Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUK 10. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ I- LISTIR Nýstárleg kynning á nýju skáldverki Steinunnar Sigurðardóttur í Kaffileikhúsinu Myndir úr Hjartastað Morgunblaðið/Þorkell HJARTASTAÐUR gerist að stórum hluta í bíl, við sviðsetningu bókarinnar var því fenginn forláta bílhermir í Kaffileikhúsið sem Kolbrún Erna Pétursdóttir sést hér aka. Steinunn Sigurðar- dóttir og Ingunn Ásdísardóttir standa við hlið bílsins. NÝSTÁRLEG kynning verður á nýju skáldverki í Kaffileikhúsinu þriðjudaginn 12. desember. Þá munu leikkonurnar Anna Elísabet Borg, Koibrún Erna Pétursdóttir og Margrét Vilhjálmsdóttir leika stutt atriði úr skáldsögu Steinunn- ar Sigurðardóttur, Hjartastað. „Einhverra hluta vegna hefur fólk ennþá áhuga á þessum jóla- bókum,“ segir Steinunn, „það sæk- ir til dæmis upplestra mjög mikið og við erum að leika okkur dálítið með það form og sprella eilítið með bókina í leiðinni." „Við ætlum að draga upp nokkr- ar myndir úr bókinni", segir Ing- unn Ásdísardóttir leikstjóri. „við gætum kallað þetta vísi að leik- gerð úr bókinni, en i þetta skipti munum við aðeins leika atriði úr fyrri hluta sögunnar, ekki er ætl- unin að spilla fyrir fólki ánægj- unni af því að lesa bókina sjálfa." Ingunn segir að sýningin verði öðrum þræði leiklestur þar sem leikarar munu vferða með handrit- ið á sviðinu. „Auk þess er textinn notaður eins og hann kemur fyrir í bók Steinunnar; hugrenningar- kaflar Hörpu Eirar, sem er sögu- MYNPLIST Gallerí Birgir And- résson BLÖNDUÐ TÆKNI Hannes Lárusson. Opið fimmtud. kl. 14-18 til 16. des. Aðgangur ókeypis í VERKUM sínum á þessari sýningu heldur Hannes áfram að takast á við þau tvö meginsvið mynd- listarinnar sem hafa verið mest áber- andi í listsköpun hans mörg undan- farin ár: gildi handverksins annars vegar og þyngd listasögunnar hins vegar. Hér eru þessi verk m.a. kynnt með eftirfarandi orðum: „Höfuðvið- fangsefni verkanna á sýningunni er menningarlegt afstæði þar sem sér- tækar og almennar skírskotanir eru samofnar." Þetta menningarlega afstæði kem- ur hér fram með ýmsu móti. Hannes hefur gert mikið af því að skera út (af miklu listfengi) alþýðlega hluti, sem fyrir örlitlar viðbætur verða einkar sterkar áminningar um gildi slíkra gripa í þeim endalausa straumi af lítilsverðu glingri, sem steypist sífellt yfír okkur. Hér er að finna slík verk; annars vegar skálina, sem hefur verið mikilvægur þáttur í list- sköpun hans með öllum sínum tilvís- unum, og síðan röð fálka, sem hver um sig ber skái á höfði, fyllta kaffi. Þessar undarlegu samsetningar verða til þess að gestir glenna upp augun, en hinn þjóðlegi undirtónn er ótvíræður - þjóðarfuglinn sem ber með þjóðardrykkinn. Fjöldi fálkanna (ellefu) er einnig mikilvægur sé litið til þeirrar skynjunar jafnvægis, sem Hannes hefur áður gert að viðfangs- efni sínu, m.a. íþeim einkennissúlum, sem auðkenndu Gallerí einn einn á sinni tíð. Eitt tréverk til viðbótar má nefna hér, stækkaða ímynd tappa úr kampavínsflösku, sem er unnin úr maður, verða þannig lesnir upp.“ Steinunn segir að það sé nánast súrrealísk upplifun að sjá persón- ur úr þessari nýútkomnu bók sinni líkamnast á sviðinu. „Eg fékk bók- ina í hendur fyrir aðeins tíu dög- um og það er eiginlega óraunveru- legt að sjá hana lifna hér á svið- inu; ég stend mig að því að spyrja hvort ég hafi skrifað þetta, hvort þetta sé virkilega mitt verk. Mér fínnst líka merkilegt að það skuli hafa verið hægt að fiska upp þess- ar þrjár leikkonur með svona stuttum fyrirvara en þær eru allar eins og sniðnar i hlutverkin." Hjartastaður er ævintýraferð um ytri og innri heima. Harpa Eir leggur í erfiða ferð til að bjarga dóttur sinni, Eddu Sólveigu, frá undirheimalýð í Reykjavík. Hún fær vinkonu sína, þekktan flautu- leikara, til að aka þeim mæðgum á ættaróðalið austur á fjörðum þar sem þær ætla að hafa vetursetu. En leiðangurinn sem upphaflega var lagt í til að bjarga barninu verður öðrum þræði að leit móður- innar að sjálfri sér, leit að svörum við aðkallandi spurningum um til- veru hennar - og tilurð. Steinunn límtré og getur hæglega nýst sem barstóll. Þarna er andstæða léttleika og smæðar fyrirmyndarinnar aug- ljós. Auk þess sem efnisgildin (kork- ur og límtré) eru þannig í fyrirrúmi, vísar verkið einnig til andstæðna með áletrunum ' heita Reykjavíkur og Rancagoa, sem mun borg svipaðrar stærðar í Chile - hins þekkta og þess óþekkta, frá báðum sjónarhomum; ætli íbúarnir þar viti ekki álíka mik- ið um okkur og við um þá! Flestar sýningar Hannesar bera með sér einhveija tilvísun í Jistasög- una, og svo er einnig hér. Á stækk- aðri ljósmynd má sjá Marcel Duc- hamp sitja hugfanginn ásamt fleirum og skoða málverk Max Ernst; inn á Ijósmyndina er límd eftirprentun af garðveislu-málverki frá lokum síð- ustu aldar. Þessi virðulega ímynd listmenningarinnar verður vægast sagt hjákátleg við hlið annarra verka á sýningunni, og ef til vill er það tilgangurinn; ímyndin verður aldrei annað en daufur endurómur listar- innar sjálfrar. Loks ber að nefna að listamaður- inn hefur hér sett fram tvö „fjöl- feldi", sem hann hefur gert í tak- mörkuðu upplagi. Annað er mynd- skreyttur vasaklútur (!), en hitt er steyptur járnhólkur, renndur að inn- an; svo undarlega sem það hljómar er sú þunga og dökka smíð tileinkuð lóunni, léttum og litríkum vorboðan- um sem er sjaldan langt undan í verkum Hannesar. Þessi undarlega samtenging málmsins og vorboðans er, eins og svo margt annað í verkum hans, kjör- ið tilefni fyrir gesti til að staldra við og velta vöngum yfir því sem fyrir augu ber, þar sem afstæði og jafn- vægi takast á jafnvel í sömu verkun- um. Geri þeir það, hlýtur listamaður- inn að hafa náð tilgangi sínum með framkvæmdinni. Eiríkur Þorláksson segir að boðskapur þessarar sögu sé kannski að þeim sem leggur upp í ferð verði á endanum um- bunað, „og sá sem spyr spurninga, honum verður svarað". Bókin Hjartastaður hefur verið tilnefnd til hinna íslensku bókmenntaverð- TONLIST III j ó m (I i s k a r ORGELVERK Ragnar Bjömsson flytur orgelverk eftir Franz Liszt. Skífan SCD 157. ÞESSI hljómdiskur sætir nokkr- um tíðindum vegna þess að hér eru saman komin þau þijú stórverk sem Franz Liszt samdi fyrir orgel á árunum 1850-63, en verk þessi heyrast sjaldan og ekki minnist ég þess að hafa áður rekist á þau á plötu- og hljómdiskamarkaði. I annan stað heyrum við þau hér í mjög vönduðum og svipmiklum flutningi Ragnars Björnssónar, en ég minnist ekki heldur að orgelleik- ur Ragnars hafi verið gefinn út á hljómdisk, og þykir manni kominn tími til og þó fyrr hefði verið. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um organistann 'Ragnar Björnsson, hann hefur fyrir löngu skipað sér í fremstu röð og á sínum tíma verðugur arftaki Páls ísólfs- sonar sem dómorganisti. Mér er einsog fleirum minnisstæður flutn- ingur hans á sálmaforleikjum Bachs í Dómkirkjunni, en Ragnar hefur einnig kynnt okkur 19. og 20. aldar orgeltónlist (þ.á m. hinn mikla bálk Messians, fæðingu frels- arans) — að ógleymdum íslenskum samtímaverkum. Hann hefur farið margar tónleikaferðir til Sovétríkj- anna, Bandaríkjanna, Þýskalands og Norðurlanda, og konsert hefur hann haldið í þeirri frægu kirkju Notre Dame í hjarta Parísarborgar. Verkin eftir Franz Liszt sem hér um ræðir eru Fantasía og fúga um „Ad nos, ad salutaren undam", Prelúdía og fúga um nóturnar B, A, C, H og loks „Weiner, Klagen, Sorgen, Zagen“ - byggt á „Basso ostinato“ úr Kantötu eftir Bach (tilbrigði). Þau eru. öll stór í sniðum, ekki síst fyrsta verkið sem er lengsta sérstæða orgeltónsmíð sem samin hefur verið. Segja má að þessi verk vísi leiðina til síðari tíma tónsmíða fyrir orgel, hljómsvið hins volduga hljóðfæris gjörnýtt - og einstaka sinnum fínnst manni bregða fyrir „hinum magnaða pían- ista“ í „þykkustu“ og hljómsterk- ustu þáttunum. Engu að síður eru þetta efnismikil verk (ekki síst það fyrsta) og stór í sniðum, sem kem- ur skýrt fram í öguðum og skap- launa. Þijár sýningar verða á Hjarta- stað Steinunnar, eins og uppfærsl- an heitir í Kaffileikhúsinu, þriðju- daginn 12., fimmtudaginn 14. og sunnudaginn 17. desember. Allar sýningarnar hefjast kl. 21. heitum flutningi Ragnars Björns- sonar (sem í tæru legatospili minnir meira á Fernando Germani en kennarann, Karl Richter, enda þótt skaphöfnin sé frekar í ætt við þann síðarnefnda). Einstaklega fallegir og „mystískir tengikaflar“ hrífa mann uppúr skónum. Eg heyrði Ragnar leika þessi verk á orgel Kristskirkju, og er mér sá flutningur ákaflega minnis- stæður. Gera má ráð fyrir að þessi hljóðritun sé framhald á þeim eftir- minnilega konsert, en nánari upp- lýsingar er ekki að finna í bækl- ingi. Mætti ég að lokum gerast svo djarfur að panta næst Sálmafor- leikina fyrrnefndu og íslensk orgel- verk úr samtímanum (tónskáldin flest Húnvetningar!), svo vitnað sé til annarra mjög eftirminnilegra tónleika í Kristskirkju. Hér er semsé um að ræða hljóm- disk sem enginn áhugamaður um orgelleik getur látið framhjá sér fara. Oddur Björnsson Jól á Jörð í Kaffi List SKÁLD og tónlistarmenn munu gefa borgarbúum örlitla jólagjöf í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21 fyrir andann. Gjöfin er skemmtikvöld á Kaffi List þar sem eftirtaldir munu koma fram: Súkkat, Arnar. G. tenór- söngvari og Kristinn H. gítarleik- ari. Bragi Olafsson, Kristín Ómars- dóttir, Birgitta Jónsdóttir, Mike Pollock, Anton Helgi, Berglind Ág- ústsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Sigfús Bjartmarsson og Gímaldin lesa úr verkum sínum Stofnun Wagnerfél- ags á Hótel Holti í FERÐ 30 íslendinga á Wagnerhá- tíðina í Bayreuth síðastliðið sumar var haldinn undirbúningsfundur að stofnun Wagnerfélags, en slík félög eru nú starfandi víða um heim. Fundurinn var haldinn í Bayreuth 14. ágúst og samþykktu þeir Islend- ingar er tóku þátt í ferðinni að unn- ið skyldi að stofnun félagsins nú í ár og var skipuð fímm manna undir- búningsnefnd í því skyni. Nefndin hefur nú unnið nokkurt starf, en í henni sitja Árni Björns- son, Grétar ívarsson, Jóhann J. Ól- afsson, Jóhannes Jónasson og Selma Guðmundsdóttir sem er formaður nefndarinnar. Ákveðið hefur verið að efna til stofnfundar hins nýja félags þriðju- daginn 12. desember í salnum Þing- holti á Hótel Holti og mun fundurinn hefjast kl. 20. Állir þeir sem áhuga hafa á Ric- hard Wagner og verkum hans eru hvattir til að mæta og gerast stofn- félagar, segir í kynningu. ------» ♦ ♦----- Frá hugmynd til framleiðslu í ÁSMUNDARSAL, Freyjugötu 41, verður fjórði fyrirlestur af átta í röð fyrirlestra og fræðslufunda um byggingarlist og hönnun í Ásmund- arsal, Freyjugötu 41. Það eru Arkitektafélag íslands, Byggingarlistadeild Listasafns Reykjavíkur og Norræna húsið sem skipulagt hafa þessa fyrirlestraröð. Fyrirlestur desembermánaðar er með nokkuð óhefðbundnu sniði því fjórir íslenskir hönnuðir halda stutt erindi, meðal annars um möguleika íslenskrar hönnunar í fjöldafram- leiðslu hér á landi og erlendis. Erindin halda; Þórdís Zoéga hönn- uður, Sigríður Heimisdóttir iðnhönn- uður, Sturla Már Jónsson innanhúss- hönnuður og Árni Jóhannsson frá Hönnunarstöðinni. Að erindunum loknum stýrir Dennis Jóhannesson arkitekt um- ræðum um stöðu og framtíð íslensk- rar hönnunar. Fyrirlesturinn er öll- um opinn og er aðgangur ókeypis. ------»-■»-■♦--- * A köldum klaka fer í Sundance- keppnina Á KÖLDUM klaka, kvikmynd Frið- riks Þórs Friðrikssonar, hefur verið valin til þátttöku í keppni Sundance- kvikmyndahátíðarinnar í Bandaríkj- unum í janúar. I kynningu segir: „Þessi hátíð, sem haldin er af The Sundanee Institute undir forystu kvikmyndaleikarans Roberts Red- ford, er mikilvægasta hátíð sjálf- stæðrar kvikmyndagerðar í Banda- ríkjunum. Meðal mynda sem uppgöt- vaðar voru á Sundancehátíðinni má nefna Sex, Lies and Videotape, Blood Sample, Poison og Gas Food Lodg- ing. Á köldum klaka fer í almenna bíódreifingu um öll Bandaríkin snemma á næsta ári og er fyrsta íslenska myndin sem það gerir. Þátt- taka myndarinnar í Sundancekeppn- inni er því afar mikilvæg fyrir þá dreifingu. Á köldum klaka hefur undanfarið verið sýnd í kvikmyndahúsum í Tókýó. Nýlokið er sýningum í bíóum í London og verður myndin nú frum- sýnd í kvikmyndahúsum á írlandi. Þess má að lokum geta að önnur kvikmynd Friðriks Þórs, Bíódagar, vann í síðustu viku fyrstu verðlaun („Grand Prix“) á alþjóðlegri kvik- myndahátíð í París. I framhaldi af því fara Bíódagar í kvikmyndahúsa- dreifingu í París í febrúar, jafnframt því sem haldin verður yfirlitssýning á kvikmyndum Friðriks Þórs og sér- stök hátíð með íslenskum kvikmynd- um.“ HANNES Lárusson: Fálki. Morgunblaðið/Á. Sæberg Afstæði ogjafnvægi Svipmikill orgelleikur Kristín Ómarsdóttir l l % I 1 l L I c I 1 ( I I \i I l.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.