Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 22
: MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRÐUR Guðmundsson og fjölskylda hans á Neðra-Hálsi í Kjós sunnudaginn 11. júní 1882. Trevelyan tók þessa mynd af Þórði (1844-1921) bónda og hreppstjóra Kjósverja, Guðrúnu Guðmundsdóttur (1844-1894), og börnum þeirra skömmu eftir að þau fluttust úr Laxárnesi að Neðra Hálsi. í bókinni segir: „Þótt Burnett héldi enga dagbók 1882 og skrifaði ekkert við myndir frá því ári heppnaðist samt sem áður að hafa upp á nöfnum fólksins með aðstoð sóknarmannatals Kjósveija. Af myndinni sýnist líka mega ráða að þar sem drengirnir, allir fimm, geta státað af því að vera nýklipptir og öll fjölskyldan er í nýþvegnum og -stroknum föt- um, hljóti að hafa gefist góður tími til að búa sig upp á — og tilefnið hafi verið meira tilhlökk- unarefni en myndatakan ein. Á því fékkst seinna staðfesting í kirkjubókinni þegar athugað hvað í henni stendur við sunnu- daginn 11. júní 1882. Þann dag hafði fjölskyldan setið fyrir hjá Trevelyan rétt áður en hún lagði af stað frá Neðra-Hálsi til þess að vera við fermingarguðsþjón- ustu í Reynivallakirkju... Þórðar Guðmundssonar... er minnst fyrir framsýni og fyrir það hve hann var dugmikill og einarður að beijast fyrir þeim málum sem hann taldi best þjóna þörfum bænda í Kjós og horfa til almennra búnaðar- framfara." 22 SUNNUDAGUR 10. ÐESEMBER 1995 Ljósmyndir © Frank Ponzi Úr nýjum bókum Ljósmyndir frá harðindaárum BÓKIN ísland fyrir aldamót - Harð- indaárin 1882 -1888, er komin út. Byggir hún á meira en hundrað ljósmyndum sem breskir ferðalang- ar og stangveiðiunnendur, Maitland J. Bumett og Walter H. Trevelyan, tóku á þessu sex ára tímabili. Frank Ponzi fann myndaalbúm þeirra í London fyrir átta áram og gerði sér strax grein fyrir því að auk þess að hafa undir höndum fallegar ljósmyndir og listrænar, þá hefðu þær einnig ótvírætt sagnfræðilegt heimildagildi. Síðan hefur hann grafið upp bakgrunn Ijósmyndar- anna, ráðið í hvar myndirnar eru teknar og borið kennsl á fólk sem á þeim er. í bókinni birtir Frank allar þessar ljósmyndir, skýringa- myndir að auki, og fjallar um sitt- hvað sem tengist þessu erfiðleika- skeiði í lífi landsmanna. 9ÍSLAND fyrír aldamót - Harð- indaárin 1882 - 1888, eftir Frank Ponzi. Útgefandi er Brennholt. Bókin er 180 blaðsíður, með um 150 Ijósmyndir. BÖRN fiskimanna í Grófinni, Reykjavík, 1884. Þau hafa-lifað af mislingafaraldurinn tveimur árum áður og vita hvað lífsbaráttan er. Bókarhöfundur veltir þvi fyrir sér að heldur virðist léttara yfir drengjunum, enda braut stúlknanna markaðri frá æsku. Börnin minna á smávax- ið fullorðið fólk. Þó veit enginn hver þau voru eða getur ráðið í örlög þeirra. j SÖLVHÓLL 1883. Þetta er elsta ljósmynd sem vitað er um af býlinu, en það stóð nálægt Amar- hóli og þaðan sást yfir bæinn og út á sjó. Um þessa mynd skrifar Frank Ponzi meðal annars: Annar hvor þeirra Burnetts eða Trevelyans tók hana 1883 til þess að sýna dæmigerð hýbýli sveitafólks á Islandi. Þótt heimilisfólkið sjáist hvergi má skýrt og greinilega ráða lifnaðarhæti þess af torfbænum, veiðarfærunum og amboð- unum sem það notaði í lífsbaráttunni frá degi til dags. í sinni ljóðrænu kyrrð og drunga verð- ur þessi mynd ekki aðeins heimild um lifnaðar- hætti þeirra sem stunduðu jöfnum höndum bú- skap og sjósókn á 19. öld, heldur sýnir hún líka í hnotskurn þau fátæklegu kjör og lífsskilyrði sem fólk hafði búið við í bændasamfélaginu ís- lenska frá fornu fari og tiltölulega lítið höfðu breyst frá því land var numið á 9. öld og allt fram á þá tuttugustu." I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.