Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir ( gn hklt a2>þcu/ i/Xru V J- u/nlr þin,ir/ v .Srtr~ JKjv-l, / Mm Ferdinand Ég held að það væri kurteislegt Kæra Signora. „Signora“? Ég hef þá hugmynd að skrifa konu jólasveinsins smá- að hann hafi kvænst indælli ít- bréf ... alskri stúlku. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Afengi er eiturlyf Frá Árna Helgasyni: NÚ HAFA heildsalar fengið því framgengt að flytja inn áfengi og dreifa því til vínverslana. Enn eitt undanhald í þessum málum komið í framkvæmd. Ég hefði haldið að þar við sæti. En svo er ekki eftir því sem nú er komið á daginn. Nú vilja inn- flytjendur fá að auglýsa þessa vöru í ijölmiðlum og benda á að með sið- uðum þjóðum sé slíkt leyft. Það sá ekki hægt annað en að við siðvæð- umst í þessu tilfelli og leyfum slíkt, en er þingið samþykkti leyfi til inn- kaupa og sölu þessarar vöru var það með þeim skilyrðum að auglýsinga- bann það, sem hefir verið á sölu þessa vamings, var hert og skil- greint, eins og þar stendur. En nú er baráttan fyrir afnámi auglýsing- anna komin af stað og ekki verið að spyija Alþingi um hvort þau lög, sem það setur um innflutninginn, séu sæmandi okkar þjóð, heldur er snúið sér til EFTA, þ.e. sambandsins sem íslendingar gengu í og átti að bjarga svo miklu og vita hvort það væri ekki til með að koma vitinu fyrir okkur í þessum efnum. Ég hélt svo sannarlega að ekki þyrfti að auglýsa þetta áfengi, því svo hefir því verið hampað hér á landi og svo margir hafa fengið að kenna á áhrifum þess. Að þurfa svo að leita til annarra landa til að fá upplýsingar og staðfestingu á hvort við ráðum okkur sjálfir, er þetta ekki einum of mikið? Ég hefi alltaf haldið að landið okkar væri sjálf- stætt land og við gætum sjálfir ákveðið hvað okkur er fyrir bestu? En nú virðist það ekki ganga. Á meðan við tölum um vímuefna- varnir er lítið gert af því að forðast innflutning á allskonar eiturefnum og þeir sem sannir verða að innflutn- ingi slíks varnings eru litla ábyrgð látnir bera á slíku athæfi. Ég hefði haldið að dreifing slíkra vímuefna væri nánast talið með morðtilraunum, því svo hafa efni þessi leikið hinn almenna borgara að hann hefur ekki beðið þess bætur að hafa neytt slíks. Ég spyr því. Er ekki undanhaldið orðið nóg þót ekki sé verið að bæta við það og við þurfum ekki á slíkum auglýsingum að halda, ættum heldur að snúa okkur að því að bannaðar verði auglýsingar frá bíóunum sem sjónvarpið er með á hvetjum degi, en eru aðeins til þess að leiðbeina mönnum í ofbeldi og alls kyns glæp- um. Og ég er alveg hissa á því hve fáir láta sig það einhverju skipta hvað auglýst er af slíku í menningar- tækjum þjóðarinnar. Liggur ekki í augum uppi að það læra börnin sem fyrir þeim er haft? Og nú fyrir jólin? Hvað hugsa menn um allt þetta auglýsingaflóð sem er á ferðinni og hversu þjóðin er ærð af alls konar lottóum, bingóum og happdrættum? Er ekki rétt að athuga hvað þetta allt hefir áhrif til bölvunar á íslensku þjóðina, gerir hana eyðslusama og ruglar dómgreindina? Jólin eru í nánd. Hvers konar jól ætlum við að halda? Verða það jól víns og vanda- mála eða jól þar sem fagnað er frið- arins hátíð, hátíð frelsarans. Það gerir hver upp við sig. En hvað með þig? Hvernig verð þú þínum jólum? Vímulaus og gleðileg jól er það besta sem við getum gefið hvet öðru á mestu hátíð ljóssins. Höfum við efni á öðru? Gleðilega jólahátíð og farsælt komandi ár. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Afsökunarbeiðni frá Fjarskipta- eftirliti ríkisins Frá Guðmundi Ólafssyni: Hjálmtýr Guðmundsson sendir Fj arski ptaefti rliti ríkisins kaldar kveðjur í Morgunblaðinu 19. þ.m. og er að vonum sárreiður yfir því að samkvæmt gíróseðli, sem hann hafði móttekið skömmu áður, hafði starf- rækslugjald vegna SSB talstöðvar (Gufunestalstöð) hans hækkað um 50% á milli ára, vel minnugur þess að þessi sömu gjöld höfðu hækkað stórkostlega fyrir aðeins 2 árum, þeg- ar starfsemi Fjarskiptaeftirlitsins var flutt frá Pósti og síma í nýja stofnun. Fjarskiptaeftirlitinu er ljúft og skylt að koma því hér með á fram- færi að ofangreind 50% hækkun á milli áranna 1994 og 1995 hefur ekki átt sér stað. Upplýsingar á umræddum gíróseðlum vegna Gufu- nestalstöðva voru rangar. Árlegt starfrækslugjald fyrir afnot af um- ræddum fjarskiptarásum er hið sama í ár og 2 síðastliðin ár, þ.e. 2.160 kr, en ekki 3.240 kr. eins og gíróseð- illinn bar með sér. Undirritaður ber að sjálfsögðu fulla ábyrgð á þessum mistökum og harmar þau. Allir hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á þeim og munu þeir, sem þegar hafa greitt gjöldin, að sjálfsögðu fá mismuninn endur- greiddan við fyrsta tækifæri. Þeir eigendur Gufunes-talstöðva, sem ekki hafa greitt umrædda gíróseðla, munu fá nýja seðla senda fljótlega með réttum gjöldum. Ekki þykir rétt, svona rétt fyrir hátíðir, að fjalla um hin margvíslego gífuryrði í bréfi Hjálmtýs, sem undir- ritaður er að sjálfsögðu ekki sam- mála. Telja verður að gagnrýni Hjálmtýs byggist frekar á skiljan- legri reiði yfir meintri hækkun gjalda en þekkingu á starfsemi Fjarskipta- eftirlits ríkisins. Undirrituðum væri ljúft að taka á móti Hjálmtý og veita honum innsýn í starfsemi stofnunar- innar og aðdraganda að stofnun hennar, en þó ekki fyrr en ætla megi að honum sé nokkurn veginn runnin reiðin! Hjálmtý og öðrum viðskiptavinum sendir starfsfólk Fjarskiptaeftirlits ríkisins sínar bestu jóla- og nýársóskir. GUÐMUNDUR ÓLAFSSON, forstöðumaður Fjarskiptaeftirlits ríkisins. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.