: Öryggi • Þórshöfn: Norðurraf • Neskaupstaður: Rafalda • Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðir: Sveinn • Höfn í Hornafirði: Kristall • Vestmannaeyjar: Tréverk • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Selfoss: Árvirkinn • Grindavík • Keflavík: Ljósboginn • Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiöi. }f • Grundarfjörður: Guðni raið • Akureyri: Ljósgjafinn liisvík: Stefán N. Stefánsson Nækjaverslun. Sig. Ingvarss. Nóatúni 4 • Sími 5113000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 283. tölublað (10.12.1995)
https://timarit.is/issue/128008

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

283. tölublað (10.12.1995)

Aðgerðir: