Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 1
I I 96 SÍÐUR B/C 283. TBL. 83. ÁRG. SUNNUDAGUR 10. DESEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter IBÚAR Grosní draga kerru með vatnsbrúsum að húsi sínu í höfuðstað Tsjetsjníju. Ár er nú liðið frá því hernaðaraðgerðir Rússa í héraðinu hófust og þúsundir Tsjetsjena, sem misstu heimili sín, búa enn í kjöllurum, loftvarnabyrgjum eða bráða- birgðaskýlum þrátt fyrir loforð rússnesku stjórnarinnar um að borgin verði endurreist. Rúslan Khasbúlatov hættir við framboð í Tsjetsjníju Telur kosningar geta leitt til blóðsúthellinga 3rosní. Reuter. ^ Flugbann á Ólympíudúfur DÚFUM verður ekki sleppt við setn- ingu Ólympíuleikanna í Atlanta í júlí á næsta ári eins og gert hefur verið á öllum setningarathöfnunum frá ár- inu 1920. Ástæðan er sú að bandarísk- ir embættismenn hafa fallist á rök- semdir dýravina um að dúfur séu ekki náttfuglar og vilji helst vera í búrum sínum þegar sólin sest. Hætta sé á að dúfurnar villist í myrkrinu og þess vejgna sé ekki réttlætanlegt að sleppa þeim lausum eftir að rökkva tekur. Athygli manna beindist að þessu vandamáli á Ólympíuleikunum í Seoul árið 1988 þegar nokkrar dúfur settust á Ólympíukyndilinn og brunnu til ösku fyrir augliti hundraða milljóna manna út um allan heim. Mikil leynd hvílir yfir áformum skipulagsnefndarinnar um setning- arathöfnina í Atlanta, en búist er við að hún skipuleggi „táknrænt" dúfna- atriði með flóknum tæknibrellum og mikilli Ijósadýrð. * Artíðar Johns Lennons minnst 15 ÁR eru liðin frá því bítillinn John Lennon var myrtur við heimili sitt í New York og áhangendur hans minnt- ust ártíðarinnar með því að koma sam- an við minnismerki um hann á Centr- al Park á föstudagskvöld. Frímerki voru einnig gefin út í átta löndum til minningar um Lennon og ekkja hans, Yoko Ono, sá um að velja myndirnar. Hún lagði áherslu á að notuð yrði sjálfsmynd eftir Lennon og fyrrver- andi sovétlýðveldið Azerbajdzhan og Afríkuríkið Malí urðu við þeirri ósk. Önnur ríki sem gáfu út Lennon-frí- merki voru Antigua/Barbuda, Nic- aragua, Guyana, Maldíveyjar, Palau- eyjar og Ghana. Þetta er í fyrsta skipti sem svo mörg ríki gefa út slík minn- ingarfrímerki á sama tíma. Ohugur í Bret- um vegna dráps BRESKIR kennarar, sem hafa kvartað yfir sívaxandi ofbeldi í breskum skól- um, eru slegnir miklum óhug vegna dráps á skólastjóra í fátækrahverfi í miðborg Lundúna. Skólastjórinn lést i gær af völdum stungusára sem hann fékk á föstudag þegar hann reyndi að bjarga nemanda sínum sem varð fyrir árás nokkurra ungmenna. Samtök kennara kröfðust þess að ráðnir yrðu öryggisverðir í skóla í Lundúnum. RÚSLAN Khasbúlatov, fyrrverandi forseti rússneska þingsins, tilkynnti í gær, laugar- dag, að hann hefði hætt við þátttöku í kosn- ingunum í Tsjetsjníju 17. desember. Hann sagði ástæðuna þá að kosningarnar gætu leitt til frekari blóðsúthellinga í héraðinu. Tsjetsjenar eiga að kjósa nýjan leiðtoga héraðsins í stað Dzhokhars Dúdajevs sam- hliða rússnesku þingkosningunum. Aðskiln- aðarsinnar undir forystu Dúdajevs hafa hótað að beita vopnavaldi til að hindra kosningamar. „Með því að boða til þessara kosninga eru stjórnvöld í Moskvu og yfirvöld í Grosní að skapa skilyrði fyrir frekari átökum," sagði Khasbúlatov á blaðamannafundi í höfuðstað Tsjetsjníju. „Ég tek ekki þátt í þessum blóð- ugu kosningum." Khasbúlatov hafði skráð sig sem frambjóð- anda í leiðtogakjörinu ásamt Doku Zavgajev, sem rússneska stjórnin hefur skipað forsæt- isráðherra Tsjetsjníju. „Stjórnin í Moskvu er að reyna að styrkja lagalega stöðu leppstjórnarinnar í Grosní, sem mætir andstöðu meirihluta íbúanna," sagði Khasbúlatov. „Fari kosningarnar fram skiptist Tsjetsjníja í tvö smálýðveldi." Samningur við Rússa Zavgajev og Viktor Tsjemomyrdín, for- sætisráðherra Rússlands, undirrituðu á föstudag samning sem skilgreinir „sérstaka stöðu“ Tsjetsjníju innan rússneska sam- bandsríkisins. Ólíklegt er að Dúdajev fallist á samninginn þar sem hann kveður á um að héraðið geti ekki orðið sjálfstætt ríki. Rússneskir ráðamenn vona að samningur- inn geti stuðlað að friðsamlegum kosningum í Tsjetsjníju. Ár er nú liðið frá því rússneskar hersveit- ir réðust inn í Tsjetsjníju til að kveða niður uppreisn aðskilnaðarsinnanna. Rússneska stjórnin lofaði að útvega fjármagn til að bæta Tsjetsjenum skaðann sem þeir urðu fyrir í bardögunum, en í Grosní sjást fá merki um að borgin verði endurreist. Eyðileggingin í Grosní er gífurleg, einkum í miðborginni þar sém stór svæði eru rústir einar. „Við köllum þetta heimili," sagði tsjetsj- ensk kona, Tamara Huseinova, sem býr ásamt eiginmanni sínum og fjórum bömum í skítugu loftvamabyrgi sem reist var til að vernda sovéska borgara ef til kjamorkustríðs kæmi. „Við höfum verið hér síðan loftárásirnar hóf- ust og guð einn veit hversu lengi við þurfum að vera héma. Við getum lifað svona í þús- und ár án þess að láta Rússa buga okkur.“ Átökin í verkalýðs- hreyfingunni JABLOKO VON UMBÓTASINNA VIÐSKIPnAIVINNULÍF Á SUIMNUDEGI Tæknin vinnur fyrir okkur AF SILFRI OG m BLOÐI í BÓLIVÍU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.