Morgunblaðið - 10.12.1995, Page 1

Morgunblaðið - 10.12.1995, Page 1
I I 96 SÍÐUR B/C 283. TBL. 83. ÁRG. SUNNUDAGUR 10. DESEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter IBÚAR Grosní draga kerru með vatnsbrúsum að húsi sínu í höfuðstað Tsjetsjníju. Ár er nú liðið frá því hernaðaraðgerðir Rússa í héraðinu hófust og þúsundir Tsjetsjena, sem misstu heimili sín, búa enn í kjöllurum, loftvarnabyrgjum eða bráða- birgðaskýlum þrátt fyrir loforð rússnesku stjórnarinnar um að borgin verði endurreist. Rúslan Khasbúlatov hættir við framboð í Tsjetsjníju Telur kosningar geta leitt til blóðsúthellinga 3rosní. Reuter. ^ Flugbann á Ólympíudúfur DÚFUM verður ekki sleppt við setn- ingu Ólympíuleikanna í Atlanta í júlí á næsta ári eins og gert hefur verið á öllum setningarathöfnunum frá ár- inu 1920. Ástæðan er sú að bandarísk- ir embættismenn hafa fallist á rök- semdir dýravina um að dúfur séu ekki náttfuglar og vilji helst vera í búrum sínum þegar sólin sest. Hætta sé á að dúfurnar villist í myrkrinu og þess vejgna sé ekki réttlætanlegt að sleppa þeim lausum eftir að rökkva tekur. Athygli manna beindist að þessu vandamáli á Ólympíuleikunum í Seoul árið 1988 þegar nokkrar dúfur settust á Ólympíukyndilinn og brunnu til ösku fyrir augliti hundraða milljóna manna út um allan heim. Mikil leynd hvílir yfir áformum skipulagsnefndarinnar um setning- arathöfnina í Atlanta, en búist er við að hún skipuleggi „táknrænt" dúfna- atriði með flóknum tæknibrellum og mikilli Ijósadýrð. * Artíðar Johns Lennons minnst 15 ÁR eru liðin frá því bítillinn John Lennon var myrtur við heimili sitt í New York og áhangendur hans minnt- ust ártíðarinnar með því að koma sam- an við minnismerki um hann á Centr- al Park á föstudagskvöld. Frímerki voru einnig gefin út í átta löndum til minningar um Lennon og ekkja hans, Yoko Ono, sá um að velja myndirnar. Hún lagði áherslu á að notuð yrði sjálfsmynd eftir Lennon og fyrrver- andi sovétlýðveldið Azerbajdzhan og Afríkuríkið Malí urðu við þeirri ósk. Önnur ríki sem gáfu út Lennon-frí- merki voru Antigua/Barbuda, Nic- aragua, Guyana, Maldíveyjar, Palau- eyjar og Ghana. Þetta er í fyrsta skipti sem svo mörg ríki gefa út slík minn- ingarfrímerki á sama tíma. Ohugur í Bret- um vegna dráps BRESKIR kennarar, sem hafa kvartað yfir sívaxandi ofbeldi í breskum skól- um, eru slegnir miklum óhug vegna dráps á skólastjóra í fátækrahverfi í miðborg Lundúna. Skólastjórinn lést i gær af völdum stungusára sem hann fékk á föstudag þegar hann reyndi að bjarga nemanda sínum sem varð fyrir árás nokkurra ungmenna. Samtök kennara kröfðust þess að ráðnir yrðu öryggisverðir í skóla í Lundúnum. RÚSLAN Khasbúlatov, fyrrverandi forseti rússneska þingsins, tilkynnti í gær, laugar- dag, að hann hefði hætt við þátttöku í kosn- ingunum í Tsjetsjníju 17. desember. Hann sagði ástæðuna þá að kosningarnar gætu leitt til frekari blóðsúthellinga í héraðinu. Tsjetsjenar eiga að kjósa nýjan leiðtoga héraðsins í stað Dzhokhars Dúdajevs sam- hliða rússnesku þingkosningunum. Aðskiln- aðarsinnar undir forystu Dúdajevs hafa hótað að beita vopnavaldi til að hindra kosningamar. „Með því að boða til þessara kosninga eru stjórnvöld í Moskvu og yfirvöld í Grosní að skapa skilyrði fyrir frekari átökum," sagði Khasbúlatov á blaðamannafundi í höfuðstað Tsjetsjníju. „Ég tek ekki þátt í þessum blóð- ugu kosningum." Khasbúlatov hafði skráð sig sem frambjóð- anda í leiðtogakjörinu ásamt Doku Zavgajev, sem rússneska stjórnin hefur skipað forsæt- isráðherra Tsjetsjníju. „Stjórnin í Moskvu er að reyna að styrkja lagalega stöðu leppstjórnarinnar í Grosní, sem mætir andstöðu meirihluta íbúanna," sagði Khasbúlatov. „Fari kosningarnar fram skiptist Tsjetsjníja í tvö smálýðveldi." Samningur við Rússa Zavgajev og Viktor Tsjemomyrdín, for- sætisráðherra Rússlands, undirrituðu á föstudag samning sem skilgreinir „sérstaka stöðu“ Tsjetsjníju innan rússneska sam- bandsríkisins. Ólíklegt er að Dúdajev fallist á samninginn þar sem hann kveður á um að héraðið geti ekki orðið sjálfstætt ríki. Rússneskir ráðamenn vona að samningur- inn geti stuðlað að friðsamlegum kosningum í Tsjetsjníju. Ár er nú liðið frá því rússneskar hersveit- ir réðust inn í Tsjetsjníju til að kveða niður uppreisn aðskilnaðarsinnanna. Rússneska stjórnin lofaði að útvega fjármagn til að bæta Tsjetsjenum skaðann sem þeir urðu fyrir í bardögunum, en í Grosní sjást fá merki um að borgin verði endurreist. Eyðileggingin í Grosní er gífurleg, einkum í miðborginni þar sém stór svæði eru rústir einar. „Við köllum þetta heimili," sagði tsjetsj- ensk kona, Tamara Huseinova, sem býr ásamt eiginmanni sínum og fjórum bömum í skítugu loftvamabyrgi sem reist var til að vernda sovéska borgara ef til kjamorkustríðs kæmi. „Við höfum verið hér síðan loftárásirnar hóf- ust og guð einn veit hversu lengi við þurfum að vera héma. Við getum lifað svona í þús- und ár án þess að láta Rússa buga okkur.“ Átökin í verkalýðs- hreyfingunni JABLOKO VON UMBÓTASINNA VIÐSKIPnAIVINNULÍF Á SUIMNUDEGI Tæknin vinnur fyrir okkur AF SILFRI OG m BLOÐI í BÓLIVÍU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.