Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Aflinn gæti orðið 50% meiri en lagt var til „VIÐ VORUM með ansi stífar nið- urskurðartillögur um grálúðu í síð- ustu skýrslu,“ segir Björn Ævarr Steinarsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni. Björn segir að tillögurnar hafi hljóðað upp á 20 þúsund tonna heildaraflaheimildir á grálúðu- stofninum við Vestur-Grænland, Færeyjar og ísland, en á fiskveið- iárinu sem lauk 31. ágúst s.l. var heildarafli á þessum miðum 38 þúsund tonn. Þar af veiddu íslend- ingar 28 þúsund tonn Fyrir yfír- standandi fiskveiðiár hefur verið ákvarðaður kvóti fyrir íslendinga sem hljóðar upp á 20 þúsund tonn. Björn segir að engin endurskoð- un á þeirri ákvörðun sé í gangi, þrátt fyrir bágt ástand grálúðu- stofnins. „Einar Hjörleifsson fiski- fræðingur hefur verið ráðinn í grálúðurannsóknir og mun hann hefja störf nú um áramótin. Verið er að koma á fót samstarfshópi með skipstjómarmönnum, en það er allt á byijunarstigi,“ segir hann. Lengi varað við of mikilli veiði „Stjórnvöld gáfu út kvóta upp á 20 þúsund tonn fyrir ísland og ef Færeyingar og Grænlendingar veiða áfram 10 þúsund tonn gæti aflinn orðið 50% meiri en við lögð- Grálúðuafli á íslandsmiðum 1984-94, veiðitillögur Hafrannsóknastofnunar og hlutfall veiði umfram tillögurnar Tonn 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 Umframveiði Tillögur 43% 2fi%\ ___97% _ _63% _J _ fflk 17% 151» 20% m 16% 1984 1 985 1 986 1 987 1 988 1 989 1 990 1 991 91/92 92/93 93/94 94/95 Almanaksár Fiskveiðiár um til.“ Hann segir að Hafrann- sóknastofnunin hafi lengi varað við því að of stíft væri sótt í grálúðuna. „Við höfum lengi haldið því fram að 30 þúsund tonn sé sá afli sem stofninn geti gefið af sér í lengri tíma,“ segir hann. „Samt hefur aflinn farið langt yfir það. Sem dæmi má nefna að hann fór allt upp í 60 þúsund tonn árið 1989. Á sama tíma hefur afli á sóknareiningu farið ört minnkandi á undanförnum tíma, en sóknin aukist." Hann segist ekki vilja segja urp það á þessari stundu hvort ástæða sé til að grípa til frekari ráðstaf- ana. Hann segir þó að aukin áhersla verði lögð á grálúðuna á komandi mánuðum. ÚRVERINU Engin endurskoðun þrátt fyrir bágt ástand grálúðustofnsins Morgunblaðið/Kristján Þorsk- hausarnir hengdir upp VINNUFÉLAGARNIR Agnar Pétursson og Þorvaldur Sig- urðsson voru að hengja upp þorskhausa í hjöllum Útgerð- arfélags Akureyringa við Krossanes í gær, en þar hefur félagið til langs tíma þurrkað hausa sem seldir eru til Níger- íu. Framleiðslan er misjöfn milli ára en hefur farið allt upp í 400 tonn af þurrkuðum haus- um á ári. Eingöngu er um þorskhausa að ræða, en ýsu- og ufsahausar eru sendir áfram í Laugafisk í Reykjadal þar sem þeir eru þurrkaðir með jarðhita. Stórglæsilegt úrval af sófasettum í leðri og áklæði á hreint frábæru verði. Valhúsgögn ÁRMÚLA 8, SÍMAR 581 2275 og 568 5375 FRÉTTIR: EVRÓPA Reuter TONY Baldry, sjávarútvegsráðherra Bretlands, ræðir við frétta- menn fyrir fund sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna í Brussel. Deilt um kvótatillögur Of mikil veiðigeta er vandamálið Brussel. Reuter. FUNDUR sjávarútvegsráðherra Evrópusambar.dsins hófst í Bruss- el síðdegis í gær og var búizt við löngum deilum um kvótatillögur framkvæmdastjórnarinnar, sem telur nauðsynlegt að skera kvóta í sumum fiskstofnum niður um allt að 50%. Vísindamenn telja ýmsa stofna í hættu, verði ekki dregið úr veið- um. Tony Baldry, sjávarútvegs- ráðherra Bretlands, sagði áður en ráðherrafundurinn hófst í gær að hið raunverulega vandamál væri of mikil veiðigeta fiskveiðiflota ESB: „Við þurfum ekki að óttast útlendinga, heldur þá einföldu staðreynd að of mörg skip eru að elta of fáa fiska,“ sagði hann. Jafnvægi ólíkra sjónarmiða Baldry hugðist engu að síður beijast fyrir því á fundinum að brezkir fiskimenn yrðu ekki að taka á sig alla þá skerðingu, sem framkvæmdastjórnin hefur lagt til. „Ég mun leitast við að ná fram bezta jafnvægi á milli þess að tryggja að sjávarútvegur okkar nái hámarksafla á næsta árf, tryggja greininni hæstar tekjur og jafnframt að nógur fiskur verði eftir handa kynslóðum framtíðar- innar,“ sagði Baldry. Bretland og fleiri fiskveiðiríki segja að tillögur vísindamanna séu í sumum tilfellum um „fyrirbyggj- andi“ niðurskurð og telja óhætt að auka kvótann frá því, sem þeir hafa lagt til. Jafnframt halda þessi ríki því fram að hin vísindalegu gögn séu ófullkomin og byggð á færri löndunum fremur en raun- verulegum aflatölum. Áður en ráðherrafundurinn hófst í gær fóru fram þríhliða við- ræður helztu fískveiði- og fisk- neyzluríkja ESB hvers um sig með Spáni, forsætisríki ráðherraráðs- ins, og framkvæmdastjórninni. Að svo búnu hófst fundurinn á því að önnur mál voru rædd á meðan embættismenn og sérfræðingar framkvæmdastjórnarinnar byij- uðu að breyta tillögum sínum til að þóknast ráðherraráðinu. Af kvóta-rússibananum Á göngum Justus Lipsius, bygg- ingar ráðherraráðs ESB í Brussel, biðu fulltrúar hagsmunaaðila spenntir eftir niðurstöðunni. Barrie Deas, framkvæmdastjóri Landssambands sjómannafélaga á Bretlandi, sagði að sjómenn vildu komast af „þessum rússibana mik- illar kvótaaukningar eitt árið og niðurskurðar á því næsta.“ Gjaldmiðlar utan EMU þurfa vernd HANS-Júrgen Krupp, sem situr í bankaráði þýska seðlabankans, hvatti í gær til að stofnað yrði nýtt gengissamstarfskerfi fyrir þau ríki er taka ekki þátt í efna- hagslegum og peningalegum sam- runa Evrópuríkja (EMU). Krupp, sem einnig er bankastjóri seðla- banka Hamborgar, sagði í viðtali við Manager Magazin að ella væri hætta á að gjaldmiðlar þessara ríkja yrðu fyrir árásum spákaup- manna og því þyrftu þeir á sér- stakri vernd að halda.' Krupp sagðist vera þeirrar skoð- unar að EMU ætti að eiga sér stað í ársbyijun 1999 líkt og áformað er þó svo að einungis fá ríki upp- fylli hin ströngu skilyrði Maastr- icht-sáttmálans um þátttöku. „Jafnvel þó að mörg ríki tækju ekki þátt í peningalega samrunan- um hefði hann meiri kosti en galla í för með sér fyrir þýskt efnahags- líf,“ sagði hann. Annar fulltrúi í bankaráðinu, Reimut Jochimsen, sagðist aftur á móti telja skynsamlegra að fresta EMU en byggja samrunann á veik- um grunni. Jochimsen, sem er bankastjóri seðlabanka Nordrhein-Westphalen sagði í viðtali við Die Zeit TV Magazin að ekki mætti milda skil- yrði Maastricht. „Við eigum ekki annarra kosta völ en að sýna fyllstu hörku. Það er ekki hægt að túlka skilyrðin eftir því sem hentar best hveiju sinni,“ sagði Jochimsen. - kjarni málsins! - ► i I' j i í I i l í I l \ í r I i ! I r I l I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.