Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þátttaka íslensks rannsóknarhóps í rannsóknum á ættlægu bijóstakrabbameini Nýtt brj óstakrabbameins- gen hefur verið einangrað LITILL hluti btjóstakrabbameina er kominn til vegna erfðaþátta. Það eru þekkt tvö gen sem talin eru eiga stærstan þátt í myndun þess- ara meina sem tilkomin eru vegna erfða. Annað þessara gena var ein- angrað í fyrra og er kallað BRCAl. Nú er búið að einangra annað gen sem kallað er BRCA2, og á íslensk- ur rannsóknarhópur frá frumulíf- fræðideild Rannsóknastofu Háskól- ans i meinafræði á Landspítalanum þátt í þeim áfanga. Þessi gen eru talin vera skýringin á myndun stærsta hluta af myndun ættgengs brjóstakrabbameins. 5 -10% vegna erfðaþátta Talið er að 5-10% kvenna sem greinast með bijóstakrabbamein fái meinið vegna erfðaþátta. Þær kon- ur greinast yfirleitt ungar með Flugleiðavél snúið við BILUN í hreyfli Boeing 757 þotu Flugleiða uppgötvaðist rétt eftir flugtak í Orlando í fyrradag þar sem hún hafði verið í skoðun hjá flugfé- laginu Delta. Vélin tafðist í 10 klst. Til viðbótar venjubundinni skoðun var óskað eftir að skoðuð yrðu blöð fremst í hreyflinum og í einu þeirra fannst vísbending um hugsanlega bilun og var skipt um það á staðnum. Þegar vélin var komin í Ioftið kom fram titringur í mælum hennar frá hreyflinum og því var snúið við. „Flugvirkjar Delta flugfélagsins eru með lengri reynslu í þessum vél- um heldur en við og þeir eiga eftir að skila skýrslu um málið,“ sagði Kristinn Halldórsson yfírmaður tæknisviðs Flugleiða. Kristinn sagði að bilanir sem kom- ið hefðu fram í þessum gerðum flug- véla, tengdar eldsneytisleiðslum hreyflanna, væru nú úr sögunni og tengdust ekki þessu atviki í Orlando. „Rolls Royce fýrirtækið, sem fram- leiðir hreyflana, endurhannaði þá leiðslu. Við erum komnir með nýjar leiðslur í allar okkar vélar og það hefur ekkert komið upp á síðan." meinið. Grein um einangrun BRCA2-gensins birtist í gær í vís- indatímaritinu Nature. Talið er að allflestar þeirra kvenna sem greinast með ættlægt bijóstakrabbamein beri annað hvort fyrmefndra gena í sér. BRCA2 var staðsett á litningi 13 í fyrra, það gerði vísindahópur við Royale Canc- er Hospital í London. Þessum sama vísindahópi hefur núna tekist að einangra BRCA2-genið, en margir aðrir vísindahópar hafa lagt hönd á plóginn. Hópar þessir eru víðs vegar um heiminn. Einn þeirra er íslenskur, starfar hjá fmmulíffræði- deild Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði á Landspítalanum. „Okkar mikilvægasti þáttur í þessari rannsókn var að gera leitar- svæðið sjö sinnum þrengra en áður var. Þar af leiðandi flýttum við verulega fýrir einangmn gensins," segir Rósa Björk Barkardóttir sam- eindaerfðafræðingur sem stjómaði íslenska hluta þessarar rannsóknar. „Þetta er mikilvægur þáttur í rannsóknum ættlægs bijósta- krabbameins á Íslandi. Rannsóknir okkar benda til þess að BRCA2- genið eigi stærsta þátt í myndun ættlægs bijóstakrabbameins í átta íslenskum krabbameinsfjölskyld- um. Rannsóknir okkar á íslensku fjölskyldunum benda líka til þess að umrætt gen geti einnig haft ein- hver áhrif á myndun krabbameins í blöðmhálskirtli. Við birtum þessar niðurstöður nýlega í vísindatímarit- inu Cancer Research. Hve mikil sú áhætta er, er óvíst enn, en við emm að setja af stað frekari rannsóknir í þessum efnum. Aðalgeir Arason líffræðingur og Valgarður Egilsson læknir eru að ljúka við umfangs- miklar rannsóknir á systmm sem greinst hafa með bijóstakrabba- mein, sem við vonumst til að varpi skýrara ljósi á þátt BRCA2-gensins í myndun ættlægs krabbameins. Skref í áttina Rétt er að taka það fram að þessi áfangi, að einangra BRCA2-genið, er aðeins eitt skref í þá átt að hægt verði að nota þekkingu á gen- um til forvarnastarfs. Þótt þessi uppgötvun leiði til þess að auðveld- ara verði að greina þá einstaklinga sem em í meiri hættu á að fá bijóstakrabbamein en aðrir, þá eiga læknavísindin enn talsvert í land með að nýta sér þá þekkingu til annars en aukins eftirlits og ráð- gjafar.“ Fallbyssu- skotin gjaldfijáls EIN breytingartillaga meiri- hluta fjárlaganefndar við fjár- lagafrumvarpið gerir ráð fyrir að opinber gjöld af fallbyssu- skotum, sem Landhelgisgæslan hefur flutt inn frá Danmörku, verði felld niður. Önnur gerir ráð fyrir að núverandi sendi- herrabústaður í Washington verði seldur og annar keyptur. Benedikt Jónsson, skrif- stofustjóri í utanríkisráðuneyti, sagði að óskað hefði verið eftir heimild til eignaskipta því sendiherrabústaðurinn þyrfti á töluverðu viðhaldi að halda. Til greina gæti komið að selja hann og kaupa í staðinn hag- kvæmari eign líkt og gert hefði verið í Stokkhólmi. Fyrsta skref yrði að gera ítarlega könnun á því hvað þyrfti að gera fyrir húsið og því næst að ákveða hvort það yrði selt og annað keypt. Stefnt væri að því að kaupa ekki dýrari eign. Lán til fiskeldis felld niður Af öðmm breytingartillögum má nefna að fella niður 25% af höfuðstóli sérstakra rekstr- arlána til fiskeldis sem land- búnaðarráðuneytið veitti fisk- eldisfyrirtækjum á árunum 1991 til 1992. Niðurfellingin verði miðuð við höfuðstól lán- anna eins og hann var 1. des- ember 1995. Önnur breytingar- tillaga felst í því að gengið verði frá samningi við héraðs- nefnd Árnessýslu og bæjar- stjórn Selfosskaupstaðar um skiptingu lands og annarra eigna á Laugarvatni. Lán til Orkubús Vestfjarða Lagt er til að heimila, með samþykki samgönguráðherra, þátttöku ríkissjóðs í hlutafélagi sem verið er að stofna ásamt starfsmönnum Kerfisverk- fræðistofu HÍ til að stuðla að útflutningi á íslenskri þekkingu á sviði flugleiðsögu- og flug- stjórnartækni. Að lokum er lagt til að Orkubúi Vestfjarða verði veitt lán í tengslum við kaup þess á Hitaveitu Reykhóla- hrepps enda verði kaupin liður í heildstæðum aðgerðum til fjárhagslegrar endurskipulagn- ingar Reykhólahrepps. F.V. AÐALGEIR Arason líffræðingur, Guðrún Jóhannesdóttir líffræðingur, Júlíus Guðmundsson líf- fræðingur, Rósa Björk Barkardóttir sameindaerfðafræðingur og Valgarður Egilsson læknir. Bandormurinn lögfestur á Alþingi FRUMVARP um ráðstafanir í ríkis- fjármálum var samþykkt á Alþingi með 33 atkvæðum stjórnarliða gegn 16 atkvæðum stjómarandstæðinga. Frumvarpið, sem gengið hefur undir nafninu bandormurinn, tók nokkrum breytingum í lokaafgreiðslu þingsins en komið var til móts við ýmis atriði sem stjómarandstæðing- ar höfðu gagnrýnt. Þannig var m.a. dregið úr skerð- ingu á bótum til afbrotaþoia, kveðið á um að við ákvörðun atvinnuleysis- bóta og bóta almannatrygginga í tengslum við fjárlög verði tekið tillit til þróunar launa, verðlags og efna- hagsmála. Þá var fallið frá tillögu um að fella niður tryggingabætur undir 600 krónum á mánuði og skerðingarhlutfall tekna í ellilífeyri var hækkað úr 25% í 30% en ekki 35% eins og áður var áformað. Stjórnarandstæðingar lögðu fram nokkrar breytingartillögur við frum- varpið sem voru felldar. Þar á meðal var tillaga um að skerðing almanna- trygginga vegna fjármagnstekna komi ekki til framkvæmda 1. septem- ber á næsta ári nema sett hafí verið lög um fjármagnstekjuskatt og þau komin til framkvæmda. Mörg ný lög Fleiri lög voru sett á Alþingi í gær. Þar á meðal var svonefndur skröltormur lögfestur, frumvarp sem flutt var í tengslum við bandonninn og gerir m.a. ráð fyrir að hækka sérstakt umferðaröryggisgjald um 100 krónur. Lögum um Húsnæðisstofnun var breytt og hækkar hámarkslánstími Húsnæðisstofnunar samkvæmt þeim í 40 ár. Þá verður stofnuninni áfram heimilt að fresta greiðslum af lánum ef lánþegi verður fyrir verulegri tekjuskerðingu af ýmsum ástæðum. Lögum um Bjargráðasjóð var breytt þannig að framlag af söluvör- um landbúnaðarins í sjóðinn geti verið allt að 1% í stað 0,6%. Lögum um stjóm fiskveiða og þró- unarsjóð var breytt til að koma til móts við vanda smábátaeigenda en Þróunarsjóður hefur nú tímabundna heimild til að veita úreldingarstyrk vegna krókabáta sem nemur allt að 80% af húftryggingarverðmæti. Þá var samþykkt að lengja aðlög- unartíma skipstjórnarmanna að kröf- um um að þeir hljóti öryggisfræðslu. í upphaflegum ákvæðum um örygg- isfræðslu var skipstjómarmönnum veittur frestur til áramóta 1995 en aðrir skipveijar fengu frest til árs- loka 1996. Nú fá skipstjórar einnig frest út næsta ár. Loks voru samþykktir fríverslun- arsamningar milli EFTA og Eystra- saltslandanna þriggja. ■ Fallið frá /19 Andlát HARALDUR SIGURÐSSON HARALDUR Sig- urðsson bókavörður er látinn, 87 ára að aldri. Haraldur var bókavörður á Lands- bókasafni í yfir 30 ár, frá 1946 til 1978. Hann var þekktur fyr- ir rit- og útgáfustörf. Viðamesta verk hans var Kortasaga íslands frá öndverðu til loka 16. aldar, sem út kom 1971. Og Kortasaga íslands frá lokum 16. aldar til 1848, sem kom út sex árum síð- ar. Og er það ómetan- legt verk. Dr. Haraldur Sigurðsson eyri og Reykjavík gerðist hann blaða- maður á Þjóðviljanum 1936-40. Var síðan starfsmaður hjá bóka- útgáfunni Helgafelli 1941-46 og eftir það var hann bókavörður á Landsbókasafni út lögboðna starfsævi. Haraldur starfaði í stjóm Bókavarðafé- lagsins frá 1960 og formaður 1965-69. Og hann var lengi í rit- stjórn Ferðafélags ís- lands og skrifaði Ár- bók þess um Borgar- Haraldur var fæddur á Krossi í Lundarreykjadal 4. maí 1908, sonur Sigurðar Jónssonar bónda þar og Halldóru Jóelsdóttur. Eftir nám í Menntaskólunum á Akur- fjarðarsýslu sunnan Skarðsheiðar. Hann var kjörinn heiðursdoktor við Háskóla íslands 1980. I Eftirlifandi eiginkona Haraldar er Sigrún Ástrós Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.