Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Ferðamálaskóli íslands,
Menntaskólanum í Kópavogi.
Skólinn er skiþulagður á þann hátt að nemendur sækja
sjálfstæð námskeið þar sem farið er yfir afmarkaða hluta
ferðafræðinnar eða taka tvær heildstæðar annir.
Nemendur geta því sjálfir ráðið fjölda námskeiða sem
þeir vilja sækja og hversu hratt námið sækist.
Námsframboð á vorönn:
• Fargjaldaútreikningur
• Farbókunarkerfi
• Ferðalandafræði íslands
• Ferðalandafræði útlanda
• Ferðaskrifstofur
• Markaðsfræði ferðaþjónustu
• Rekstur ferðaþjónustu
• Þjónustusamskipti
• Umhverfi og ferðaþjónusta
• Enska fyrir ferðaþjónustu
Skráning í skólann stendur yfir til 18. desember.
Kennslá hefst samkvæmt stundaskrá 10. janúar 1996.
Hikið ekki við að hringja í sírna 564 3033 og fá nánari
uþþlýsingar. Skrifstofa skólans er oþin virka daga
frá kl. 09:00-14:00.
Kennslutími mánudaga til fostudaga frá kl. 17:30-21:40.
Ferðamálaskóli íslands
MENNTASKÓLANUM í KÓPAVOGI
ICELAND SCHOOL OF TOURISM
FRÉTTIR
Flugdeild Landhelgisgæslunnar 40 ára
FLUGFLOTI gæslunnar í árdaga: flugbáturinn, fyrsta þyrlan af Bell-gerð og Skymaster DC-4 flug-
vélin sem gæslan eignaðist 1962 var fjögurra hreyfla með 18 klst. flugþoli og
gjörbreytti því aðstæðum til leitar- og björgunarflugs.
Þyrlurnar ollu þátta-
skilum í starfseminni
í DAG eru 40 ár frá því að Landhelg-
isgæslan (LHG) eignaðist sína fyrstu
flugvél. Það var Catalínuflugbátur-
inn TF-RÁN. Fram að því hafði LHG
notast við leiguflugvélar við eftirlits-
störf. Á þessum 40 árum hefur
Gæslan átt eða leigt langtímaleigu
alls 18 flugför, þar af 11 þyrlur. Nú
á Landheigisgæslan fjórar flugvélar,
Fokker flugvélina TF-SÝN og þyrl-
urnar TF-SIF (Dolphin), TF-GRÓ
(Ecuruil) og TF-LÍF (Super Puma).
Landhelgisgæsla úr lofti er næstum
jafngömul fluginu á íslandi. Þegar
árið 1920 var farið að ræða opinber-
lega um möguleika á að nota flug-
báta til gæslu við strendur landsins.
Á- þriðja áratugnum voru flugvélar
notaðar til síldarleitar og fóru yfir-
menn af varðskipum gjaman með til
eftirlits á miðunum. Þetta flug lagðist
að mestu niður í kreppunni en hófst
aftur 1937. Á stríðsárunum lagðist
landhelgisgæsla úr lofti einnig niður.
Góður árangvr af gæsluflugi
Árið 1947 var aftur tekið til við
gæsluflug. Notast var við farþega-
flugvélar sem leigðar voru í einstak-
ar eftirlitsferðir. Arið 1948 urðu þau
þáttaskil að Landhelgisgæslan tók á
leigu Grumman flugbát um tveggja
mánaða skeið, eingöngu til landhelg-
isgæslu. Eftirlit úr lofti bar góðan
árangur við að stugga erlendum tog-
urum úr landhelginni. Menn öðluðust
færni við að staðsetja landhelgis-
brjóta úr lofti.
Reglubundið gæsluflug
Skipulögð landhelgisgæsla úr lofti
hófst við útfærslu landhelginnar í 4
sjómílur 1952. Með samræmdum
aðgerðum flugvéla og varðskipa var
nú farið að góma landhelgisbijóta
og færa þá til hafnar.
Catalina-flugbáturinn TF-RÁN
var tveggja hreyfla og gat lent bæði
á sjó og landi. Flugvélin kom hingað
til lands í þjónustu bandaríska hers-
ins og strandaði á Þórshöfn 1954.
Flugmálastjórn keypti flugvélina og
seldi síðan Landhelgisgæslunni.
„Katan“ eins og vélin var gjaman
HINN 10. desember 1955 eignaðist Landhelgisgaeslan sína fyrstu
flugvél — Catalínuflugbátinn TF-RÁN.
FOKKER-vélin TF-SÝR sem síðar var seld en Fokkerarnir hafa
gegnt veigamiklu hlutverki í starfsem flugdeildar
Landhelgisgæslunnar.
nefnd var í þjónustu Gæslunnar fram
í desember 1962.
Þyrlur í 30 ár
Fyrstu þyrluna eignaðist Land-
helgisgæslan í félagi við Slysavarna-
félag Islands í mars 1965. Þetta var
Bell þyrla og fékk einkennisstafina
TF-EIR. Þyrlan sannaði fljótt ágæti
sitt og hefur hlutur þyrlna í björgun-
ar- og eftirlitsflugi hjá Landhelgis-
gæslunni farið vaxandi æ síðan.
í nóvember 1985 fiaug Páll Hail-
dórsson yfírflugstjóri nýrri Dolphin-
þyrlu, TF-SIF, til landsins. Páll segir
að um það leyti hafí orðið þáttaskil
í rekstri Landhelgisgæslunnar. Þá
var farið að hafa þyrluáhöfn til reiðu
allan sólarhringinn, stjómstöð LHG
var sömuleiðis höfð opin allan sólar-
hringinn allan ársins hring. í kjölfar-
ið bættust læknar frá Borgarspítal-
anum í áhöfn þyrlunnar.
Slðastliðinn áratug hefur TF-SIF
farið í 722 sjúkra-, björgunar- og
leitarflug. „í þessum ferðum höfum
við flutt 581 einstakling. Þar af er
talið að um 150 eigi líf sitt beinlínis
að þakka þyrlunni," sagði Páll Hall-
dórsson yfirflugstjóri.
Við flugdeild LHG starfa nú um
25 starfsmenn. Að sögn Páls yfír-
flugstjóra er flugvélum LHG flogið
um 1.500 stundir á ári.
HÓTEL ORK
er eina hótel landsins sem býður
fulla þjónustu um jólahátíðina
Fjölbreytt jóladagskrá og glaðværar samverustundir.
Glæsilegur veislumatur alla dagana.
Sértilboð fyrir fjölskyldur og einstaklinga.
HÓTEL ÖRK, HVERAGERÐI • SÍMI 483 4700 • BRÉFSÍMI 483 4775