Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Að fjörutíu árum liönum Bókmenntaverðlaun Nóbels eru æðsti heiður sem rithöfundi hlotnast og leið til heimsfrægðar. Jóhann Hjálmarsson rifj- ar upp andrúmið kringum Halldór Lax- ness fyrir fjórum áratugum og það sem fylgdi í kjölfarið. FJÖRUTÍU ár eru liðin síðan Halldór Laxness tók við bókmenntaverðlaunum Nóbelsr fyrstur íslendinga og sá eini til þessa. Við hátíðlega athöfn í Stokkhólrhi 10. desember 1955 minnti Halldór á arfinn og alþýð- una, land og þjóð, sem fóstraði hann. Honum var vel tekið þegar hann sneri heim, en um hann hafði löngum gustað. Fyrsta bók Halldórs sem kom út eftir Nóbelsverðlaun var Brekkukotsannáll, skáldsaga með nokkuð öðru svipmóti en fyrri verk, en kom þó ekki alveg á óvart. Vegsömun einfalds lífs og lífsvisku aiþýðufólks var ekkki óþekkt í verkum Halldórs, ekki heldur dæmi um fánýti frægðarinnar. Engu að síður heyrðust þær raddir að Hall- dór væri nú búinn að vera, broddur- inn úr verkum hans og hann stefndi beina leið í stofur og á náttborð broddborgaranna. Þetta var vitanlega rökleysa eins og aðrar fullyrðingar um bók- menntir af pólitískum rótum. Hall- dór tók sér fyrir hendur að endur- skoða viðhorf sín til samtíðarinnar og skrifaði sinn beinskeytta Skáldatíma. Hann lét sér heldur ekki muna um það að endurnýja sagnagerðina með verkum eins og Kristnihaldi undir Jökli og Guðs- gjafaþulu sem sönnuðu að hann hafði manna best fylgst með bók- menntaþróuninni. Innansveitar- kronika og esseyjurómanar fylgdu líka. Að auki hélt hann áfram að vera greinahöfundur með erindi, ádeilumaður, samtíða sjálfum sér og fomfræðasinni í senn. Nóbeisverðlaunin urðu ekki til þess að skáldið slægi af kröfum til sjálfs sín og annarra. Síður en svo. , Morgunblaðið/Ólafur K. Magnú.sson HALLDOR Laxness og Gunnar Gunnarsson spjalla. A milli þeira er Auður Laxness. Þau höfðu mikil áhrif, voru uppörv- un fyrir hann sjálfan og aðra rithöf- unda. Þau beindu sjónum margra útlendinga að íslandi. Lengi vel og jafnvel enn var það svo að þegar menn nefndu orðið ísland í útlönd- um komu Halldór Laxness og bæk- ur hans fyrst í hugann. Ungir rithöfundar fögnuðu skáldinu, en stundum þótti skorta á liðsinni hans þegar veikburða samtímabókmenntir áttu undir högg að sækja. Hann virtist bólu- settur fyrir nýjungum í skáldskap, að minnsta kosti í táli. í útlöndum kvaðst hann ekki umgangast aðra íslenska rithöfunda. Þetta stakk í stúf við persónuleg kynni af skáld- inu sem voru afar elskuleg og var- færin af hans hálfu. Verðlaun eru síður en svo algild. Aftur á móti held ég að fáir hafi gagnrýnt og enginn nú að Halldór Laxness skyldi verða fyrir vali sænsku akademíunnar. Gunnar Gunnarsson var að vísu nefndur en gegn honum stóð það að hann hafði skrifað höfuðverk sín á dönsku. Bókmenntaverðlaun vekja þegar best lætur athygli á bókmenntum yfirleitt. Segja má þó að það verði eins konar árátta eða kækur að verðlauna alltaf sömu höfundana svona eins og þegar mý sest hvað eftir annað á sömu mykjuskána af því að það þekkir ekki aðrar. KVENNAKÓR Reykjavíkur Aðventutónleikar Kvennaskórs Reykjavíkur KVENNAKÓR Reykjavíkur heldur þriðju aðventutónleika sína í Víði- staðakirkju í dag, sunnudaginn 10. desember kl. 18. og í Hallgríms- kirkju miðvikudaginn 13. desember og fimmtudaginn 14. desember kl. 20.30 bæði kvöldin. Yfirskrift tónleikanna er: „Nú kemur heimsins hjálparráð.“ Flutt verða kirkjuleg verk og aðventutón- list m.a. eftir Brahms og Mendels- sohn-Bartholdy, samin fyrir kvenna- kór og nýjar raddsetningar og umrit- anir fyrir kvennakór eftir Aðalheiði Þorsteinsdóttur og Úlrik Ólason. Einsöngvari með kórnum verður Elsa Waage, fiautuleikarar Bern- harður Wilkinson og Hallfríður Ól- afsdóttir. Stjórnandi Kvennakórs Reykjavíkur er sem fyrr Margrét Pálmadóttir og Svana Víkingsdóttir píanóleikari sér um undirleik. í kynningu segir: „í haust hefur starf kórsins verið í miklum blóma. í október og nóvember stóðum við fyrir tónleikum á fimmtudagskvöld- um sem voru t.d. tónleikar í Ráðhús- inu og Kristskirkju með söngkaffí á eftir í félagsheimiii okkar á Ægis- götu 7. Senjórítukór Kvennakórs Reykja- víkur stcð fyrir söngkaffí eitt fímmtudagskvöldið og síðasta kvöldið var söngkvöld fyrir alla fjöl- skylduna þar sem ailir þeir sem vildu taka lagið komu með börnin sín. Húsfylli var öll kvöldin og mikii stemmning. Sú nýbreytni er í starfsemi Kvennakórs Reykjavíkur að í haust tók til starfa senjórítukór, þar sem „síungar" eldri konur syngja saman undir stjórn Ruthar Magnússon. Einnig tók til starfa léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur undir stjórn Jóhönnu Þórhallsdóttur og Aðaiheiðar Þorsteinsdóttur og eru þar 70 konur. Kvennakór Reykjavíkur hefur boðist það einstaka tækifæri á sumri komanda að fara í söngferðalag til Ítalíu, þar sem kórinn mun syngja á alþjóðlegri listahátíð i Flórens. Einnig mun kórinn syngja 9. júní nk. hámessu í Péturskirkjunni í Róm. Auk þess mun kórinn halda tvenna tónleika í Róm. Einsöngvari okkar verður Sigrún Hjálmtýsdóttir, hin eina sanna „Diddú“. Geturþú axlað ábyrgð á einu bami sem er i neyð? Já, ég vil styrkja barn með kr. 1.000 á mánuði í: Jj A-Evrópu [ Iasíu J Afríku ÍS-Ameríku Nafn Hcimilisfang, Gíró------- □ Pnr.. -Visa/Euro. Vinsamlegasl sendið mér fyrst hækling um SOS barnaþorpin, Hamraborg 1,200 Kópavogur, s. 564 2910, fax 564 2907. « /Tv t m X I I I I I Tímarit • ÚT er komið þriðja hefti tíma- ritsins Andblær. Bókmenntir og draumbókmenntir. Að þessu sinni eiga sautján höfundar efni í ritinu. Meðal þeirra eru Lárus Már Björnsson, sem á ljóð, ásamt þeim Hrafni Harðarsyni; Baldri Óskars- syni og Steinunni Asmundsdóttir. Birtar eru sögur eftir Sigfús Bjartmarsson, Gunnar Randvers- son og Ferdinand Jónsson. Einnig er draumtexti eftir Þórunni Helga- dóttur. Ritstjóri er Þórarinn Torfa- son. Mynd á forsíðu er eftir Bjarn- heiði Jóhannesdóttur. Andblærfæst föllum helstu bókaverslunum ogkostar 790 kr. ♦ ♦ ♦---- Nýjar bækur • ÚT er komin bókin Sækjandinn eftir John Grisham. Bókin, sem nefnist The Rainmaker á frummál- inu, kom út í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Fyrsta prentun bókar- innar var 2,8 milljónir eintaka og var það algjört met. „Sækjandinn er grípandi og skemmtileg saga af baráttu ungs lögfræðings sem gengur einn á hólm við óvígan her andstæðinga," segir í kynningu. Útgefandi erlðunn. Sækjandinn er 303 blaðsíður. Nanna Rögnvald- ardóttir þýddi bókina, sem er prentuð íPrentbæ hf. Verðhennar er 2.980 kr. -----♦■ ♦ ♦---- Kórsöngur í Dómkirkj- unni í DAG, sunnudag, syngur kór Tón- listarskólans í Reykjavík við messu í Dómkirkjunni klukkan ellefu. Stjórnandi kórs tónlistarskólans er Marteinn H. Friðriksson. Einnig munu nemendur úr tónmennta- kennaradeild syngja í tuttugu mín- útur á undan messunni undir stjórn væntanlegra útskriftarnemenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.