Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 41
MINNINGAR
+ Þóra Þórðar-
dóttir fæddist á
Akranesi 31. mars
1922. Hún lést á Sjúk-
arhúsi Akraness 14.
desember síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Akraneskirkju 20.
desember.
MÓÐURSYSTIR mín,
Þóra Þórðardóttir, er
látin. Hún var næst-
j;ngst níu barna Þórðar
Ásmundssonar og Em-
ilíu Þorsteinsdóttur frá
Grund á Akranesi, sem öll komust
upp nema ein systir, Steinunn, er
lést á unga aldri. Eftirlifandi systk-
ini Þóru eru Ólína, Júlíus, Ragnheið-
ur, Steinunn, Arndís, Ingella og
Emilía. Sérstök samheldni og
tryggð hefur verið með þessum
systkinum og fjölskyldum þeirra
alla tið og veit ég að við þessi tíma-
mót takast á sterkar tilfínningar
þakklætis og sársauka hjá okkur
öllum.
„Ef Guð lofar.“ Á þessum orðum
endaði Þóra frænka alltaf frásögn
sína af einhveiju sem hún eða henn-
ar áttu í vændum og hlökkuðu til.
Þessi orð voru henni áminning um
að ekki væri allt sjálfsagt eða sjálf-
gefið í lífinu. Þóra lifði
fallegu og hamingju-
ríku lífi. Hún giftist
Ólafi Vilhjálmssyni frá
Efsta-Bæ á Akranesi
árið 1946. Þau eignuð-
ust tvær dætur, Emilíu
sem búsett er á Akra-
nesi, gift Jóni Sigurðs-
syni, og Kristbjörgu,
sem er búsett í Reykja-
vík, gíft Finni Garðars-
syni. Þóra lifði fyrir
. fjölskyldu sína og var
óvenju mikil samheldni
milli þeirra allra og
héldu þau t.d. alla tíð
jólin hátíðleg saman á heimili Þóru
á Akranesi. Ólafur dó árið 1985 og
þá naut hún þess í ríkum mæli hve
dætur hennar voru henni góðar og
mikils virði sem og reyndar barna-
börnin og barnabarnabörnin sem
öll sóttu mikið til hennar og voru
henni mjög góð.
Þóra og Ólafur áttu mjög fallegt
og hlýlegt heimili þar sem saman
fór smekkvísi þeirra beggja. Allt frá
bernsku á ég fjölda góðra minninga
frá heimsóknum á heimili þeirra,
en þangað fór ég alltaf með eftir-
væntingu og tilhlökkun því mér
fannst alltaf eitthvað ævintýralegt
og skemmtilegt við að koma þang-
að.
Þóra og Ingella, móðir mín, voru
alla tíð mjög samrýndar og nánar
vinkonur. I gegnum lifandi frásagn-
ir mömmu og myndir allt frá því
þær voru litlar stelpur á Grund
finnst mér ég hafa þekkt Þóru frá
því hún var lítil.
Þóra var óvenju ungleg og glæsi-
leg kona enda lagði hún mikla
áherslu á heilbrigt líferni og já-
kvætt hugarfar. Hún var kát og
oft mjög fyndin og skemmtileg. Hún
var listræn og mikill fagurkeri og
alla tíð áberandi fallega klædd. Hún
hafði yndi af tónlist og sjálf söng
hún mjög vel og söng m.a. í söng-
leikjum og með hljómsveit þegar
hún var ung. Þá dansaði hún einnig
mjög vel og hafði mjög gaman af
dansa og mér er sagt að öllum
hafi þótt mjög gaman að dansa við
hana.
Hún hafði mikinn áhuga á íþrótt-
um og útiveru, t.d. fóru Þóra og
mamma nokkuð reglulega í „ákokk“
síðastliðin 25 ár á Langasandinum.
Og veit ég að þær áttu margar
ánægjustundir við spjall í klettunum
á góðviðrisdögum.
Við Þóra áttum okkar sérstaka
dag, „Þóru-dag“, sem við héldum
upp á hveiju ári og skiptumst á
gjöfum. Það var einmitt á þennan
hátt sem henni var lagið að gera
lífíð skemmtilegt.
Á kveðjustund vil ég þakka elsku
Þóru fyrir allt það sem hún var
mér og ég mun sakna hennar sárt.
En hún skilur svo sannarlega eftir
sig fagrar minningar sem gott verð-
ur að eiga athvarf í.
Þóra Emilía Ármannsdóttir.
ÞÓRA
ÞÓRÐARDÓTTIR
Jóhann Hjartarson
heldur titlinum
skák
í þrðttahúsið vlð
Strandgötu,
Ilafnarfirði
GUÐMUNDARARASON-
AR MÓTIÐ
Einvígið um íslandsmeistaratitilinn
14.-22. desember. Síðasta umferð
Guðmundar Arasonar mótsins hefst
kl. 15 í dag. Aðgangur ókeypis.
EINVÍGINU um íslandsmeist-
aratitilinn lauk á miðvikudags-
kvöldið með sigri Jóhanns
Hjartarsonar, sem þar með náði
að veija titilinn. Þetta er í fjórða
sinn sem Jóhann hlýtur sæmdar-
heitið skákmeistari íslands. Jó-
hann vann sjöttu skákina í 42
leikjum. Sigur hans var sannfær-
andi. Hann fékk betri stöðu út
úr byijuninni en lagði síðan út
í flækjur en í þeim hefur Hannes
reynst veikastur fyrir í við-
ureignum þeirra upp á síðkastið.
Staðan varð mjög óljós með
færum á báða bóga, en þar kom
að Hannes tók skakkan pól í
hæðina og lagði alltof mikið á
stöðuna. Eftir það urðu umskipt-
in ótrúlega snögg. Jóhann tefldi
lokin mjög nákvæmt og vann
örugglega.
Sigur Jóhanns í þessari spenn-
andi viðureign er mjög verð-
skuldaður. Það var fyrst og
fremst mikil reynsla hans sem
réði úrslitum. Það var súrt í brot-
ið fyrir Hannes að vera þrívegis
kominn með aðra hendina á sinn
fyrsta íslandsmeistaratitil en
verða svo að sætta sig við annað
sætið. Hann hafði vinnings for-
skot á Jóhann fyrir viðureign
þeirra í síðustu umferð íslands-
mótsins, en tapaði. Hann tók svo
forystu í einvíginu, en missti
hana. Loks var hann með afar
sigurvænlegt endatafl í fimmtu
skákinni á þriðjudagskvöldið en
missti það niður í jafntefli. Það
er þó nokkuð ljóst að miðað við
frábæran árangur Hannesar á
mótum hér heima er það aðeins
tímaspursmál hvenær hann
hreppir íslandsmeistaratitilinn.
Lokaskákin
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: Hannes Hlífar Stef-
ánsson
Enski leikurinn
1. Rf3 - Rf6 2. c4 - b6 3.
g3 - Bb7 4. Bg2 - e6 5. 0-0
- Be7 6. Rc3 - 0-0 7. Hel -
Re4 8. Rxe4 - Bxe4 9. d3 -
Bb7 10. e4 - c5 11. d4 - d6
12. b3 - cxd4 13. Rxd4 - Rc6
14. Rxc6 - Bxc6 15. Bb2 -
He8 16. Dg4 - Bf8 17. h4 -
Dc7 18. h5 - e5 19. Hadl -
a6 20. Hd2 - b5 21. cxb5 -
axb5 22. a3 - Db7 23. Hedl -
Bd7 24. Df3 - Be6 25. h6 -
gxh6 26. b4 - Hac8 27. Dh5
Skiptamunsfórnin 27. Hxd6!?
kom hér vel til greina, með þeirri
hugmynd að sækja síðan eftir
svörtu reitunum.
27. - f6 28. Dh4 - Bb3 29.
Hel - Df7 30. Hd3 - Hc2 31.
Bcl - Dc4?
Svartur hefur lagt út í mis-
heppnaða gagnsókn sem verður
honum að falli. í næsta leik átti
hann síðan ekkert betra en að
hörfa með drottninguna. Rétt var
31. - Bc4
32. Bfl - Hc3? 33. Hde3 -
Dc7 34. Bxb5 - Hb8 35. Bfl -
Be6 36. Dxf6 - He8 37. Bb2 -
Hc2 38. H3e2 - Bg4 39. Hxc2
- Dxc2 40. Hcl! Dxe4 41. Hc4
Df3
42. Hf4! og svartur gafst upp
því hrókurinn á e8 fellur með
skák eftir 42. - exf4 43. Bc4+
- d5 44. Dh8+ - Kf7 45. Dxh7+
- Ke6 46. Dg6+ - Kd7 47. Bb5+
- Kc7 48. Dc6+ og síðan meira
lið í kjölfarið.
Þröstur missti forystuna
Eftir að hafa unnið fimm
fyrstu skákir sínar á Guðmundar
Árasonar mótinu hefur Þröstur
Þórhallsson farið illa að ráði sínu
og misst niður tvær vinningsstöð-
ur. I sjöundu umferð hlaut hann
sitt fýrsta tap gegn Dananum
Nikolaj Borge, sem er stigahæsti
keppandinn. Það ríkir því mikil
spenna um það hver hreppir
fyrsta sætið.
Þrír íslenskir skákmenn keppa
að áfanga að alþjóðlegu meist-
aratitli. Best að vígi stendur Jón
Garðar Viðarsson sem þarf einn
vinning úr tveimur síðustu skák-
unum. Ólafur B. Þórsson þarf
einn og hálfan og Jón Viktor
Gunnarsson einn og hálfan eða
tvo, eftir því við hveija hann tefl-
ir.
Árangur tveggja 15 ára gam-
alla skákmanna úr sigursveitinni
á Kanaríeyjum hefur verið með
ólíkindum góður. Jón Viktor er í
toppbaráttunni og Einar Hjalti
Jensson úr Kópavogi hefur kom-
ist ótrúlega vel frá frumraun
sinni á slíku móti. Þegar er ljóst
að hann kemur sterkur inn á al-
þjóðlega stigalistann.
Tilgangurinn með mótshaldinu
hefur því náðst nú þegar, en
vissulega væri stórkostlegt ef það
næðist íslenskur sigur og einn
áfangi að titli.
Staðan eftir 7 umferðir:
1. Albert Blees, Hollandi, 6 v.
2. Þröstur Þórhallsson 5 Vz v.
3. -4. Jón Garðar Viðarsson og Nik-
olaj Borge 5 v.
5.-6. Andrew Martin, Englandi, og
Jón Viktor Gunnarsson 4'A v.
7.-13. Liafbern Riemersma, Hollandi,
Tobias Christensen, Danmörku, Ivar
Bem, Noregi, Björgvin Jónsson, Olafur
B. Þórsson, Kristján Eðvarðsson og
Einar Hjalti Jensson 4 v.
14.-15. Ágúst S. Karlsson og Sævar
Bjarnason 3'/z v.
16.-18. Guðmundur Halldórsson,
Magnús Örn Úlfarsson og Torfi Leós-
son 3 v.
19.-20. John Arni Nilssen, Færeyjum,
og Arnar E. Gunnarsson 2'/z v.
21.-25. Eyðun Nolsoe, Færeyjum, Eirik
Gullaksen, Noregi, Bragi Þorfinnsson,
Björn Þorfinnsson og James Burden,
Bandarikjunum, 2 v.
26. Sigurbjöm Bjömsson 1 '/z v.
Margeir Pétursson
/ jólapakkann tilþeirra seni
þú vilt senda kœrleik og Ijós...
Bókatilboð
20% ATHUGAÐU VERÐIÐ 30%
▲ Fjölbreytt gjafavara ▲
Silfurskartgripir með orkusteinum og kristölum.
Einnig módelskartgripir frá Margo Rener. Mondial
orkujöfnunararmbandið, skart sem bætir heilsuna.
▲ Geisludiskar og snœldur
með hugleiðslu- og slökunartónlist, t.d. Angel
Love, Silver Wings, Spirit, hugleiðsluspólur
leiddar af Guðrúnu Bergmann, Erlu Stefánsd.
og Fanný Jónmundsd. o.m.fl.
▲ Víkingakortin,
Tarotspil, Medicine Cards, Angelic Messenger Cards,
The Book of Runes o.fl. Kærleikskorn kr. 790, Jákvæðar
staðhæfingar kr. 950, Nýtt: Elskaðu líkamann 890,
Fallegar og ódýrar jólagjafir.
k. Reykelsi og ilmkerti ígífurlegu úrvali.
▲ Hinar vinsœluAura Cacia
nudd- og baðolíur í miklu úrvali, einnig baðsölt og sápur.
▲ Náttúrulegar snyrtivörur
frá Earth Science — herra og dömu.
Borgarkringlunni
s. 581 1380.
Þrautreyndar uppþvottavélar
sem hafa sannað gildl sitt á
íslandi.
Stærð: 12 manna
Hæð: 85 cm
Breidd: 60cm
Dýpt: 60 cm
Elnnig:
kæliskápar
eldunartæki
og þvottavélar
á einstöku verði
FAGOR LVE-95E
Stabgreitt kr.
RÖNNING
BORGARTÚNI24 .
SÍMI: 562 40 11