Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fj ármálaráðherra segir stjórnendur Ríkisspítala virða fjárlög að vettugi Taka verður á rekstrinum með trúverðugri hætti Samþykkt greiðsluheimilda bíði þess að „alvörutillögur“ liggi fyrir FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráð- herra, segir að ekki verði hægt að samþykkja greiðsluheimildir til Rík- isspítalanna fyrr en fyrir liggi „al- vörutillögur um það hvernig spítal- inn hyggst fara að fjárlögum. Það verður augljóslega að taka á rekstr- inum með trúverðugri hætti. Það er tilgangslaust að leggja fram meira fé þegar forsvarsmenn spítalans telja að fjárlög komi þeim ekki við,“ sagði Friðrik í samtali við Morgun- blaðið í gær. Ráðherra segir að menn standi nú í nákvæmlega sömu sporum og fyrir ári hvað varðar fjárhag Ríkis- spítalanna þrátt fyrir að stjómendur stofnunarinnar hafi með skriflegum samningum skuldbundið sig til spamaðaraðgerða og fengið í því skyni samtals 275 milljóna króna aukin framlög á þessu ári. Haldbæra lausn vantar Ráðherra segir að samkvæmt samningnum hafí ríkisstjómin fallist á að taka á ríkissjóð halla ársins 1994, sem nú nemur 127 milljónum króna. Hins vegar þurfi nú að fást haldbær lausn á því hvemig eigi að fara með þann 280 milijóna halla sem myndast hefur á þessu ári. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær stefnir uppsafnaður rekstr- arhalli Ríkisspítala í 400 milljónir króna í lok ársins, þar af eru um 280 milljónir vegna þessa árs en 127 milljónir vegna 1994. Þessi staða er komin upp þrátt fyrir að stjómamefnd og forstjóri Ríkisspítalanna hafí hinn 6. desem- ber 1994 undirritað samning við heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra og íjármálaráðherra um lausn á flárhagsvanda spítalans, þar sem fram kom að stjóm Ríkisspítala sé ætlað að grípa til aðgerða, svo fljótt sem kostur er, sem ætlað sé að skila a.m.k. 230 milljóna spamaði á árinu 1995. Samkvæmt samningnum var það þá sameiginlegt mat aðilanna að áætlaður uppsafnaður fjárhagsvandi Ríkisspítala í árslok væri að óbreyttu um 450 milljónir króna á greiðslu- grunni miðað við framlög til spítal- ans á fjárlögum 1994. Jafnframt var áætlað að munur á rekstrarumfangi og fjárveitingu til spítalans í fjár- lagafrumvarpi 1995 væri 335 millj- ónir króna. Heilbrigðis- og fjármálaráðherrar skuldbundu sig til að beita sér fyrir 328 milljóna króna fjárveitingu í fjáraukalögum 1994 til viðbótar þeim 52 milljónum sem ætlaðar vom til spítalans í frumvarpi til íjárauka- laga 1994. Af 328 milljónunum voru 86 milljónir vegna áhrifa kjarasamn- inga við heilbrigðisstéttir. Fjárveiting aukin um 195 miiy. Ráðherrarnir beittu sér einnig samkvæmt samningnum fyrir því að fjárveitingtil reksturs Ríkisspítal- anna í fjárlögum 1995 var aukin um 195 milljónir króna til viðbótar því sem frumvarpið gerði ráð fyrir þann- ig að munur á áætluðu rekstrar- umfangi og fjárveitingu yrði að te- knu tilliti til þess 140 milljónir króna, miðað við fyrrgreindar forsendur. Samkyæmt ákvæði samningsins frá 6. desember 1994 er stjóm Rík- isspítala ætlað að grípa til aðgerða til að skila a.m.k. 230 milljóna króna spamaði á árinu 1995. Stjómin lagði fyrir heilbrigðisráðherra 29. mars 1995 tillögur þar sem sagði að fyrir- sjáanlegur halli ársins 1995 væri 194 milljónir króna miðað við framlög á fjárlögum og tíundaði fyrirhugaðar aðgerðir til að ná fram 185 milljóna króna spamaði í rekstri ársins. 80 milljóna viðbótarfjárveiting Að fengnum þessum tillögum undirrituðu heilbrigðisráðherra og formaður stjómar Ríkisspítalanna samkomulag um aðgerðir til að draga úr áhrífum samdráttarað- gerða í rekstri Ríkisspítalanna. Sam- kvæmt því féllst ráðherra á 80 millj- óna króna viðbótarfjárveitingar til að tryggja að ekki þyrfti að loka öldrunarlækningadeild og til að draga úr lokunum og viðbótarlokun- um frá því sem samþykkt stjómar- nefndarinnar gerði ráð fyrir. Guðmundur G. Þórarinsson, for- maður stjómamefndar Ríkisspítal- anna, sagði í Morgublaðinu í gær að þegar hann tók við formennsku í sumar hafí rekstrarhalli ársins stefnt í um 450 milljónir króna. Með hagræðingaraðgerðum á seinni hluta ársins hefði tekist að ná þeirri tölu niður í þær 280 milljónir sem nú stefni í. Hallann mætti rekja til þröngs íjárlagaramma og þróunar í læknisfræði sem leiði m.a. til fleiri aðgerða á fleiri sjúklingum og þar með til aukins kostnaðar vegna lyfja og rannsókna. Gæzluflug í 40 ár HALDIÐ var upp á það á Reykjavíkurflugvelli á föstu- daginn að 40 ár eru liðin síðan Landhelgisgæzlan eignaðist sína fyrstu flugvél. Það var Catalinu-flugbáturinn TF- RÁN. Áður hafði verið notast við leiguflugvélar við eftirlits- störf. A þessum 40 árum hefur Gæzlan átt 18 loftför, þar af 11 þyrlur. Á myndinni má sjá nokkra starfsmenn Gæzlunnar gæða sér á veitingum í veizl- unni, f.v.: Sigurð Gíslason, Ragnar Ingólfsson, Ágúst Eyj- ólfsson, Tómas Helgason, Pétur Steinþórsson, Jakob Ólafsson og Hilmar Ægi Þórarinsson. ■ Þyrlur ollu/20 Morgunblaðið/Jón Svavarsson Fjórir Islendingar bjargast með naumindum úr hættulegri eftirför Aðvörunarorð urðu til bjargar tíma. En þegar við vor- um við afleggjarann til Philadelphiu vorum við ekki lengur viss um hvort við værum á réttri leið og spurðum til vegar í tollhliði. Maðurinn í hliðinu sagði okkur að velja leið 40. Þótt við héld- um að við hefðum átt að fara aðra leið fórum við að ráðum hans, enda sagði hann okkur að við værum að stytta okkur leið. Hins vegar runnu á okkur tvær Jóhannes 70 mílur (120 km). Ég grímur þegar við héld- Tryggvason vissi eiginlega ekki hvað var að gerast fyrr en þeir keyra af töluverðum krafti pallbíls fyrir framan gerir slíkt hið sama. „Hinn bílinn var rétt fyrir aftan okkur og á endanum sagði ég við Guðmund að líklega væri best að hleypa honum fram úr. Bfllinn fór fram úr og negldi svo harkalega niður rétt fyrir framan okk- ur. Þá kallaði Katrín upp: „Keyrðu, keyrðu," og Guðmund- ur sveigði framúr og jók hraðann upp í um FJÓRUM íslendingum tókst með naumindum að bjarga sér úr lífs- hættulegri eftirför með því að aka á rauðu ljósi inn á gatnamót í smábæ mitt á milli Baltimore og Atlantic City í Bandaríkjunum í lok nóvember. Jóhannes Tryggvason, einn fjórmenninganna, telur að varaaðarorð ungrar konu í bflnum hafi bjargað þeim. Unga konan hafði dvalist við nám í Bandaríkjun- um og lagði áherslu á að faðir hennar, sem var við stýrið, stöðv- aði undir engum kringumstæðum bifreiðina. Jóhannes, Guðmundur Baldurs- son, vinur hans, Helga Stefánsdótt- ir, eiginkona Guðmundar, og Kat- rín, dóttir hjónanna, lögðu af stað frá Baltimore áleiðs til Atlantic City kl. 19 að kvöldi 28. nóvem- ber. „Við vorum á stórurn sjö manna bíl og hafði verið sagt að ferðin tæki svona þrjá og hálfan um áfram, því við vor- um að fara mjög fáfarinn veg,“ segir Jóhannes. Þegar hér er komið sögu ákveða fjórmenningamar að snúa við og taka eftir því að ökumaður svarts aftan á okkur. Hann keyrir svo aftur á okkur með ofboðslegum slink. Guðmundur bjóst við að þeir myndu skjóta á okkur en ég var alveg viss um að eltingaleiknum myndi Ijúka í einhverri blindgötu, enda vissum við ekkert hvert við vorum að fara. Eftir að hafa farið nokkrum sinnum yfir á bullandi rauðu ljósi komum við svo niður að gatnamót- um í smábæ þarna eftir um 10 til 15 mínútna eltingaleik á þessum ofsahraða. Hinn bíllinn stansar við hliðina á okkur og tveir hvítir menn koma út. Við tveir vorum alveg tilbúnir til að tala við þá en Katrín hrópaði aftur og aftur „keyrðu" og Guðmundur dembdi sér beint í gegnum í kösina á gatnamótunum og einhvem veginn sluppum við í gegn slysalaust,“ segir Jóhannes. Hann hefur eftir lögreglunni að íslendingamir hafí sloppið með skrekkinn af því að þeir hafi brugð- ist rétt við. Hann heyrði í fréttum að þijú morð hefðu verið framin á svipuðum slóðum vikuna áður. Menn eru fara í skotgrafirnar ►Deilur blossa upp í verkalýðs- hreyfíngunni og búist er við átök- um um val forseta á ASÍ- þingi í vor. /10 Jabloko helsta von umbótarslnna ►Stjómmálaskýrendur í Rúss- landi eru sammála að aðeins einn flokkur ótvíræðra umbótasinna, Jabloko, geti keppt við kommún- ista, þjóðemissinna og kvennflokk- inn í þingkosningunum 17. desem- ber. /12 Ljósmyndir f rá harðindaórum ►Bókin ísland fyrir aldamót - Harðindaárin 1882 -1888, er kom- in út. Byggir hún á meira en hundrað ljósmyndum sem Frank Ponzi fann í London fyrir átta árum. /22 Tæknin vinnur fyrir okkur ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Rúnar Sig- urðsson, framkvæmdastjóra Tæknivals. /24 B ► l-36 Af silfri og blóði ►Við rætur fjallsins Cerro Rico á hásléttu Bólivíu, í 4.100 metra hæð, situr Pótósí, hæsta borg heims. Fyrir nokkrum öldum var hún fjölmennasta borg Vestur- heims og andvirði silfursins sem dælt var úr fjallinu ómælanlegt. Einar Falur Ingólfsson var þar á ferð og segir frá í máli og mynd- um. /1-2 Svartklædda konan ►Helga I. Stefánsdóttir leik- mynda- og búningahöfundur á að baki yfirtuttugu verkefni í leik- húsi og kvikmyndum, síðast í Tári úr steini og Agnesi. María Ellings- en sem leikur Agnesi ræðir hér við Helgu. /2 Þetta voru skemmti- legirtfmar ►Ámi Elfar er þekktur tónlistar- maður sem hefur spilað með öllum helstu hljómlistarmönnum landsins frá því um miðja öldina en er reyndareinnig kunnur myndlistar- maður. Ólafur Ormsson ræddi við Árna. /6 BÍLAR_____________ ► l-4 Keppir í götubíla- torfæru í Belgíu ►Gunnar Pálmi Pétursson er þekkt nafn í íslensku torfæranni en nú er í undirbúningi að hann fari til Belgíu og keppi. /2 Reynsluakstur ►Kia Sportage með sjálfskiptingu vinnurvel. /4 FAST9R ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari 28 Helgispjall 28 Reykjavíkurbréf 28 Minningar 32 Myndasögur 40 Bréftilblaðsins 40 Brids 42 Stjömuspá 42 Skák 42 ídag Fólk (fréttum Bló/dana Útvarp/sjónvarp Dagbók/veður Gárur Mannlifsstr. Dægurténlist Kvikmyndir INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-6 42 44 46 52 55 8b 8b 12b 14b
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.